Customize Consent Preferences

We use cookies to help you navigate efficiently and perform certain functions. You will find detailed information about all cookies under each consent category below.

The cookies that are categorized as "Necessary" are stored on your browser as they are essential for enabling the basic functionalities of the site. ... 

Always Active

Necessary cookies are required to enable the basic features of this site, such as providing secure log-in or adjusting your consent preferences. These cookies do not store any personally identifiable data.

No cookies to display.

Functional cookies help perform certain functionalities like sharing the content of the website on social media platforms, collecting feedback, and other third-party features.

No cookies to display.

Analytical cookies are used to understand how visitors interact with the website. These cookies help provide information on metrics such as the number of visitors, bounce rate, traffic source, etc.

No cookies to display.

Performance cookies are used to understand and analyze the key performance indexes of the website which helps in delivering a better user experience for the visitors.

No cookies to display.

Advertisement cookies are used to provide visitors with customized advertisements based on the pages you visited previously and to analyze the effectiveness of the ad campaigns.

No cookies to display.

Sunday Seven Advent Performance Night

Sunday Seven Advent Performance Night

Sunday Seven Advent Performance Night

Gjörningalistahópurinn Sunday Seven verður í annað sinn með gjörningadagskrá en hugmyndin kveiknaði útfrá þeim sið sem myndaðist í fyrri Covid bylgju að listamenn af ýmsum toga fóru að gefa af sér til að hressa okkur við og sýna list sína á netinu. Það sem gefur hópnum extra vídd er að þau eru dreifð hingað og þangað um Evrópu en eins og við vitum eru engin landamæri þegar kemur að alnetinu.

Listamennirnir eru þó tengd hvert öðru sterkum böndum; andlegum og listrænum og einnig í tíma en þau hafa flest unnið hvert með öðru í gegnum tíðina og öll haft sterka nærveru á íslenskri listasenu hvert á sinn hátt.  

Meðlimir gjörningahópsins Sunday Seven eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Darri Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir, Magnús Logi Kristinsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmundsson, Styrmir Örn Guðmundsson

Magnús Logi Kristinsson

Styrmir Örn Guðmundsson

Sigtryggur Berg Sigmarsson

Snorri Ásmundsson

Ásta Fanney Sigurðardóttir

Darri Lorenzen

DJ Malykh

Færslusafn

#1 session of performances with sound and video for E = mc²

#1 session of performances with sound and video for E = mc²

#1 session of performances with sound and video for E = mc²

Manifesto for #1 session of performances with sound and video for E = mc²:

#1
bring performance closer to people. what is the sign of the beginning and the end? do-not-force. everything is art whether you like it or not. never know what you’re doing. the only way to stop performing is to cease existence, existence is best suited to be handled with intent. performance begins and ends with a collecting breath. keep performing.

#2
challenge myself always within my safety within me and within people. it doesn’t need to put me or anybody in danger. i don’t need to participate in a dangerous situation. do what you feel is right for you. examine as closely as you can your perception of the environment around you and who you are. be-your-nature. take safety precautions to make sure you don’t know what you’re doing. the sensible and the sensual must go hand in hand. the real world lacks the latter and artists must always remember the former in the attempt at achieving the latter. calamity springs from carelessness. even when I am not sure, but have a clear feeling, I trust. I want to embrace the trust in my feelings towards the next performance.

#3
if you don’t feel like it, you can still do it. take care of yourself and creativity will follow. know who you are and keep telling everyone performance pursues knowledge about the self. aelf-knowledge is partly artificial and mostly comes from error – self-expression is often pretentious, especially initially. know that you don’t know what you’re doing and telling everyone. translate-your-body. make the effect something unpredictable rather than predictable. trust. I encourage myself to trust my artistic feeling and develop strongness towards a situation where I am bombarded with doubts from others and myself. safety first.

#4
after a performance I try to remind myself that I will be hungover for the next three days and that’s okay. if you feel like it you can still not do it. push yourself in a way that is kind yet challenging. be aware of the post-performance ‘come down’ the heart must be set free.

when you feel bad about not knowing what you’re doing, think of everyone else that doesn’t know what they’re doing. eembrace-the-confusion. what you do is what you get. the performance of eease, relaxation and rreligious llanguor is one of the most underrated. have trust in your art and respect each phase you have gone through, it all matters.

#5
take time to find the correct creativity enhancing routine for you. be really clear about what you want to do. the outcome of performance depends on how one handles emptiness and fullness. be very clear about what you’re doing and the fact that you don’t know what your doing. know-why-perform. alright, how long do we have to shut up for? although very rare, clarity is possible in this grey grey fog. i believe when I challenge myself then I am onto something. the more they challenge me, the more i trust the performance i want to create. even if i am in the middle of a performance i can always stop if i want to because i am the one who is performing.

#6
be aware of energy vampires of any sort. everything is not art whether you like it or not. be friends with other performers, performance travels beyond closed space. find friends that also don’t know what they’re doing. like-minded-performers. that is not always pleasant. so that is by no means pleasant… even if it is a fantastic way to work. be friends. (enemies exist).

#7
nap. everything is interesting. only do work that you really believe in, apply performance to all things, therein lies its beauty. only work when you’re completely sure you don’t know what you’re doing. spontaneity-power-reflex. that must be beautiful, because it is useless and causes such pain. i’ve never quite believed that, but i’ve sometimes come close to it. do you mean that or are you just being clever?

#8
watch movies and listen to music that moves you. except things that are not. if the feeling stops, stop withdrawing power. if you think you know what you’re doing, stop. and get back to not knowing what you’re doing. keep-engine-on. calm down! i feel that it should keep feeling but i might be wrong. my father has pigeons in our garden, it is a wonderful kinetic sculpture and like many sculptures, it is more important to know of its existence than to gaze upon it religiously. share and celebrate your imperfections and the imperfect side of yourself with other performers. when i am jealous of other performers, i want to keep in mind to celebrate with them and embrace the knowledge i figure out. i want to use my jealousy in my own favour to know more about what i want to engage with.

#9
take walks and enjoy your own company without any distractions. it’s up to you. don’t pigeonhole your performative self performance is like boiling water; without heat, it returns to its tepid state. be the person who doesn’t know what they’re doing. I’m just random saying stuff. don’t read in too much. take-a-breath. when the fun starts, don’t stop til you get enough. all my mistakes i celebrate because i am not perfect and my mistakes are not negative. my mistakes are a positive way to develop and surprise myself.

#10
ask for help. sometimes. keep going. performance is a lifelong pursuit. keep on not knowing what you’re doing. you look at each other, be aware of this. fight-the-comfort. when nothing is going on and no invites are coming, i will always just perform in my private space studio. i want to perform every day, like a sketch, a drawing in a sketch or a text in my sketchbook. never stop being curious about your own work, continuously dig deeper.

THE list of ARTISTS sharing there’s performances with sound and video for E = mc2: 

 Katrín Sirru

Hlökk Þrastardóttir

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Daniel Ernst Binnekamp

Alexis Brancaz

Eetu Palomäki

Kamile Pikelyte

Tómas Óli K.M.

Dúfa

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir

Klemens Hannigan

Föstudagurinn 13. Sunday Seven með gjörningadagskrá í þriðja sinn

Föstudagurinn 13. Sunday Seven með gjörningadagskrá í þriðja sinn

Föstudagurinn 13. Sunday Seven með gjörningadagskrá í þriðja sinn

Sunday 7 live on Friday the 13th 3 online gjörningadagskrá Sunday Seven hópsins. Það má geta þess að þennan dag á einn stofnmeðlimur hópsins Snorri Ásmundsson ásamt Whoopy Goldberh heiðursmeðlim hópsins afmæli.

Meðlimir gjörningahópsins Sunday Seven eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Darri Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir, Magnús Logi Kristinsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmundsson, Styrmir Örn Guðmundsson

Sunday 7 live on Friday the 13th 3 online gjörningadagskrá Sunday Seven hópsins. Það má geta þess að þennan dag á einn stofnmeðlimur hópsins Snorri Ásmundsson ásamt Whoopy Goldberh heiðursmeðlim hópsins afmæli.

