Ljóðræna skynjunar, staðar, tíma og endurminninga skapa sameiginlegan, tilfinningalegan þráð milli umbreyttra fundinna hluta og innsetninga Hreins Friðfinnssonar og abstrakt málverka John Zurier.

Hreinn Friðfinnsson er fæddur að Bæ í Miðdölum 1943 og er hugmyndafræðilegur listamaður. John Zurier er fæddur í Suður-Kaliforníu árið 1956 og er listmálari. Þó svo að þeir noti mismunandi aðferðir, tækni og nálgun er samhljómur í verkum þeirra; ljóðræn tilfinning og einfaldleiki tengir þá. Aðferðir þeirra eru knappar, afstaða þeirra til efnisins einkennist af innlifun og næmi fyrir því hvernig heiðarleiki gagnvart efninu afhjúpar á mótsagnakenndan hátt tilfinningu fyrir hverfulleika.

Verk Hreins Friðfinnssonar og John Zurier voru sýnd í aðliggjandi rýmum á þrítugasta tvíæringnum í Saõ Paulo. Þeir halda nú áfram þessum samræðum á Listahátíð í Reykjavík með verkum sem eru gerð sérstaklega fyrir sali Listasafns ASÍ.

Hreinn Friðfinnsson er einn af stofnendum SÚM hópsins 1965. Hann býr og starfar í Amsterdam og hefur tekið þátt í sýningum víða um heim. John Zurier býr og starfar í Berkeley. Hann hefur sýnt víða og hlotið viðurkenningar fyrir störf sín

Listasafn ASÍ
21. maí kl 17:00 opnun
21. maí — 26. júní

Þriðjudag til sunnudags 13–17
lokað mánudag

UA-76827897-1