Ragnheiður Gestsdóttir – Tannpína / Toothache

Ragnheiður Gestsdóttir – Tannpína / Toothache

Ragnheiður Gestsdóttir – Tannpína / Toothache

Tannpína / Toothache

Ragnheiður Gestsdóttir gerir innsetningar, skúlptúra, ljósmyndir, vídjó og kvikmyndir. Í verkum sínum vinnur hún með þekkingarsköpun, valdakerfi og framtíðarþrá og það tungumál sem maðurinn notar til að vísa í þessi kerfi og hugmyndir. Í verkunum sameinast hið ljóðræna hinu fráleita og stundum má þar greina bakgrunn hennar í sjónrænni mannfræði. Ragnheiður lauk framhaldsnámi í myndlist frá Bard College í New York árið 2012 og í sjónrænni mannfræði frá Goldsmiths College í Lundum árið 2001.

Uppbrot / Ásmundur Sveinsson og Elín Hansdóttir

Uppbrot / Ásmundur Sveinsson og Elín Hansdóttir

Uppbrot / Ásmundur Sveinsson og Elín Hansdóttir

16.04.-09.10.2016

Hlutskipti listamanna hefur oft verið að brjóta upp gömul og gildandi viðhorf. Ásmundur Sveinsson (1893–1982) talaði um að fá fólk til að „vakna til meðvitundar um að það er ekki skynlausar skepnur.“ Elín Hansdóttir (f. 1980) segir listina eiga að „kippa undan þér fótunum og fá þig til að endurmeta fastmótaðar hugmyndir þínar.“

Á sýningunni Uppbrot rýnir Elín í verk Ásmundar, glímir við arfleið hans og leitar áður ókannaðra flata. Elín og Ásmundur vinna með þrívíddina á ólíkan hátt, hann fangar form í efni, hún endurskilgreinir rýmið. Átökin milli nýrra verka Elínar og verka Ásmundar opna áhorfendum nýja sýn. Á milli kynslóðanna eru fjölmargir ósættanlegir þræðir sem skapa áhugaverða spennu en þar er einnig að finna kraftmikinn samhljóm.

Elín Hansdóttir býr og starfar í Reykjavík og Berlín. Hún lærði við Listaháskóla Íslands og Kunsthochschule Weissensee í Berlín og lauk MA námi 2006.

Einkasýningar hennar eru meðal annars Suspension of Disbelief í KW Institute for Contemporary Art í Berlín (2015); Trace í gallerí i8 (2010); Parallax í Listasafni Reykjavíkur (2009) og Universolo í Unisolo, Róm (2009).
Meðal samsýninga má nefna Beyond Reach í Den Frie Udstillingsbygning í Kaupmannahöfn (2014); Higher Atlas á tvíæringnum í Marrakesh, Marokkó (2012); Space Revised í Künstlerhaus í Bremen (2009) og Art Against Architecture í Listasafni Íslands (2008). Árið 2007 var Elín valin til þátttöku í Frieze Projects á Frieze listasýningunni í London.

Elín leggur áherslu á upplifun áhorfandans af verkum sínum. Þau eru þannig opin og bjóðandi, tilbúnar aðstæður þar sem skynjun einstaklingsins er ögrað. Það er vel líklegt að verk hennar sýni okkur ekki neitt, séu aðeins látbragð sem kveikir viðbrögð.

Mörg verka Elínar eru leikur með rými og sjónhverfingar. Áhorfandinn stendur andspænis endurteknu stefi, einhvers konar samskiptaleið með undarlegu rými, hljóði og ljósi sem eiga sér óljósar hliðstæður í veruleikanum. Það sem er hins vegar óumdeilanlega raunverulegt er óróleiki áhorfandans, sem jafnvel fer að vantreysta eigin skilningarvitum og upplifir svima, innilokunarkennd, uppbrot tímans.

Ásmundarsafn er helgað verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Ásmundur var á meðal frumkvöðla íslenskrar höggmyndalistar og sótti innblástur fyrst og fremst í íslenska náttúru og bókmenntir, sem og til þjóðarinnar í landinu. Efnismikil, kröftug og stundum ógnandi verk hans eru lík þeim kynjamyndum sem lesa má úr íslenskri náttúru. Þótt myndefni Ásmundar hafi fyrst og fremst verið af þjóðlegum toga, tileinkaði hann sér engu að síður meginstrauma alþjóðlegrar listsköpunar eins og ekkert stæði honum nær, og gaf henni um leið íslenskt yfirbragð – íslenskt inntak.

Texti og myndefni fengið á vef Listafns Reykjavíkur.

Skafmynd / Þór Sigurþórsson í Hverfisgallerí

Skafmynd / Þór Sigurþórsson í Hverfisgallerí

Skafmynd / Þór Sigurþórsson í Hverfisgallerí

Þór Sigurþórsson – Skafmynd

16.04 – 21.05 2016

(English below)

Skafmynd nefnist fyrsta einkasýning Þórs Sigurþórssonar í Hverfisgallerí.

Titill sýningarinnar Skafmynd dregur nafn sitt af efni sem listamaðurinn hefur unnið með í nokkur ár, seigfljótandi silfurgráa málningu sem m.a. er notuð sem þunnt lag á skafmiða til þess að fela hugsanlegan vinning. Efnið er til þess eins að vera skafið af, ógagnsætt lag sem hylur hluta myndarinnar en felur um leið í sér ákveðna athöfn, að skafa og sjá hvort maður hafi heppnina með sér.

Á sýningunni má sjá myndröð óljósra ljósmynda sem þaktar eru skafefninu auk skúlptúra úr ónothæfum gluggasköfum, en saman mynda verkin sterka fagurfræðilega heild. Verkin á sýningunni einkennast sem fyrr af mikilli næmni Þórs fyrir efni og formi sem finna má í okkar nánasta umhverfi og við veitum ef til ekki eftirtekt við fyrstu sýn.

Þór Sigurþórsson (f. 1977) kláraði B.A. próf í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2002 stundaði svo nám í Academy Der Bildenden Kunste í Vín. Árið 2008 útskrifaðist hann með MFA í myndlist frá School of Visual Arts í New York. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar. Haustið 2015 fékk Þór styrk úr sjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur sem veittur var í Listasafni Íslands.

Í verkum sínum fæst Þór oft við greiningu á hlutum sem við höfum aðlagað líkamanum; sem verða hálfgerðar framlengingar af líkamanum og sem við notum til að skoða og fást við heiminn. Verk hans ögra skilningi okkar á hversdagslegum hlutum og storka klisjum okkar um fegurð og náttúru. Skjáir og skjámenning hefur verið Þóri ofarlega í huga undanfarið. Verk hans samanstanda oftar en ekki af ljósmyndum sem hann hefur unnið með því að mála yfir með skafmálningu eða hulið með einu af mörgum lögum sem finna má í LED skjám. Algengir fundnir hlutir sem fyrirfinnast í hversdagsleikanum hafa einnig verið uppistaða í verkum hans en með því að taka þá í sundur og algerlega úr samhengi verða þeir næstum ókunnugir.

Sýningin stendur út  21. maí


Skafmynd is Þór Sigurþórsson´s first solo exhibition at Hverfisgalleri.

The title of the exhibition (scratch image) takes its name from the material the artist has worked with for several years; a viscous, silver coloured rub removable ink that is for instance used as a thin layer on lottery tickets to cover a potential winning prize. The material has the sole purpose to be scratched off, an opaque layer covering parts of an image which at the same time includes a certain action, to scratch and see if one gets lucky.

The exhibition consists of a series of ambiguous photographs covered partly by the rub removable ink as well as sculptures made of unusable window cleaning scrapers, creating together a strong aesthetic whole. The works are characterised by Sigurþórsson´s delicate sense for material and form found in our closest environment that we perhaps do not pay attention to at first glance.

Þór Sigurþórsson (b. 1977) obtained a BA degree in fine arts from the Iceland Academy of the Arts in 2002 and in 2008 he graduated from the School of Visual Arts in New York with an MFA. He has exhibited at art venues in Iceland and abroad. In fall 2015 he was the grant recipient from the Svavar Guðnason and Ásta Eiríksdóttir fund which is given to young and emerging artists.

In his most recent works Sigurþórsson has been preoccupied with screens and screen culture. Through his works he analyzes things we have adapted to our bodies; things that have become extensions of ourselves and that we use to explore and engage with the world. His works challenge our perception of everyday objects and defy clichés about beauty and nature. Sigurthorsson’s works often consist of manipulated abstract photographs but he has also used found objects extensively as his medium. The objects are those that we use and see regularly in our everyday lives but by deconstructing them and taking them completely out of context they become almost unrecognizable.

Runs through May 21st

Fjarsamband / Ljóðabók Auðar Ómarsdóttur

Fjarsamband / Ljóðabók Auðar Ómarsdóttur

Fjarsamband / Ljóðabók Auðar Ómarsdóttur

F j a r s a m b a n d // Co nt ra ct io ns er fyrsta ljóðabók Auðar Ómarsdóttur sem nýverið kom út.

Bókin er tvískipt, annars vegar skrifar Auður ljóðin út frá umhverfi sínu, lætur aðra og annað skrifa fyrir sig ljóðin, F j a r s a m b a n d. Þar er hægt að tengja vinnubrögð Auðar við Súrrealistana sem unnu ósjálfrátt, eða reyndu að losna sig við fjötra meðvitundarinnar í sköpun. Auður reynir að stjórna ekki ferðinni með eigin meðvitund heldur leyfir ljóðunum að koma til sín. 

Seinni parturinn, Co nt ra ct io ns, er allur kominn frá innri upplifunum, ástarævintýrum, sálarkrísum og persónulegum hugleiðingum. 

Bókin er undir sterkum áhrifum leikhússins en hún er mest öll skrifuð á tímabili þar sem höfundur stundaði fræðilegt leikhúsnám. Hún er skrifuð bæði á ensku og íslensku og skartar einnig teikningum eftir Auði sem eru ósjálfráðar teikningar í anda ljóðanna. 

„Er þessi stúlka ofviti? Bókin er eins og hennar fimmta en ekki fyrsta.“

– Megas

„Ísland hefur eignast sína Tracy Emin“
– Snorri Ásmundsson  

„Þú ert mega steik Auður, ég er hættur með þér“
– Gunnar Nelson

„Borar bros í fés og göt í gagnaugu.“
– Eiríkur Örn Norðdahl

Amazing“
– Anna Maggý

Bókin fæst í Mál & Menningu á Laugavegi.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest