*english below*

Laugardaginn 2. júní kl. 20.00 opnar myndlistarmaðurinn Baldur Helgason einkasýningu sína ,,Bald” í Porti Verkefnarými að Laugavegi 23b. Myndirnar sem verða til sýnis eru blekteikningar sem voru unnar árin 2015-16. Baldur sækir myndefni sitt í heim vinsældarmenningu, teiknimyndir, gömlu handritin og trúarmyndir. Baldur vinnur mikið með distópíska sköllótta karaktera sem birtast aftur og aftur í myndunum.

Baldur Helgason er myndlistarmaður sem býr og starfar í Chicago. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2008 og úr Meistaranámi frá Academy of Art University í San Francisco árið 2011 og var valinn einn af mest spennandi listamönnum borgarinnar árið 2011 af SF Weekly. Sjá hér.

Port verkefnarými er listamannarekið rými og vinnustofur sem stuðlar að fjölbreyttum listasýningum á samtímalist eftir unga listamenn. Metnaður þeirra liggur í að sýna fjölbreyttar og vandaðar sýningar sem endurspegla grasrótarmenningu myndlistar og hönnunar.


Við bjóðum alla velkomna á opnunina þar sem ljúfir tónar og léttar veitingar verða í boði.


Bald by Baldur

On Saturday July 2nd Baldur Helgason, visual artist, will open his solo show “Bald” at Port Project Space on Laugavegur 23b at 20:00. This will be Baldur’s first solo exhibition in Iceland, where he’ll exhibit new pen and ink works from 2015 and 2016. Baldur seeks out his inspiration from popular culture, cartoons, old Icelandic manuscripts and religious imagery. His works often depict dystopian bald characters, that pop up again and again.

Baldur Helgason is an Icelandic visual artist who lives and works in Chicago. He graduated from Iceland Academy of the Arts in 2008 and from the Academy of Art University in San Fransisco in 2011. During that same year he was chosen by the SF as one of the city’s most prominent artists. See here.

Port Project Space is an artist run gallery and workspace that aims to provide diverse professional contemporary exhibitions by young artists. The works at Port Project Space often reflect on the vibrant artistic grassroot scene in Reykjavík.

We welcome everyone to the vernissage where one can expect lively music and light refreshments.


www.baldurhelgason.com
baldurart@gmail.com
Tumblr
baldurhelgason.tumblr.com
Instagram
baldur_helgason
Facebook event: hér
UA-76827897-1