Nýjárskveðja artzine

Árið 2016 var heldur betur viðburðaríkt fyrir artzine, en þetta var jú árið sem artzine fæddist og árið sem við birtum fyrstu greinarnar og fengum fyrstu heimsóknirnar á vefinn. Fyrsti ritstjórnarfundurinn var haldinn með áhugasömu fólki og síðan var það þann 22. apríl 2016 að vefurinn var formlega opnaður á Hótel Holti. Við það tækifæri var fyrsta Happy hour opnunin haldin en það var Ragnheiður Gestsdóttir sem reið á vaðið og var fyrsti listamaðurinn sem sýndi.

Þegar artzine var stofnað var ekkert verið að liggja of mikið yfir málunum. Vefritið var sett upp vegna þess að þörfin var fyrir hendi og þekkingin til að koma vefnum upp var til staðar. Frá byrjun stóð hópur frábærra penna að artzine og sífellt bætast nýjir við hópinn. 

Það er skemmst frá því að segja að viðtökurnar á þessu upphafsári artzine hafi verið frábærarNýja árið leggst því vel í okkur hjá artzine og það verður gaman að sjá hvert það leiðir okkur. Við erum stöðugt á höttunum eftir nýju efni, málum til að fjalla um, áhugasömu samstarfsólki og frábærri myndlist til að koma á framfæri við lesendur.

Fylgist með, 2017 verður gott ár.

Helga Óskarsdóttir og Hlín Gylfadóttir

UA-76827897-1