Meðlimir gjörningahópsins Sunday Seven eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Darri Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir, Magnús Logi Kristinsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmundsson, Styrmir Örn Guðmundsson

22:00 – Snorri Ásmundsson 

21:40 – Ingibjörg Magnadóttir

21.20 Sigtryggur Berg Sigmarsson

21:00 – Darri Lorenzen

Woodslin is the best

20:40 – Magnús Logi Kristinsson

20:20 – Ásta Fanney Sigurðardóttir
Fingrasetning ll (leiðbeining; kveðja)/ Hand gestures, tutorial in goodbyes

20:00 – Styrmir Örn Guðmundsson + Agata Mickiewicz
 Genesis in the Retort

10 10 2020 – Sunday Seven með gjörningadagskrá í annað sinn

10 10 2020 – Sunday Seven með gjörningadagskrá í annað sinn

10 10 2020 – Sunday Seven með gjörningadagskrá í annað sinn

Gjörningalistahópurinn Sunday Seven verður í annað sinn með gjörningadagskrá en hugmyndin kveiknaði útfrá þeim sið sem myndaðist í fyrri Covid bylgju að listamenn af ýmsum toga fóru að gefa af sér til að hressa okkur við og sýna list sína á netinu. Það sem gefur hópnum extra vídd er að þau eru dreifð hingað og þangað um Evrópu en eins og við vitum eru engin landamæri þegar kemur að alnetinu.

Listamennirnir eru þó tengd hvert öðru sterkum böndum; andlegum og listrænum og einnig í tíma en þau hafa flest unnið hvert með öðru í gegnum tíðina og öll haft sterka nærveru á íslenskri listasenu hvert á sinn hátt.  

Meðlimir gjörningahópsins Sunday Seven eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Darri Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir, Magnús Logi Kristinsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmundsson, Styrmir Örn Guðmundsson

Styrmir Örn Magnússon

Ingibjörg Magnadóttir

Ásta Fanney Sigurðardóttir

Darri Lorenzen

Sigtryggur Berg Sigmarsson

Magnús Logi Kristinsson

Snorri Ásmundsson

Færslusafn

Um þrettán hundruð orð: Jóna Hlíf í Listasafninu á Akureyri

Um þrettán hundruð orð: Jóna Hlíf í Listasafninu á Akureyri

Um þrettán hundruð orð: Jóna Hlíf í Listasafninu á Akureyri

Ég heyrði einu sinni um ljósmyndara, erlendis frá, sem kom til Íslands í frí. Hann var spurður, eftir að hafa horft hér um, skoðað þetta land, séð fjöll, heiðar, berg, strandir, sjó og fólk, hvort hann hafði tekið einhverjar myndir, hvort hann vildi ekki taka einhverjar ljósmyndir hér. Hann sagði nei, alls ekki. Það er ekki hægt að taka myndir hér, ómögulegt. Af því hvert sem ég lít, hvert sem ég beini vélinni, er fullkomin ljósmynd. Þetta er það sem Jóna Hlíf er að reyna að gera á sýningunni sinni Meira en þúsund orð. Að skoða eitthvað, setja nafn á, sýna okkur eitthvað sem við höfum öll séð áður. Eitthvað sem við höfum verið að horfa á í þúsund ár. Eitthvað sem, í sjálfu sér – ósnert – virðist fullkomið, stórkostlegt eins og landslag, eitthvað sem yfirbugar vélina sem við reynum að nota til að skoða það.

Að reyna að taka mynd af og setja nafn á þessa hugmynd af hinu íslenska. Það er erfitt, flókið. Vélin sem við notum við það þarf að standa af sér viss þyngsli. En vélin hér er mikilvæg. Það sem við erum að skoða þegar við skoðum þetta landslag og þessa hugmynd er líka þessi mynd sem hefur orðið að því sem við köllum íslenskt. Landið er eitt, myndin af því er annað.

Ljósmyndarinn gat ekki tekið mynd af fossinum, bóndabænum, hestinum, hverinum, stuðlaberginu, öskunni, lögin af öskunni, mosanum, bláa hafinu, bláa himninum, af því hann væri að taka mynd af einhverju sem, á sama tíma, er ekki hægt að fanga á mynd og sem allir hafa nú þegar tekið mynd af. Við vitum öll hvað við erum að tala um. Af því það sem við köllum íslenskt er líka íslensk klisja. Það sem við sjáum á samfélagsmiðlum, sem við miðlum á milli okkar næstum ósjálfrátt, sem við sjáum í kennslubókum, í tónlistarmyndböndum, mynd sem hefur undanfarin ár verið miðlað, varpað, út um allan heim á mjög ákveðinn hátt, og síðan af ferðafólki sem greinilega þyrstir í þetta landslag.

Jóna Hlíf sýnir okkur hér myndir og orð og efni og liti sem eiga að lýsa okkur sjálfum. En í dag, þegar klisjan er sú að börn fara ekki lengur í sveit, að fólk sjái þessar myndir, þetta land, nærri því eingöngu um sumar, í fríi jafnvel, sem afþreying, ekki sem heimili, land til að lifa af á, sinna og leigja (sjaldnast að eiga); þegar samband fólksins við sjálft landið og svo myndirnar af því er orðið allt annað, jafnvel rofið á einhvern hátt frá því sem það var áður; þegar allt sem birtist á þessum myndum, heysláttur, saltfisksflak, kind, hefur tekið á sig aðra þýðingu, þá kemur í ljós að við vitum kannski ekki alveg hvað þessi klisja þýðir.

Fyrsta setningin sem Jóna Hlíf birtir í sýningartextanum, á vegg áður en komið er inn á sýninguna, er eftir W.H Auden: This is an island and therefore Unreal. Auden skrifar þetta þegar hann og Louis MacNeice ferðuðust um Ísland árið 1936. Þetta hefur alltaf verið satt, allavega fyrir þann sem sér Ísland sem utanaðkomandi. Ævintýraeyja, hinstu mörk veraldarinnar, hlutur sem fólk annars staðan frá á auðvelt með að breiða sínum eigin hugmyndum og hneigðum yfir. Auden segir samt, annars staðar, að þetta gildi um allar eyjur – að á eyjum gildi annarskonar reglur. Á eyju eru ekki landamæri eins og á milli Frakklands og Þýskalands. Engin nágrannaþjóð til að bera sig við, hlægja að, með, eða hata. Eyja á úthafi er óraunverulegur staður ef hún er borin saman við meginland eða metrópólis. Hugsanlega vildi Auden sækja þetta hingað, óraunveruleika, kyrrð, eitthvað annað en hans England. Setningin sem kemur einmitt á undan þessari setningu sem Jóna Hlíf notar er: Europe is absent.

Auden sá Ísland sem langt í burtu frá öllu, frá meginlandinu, frá stigmagnandi óróleika millistríðsáranna, frá sinni eigin sögu. Europe is absent. This is an island and therefore Unreal. Hér var mögulegt fyrir eitthvað annað að vera til, önnur mynd, einfaldari og hugsanlega fullkomnari mynd. Eða hvað?

Í næsta versi ljóðsins lýsir Auden tveim elskendum sem geta fundið hina tæru ást, ein í eyðimörk þessarar eyju. En svo spyr hann strax: Can they? Getur þetta verið, að hér, langt í burtu á meðal óspilltrar þjóðar geti fundist eitthvað fullkomið? Nei. Annars staðar í bókinni lýsir hann rútuferð til Mývatns þar sem ferðast með þeim hópur af nasistum. Íslenska klisjan var auðvitað þeirra draumur líka. Ísland er óraunverulegt bara ef við leyfum myndunum af Íslandi að vera óraunverulegar, ef við leyfum þeim að vera bara klisjur. Ef við spyrjum klisjuna ekki spurninga.

Auden leitaði hugsanlega að einsemd, stórkostlegri náttúru, bláa hafinu og bláa himininum, frelsi frá gangi sögunnar, en sá líka fljótt að það er ekki hægt að finna það neins staðar. Þó hefur Ísland óneitanlega aðra upplifun af 20. öldinni en England, en Frakkland, en Þýskaland. Seinna stríð bjó til störf hér, vegi, nælonsokkabuxur, Ísland uppgvötvaði heiminn. Helförin var annars staðar. Þetta var tímabil sem mótaði að miklu leyti þessa næstum útópísku mynd sem varð til af Íslandi.

Jóna Hlíf spyr: ef við vitum ekki alveg hvað þessi klisja þýðir í dag, hver erum við þá? Hvað finnum við þegar við skoðum þessar myndir?

Af því þegar við köllum eitthvað Íslenskt, íslensk angist, íslensk auðmýkt, íslenskur ótti, þá erum við líka að bera það íslenska saman við eitthvað annars staðan frá. Hvað er sérstaklega íslenskt við íslenska gleymsku? Er hún eins og bandarísk eða malavísk? Ef það var ekki hægt að komast í burtu frá raunverulega heiminum hinum megin við hafið árið 1936 þá er það alls ekki hægt í dag. Hvað það er að vera íslendingur ræðst að miklu leyti af því hvernig samband Íslands er við umheiminn.

Þannig er eitthvað kalt og jafnvel óþægilegt við hvernig myndirnar og formin og efnið og textarnir á sýningunni mynda heild. Maður sér hversu mikil foréttindi íslensk forréttindi eru. Að vera þessi klisja eru foréttindi. Sérstaklega þegar Ísland hefur orðið að eftirsóttum ferðamannastað (fólk jafnvel tilbúið að ferðast hingað á tímum COVID-19, fólk jafnvel að berjast fyrir því að fá að ferðast hingað þrátt fyrir heimsfaraldur). Það er ekki erfitt að sjá afhverju. Við erum exótísk en það er hreint hjá okkur líka; það er stutt að fljúga hingað en samt erum við einangruð og lengst í burtu; við virðumst alhvít og nógu lík hinum vestræna efri-millistéttamanni til að ögra ekki. Það er auðveldara að vera þessi klisja heldur en einhvernvegin raunveruleg.

Þannig sjáum við á sýningunni mosatorfu, svartan sand, nokkra íslenskulega steina, viðbúinn efnivið í íslenskri sýningu. En svo tekur maður eftir því að stöplarnir sem þetta efni situr á eru valtir. Þeir standa á löngum, mjóum fótum úr ódýru timbri. Þeir gætu á hverri stundu, auðveldlega, dottið eða fallið saman, þeir þola ekki hnjask, jafnvel ekki sýningargesti. Þá tekur maður líka eftir þykkblöðungi, einhverskonar, í potti á einum stöplinum og það getur verið leið út. Við vitum að Íslenska klisjan stendur á völtum fæti, að hún er pappírsþunn, líka að það getur auðveldega orðið klisja að gera myndlist um það að vera Íslendingur – en það er nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt að skoða þessar myndir af okkur og hvernig þessi saga hefur verið sögð. Það er nauðsynlegt að koma með fleiri myndir, fleiri efni, fleiri hluti (hvernig á þykkblöðungur í potti heima á þessari sýningu?) inn í þessa hugmynd um hið íslenska. Það er nauðsynlegt að ögra og taka í sundur þessa alltaf endurfæddu klisju.

Yfir einum glugganum í sýningarsalnum hefur Jóna Hlíf sett bláa filmu. Þegar skín í gegnum hana kemur inn blátt ljós yfir sýninguna, tiltekinn blár litur sem við höfum ákveðið sé íslenskur. Ef við ætlum okkur að skoða og túlka og reyna að komast að því hvað er íslenskt þá þurfum við að vita að við gerum það alltaf í gegnum einhverja filmu, einhverja vél, að vélin litar okkur. Hvort sem sú vél er myndlistarsýning, orðaforði samtíma okkar, eða hvort það sé ódýrt að fljúga til íslands eður ei, þá þurfum við að skoða þessar myndbirtingar vel – hvernig við birtumst á mynd, hvernig við tölum um okkur – að túlka og endurtúlka hvað íslenskt þýðir. Við gerum ekki nógu mikið af því.

Starkaður Sigurðarson


Ljósmyndir: Vigfús Birgisson

UA-76827897-1