Föstudagurinn 13. Sunday Seven með gjörningadagskrá í þriðja sinn

Föstudagurinn 13. Sunday Seven með gjörningadagskrá í þriðja sinn

Föstudagurinn 13. Sunday Seven með gjörningadagskrá í þriðja sinn

Sunday 7 live on Friday the 13th 3 online gjörningadagskrá Sunday Seven hópsins. Það má geta þess að þennan dag á einn stofnmeðlimur hópsins Snorri Ásmundsson ásamt Whoopy Goldberh heiðursmeðlim hópsins afmæli.

Meðlimir gjörningahópsins Sunday Seven eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Darri Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir, Magnús Logi Kristinsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmundsson, Styrmir Örn Guðmundsson

Sunday 7 live on Friday the 13th 3 online gjörningadagskrá Sunday Seven hópsins. Það má geta þess að þennan dag á einn stofnmeðlimur hópsins Snorri Ásmundsson ásamt Whoopy Goldberh heiðursmeðlim hópsins afmæli.

Meðlimir gjörningahópsins Sunday Seven eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Darri Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir, Magnús Logi Kristinsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmundsson, Styrmir Örn Guðmundsson

22:00 – Snorri Ásmundsson 

21:40 – Ingibjörg Magnadóttir

21.20 Sigtryggur Berg Sigmarsson

21:00 – Darri Lorenzen

Woodslin is the best

20:40 – Magnús Logi Kristinsson

20:20 – Ásta Fanney Sigurðardóttir
Fingrasetning ll (leiðbeining; kveðja)/ Hand gestures, tutorial in goodbyes

20:00 – Styrmir Örn Guðmundsson + Agata Mickiewicz
 Genesis in the Retort

10 10 2020 – Sunday Seven með gjörningadagskrá í annað sinn

10 10 2020 – Sunday Seven með gjörningadagskrá í annað sinn

10 10 2020 – Sunday Seven með gjörningadagskrá í annað sinn

Gjörningalistahópurinn Sunday Seven verður í annað sinn með gjörningadagskrá en hugmyndin kveiknaði útfrá þeim sið sem myndaðist í fyrri Covid bylgju að listamenn af ýmsum toga fóru að gefa af sér til að hressa okkur við og sýna list sína á netinu. Það sem gefur hópnum extra vídd er að þau eru dreifð hingað og þangað um Evrópu en eins og við vitum eru engin landamæri þegar kemur að alnetinu.

Listamennirnir eru þó tengd hvert öðru sterkum böndum; andlegum og listrænum og einnig í tíma en þau hafa flest unnið hvert með öðru í gegnum tíðina og öll haft sterka nærveru á íslenskri listasenu hvert á sinn hátt.  

Meðlimir gjörningahópsins Sunday Seven eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Darri Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir, Magnús Logi Kristinsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmundsson, Styrmir Örn Guðmundsson

Styrmir Örn Magnússon

Ingibjörg Magnadóttir

Ásta Fanney Sigurðardóttir

Darri Lorenzen

Sigtryggur Berg Sigmarsson

Magnús Logi Kristinsson

Snorri Ásmundsson

Færslusafn

Snorri Ásmundsson þjónar fyrir altari í Hrísey

Snorri Ásmundsson þjónar fyrir altari í Hrísey

Snorri Ásmundsson þjónar fyrir altari í Hrísey

Myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson var með gjörning í Hrísey í boði RÖSK listahátíðarinnar sem stóð fyrir ýmsum viðburðum og listsýningum í eyjunni nú í ágúst. Gjörningurinn var guðþjónusta þar sem Snorri steig í pontu og svo spilaði hann á hljóðfæri kirkjunnar en eitt af því sem Snorri er þekktur fyrir í sinni listsköpun er að halda tónleika, oftar en ekki þar sem flýgill eða píanó er við hendina og kynnir sig þá sem „Besta píanóleikara í Evrópu“. 

<iframe src="https://www.facebook.com/plugins/video.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fsnorri.asmundsson%2Fvideos%2F10215274245623954%2F&show_text=0&width=267" width="267" height="476" style="border:none;overflow:hidden" scrolling="no" frameborder="0" allowTransparency="true" allowFullScreen="true"></iframe>
Hér að ofan má sjá upptöku af messuni í heild sinni.

Það er skemmst frá því að segja að Snorri kom við ýmsa strengi í hugum viðstaddra sem sóttu viðburðinn. Uppákoman vakti vissulega lukku meðal sumra kirkjugestanna á meðan aðrir yfirgáfu gjörninginn í uppnámi og lýsir fréttaflutningurinn í kjölfarið því að Hríseyjingar hafi sumir orðið afar sárir og móðgaðir og er formaður sóknarnefndar Narfi Björgvinsson sá sem helst hefur verið vitnað í vegna viðburðarinns. Samkvæmt honum eru sum sóknarbörnin í sjokki þar sem Snorri framdi þau helgispjöll að koma fram í messuskrúða og spila á hlóðfæri en slíkt er óvinsælt hjá þeim sem vilja halda í hefðir kirkjunnar þó hvorki klæðin né hljóðfærin séu heilög í sjálfu sér.

Snorri er hinsvegar ekki þekktur fyrir að fara eftir reglum sem aðrir hafa sett og setur sér sjálfur sínar eigin reglur. Í þessu tilfelli fór hann í messuskrúðann af því honum fannst hann „fara sér vel“ og algerlega viðeigandi að vera svona flottur þar sem þetta var hans messa en samkvæmt því sem haft hefur verið eftir honum verður hún ekki hans síðasta.

Snorri vitnar til þess í viðtölum að einu fyrirmælin hafi verið þau að skila kirkjunni í sama ástandi og hún var þegar hann tók við henni og það hafi hann gert.

Listamaðurinn hefur gjarnan komið við kauninn á þeim sem telja sig eiga frátekið tilkall til valdahlutverka eins og frægur gjörningur hans „Forsetaframboðið“ árið 2004 þegar hann bauð sig fram á móti Ólafi Ragnari Grímssyni og þegar hann bauð sig fram til borgarstjóra með framboð sitt „Vinstri hægri snú“ árið 2002. Með þessum uppákomum ruglar hann í fyrirframgefnum hugmyndum um hverjir mega uppá dekk í okkar samfélagi og hverjir ekki.

En Snorri er listamaður og hans sýn er sú að allt sé leyfilegt í nafni listarinnar. Hann nýtir sér það leyfi til að fara inn á svæði þar sem fæstum er boðið. Einhverjir myndu segja að það væri eitt af hlutverkum listarinnar að hrista upp í samfélaginu og viðteknum viðhorfum en við heyrum líka gjarnan að það sé liðin tíð að list hneyksli, það sé ekki lengur hægt.

Í tilfelli Snorra er það þó ekki svo, hann er líklega eini núlifandi listamaðurinn sem tekst með gjörningum sínum að hneyksla þó hann kæti líka og því má ekki gleyma. Það sem hann gerir ratar iðulega í fjölmiðla og er hann sá núlifandi myndlistarmaður sem á hvað greiðasta leið að fjölmiðlum með uppátækjum sínum.

Snorri mun halda áfram að hrista upp í okkur þegar hann stormar í frátekin sæti elítunnar og hlammar sér þar niður og hlær sínum háværa hlátri sem fær okkur ýmist til að sjokkerast eða hlægja með.

Helga Óskarsdóttir


Ljósmynd: Björn jónsson
Videoupptaka: Thora Karlsdóttir


Greinar og viðtöl sem birtust í kjölfar gjörningsins:


Frekari upplýsingar um listamanninn:

www.snorriasmundsson.com
Wikipedia

Díana að eilífu: Prinsessa, goðsögn, fórnarlamb

Díana að eilífu: Prinsessa, goðsögn, fórnarlamb

Díana að eilífu: Prinsessa, goðsögn, fórnarlamb

Nýverið opnaði sýning í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá dauða Díönu prinsessu af Wales og er titill sýningarinnar, Díana, að eilífu eða Diana, Forever. Sýningin er haldin annarsvegar í Gallerí Port að Laugavegi 23b og hinsvegar í Ekkisens sem er staðsett að Bergstaðastræti 25b. Blaðamaður artzine hitti sýningarstjórana og listamennina Auði Lóu Guðnadóttur og Starkað Sigurðarson og spurði þau um um sýninguna.

Starkaður Sigurðarson, Andrea Arnarsdóttir og Auður Lóa Guðnadóttir

Fjórtán listamenn á öllum aldri taka þátt í sýningunni og varpa, með fjölbreyttum listaverkum, ljósi á samband sitt við viðfangsefnið. Hugmyndin kviknaði þegar Auður Lóa var að leita að myndefni af rómversku gyðjunni, Díönu, að baða sig. „Sagan segir að veiðimaður hafi komið að Díönu berskjaldaðri að baða sig og að hún hafi breytt honum í hjört svo veiðihundar hans snerust gegn honum og drápu hann. Þegar ég var að leita að tilvísunum í eldra myndefni af þessu á Google fann ég fullt af flottum olíumálverkum, en sirka fimmta hver mynd var ljósmynd af Díönu prinsessu að sóla sig á snekkju, í túrkíslituðum 90’s sundbol“.

Við frekari leit fann Auður dýpri tengingu á milli gyðjunnar Díönu og prinsessunnar Díönu. Því ákvað hún að samtvinna goðsögnina við líf Díönu prinsessu, sem virðist að mörgu leiti hafa verið „nútímalegur harmleikur“, sviðsettur af fjölmiðlum.

Auður Lóa Guðnadóttir, Gallerí Port.

Auður Lóa Guðnadóttir, Gallerí Port.

Una Sigtryggsdóttir og Svein Steinar Benediktsson, Gallerí Port.

Andrea Arnarsdóttir, Ekkisens.

Starkaður Sigurðarson, Ekkisens.

Starkaður bætir við að það sem almenningur veit um Díönu prinsessu kemur að mestu leiti úr myndefni frá slúðurblöðum og fjölmiðlum. „Við erum strax komin með fyrsta lagið sem aðskilur okkur frá henni. Verkin fjalla um hugmyndir okkar um Díönu frekar er manneskjuna sjálfa: mynd af myndgerðri ímynd af óraunverulegri manneskju. Díana verður þannig nostalgísk, jafnvel goðsagnarkennd persóna. Hún á sér margar hliðar og þess vegna er hún áhugavert viðfangsefni í myndlist.“

Verkin sýna ýmsar ólíkar birtingarmyndir Díönu prinsessu. „Sýningin er svolítið ‘Díana og ég’. Nálgun hvers og eins listamans verður mjög persónuleg,“ segir Auður. „Alls voru þrjú verk til áður en ferlið hófst en öll hin verkin voru sérstaklega gerð fyrir sýninguna.“

Gjörningakvöld var haldið í Mengi í tengslum við sýninguna þar sem tveir gjörningar voru fluttir. Annar þeirra, Royality vs. Reality, fluttur af Rúnari Erni Marínóssyni og Berglindi Ernu Tryggvadóttur, tók á sig form listræns fyrirlesturs á meðan seinni gjörningurinn, Díana undir rós, saminn af Guðrúnu Heiði Ísaksdóttur og Maríu Worms, var eilítið leikrænni.

Frá gjörningakvöldi í Mengi

Rúnar Örn Marínósson og Berglind Erna Tryggvadóttir voru með listrænan fyrirlestur.

Berglind Erna Tryggvadóttir

Rúnar Örn Marínósson og Berglind Erna Tryggvadóttir.

Seinni gjörningurinn, fluttur af Maríu Worms, Auði Lóu og Starkaði Sigurðarsyni, var eilítið leikrænni.

Auður Lóa.

Auður Lóa og María Worms.

Auður Lóa og María Worms.

Verkin á sýningunni eru fjölbreytt og einkennast helst af málverkum, teikningum og skúlptúrum, auk hreyfi- og ljósverka. Hvert verk virðist spegla líf Díönu á sinn hátt. Verkin fjalla meðal annars um útlit hennar; ástina, kynið og goðsögnina; hlutgervinguna, ímyndina og fórnarlambið.

„Það er dálítil tvíræðni í öllum verkunum. Tvíræðnin er líka það sem gerir Díönu áhugaverða.“ segir Starkaður. „Það veit náttúrlega enginn okkar hvernig Díana var í raun og veru,“ bætir Auður við. „Því væri hægt að segja að allar framsetningarnar séu í raun ósannar. En svo er sannleikurinn náttúrlega bara það sem við trúum að sé satt. Ef ég tryði því að Díana væri lauslát væri það sannleikur fyrir mér, eins ef hún væri dýrlingur. Díana var ein þeirra fyrstu sem var elt uppi af fjölmiðlum og slúðurblöðum. Hún náði reyndar að nota það sem tól seinna meir og olli þannig miklum viðhorfsbreytingum í bresku samfélagi og heiminum öllum. Ég held að Díana hafi undir lokin verið manneskja sem vildi bara vera elskuð. Hún fékk ekki ástina eða lífið sem hún þráði þegar hún giftist Karli bretaprins, nítján ára, en ástina fékk hún frá almúganum sem virtist dýrka hana þá og virðist enn gera það í dag.“

Þáttakendur í verkefninu eru: Andrea Arnarsdóttir, Auður Lóa Guðnadóttir, Berglind Erna Tryggvadóttir, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, Helga Skúladóttir Thoroddsen, Magnús Gestsson, María Worms, Rúnar Örn Marinósson, Sigrún Hlín Sigurðardóttir, Snorri Ásmundsson, Starkaður Sigurðarson, Steingrímur Eyfjörð, Sveinn Steinar Benediktsson, Una Sigtryggsdóttir.

Lokahóf sýningarinnar verður 25. Nóvember í Ekkisens. Við hvetjum fólk eindregið til að nýta tækifærið og skella sér á hina margbrotnu og litríku sýningu, Díana að eilífu.

Sólveig Eir Stewart


Ljósmyndir af verkum: Starkaður Sigurðarson (Ekkisens) Helga Óskarsdóttir (Gallerí Port)
Frá gjörningakvöldi í Mengi: Laufey Elíasdóttir

The Tribute Concert

The Tribute Concert

Þriðjudaginn 17 maí á þjóðhátíðardegi Norðmanna kl. 21.00 verður sá stórviðburður í Íslenskri tónlistarsögu að Snorri Ásmundsson besti píanóleikari Evrópu heldur tribute tónleika til heiðurs David Bowie, Prince og Demis Roussos.

Sérstakur gestalistamaður verður enginn annar en Högni Egilsson mesti söngvari á norðurlöndum!

 

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest