Húsgafl og port – Ný veggverk í miðborginni
Sýningin er hluti af dagská Listahátíðar
Húsgafl og port er tveggja ára verkefni sem virkjar og vekur hjarta miðborgar Reykjavíkur. Það er opin íhlutun sem hvetur vegfarendur til að hugsa inn í og tengjast sínu hversdaglega nærumhverfi.
Þórdís Erla Zoëga ræðst í að umbreyta húsgaflinum sem er hin sjónræna tenging rýmisins við aðrar byggingar. Hugmynd hennar gengur út á tengingar. Hún leikur sér að duldum merkingum og staðalímyndum, teflir saman táknum hins opinbera rýmis og hins persónulega.
Í portinu tengir Arnór Kári Egilsson saman sína sjónrænu og rýmislegu sýn á svæðið, sem er að hluta til sýnilegt og að hluta til falið. Arnór hefur um langt skeið unnið með hið almenna rými borgarinnar og nýtir hér reynslu sína við mótun nýs hlutverks portsins.
Leiðarstef beggja verkefnanna er sú hugmynd að breytingar á hinu opinbera rými hafi tvöfalt hlutverk: Að vera hreyfiafl sem og táknmynd ákveðins augnabliks, upplifunar og skynjunar.
Sýningarstjórar verkefnisins eru Birgir Snæbjörn Birgisson og Mika Hannula. Verkið er unnið í samstarfi Listahátíðar við Reykjavíkurborg og Icelandair Hotels.
Tilgangur verkanna er að vekja athygli á þeim málum sem skipta mestu máli:Hver við erum, hvernig við mótum samfélag okkar og samskiptum okkar í hinu daglega lífi.
05. júní kl 16:00 afhjúpun