Unnar Örn J. Auðarson – Efnahagsleg áhrif / Economic Impact 2010- 2016

Unnar Örn J. Auðarson er fjórði myndlistarmaðurinn sem sýnir á Happy hour opnun artzine. Í þetta sinn er hún haldin á Kaffi Vinyl Hverfisgötu 76.

Efnahagsleg áhrif er mikið notað hugtak og stór hluti af orðræðu bæði stjórnmálamanna sem og stórfyrirtækja í samtímanum en Efnahagsleg Áhrif var einnig nafn á tímariti sem gefið var út af Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna – The United States Information Agency á árunum 1972- 1990 til að kynna utanríks og efnahagsstefnu Bandaríkjanna.

Unnar Örn J. Auðarson býr og starfar í Reykjavík. Hann lauk MA námi við Listaháskólann í Malmö 2003, og diplómanámi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1999. Í myndlist sinni vinnur Unnar Örn með staðreyndir sem og hugsmíð stóru-sögunnar, gefur henni annað samhengi og líf innan veggja myndlistarinnar. Síðasta áratuginn hefur listamaðurinn markvisst unnið bókverk, auk annars prentefnis tengt sýningum sínum. www.unnarorn.net

About The Author

artzine

Ritstjóri artzine.is er Helga Óskarsdóttir. Netfang: artzine@artzine.is / s. 699 5652

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This