Skafmynd / Þór Sigurþórsson í Hverfisgallerí

Skafmynd / Þór Sigurþórsson í Hverfisgallerí

Skafmynd / Þór Sigurþórsson í Hverfisgallerí

Þór Sigurþórsson – Skafmynd

16.04 – 21.05 2016

(English below)

Skafmynd nefnist fyrsta einkasýning Þórs Sigurþórssonar í Hverfisgallerí.

Titill sýningarinnar Skafmynd dregur nafn sitt af efni sem listamaðurinn hefur unnið með í nokkur ár, seigfljótandi silfurgráa málningu sem m.a. er notuð sem þunnt lag á skafmiða til þess að fela hugsanlegan vinning. Efnið er til þess eins að vera skafið af, ógagnsætt lag sem hylur hluta myndarinnar en felur um leið í sér ákveðna athöfn, að skafa og sjá hvort maður hafi heppnina með sér.

Á sýningunni má sjá myndröð óljósra ljósmynda sem þaktar eru skafefninu auk skúlptúra úr ónothæfum gluggasköfum, en saman mynda verkin sterka fagurfræðilega heild. Verkin á sýningunni einkennast sem fyrr af mikilli næmni Þórs fyrir efni og formi sem finna má í okkar nánasta umhverfi og við veitum ef til ekki eftirtekt við fyrstu sýn.

Þór Sigurþórsson (f. 1977) kláraði B.A. próf í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2002 stundaði svo nám í Academy Der Bildenden Kunste í Vín. Árið 2008 útskrifaðist hann með MFA í myndlist frá School of Visual Arts í New York. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar. Haustið 2015 fékk Þór styrk úr sjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur sem veittur var í Listasafni Íslands.

Í verkum sínum fæst Þór oft við greiningu á hlutum sem við höfum aðlagað líkamanum; sem verða hálfgerðar framlengingar af líkamanum og sem við notum til að skoða og fást við heiminn. Verk hans ögra skilningi okkar á hversdagslegum hlutum og storka klisjum okkar um fegurð og náttúru. Skjáir og skjámenning hefur verið Þóri ofarlega í huga undanfarið. Verk hans samanstanda oftar en ekki af ljósmyndum sem hann hefur unnið með því að mála yfir með skafmálningu eða hulið með einu af mörgum lögum sem finna má í LED skjám. Algengir fundnir hlutir sem fyrirfinnast í hversdagsleikanum hafa einnig verið uppistaða í verkum hans en með því að taka þá í sundur og algerlega úr samhengi verða þeir næstum ókunnugir.

Sýningin stendur út  21. maí


Skafmynd is Þór Sigurþórsson´s first solo exhibition at Hverfisgalleri.

The title of the exhibition (scratch image) takes its name from the material the artist has worked with for several years; a viscous, silver coloured rub removable ink that is for instance used as a thin layer on lottery tickets to cover a potential winning prize. The material has the sole purpose to be scratched off, an opaque layer covering parts of an image which at the same time includes a certain action, to scratch and see if one gets lucky.

The exhibition consists of a series of ambiguous photographs covered partly by the rub removable ink as well as sculptures made of unusable window cleaning scrapers, creating together a strong aesthetic whole. The works are characterised by Sigurþórsson´s delicate sense for material and form found in our closest environment that we perhaps do not pay attention to at first glance.

Þór Sigurþórsson (b. 1977) obtained a BA degree in fine arts from the Iceland Academy of the Arts in 2002 and in 2008 he graduated from the School of Visual Arts in New York with an MFA. He has exhibited at art venues in Iceland and abroad. In fall 2015 he was the grant recipient from the Svavar Guðnason and Ásta Eiríksdóttir fund which is given to young and emerging artists.

In his most recent works Sigurþórsson has been preoccupied with screens and screen culture. Through his works he analyzes things we have adapted to our bodies; things that have become extensions of ourselves and that we use to explore and engage with the world. His works challenge our perception of everyday objects and defy clichés about beauty and nature. Sigurthorsson’s works often consist of manipulated abstract photographs but he has also used found objects extensively as his medium. The objects are those that we use and see regularly in our everyday lives but by deconstructing them and taking them completely out of context they become almost unrecognizable.

Runs through May 21st

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest