Hildur Ása Henrýsdóttir í Kaktus: „Ég á um 1200 vini á Facebook“
Ókei næs! Ég fór á frábæra sýningu í sýningarrýminu Kaktus á Akureyri um daginn. Hún heitir Með böggum Hildar og er nýjasta einkasýning Hildar Ásu Henrýsdóttur. Ég spurði Hildi hvort að ég mætti taka við hana viðtal og hún var heldur betur til í það!
Finnst þér gaman að vera á Akureyri?
Jááá. Það er alltaf mjög næs að vera gestur á Akureyri.
Áttirðu heima á Akureyri?
Já. Ég átti heima hérna í sjö ár. Var hér í menntaskóla, myndlistaskóla og Háskóla.
Fannst þér það gaman?
Já og nei. Stundum var það ekki gaman og stundum var það mjög gaman. Það var ekki gaman þegar eiginlega allir vinir mínir voru fluttir til útlanda eða Reykjavíkur eftir menntaskóla.
Hvað áttu marga vini?
Á maður að nota Facebook til að mæla eða fylgjendur á Instagram? Ég á um 1200 vini á Facebook. Ég held að það sé samt ekki að marka. Einhver sagði að maður gæti þekkt í mesta lagi hundrað manns eða eitthvað.
Finnst þér gaman að vera listamaður?
Já, mér finnst það best. Það besta sem ég hef gert.
Afhverju finnst þér gaman að vera listamaður?
Mér finnst það bara vera eitthvað svo náttúrulegt. Mér finnst ég ekki komast hjá því. Mér finnst þetta meika sens eins og að borða mat og kúka honum.
Flott verk hjá Hildi!
Hvað eru mörg verk á þessari sýningu?
Ég er með 11 verk. Og svo er ég með hálsverk.
Hehe. Ertu stundum með verk í sálinni? Inni í þér?
Já, inni í mér og út úr mér líka. Af því að þegar manni er svona illt inni í sér þá umkringir sársaukinn mann. Gegnsýrir mann algjörlega. Mér líður oft þannig.
Trúir þú á ást við fyrstu sýn?
Já.
Hvað ætlarðu að gera næst í lífinu?
Ég ætla að leggja land undir fót og þreyfa fyrir mér í Berlín og athuga hvort að ég geti listast þar eins og heima.
Hvort finnst þér skemmtilegra á Akureyri eða í Berlín?
Þarf ég að svara?
Nei. Ertu búin að fara í ísbúðina sem er hérna við hliðina á galleríinu?
Já, ég fékk mér avakadósamloku.
Var hún góð?
Já.
Var hún vegan?
Eiginlega ekki.
Ertu búin að smakka vegan Magnum ísinn?
Nei.
Ég fékk mér vegan Magnum ís í fyrradag og aftur í dag og núna líður mér illa í líkamanum eftir að hafa innbyrgt svona mikinn sykur. Og í sálinni líka.
Hvað er þetta brúna í bolnum þínum?
Ís
Árans.
Það fór ís í bolinn.
Fórstu í skrúðgöngu 17. júní?
Nei ég nennti því ekki. Mig langaði samt að fara í andlitsmálun og fá kisuveiðihár.
Hvort finnst þér skemmtilegra á 17. júní eða 1. maí?
Mér finnst hvorugt skemmtilegt. Mér finnst alltaf vera of mikið af fólki og þá langar mig bara að fara heim að borða súkkulaði.
Takk fyrir viðtalið. Þú ert mjög góð í að tala svona.
Takk. Mér finnst ég oft bara segja einhverja vitleysu og vera hálffeimin. En takk fyrir að koma i heimsókn á sýninguna mína og tala við mig. Það er alltaf gaman ef einhver vill koma og tala við mann.
Takk sömuleiðis. Ókei bæ
Ókei bæ
Drengurinn fengurinn