Út frá einu og yfir í annað

Ásgerður Arnardóttir

Sýningarstjórar/ Curators: Klara Malin Þorsteinsdóttir, Lilja María Tómasdóttir, Thora Karlsdóttir

English below:

Ásgerður veltir fyrir sér meintu mikilvægi þess að flokka listaverk niður eftir miðlum. Það sem einkennir sköpunarferli hennar er leikur með sjónarhorn í gegnum endurtekningaraðferðina og sýningin einkennist þannig af ferðalagi skúlptúra gegnum heima, mismunandi miðla og tíma. Það mætti segja að verkin séu millibilsástand þess óhlutbundna og þess hlutbundna. Verður viðfangsefnið sem kannski var óhlutbundið í byrjun að hlutbundnu um leið og það er meðhöndlað oftar en einu sinni? Er það endurtekningin sem skapar hið hlutbundna? Og er yfir höfuð hægt að telja eitthvað sem óhlutbundið?

Verkin eru partur af stærri sýningu Ásgerðar, Út frá einu og yfir í annað, sem haldin var í Listasal Mosfellsbæjar í júní árið 2020. Á þeirri sýningunni tekur Ásgerður fyrir þrjá skúlptúra sem hún síðan varpar fram í mismunandi útfærslum og reynir þannig í hvert sinn að skapa nýja upplifun. Hún speglar þá fram og aftur í ólíkum miðlum til þess að fá enn dýpri tilfinningu fyrir þeim skúlptúr sem hún vinnur með hverju sinni. Með hverri útfærslu virðist eitthvað nýtt koma fram og ákveðnu einkenni gefið meiri gaum en fyrr.

Um listamanninn:

Ásgerður Arnardóttir (f. 1994) myndlistarmaður er með aðsetur í Reykjavík og Los Angeles. Ásgerður útskrifaðist með Bachelor gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2018 og stundar um þessar mundir meistaranám í myndlist í California Institute of the Arts. Verk hennar hafa meðal annars verið sýnd í Listasal Mosfellsbæjar, Núllinu Gallery, Plan–B Art Festival og Kaffi Laugalæk.

Sýning þessi hlaut stuðning frá Skuggabaldur bar


Nokkrar myndir frá sýningunni / Images from the exhibition

Sýningarstjórarnir/The curators: Lilja María Hönnudóttir, Þóra Love, Klara Malín Þorsteinsdóttir


Ásgerður contemplates the alleged importance of categorizing works of art by their mediums. What characterizes her creative process is a play with perspective through the method of repetition and the exhibition is thus characterized by the journey of sculptures through the worlds, different mediums and time. It could be said that the works are the intermediate state of the abstract and the objective. Will the subject that may have been abstract in the beginning become objective as soon as it is dealt with more than once? Is it repetition that creates the objective? And can anything be considered abstract?

The works are part of Ásgerður’s larger exihibition, From one thing to another, which was held in Listasalur Mosfellsbæjar in June 2020. In that exhibition, Ásgerður takes on three sculptures which she then projects in different implementations, each time trying to create a new experience. She reflects them back and forth in different mediums to get an even deeper feeling for the sculptures she works with each time. With each execution, something new seems to emerge and certain characteristics are given more attention to than before.

About the artist:

Ásgerður Arnardóttir (b. 1994) is a visual artist based in Reykjavík and Los Angeles. Ásgerður graduated with a Bachelor’s degree in fine art from the Iceland University of the Arts in 2018 and is currently pursuing a master’s degree in fine art at the California Institute of the Arts. Her works have for example been exhibited at Listasalur Mosfellsbæjar, Núllið Gallery, Plan–B Art Festival and Kaffi Laugalækur.

Artist website: http://asgerdurarnar.com
Contact: asgerdurarnar@gmail.com
Instagram: @asgerdurarnar

Curators: 

Thora Love is a Visual Artist/Curator who is currently in the Masters program of Fine Arts in the University of Fine Arts in Iceland. Thora is also CEO of Artak.ehf, founder of Gallery Artak105 in Reykjavík and Residency Artak350 in Grundarfjördur, hosting visual Artists from around the world.

Lilja María Hönnudóttir is currently studying Art History in the University of Iceland. Before that she gained a Fine Arts degree from Fjölbrautaskólinn í Garðabær and attended the Fine Arts course in Krabbesholm.

Klara Malín Þorsteinsdóttir is currently pursuing a BA degree from the University of Iceland with a major in Art Theory and History and a minor in Philosophy from the University of Iceland.


This show was made possible with support from Skuggabaldur bar

The interview is part of a collaboration between Artzine and a new MA in Curatorial Practice at the Iceland University of the Arts.

Viðtalið er hluti af samstarfsverkefni Artzine og nýrrar meistaranámsleiðar í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands á vorönn 2021.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This