18. mars-22. apríl 2016

Föstudagskvöldið 18. mars kl. 20 opnaði Hafnarborg sýninguna Umgerð með verki myndlistartvíeykisins Hugsteypunnar. Verkið er þrívíð innsetning sem leggur undir sig sýningarrýmið og teygir anga sína um veggi og gólf í aðal-sal safnsins. Innsetningin tekur breytingum þar sem mismunandi myndum er varpað yfir salinn og lýsingin breytist. Verkið rambar á mörkum málverks og ljósmyndar eða stakra skúlptúra og heildrænnar innsetningar.
Á sýningunni veltir Hugsteypan fyrir sér myndlist bæði frá eigin sjónarhóli sem listamanna en einnig með augum áhorfenda sem eru hvattir til þess að taka myndir í innsetningunni á hvern þann máta sem verkið blæs þeim í brjóst. Sé myndunum deilt á netið er þeim varpað inn í sýningarrýmið jafnóðum og þær verða þannig hluti af innsetningunni.

Hugsteypan er samstarf myndlistamannanna Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur (f. 1976) og Þórdísar Jóhannesdóttur (f. 1979) en þær útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Ingunn og Þórdís starfað jöfnum höndum saman undir merkjum Hugsteypunnar síðan árið 2008 og í sitt hvoru lagi við eigin myndlistarverkefni. Sem Hugsteypan hafa þær tekið þátt í fjölda sýninga t.a.m. í Kling & Bang gallerí, Hafnarborg, Listasafni Árnesinga, Listasafni Akureyrar og Gallerí Ágúst, auk nokkurra samsýninga erlendis. Efnistök Hugsteypunnar hafa verið allt frá hugleiðingum um listasöguna og eðli myndlistar til notkunar á viðurkenndum aðferðum rannsókna við gerð myndlistarverka. Þær stöllur stunda nú meistaranám í myndlist við Listaháskóla Íslands.
Sýningin Umgerð er aðlöguð að rými Hafnarborgar en var upphaflega sett upp í Listasafni Akureyrar – Ketilhúsi.

Sýningin stendur til 22. apríl. Safnið er opið frá miðvikudegi til mánudags frá 12 – 17. Lokað á Þriðjudögum.

Texti er kynningartexti Hafnarborgar.

Viðtal við hugsteypuna í Víðsjá

Home

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This