Nýjárskveðja artzine

Nýjárskveðja artzine

Nýjárskveðja artzine

Árið 2016 var heldur betur viðburðaríkt fyrir artzine, en þetta var jú árið sem artzine fæddist og árið sem við birtum fyrstu greinarnar og fengum fyrstu heimsóknirnar á vefinn. Fyrsti ritstjórnarfundurinn var haldinn með áhugasömu fólki og síðan var það þann 22. apríl 2016 að vefurinn var formlega opnaður á Hótel Holti. Við það tækifæri var fyrsta Happy hour opnunin haldin en það var Ragnheiður Gestsdóttir sem reið á vaðið og var fyrsti listamaðurinn sem sýndi.

Þegar artzine var stofnað var ekkert verið að liggja of mikið yfir málunum. Vefritið var sett upp vegna þess að þörfin var fyrir hendi og þekkingin til að koma vefnum upp var til staðar. Frá byrjun stóð hópur frábærra penna að artzine og sífellt bætast nýjir við hópinn. 

Það er skemmst frá því að segja að viðtökurnar á þessu upphafsári artzine hafi verið frábærarNýja árið leggst því vel í okkur hjá artzine og það verður gaman að sjá hvert það leiðir okkur. Við erum stöðugt á höttunum eftir nýju efni, málum til að fjalla um, áhugasömu samstarfsólki og frábærri myndlist til að koma á framfæri við lesendur.

Fylgist með, 2017 verður gott ár.

Helga Óskarsdóttir og Hlín Gylfadóttir

Tilberinn veittur í annað sinn

Tilberinn veittur í annað sinn

Tilberinn veittur í annað sinn

Tilberinn 2016 var veittur 17.desember á jólaballi Myndhöggvarafélagsins á Laugardaginn var. Sú sem hlaut Tilberann að þessu sinni er Helga Óskarsdóttir ritstjóri artzine.is. Þetta var í annað sinn sem Tilberinn er veittur, fyrri handhafi og sá fyrsti sem fékk viðurkenninguna er Freyja Eylíf Logadóttir sem hefur unnið frábær störf í þágu myndlistar með rekstri  listamennarekna sýningar og viðburðarýminu Ekkisens.

Á bak við Tilberann standa Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir og Sigrún Sirra Sigurðardóttir.

Um Tilberann:

Tilberinn er viðurkenning sem veitt verður árlega þeim sem þykja hafa sýnt útsjónarsemi, dugnað, hugrekki og staðfestu á sviði myndlistar og auðgað þannig menningar- og listalíf landsins. Honum fylgir jafnframt orða sem heiðursverðlaunahafinn er sæmdur til frambúðar.

Tilberinn sjálfur dvelur hjá verðlaunahafanum í eitt ár til hvatningar og innblásturs. Tilberann geta hlotið myndlistarmenn og aðrir sem starfa við fagið,  þ.e. einstakir  listamenn, sýningar, útgáfa eða sýningarstaðir. Sérstaklega er horft til þeirra sem hafa áorkað miklu af litlum efnum – þeirra sem tekist hefur að magna upp úr vanefnum seið í anda gullgerðarmanna.

Gripurinn sjálfur er framkallaður í þeim sama anda en Tilberinn er gerður úr endurunnum áldósum sem safnað var af listamönnum frá listamönnum, sýningarstöðum og listmenntastofnunum.

Um verðlaunin þessu sinni var þetta  sagt um forsendur viðurkenningarinnar:

Helga Óskarsdóttir hlýtur Tilberann 2016 fyrir framlag sitt til myndlistar og miðlunar á myndlist.

Helga stofnaði myndlistarvettvanginn artzine í upphafi ársins 2016. artzine er vefrit um myndlist þar sem fjallað er um myndlist með fjölbreyttum hætti. Pistlahöfundar eru ýmist myndlistarmenn, listfræðingar, heimspekingar eða fólk sem þekkir til myndlistar með einum eða öðrum hætti. En er auk þess vettvangur fyrir skapandi skrif myndlistarfólks.

Helga hefur helgað sig myndlist í tvo áratugi, hún útskrifaðist frá Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1997 og með MA frá Chelsea College of Art and Design í London árið 1998. Hún á að baki næman og eftirtektarverðan feril í myndlist. Verk hennar sem eru látlaus og hafa fínlegt yfirbragð eru oft rannsakandi og virkja áhorfandann. Yfirbragð þeirra er fínlegt og einkennist af gjafmildi.

Hún hefur kennt myndlist og hannað heimasíður fyrir marga helstu listamenn landsins, félagasamtök, skóla og sýningarstaði. Árið 2013 stofnaði Helga ásamt Helenu Hansdóttur Aspelund, TÝS Gallerí sem þær ráku í tvö ár.  Týs gallerí einbeitti sér að veita listamönnum tækifæri til  einkasýninga. Þar varð til vettvangur virkra samtímalistamanna til sýningar og sölu á verkum sínum í litlu en afar fallegu rými.

Myndbandið hér að neðan er frá afhendingu Tilberans 2016.

Bald by Baldur

Bald by Baldur

*english below*

Laugardaginn 2. júní kl. 20.00 opnar myndlistarmaðurinn Baldur Helgason einkasýningu sína ,,Bald” í Porti Verkefnarými að Laugavegi 23b. Myndirnar sem verða til sýnis eru blekteikningar sem voru unnar árin 2015-16. Baldur sækir myndefni sitt í heim vinsældarmenningu, teiknimyndir, gömlu handritin og trúarmyndir. Baldur vinnur mikið með distópíska sköllótta karaktera sem birtast aftur og aftur í myndunum.

Baldur Helgason er myndlistarmaður sem býr og starfar í Chicago. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2008 og úr Meistaranámi frá Academy of Art University í San Francisco árið 2011 og var valinn einn af mest spennandi listamönnum borgarinnar árið 2011 af SF Weekly. Sjá hér.

Port verkefnarými er listamannarekið rými og vinnustofur sem stuðlar að fjölbreyttum listasýningum á samtímalist eftir unga listamenn. Metnaður þeirra liggur í að sýna fjölbreyttar og vandaðar sýningar sem endurspegla grasrótarmenningu myndlistar og hönnunar.


Við bjóðum alla velkomna á opnunina þar sem ljúfir tónar og léttar veitingar verða í boði.


Bald by Baldur

On Saturday July 2nd Baldur Helgason, visual artist, will open his solo show “Bald” at Port Project Space on Laugavegur 23b at 20:00. This will be Baldur’s first solo exhibition in Iceland, where he’ll exhibit new pen and ink works from 2015 and 2016. Baldur seeks out his inspiration from popular culture, cartoons, old Icelandic manuscripts and religious imagery. His works often depict dystopian bald characters, that pop up again and again.

Baldur Helgason is an Icelandic visual artist who lives and works in Chicago. He graduated from Iceland Academy of the Arts in 2008 and from the Academy of Art University in San Fransisco in 2011. During that same year he was chosen by the SF as one of the city’s most prominent artists. See here.

Port Project Space is an artist run gallery and workspace that aims to provide diverse professional contemporary exhibitions by young artists. The works at Port Project Space often reflect on the vibrant artistic grassroot scene in Reykjavík.

We welcome everyone to the vernissage where one can expect lively music and light refreshments.


www.baldurhelgason.com
baldurart@gmail.com
Tumblr
baldurhelgason.tumblr.com
Instagram
baldur_helgason
Facebook event: hér

Listamannaspjall: Bjarki Bragason og Sirra Sigrún Sigurðardóttir Fimmtudaginn 23. júní kl. 20 í Hafnarhúsi

Listamannaspjall: Bjarki Bragason og Sirra Sigrún Sigurðardóttir Fimmtudaginn 23. júní kl. 20 í Hafnarhúsi

Listamannaspjall: Bjarki Bragason og Sirra Sigrún Sigurðardóttir Fimmtudaginn 23. júní kl. 20 í Hafnarhúsi

Listamannaspjall: Bjarki Bragason og Sirra Sigrún Sigurðardóttir

Fimmtudaginn 23. júní kl. 20 í Hafnarhúsi
Listamennirnir Bjarki Bragason og Sirra Sigrún Sigurðardóttir ræða við gesti um varðveislu og skrásetningu á hverfandi gróðri í tengslum við sýninguna RÍKI – flóra, fána, fabúla í Hafnarhúsi. Plöntur sem teljast í útrýmingarhættu koma fyrir í verkum þeirra á sýningunni með mismunandi hætti.
Sýningin RÍKI – flóra, fána, fabúla veitir áhorfendum innsýn í listsköpun ólíkra listamanna með verkum frá síðustu árum og áratugum, glænýjum verkum sem og öðrum eldri úr safneign Listasafns Reykjavíkur.
Aðgöngumiði á safnið gildir.
Myndverk eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur.

SPECIAL OFFER á Jónsmessu

SPECIAL OFFER á Jónsmessu

The Wind and Weather Gallery is having a special event: SPECIAL OFFER á Jónsmessu

*
Sýningu Haraldar Jónssonar, SPECIAL OFFER, í Veður og Vindur gallerí við Hverfisgötu 37 fer senn að ljúka. Að því tilefni er blásið til gjörningaveislu á Jónsmessu, föstudagskvöldið 24.júní kl 21. Jónsmessan er tími vitrana, furða og hugljómana sem geta fært mann nær og leitt ýmislegt í ljós. Listamenn kvöldsins eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Örn Alexander Ámundarson, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir, Sigurður Ámundarson og Haraldur Jónsson.
 
A special performance will take place at the Wind and Weather Window Gallery on June 24th, at 21:00.
It is The Feast of St John´s which marks the time of summer eve light that may bring new journey, vision, and inspiration.
 
The artist Haraldur Jónsson´s exhibition, “SPECIAL OFFER” is on view with performing artists;
 
Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Örn Alexander Ámundarson, Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísdóttir, Sigurd Ámundarson and Haraldur Jónsson.
 
All is welcome to attend this unique evening.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest