Sölvi Dúnn Snæbjörnsson – ENN EIN JÁTNINGIN // SÍM-SALUR

Sölvi Dúnn Snæbjörnsson – ENN EIN JÁTNINGIN // SÍM-SALUR

Myndlistarmaðurinn Sölvi Dúnn Snæbjörnssoner með sýningu sína „Enn ein játningin“  í SÍM-salnum Hafnarstræti 16.

Með sýningunni, sem samanstendur að mestu af olíumálverkum, játar enn einn listamaðurinn fyrir heiminum ást sína á öðrum listamanni, ást sína á pastellitum, óttann við dóma annarra og endalausa leit eftir viðurkenningu.
Enn ein játningin stendur yfir 3.-23. mars.

Sýningin er opin alla virka daga á milli kl. 10:00-16:00.

SAKMINJASAFNIÐ // EKKISENS

SAKMINJASAFNIÐ // EKKISENS

Það er Ekkisens heiður að kynna SAKMINJASAFNIÐ (1stu sýningu) sem opnar næstkomandi laugardag 19. mars kl. 17:00. Sýningasóknari Sakminjasafnsins er skáldið og slitamaðurinn Snorri Páll (Jónsson Úlfhildarson)

settu öll þessi brot
saman ef viltu finna
það sem engum reynist þó hollt
né hamingjudrjúgt að sinna
en sjáirðu hvert stefnir hvar
þarftu síður að kvíða
við vorum öll þarna hvert og eitt
þetta kvöld á dráttarbrautinni
hvað sem það átti að þýða
— Megas

SAKMINJASAFNIÐ er ótímabundið verkefni sem sett var á fót árið 2015. Safnið hefur í það minnsta þríþættan tilgang og tilverugrundvöll: 1.) söfnun, sköpun, varðveislu, greiningu, útgáfu og sýningu sakminja; 2.) endurskilgreiningu, opnun og útvíkkun á merkingu orðsins sakminjar; 3.) aktíft viðnám við allt að því algjörri einokun ríkisvaldsins á þeim gjörðum sem taldir eru upp í fyrsta liðnum. Safnið á sér ekkert varanlegt sýningarrými og mun forsprakki þess og sýningasóknari (e. prosecurator) því opna lítil og tímabundin útibú hér og þar og annarstaðar — óreglulega fremur en reglulega.

Fyrsta sýning safnsins vex upp úr niðursettu rifbeini sígildrar grýlu: sakamáls sem kennt er við tvo horfna Einarssyni — þá Guðmund og Geirfinn. Um er að ræða huglæga jafnt sem efnislega mósaíkmynd af lauslega afmörkuðum en um leið nátengdum flötum málsins. Innan rammans mætast meðal annars leirhausinn margfrægi (og margframleiddi?) sem öðlaðist sjálfstætt líf og síðar meir sérstakan heiðursess í sakvitund martraðaþjakaðrar þjóðar; urðarmáninn í vélinni sem flaug inn á sviðið fyrir tilstilli krana, hnýtti hitt og hnoðaði þetta, lét sig svo skrauthverfa lóðrétt niður skíðahlíðar orðaskortsins; maðurinn í lakinu, lekandinn í minninu, léreftsvafðar minjarnar í vörðum kjöllurum laganna; minningar sem filmubrot, ljósmyndir sem gaddavír, gróðursömpl sem sönnunargögn, og fangelsaðar setningar sem ævarandi mónúment um ægifegurð fáránleikans.

Snorri Páll (Jónsson Úlfhildason) er skáld og slitamaður, fæddur í Reykjavík árið 1987 á níunda síðasta sjónvarpslausa fimmtudeginum. Fyrsta ljóðabók hans, LENGIST Í TAUMNUM, kom út árið 2014. Sama ár stóð hann ásamt Steinunni Gunnlaugsdóttur að halarófu sýninga og atburða undir nafninu EF TIL VILL SEK þar sem þau sýndu myndbandsverk, gjörninga og skúlptúra víðsvega í Reykjavík. Síðustu misserin hefur hann einna helst ástundað fuglaframleiðslu, logsuðukveðskap og malbiksfléttun

Kvartett Chantal, Joffe Gauthier, Hubert Jockum Notdström, Tumi Magnússon í Listasafni Íslands

Kvartett Chantal, Joffe Gauthier, Hubert Jockum Notdström, Tumi Magnússon í Listasafni Íslands

15.1.2016 – 1.5.2016, Listasafn Íslands

Listasafn Íslands hefur sýningadagskrá sína á nýju ári með sýningu fjögurra samtímalistamanna, þeirra Gauthiers Hubert (1967), Chantal Joffe (1969), Jockums Nordström (1963) og Tuma Magnússonar (1957). Öll vinna þau með sjálfan manninn í brennidepli. Framsetning verka þeirra snýst um listmiðilinn og sögu hans að fornu og nýju og þau ganga út frá ákveðnum sögulegum forsendum en með afar ólíkum hætti.

Gauthier Hubert tekur hugmyndlæga afstöðu til málverksins og spretta verk hans af sagnfræðilegum atvikum sem bregða skýru ljósi á starf og hugarheim listamannsins í fortíð og nútíð. (Viðtal við Gauthier Hubert)

Chantal Joffe gengur gjarnan út frá sjálfri sér, sínu nánasta umhverfi. Verk hennar eru í senn nærgætin, innileg og nærgöngul. (Viðtal við Chantal Joffe þar sem hún ræðir um verk sín)

Jockum Nordström teiknar, klippir og límir upp barnslegar myndir af samfélagi eins og það birtist okkur gjarnan í sögulegum sápuóperum um húsbændur og hjú. Undir liggur þó sori og siðleysi. (Viðtal við Jockum Norrdström)

Teygðar og afmyndaðar myndir Tuma Magnússonar af líkamspörtum og hauskúpum eru nær beinar tilvísanir í myndmál sem hrekkjóttir meistarar á 16. öld beittu gegn hugmyndaþurrð samtíðarinnar. (Viðtal við Tuma Magnússon)

NÁNAR UM SÝNINGUNA

Fyrirlestur um fjárfestingar í myndlist

Fyrirlestur um fjárfestingar í myndlist

Fyrirlestur um fjárfestingar í myndlist

Hvernig fjárfesti ég í myndlist?

Kári Finnsson, listfræðingur og hagfræðingur og Börkur Arnarson, eigandi i8 Gallery, ræða um listmarkaðinn á fræðslufundi VÍB.
Kári fer yfir stutta greiningu á alþjóðlegum mörkuðum með listaverk og ræðir í kjölfarið við Börk.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest