Unnar Örn J. Auðarson – Efnahagsleg áhrif / Economic Impact 2010- 2016

15.09. 2016 | Happyhour Gallery

Unnar Örn J. Auðarson er fjórði myndlistarmaðurinn sem sýnir á Happy hour opnun artzine. Í þetta sinn er hún haldin á Kaffi Vinyl Hverfisgötu 76.

Efnahagsleg áhrif er mikið notað hugtak og stór hluti af orðræðu bæði stjórnmálamanna sem og stórfyrirtækja í samtímanum en Efnahagsleg Áhrif var einnig nafn á tímariti sem gefið var út af Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna – The United States Information Agency á árunum 1972- 1990 til að kynna utanríks og efnahagsstefnu Bandaríkjanna.

Unnar Örn J. Auðarson býr og starfar í Reykjavík. Hann lauk MA námi við Listaháskólann í Malmö 2003, og diplómanámi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1999. Í myndlist sinni vinnur Unnar Örn með staðreyndir sem og hugsmíð stóru-sögunnar, gefur henni annað samhengi og líf innan veggja myndlistarinnar. Síðasta áratuginn hefur listamaðurinn markvisst unnið bókverk, auk annars prentefnis tengt sýningum sínum. www.unnarorn.net
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This