Sjónlýsing í Listasafni Íslands. Laugardaginn 14. maí kl. 14

Sjónlýsing í Listasafni Íslands. Laugardaginn 14. maí kl. 14

Sjónlýsing í Listasafni Íslands. Laugardaginn 14. maí kl. 14

Laugardaginn fyrir Hvítasunnu, 14. maí býður Listasafn Íslands upp á sérstaka leiðsögn um sýninguna: UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST, Upphaf kynningar á íslenskri myndlist í Kaupmannahöfn. Á sýningunni er litið um öxl og sýndur hluti þeirra verka sem voru á tímamótasýningum í Kaupmannahöfn árin 1920 og 1927.

Blint og sjónskert fólk er boðið sérstaklega velkomið í þessa leiðsögn, en Listasafn Íslands hefur fengið Guðbjörgu H. Leaman og Þórunni Hjartardóttur, sjónlýsendur, til að semja sjónlýsingar á fjórum völdum verkum á sýningunni.

Guðbjörg og Þórunn sjá um þessa leiðsögn, en jafnframt sjónlýsingunum verður hægt að hlýða á lengri, listsögulegar lýsingar á umræddum verkum, á heimasíðu safnsins.
Listasafni Íslands er umhugað um að ná til áhugasamra listunnenda innan þessa hóps og bjóða þeim upp á þjónustu á því formi sem hentar þeim best.

Sjónlýsingarnar á þessum verkum munu síðan verða aðgengilegar sem hljóðskrár á heimasíðu safnsins, þar sem fjallað er um safneignina og vonir standa til að sjónlýstum verkum í safneigninni fjölgi á næstu misserum, eftir því sem kostur gefst.

Sjónlýsing – Hverfisgallerí

Sjónlýsing – Hverfisgallerí

Laugardaginn 19. mars kl 15:00 verður Þórunn Hjartardóttir með sjónlýsingu á verkum Guðjóns Ketilssonar á sýningunni Málverk í Hverfisgalleríi. Listamaðurinn verður einnig á svæðinu og tekur þátt í samtalinu.

Sýningin samanstendur meðal annars af verkum þar sem listamaðurinn vann með eigin málverk sem unnin voru á 9. áratug síðustu aldar, auk texta sem lýsir því sem fyrir augu bar í hverju verki. Guðjón skar málverkin niður í þunnar ræmur sem hann svo límdi þétt saman. Eftir stendur því málverk án myndar og texti sem stendur fyrir þá mynd sem eitt sinn var.

Texta málverkanna vann Þórunn Hjartardóttir en hún tekur að sér lýsingu á myndlist fyrir blinda og sjóndapra. Það er ákveðin færni sem felst í því að lýsa verkum eins og þau standa án þess að fylla lýsinguna sínum eigin túlkunum eða með of sterkum lýsingarorðum. Þórunn ætlar að vera með sjónlýsingu á verkunum eins og þau standa núna og segja gestum frá því hvernig hún vinnur lýsingarnar.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest