Rótarskot í Berlín

Rótarskot í Berlín

Rótarskot í Berlín

Gunnhildur Hauksdóttir spjallar við Guðnýju Guðmundsdóttur um nýtt gallerí í Berlín

 

Gallerí Guðmundsdóttir er nýtt gallerí sem er að festa rætur í miðborg Berlínar, þar eru sýndir alþjóðlegir listamenn, en Íslendingar í meirihluta og þá sérstaklega konur. Guðný Guðmundsdóttir stendur galleríinu að baki og er að stíga sín fyrstu skref sem miðlari lista á þennan máta, þó hún sé síst nýgræðingur í því að veita myndlist brautargengi. Eftir töluverðar ráðagerðir um form og aðferðir opnaði Guðný dyr sínar í júlí á síðasta ári með einkasýningu alnöfnu sinnar og hefur haldið tvær sýningar hingað til. Yfirstandandi er sýning Katrínar Ingu Jónsdóttur sem opnaði í haust. Fleiri eru í vinnslu þó farsóttin hafi sett strik í reikninginn.

Guðný er klassískt menntaður fiðluleikari og tónlistarfræðingur en brennur fyrir því að veita myndlist vettvang og hefur gert í nokkur ár. Hún ólst upp í kringum myndlist og var teymd á sýningar alla sína æsku, sem hún elskaði að hata en var sátt (við að mæta á opnun) ef hún fékk gos. Hún er m.a. prímus mótór í Listahátíðinni Cycle sem var sett á laggirnar 2015 og þar á undan hafði hún verið með tónlistarhátíð unga fólskins í Kópavogi. Cycle var upphaflega tilraun til að gefa fólki rými til að prufa sig áfram með að blanda saman myndlist og tónlist, en fljótlega leitaði hugurinn meira að myndlistinni og leiðum hennar til að vekja samfélagsumræðu, sem auðveldara er að gera í krafti myndlistarinnar að hennar mati.

Guðný vann t.a.m. með Steinunni Gunnlaugsdóttur við að koma hinu alræmda verki Hafpulsan upp á tjörninni í Reykjavík og hefur unnið lengi með Líbíu Castro og Ólafi Ólafssyni, nú síðast í vetur við að gera risastóran og fjölþættan gjörning um Stjórnarskrártillögu Íslendinga frá 2012 í Listasafni Reykjavíkur. Þetta var sennilega verkið sem hún var að bíða eftir fyrir Cycle þar sem allt fléttaðist saman tónlistin, myndlistin og samfélagsumræðan. Nú hefur Guðný breytt nálgun sinni á því hvernig hún vill meðhöndla myndlist, það hefur hún gert með því að opna sölugallerí og mér lék hugur á að vita hvernig það kom til og spurði hana fyrst hvernig hugmyndin fæddist.

GG: Ég veit ekki hvort hugmyndin hafi beint fæðst, ætli hún hafi ekki frekar vaxið og þroskast úr þeim jarðvegi sem ég hef verið að vinna í undanfarin ár. Þetta er nokkurs konar línulegt ferli þar sem hvorki er hægt að finna einhvern ákveðinn upphafspunkt né endi. Maður viðar að sér þekkingu í gegnum árin og veit ekki endilega hvert ferðinni er heitið. Að minnsta kosti hefur það reynst mér vel hingað til að vera ekki að setja mér markmið sem eiga að nást á einhverjum sérstökum tímapunkti, frekar treysta á ferlið sjálft, eigið innsæi og vera reiðubúin að hlusta og hreyfast með umhverfinu.

Ég fór til Þýskalands í klassískt tónlistarnám fyrir tvítugt og hef búið þar síðan meira og minna. Undanfarin ár hef ég mest unnið með myndlistar- og tónlistarfólki í gegnum Listahátíðina Cycle á Íslandi og hef ferðast með hana til Berlínar, Hong Kong og Buenos Aires. Ég hef fengið tækifæri til að kynnast starfsumhverfi listafólks beggja vegna borðsins og get í raun flakkað á milli hlutverka allt frá listamanninum sjálfum til skipuleggjanda og umboðsaðila.

Þegar ég var svo heppin að fá afnot af gömlum kjallara, Bunker, á besta stað í Berlin langaði mig að söðla um úr hátíðabransanum yfir í það að reka verkefnarými þar sem hægt væri að vera með sýningar, lista- og fræðimannaspjöll, gjörninga og jafnvel tónleika. Ég sá það sem farsæl skipti úr því ofboðslega vinnuálagi sem fylgir hátíðaskipulagi. Hugmyndin um að geta dreift álaginu betur yfir árið og ekki ganga síendurtekið sér til húðar í vinnu var mjög lokkandi tilhugsun.

En þegar ég var að skilgreina tilgang og gildi þess að reka verkefnarými komu upp áleitnar spurningar sem ekki var hægt að líta framhjá, eins og hver er raunverulegur ávinningur fyrir listafólkið. Að halda einkasýningu tekur langan tíma að undirbúa og þróa, það þarf að safna fyrir því með styrkjum og þetta er full vinna í marga mánuði. Styrkir eins og listamannalaun eða verkefnastyrkir brúa bilið á milli hugmyndavinnu og framkvæmdar en þegar verkin eru tilbúin ætti næsta batterí sem sér um miðlun, kynningu og sölu að taka við. Það er í verkahring gallerísins.

Íslenskt samfélag er lítið og getur ekki haldið uppi stóru myndlistarhagkerfi og það eru margir um hituna. Á einhverjum tímapunkti sá ég að betra væri fyrir alla aðila að stofna sölugallerí, það myndi betur nýtast því listafólki sem ég hef verið að vinna með. Í stað þess að koma hingað til Berlínar eftir margra mánaða vinnu og halda sýningu sem fer svo beint á lífshlaupsupptalningarlistann þá eigum við í langvarandi samstarfi og vinnum áfram og úr þeirri frumsköpun sem á sér stað í sýningunni sjálfri. Sýningin er fyrsta skrefið og með henni fer næsta tannhjól af stað. Ég, sem galleríisti, á í skapandi samtali við listafólkið mitt, ber þeirra hag fyrir brjósti, miðla verkum þeirra til safnara, sýningarstjóra og listasafna. Við berum því sameiginlega ábyrgð á þessu ferli og það er beggja hagur að vel gangi.

Ég man að þú varst mikið að velta fyrir þér nafninu á galleríinu þegar hugmyndin var að gerjast hjá þér, hvernig kom það til að Gallerí Guðmundsdóttir varð fyrir valinu?

Þegar fljótt er litið yfir alþjóðlega sviðið þá bera langflest gallerí nöfn eigenda sinna. Ég veit ekki af hverju það er ekki hefðin á Íslandi en efalaust er hægt að finna einhverjar hógværar ástæður fyrir því. Eftir að hafa mátað mörg nöfn á galleríið fannst mér það eiginlega passandi að nefna það eftir mér sjálfri en síðustu 20 árin hef ég staðið í ströngu við að stafa þetta langa eftirnafn hér í Þýskalandi, nafn sem mér samt þykir svo vænt um. Fólk man eftir löngum og skrýtnum nöfnum þótt það taki kannski aðeins lengri tíma fyrir það að læra að stafsetja þau.  Ég verð þó að viðurkenna að það tók tíma að standa algerlega með þessari ákvörðun. Því um leið og mér fannst þetta geggjuð hugmynd var ég hrædd um að þetta væri of frekt. Síðan leið sú tilfinning hjá og ég er hæst ánægð með þessa ákvörðun í dag.

Hverjir eru með þér í þessu?

Minn samstarfsmaður í lífi og leik heitir Jochen Steinbicker og án hans hefði ég nú sennilega strandað einhvers staðar í þýsku skriffinnskunni með þetta verkefni. Við erum í þessu saman þótt að ég fari fyrir skipi og beri ábyrgð á listrænum ákvörðunum. En síðan á ég auðvitað í miklu samtali við þá listamenn sem ég hef valið að vinna með nú í byrjun. Ég hef ekki verklega reynslu af því að reka gallerí þótt ég þekki listheiminn frá ýmsum sjónarhornum, þannig að að einhverju leyti erum við að læra saman hvernig við viljum haga þessu samstarfi, það hefur verið og mun halda áfram að vera mjög áhugavert ferli.

Cold Man’s Trophies | Pure Maid’s Garlands Mynd: Gallery Gudmundsdottir.

Frá gjörningi Katrínar Ingu á sýningunni Land Self Love.

Land Self Love Myndir: Gallery Gudmundsdottir

Listrænar áherslur í galleríinu? Hvernig velurðu samstarfsaðila hver er þín sýn?

Málefni kvenna eru mér mjög hugleikin, hvort sem það eru réttindamál eða almennt hið kvenlæga þegar kemur að smekk og fagurfræði. Öll réttindabarátta tekur tíma og á þeirri vegferð þarf að snúa við hverjum steini. Til þess að breyting geti átt sér stað þarf fólk að endurtengja hugsanaferla sína og vera í stöðugri sjálfskoðun, það er mjög krefjandi ferli. Stærsti þröskuldurinn er þó að mínu mati tungumálið, því við miklar breytingar þarf einnig ný orð og orðin þarf að prófa, æfa og skerpa.  Áhugi minn á þessum málum mun koma skýrt fram í galleríinu og ég vonast til að leggja mitt af mörkum við að æfa og skerpa orðfærið um kvenlegt fagurferði. Best væri að hafa jákvæð áhrif á það hvernig við hugsum um hið kvenlæga og kvenlíkamann þegar kemur að listum. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef valið að vinna nánast eingöngu með konum.

Já áhugavert þetta með tungumálið, og þú ert þá einsog þáttakandi í að búa til orðræðu um kvenlæga myndlist, því sú orðræða er kannski varla til eða er að minnsta kosti barnung, sérstaklega í ísenskri orðræðu um myndlist?

Já, og önnur ástæða er að ég hef fylgst með framgangi karlkyns vina minna hér í Berlín, hvernig þeir hafa verið teknir undir verndarvængi karlkyns galleríista beint eftir skóla, rétt einsog af færibandi, og vígðir inn í söluhagkerfi hins hyper-karllæga listheims á meðan ég sé skólasystur þeirra bíða, vinna og vona. Er það vegna þess að list strákanna er betri?  Eða höfðar karllægur reynsluheimur þeirra frekar til karlkyns sýningarstjóra og safnara sem enn eru í meirihluta alþjóðlega?

Ég hef leyft mér að draga mjög einfaldaða ályktun af þessum upplýsingum. Skilningur okkar á fegurð og fagurfræði mótast að miklu leyti af okkar kynbundna reynsluheimi.  Það er því deginum ljósara að list kvenna, kynsegin eða annarra jaðarsettra hópa sem eiga annan reynsluheim eigi erfiðara uppdráttar í listheimi sem er mótaður af karllægri fagurfræði. Kvenlæg og karllæg fagurfræði eru orð sem ekkert endilega eru bundin við kyn, en hvað þýða þau?  Ég hlakka til kryfja merkingu þeirra sérstaklega vegna þess að innan lærðra lista hefur umræðan um kynbundna fagurfræði verið tabú!

En þegar öllu er á botninn hvolft þá eru raddir listafólksins sem ég vinn með það sem skiptir mestu máli, en ekki mitt persónulega feminíska ferðalag. Þeirra sýn, meðhöndlun og túlkun á tíma, efni og rými og skynjun á samfélaginu er það sem stendur í forgrunni og mitt hlutverk er að styðja við, miðla og finna verkum þeirra farveg sem þau annars gætu ekki sjálf.

Það hljómar einsog tónlist í eyru mín, því tíma listafólks er best varið í sköpun og betra að láta aðra um miðlun. Hvernig sérðu svo framhaldið?

Stefnan er að halda áfram í hægfara hreyfingu. Mig langar til að vera vakandi í hverju skrefi, ekki hoppa yfir neitt, eiga í auðgandi samtali við listina, skapendur og unnendur hennar samtímis og miðla henni á nýja staði. Vonandi í ekki of fjarlægri framtíð vil ég fara með galleríið á sölumessur. Það mun koma að því og ég hlakka til en svo er líka með öllu óvíst hvernig sölusena myndlistar kemur undan þessum Covidvetri. Kannski eru sölurýmin hvort eð er að færast meira yfir á alnetið! Það væri líka skemmtileg áskorun að kljást við, en fyrst er það bara hversdagurinn í gallerírekstri sem ég er upptekin af.

Viltu tala aðeins um þær sýningar sem þegar hafa verið í galleríinu og hvað er næst á dagskrá, þ.e.a.s. þegar við komum undan þessu kóvi?

Við opnuðum galleríið í sumar með sýningunni Cold Man’s Trophies | Pure Maid’s Garlands eftir nöfnu mína Guðnýju Guðmundsdóttur. Guðný hefur einsog ég búið mjög lengi í Þýskalandi en hún nam myndlist í Hamborg og flutti svo til Berlínar upp úr 2000. Að mínu mati er Guðný meðal áhugaverðari konum, með hárbeittan húmor, einstakan smekk og innsæi. Verkin hennar eru líkt og frjáls spuni sem hún vinnur á ótrúlega agaðan og yfirvegaðan hátt, auk þess býr hún yfir stórkostlegri næmni fyrir formi, efni og lit. Efnistök og fagurfræði endurspegla samtímann frá mismunandi sjónarhornum, raunhyggju, skáldskapar eða jafnvel dulúðar en þó skín hennar verkfræðilega hugsun alltaf í gegn.

Sýningin sem nú stendur yfir heitir Land Self Love og er eftir Katrínu Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur. Katrín lauk framhaldsnámi í myndlist í New York og hefur verið með annan fótinn í Berlín undanfarin ár. Mér finnst Katrín búa yfir kjarnorku og sýningin ber þess svo sannarlega vott. Hennar útgangspunktur er gjörningurinn sjálfur og gjörningurinn er að einhverju leyti samtvinnaður hennar daglega lífi. Það væri jafnvel hægt að segja að allt sem Katrín snertir er list og loftið sem hún andar er líka list. Gjörningurinn er grunnurinn að sýningunni og átti hann sér stað inn í gallerí rýminu fyrir luktum dyrum. Segja má að verkin sem við sýnum séu afrakstur þess gjörnings en þau eru unnin í mismunandi miðla bæði stór málverk, steypuverk, vídeó, ljósaverk og prent. Efnistök Katrínar Ingu er sjálfið og sjálfsástin, hún vinnur á hispurslausan en magnaðan hátt með líkama sinn og áhorfandinn er liggur við knúinn til þess að mynda sér skoðun á því sem fyrir augu ber. Hún er gott dæmi um listakonu sem leikur sér samtímis að myndmáli hins kvenlæga og þess karllæga. Það sem kveikir hvað mest í mér í verkum Katrínar er að hún er að reyna að finna leið til að gjörningurinn hennar – lífsgjörningurinn sjálfur ef kalla mætti haldi áfram í verkunum eftir að hún skilur við þau. Oft skrifar hún nokkurs konar handrit fyrir kaupandann um hvað hann skuldbindi sig til að gera eftir að verkið er keypt. Kaupsamningurinn er samningur  en samtímis líka hluti listaverksins sjálfs. Hún er þar að sækja á mjög spennandi mið og ég hlakka til að fylgja henni inn í næstu lotu hennar ferils.

Guðný segir mér ekki hvaða sýning er næst á dagskrá hjá henni, en eftir að hafa spjallað við hana finn ég að hún sér þetta sem langhlaup, hún er ekkert að flýta sér, vandvirk og fer sér hægt, leyfir sýningum að lifa og vinnur úr þeim. Nógur tími til að leyfa einu stykki galleríi að dafna og vaxa.

Sýningu Katrínar lýkur í apríl.


www.gallerygudmundsdottir.com

Ljósmynd af Guðnýju Guðmundsdóttur: Cormac Walsh

#1 session of performances with sound and video for E = mc²

#1 session of performances with sound and video for E = mc²

#1 session of performances with sound and video for E = mc²

Manifesto for #1 session of performances with sound and video for E = mc²:

#1
bring performance closer to people. what is the sign of the beginning and the end? do-not-force. everything is art whether you like it or not. never know what you’re doing. the only way to stop performing is to cease existence, existence is best suited to be handled with intent. performance begins and ends with a collecting breath. keep performing.

#2
challenge myself always within my safety within me and within people. it doesn’t need to put me or anybody in danger. i don’t need to participate in a dangerous situation. do what you feel is right for you. examine as closely as you can your perception of the environment around you and who you are. be-your-nature. take safety precautions to make sure you don’t know what you’re doing. the sensible and the sensual must go hand in hand. the real world lacks the latter and artists must always remember the former in the attempt at achieving the latter. calamity springs from carelessness. even when I am not sure, but have a clear feeling, I trust. I want to embrace the trust in my feelings towards the next performance.

#3
if you don’t feel like it, you can still do it. take care of yourself and creativity will follow. know who you are and keep telling everyone performance pursues knowledge about the self. aelf-knowledge is partly artificial and mostly comes from error – self-expression is often pretentious, especially initially. know that you don’t know what you’re doing and telling everyone. translate-your-body. make the effect something unpredictable rather than predictable. trust. I encourage myself to trust my artistic feeling and develop strongness towards a situation where I am bombarded with doubts from others and myself. safety first.

#4
after a performance I try to remind myself that I will be hungover for the next three days and that’s okay. if you feel like it you can still not do it. push yourself in a way that is kind yet challenging. be aware of the post-performance ‘come down’ the heart must be set free.

when you feel bad about not knowing what you’re doing, think of everyone else that doesn’t know what they’re doing. eembrace-the-confusion. what you do is what you get. the performance of eease, relaxation and rreligious llanguor is one of the most underrated. have trust in your art and respect each phase you have gone through, it all matters.

#5
take time to find the correct creativity enhancing routine for you. be really clear about what you want to do. the outcome of performance depends on how one handles emptiness and fullness. be very clear about what you’re doing and the fact that you don’t know what your doing. know-why-perform. alright, how long do we have to shut up for? although very rare, clarity is possible in this grey grey fog. i believe when I challenge myself then I am onto something. the more they challenge me, the more i trust the performance i want to create. even if i am in the middle of a performance i can always stop if i want to because i am the one who is performing.

#6
be aware of energy vampires of any sort. everything is not art whether you like it or not. be friends with other performers, performance travels beyond closed space. find friends that also don’t know what they’re doing. like-minded-performers. that is not always pleasant. so that is by no means pleasant… even if it is a fantastic way to work. be friends. (enemies exist).

#7
nap. everything is interesting. only do work that you really believe in, apply performance to all things, therein lies its beauty. only work when you’re completely sure you don’t know what you’re doing. spontaneity-power-reflex. that must be beautiful, because it is useless and causes such pain. i’ve never quite believed that, but i’ve sometimes come close to it. do you mean that or are you just being clever?

#8
watch movies and listen to music that moves you. except things that are not. if the feeling stops, stop withdrawing power. if you think you know what you’re doing, stop. and get back to not knowing what you’re doing. keep-engine-on. calm down! i feel that it should keep feeling but i might be wrong. my father has pigeons in our garden, it is a wonderful kinetic sculpture and like many sculptures, it is more important to know of its existence than to gaze upon it religiously. share and celebrate your imperfections and the imperfect side of yourself with other performers. when i am jealous of other performers, i want to keep in mind to celebrate with them and embrace the knowledge i figure out. i want to use my jealousy in my own favour to know more about what i want to engage with.

#9
take walks and enjoy your own company without any distractions. it’s up to you. don’t pigeonhole your performative self performance is like boiling water; without heat, it returns to its tepid state. be the person who doesn’t know what they’re doing. I’m just random saying stuff. don’t read in too much. take-a-breath. when the fun starts, don’t stop til you get enough. all my mistakes i celebrate because i am not perfect and my mistakes are not negative. my mistakes are a positive way to develop and surprise myself.

#10
ask for help. sometimes. keep going. performance is a lifelong pursuit. keep on not knowing what you’re doing. you look at each other, be aware of this. fight-the-comfort. when nothing is going on and no invites are coming, i will always just perform in my private space studio. i want to perform every day, like a sketch, a drawing in a sketch or a text in my sketchbook. never stop being curious about your own work, continuously dig deeper.

THE list of ARTISTS sharing there’s performances with sound and video for E = mc2: 

 Katrín Sirru

Hlökk Þrastardóttir

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson

Daniel Ernst Binnekamp

Alexis Brancaz

Eetu Palomäki

Kamile Pikelyte

Tómas Óli K.M.

Dúfa

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir

Klemens Hannigan

Beyond Human Impulses goes to Greece

Beyond Human Impulses goes to Greece

Beyond Human Impulses goes to Greece

The performance arts festival, Beyond Human Impulses, began at Mengi in Reykjavik on February 2nd, 2016 as a monthly performance series occurring on the first Monday of the month. Between its inaugural performance and July 2017, 75 performances were realized. The festival was initiated by five female Icelandic artists: Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Eva Ísleifsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, and Katrín Inga Hjördísar Jónsdóttir, who all share equally the role of curator while also performing in the festival themselves.

Before Beyond Human Impulses, a disparate group of artists established Leikhús Listamanna, a platform for performance artists in Reykjavik that began in 2003 and lasted on and off for the next decade. Other than that, there have been no other platforms of this kind devoted to performance.

When Eva Ísleifsdóttir opened A-DASH, an exhibition space and art residency in Athens, Greece in 2017, it became an obvious place for the next incarnation of the festival. On the weekend of April 12th-14th, Beyond Human Impulses held its first festival in an old paper warehouse in the commercial district of Athens along with the help of Athens Intersection, Athens Trigono, and CheapArt, an organization that secures short-term art venues in empty buildings in Athens.

The festival opened on a Friday night with the performance Apogee or Nobody by Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir. A fitting inaugural piece, the robotic vacuum that roamed the floors of the old warehouse seemed to bring awareness to the little corners and crevices of the decaying building, showing the viewers a new point of reference for vision that would set the tone for the rest of the festival. The saucer-shaped vacuum with its internal whirring motor spun in circles and sensed the space´s corners, the columns that stood under the balcony, and the feet of viewers who followed its movements patiently as though being sniffed by a wild animal. As the robotic vacuum explored the space, it sang a melancholic song in acapella through a speaker placed on top of it, echoing throughout the building.

Humming of Venus by Berglind Águstsdóttir.

The Storm is Coming by Maria Nikiforaki.

Reflex by Yiannis Pappas.

Ego Friendly Love by Katrín Inga Hjördísar – Jonsdóttir.

Radar LXXVII by Ásta Fanney Sigurðardóttir.

B – Be – Bee – By – Bí – Bý – by Steinunn Gunnlaugsdóttir.

Braid Choir – Solidarity by Gunnhildur Hauksdóttir.

Apogee or Nobody by Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir.

Exiting… by Eva Ísleifsdóttir.

Reality in other words by Rakel McMahon.

Homo Bulla Est by Erin Honeycutt.

With the space now mapped by these beyond human senses, the evening could begin in earnest. “Thank you for believing in the moment,” Eva Ísleifsdóttir announced on the opening night. Performance thrives in the moment, the fleeting image or sound or combined effect, the unique audience, the circumstantial arrangements of the space, the day, month, era – all a moment (that can’t be purchased, although for sale throughout the weekend were posters with quotes from each of the 18 participating artists.) The passing moment that is so circumstantial in performance art, although in some instances can be restructured in similar surroundings and set-ups, are inevitably tragic, in a way, as it can never be documented for posterity in its true form.

The decaying paper warehouse on the cobbled, winding street called Chrisospiliotissis set the stage perfectly for these fleeting moments to appear and then dissolve. The space was characterized by its high ceilings and ornate decoration encircling the lighting fixtures in a state of decay, the tall, obscured windows with iron bars crossing them, the dust that covered every surface, and the wooden staircase that was a little too noisy to imagine lasting many more events like this one. Even the part of the ceiling that came crashing down overnight in a crumble of pieces on Saturday was a performance on the part of the building, a reaction from the space itself.

What better location for three evenings of performances that all seemed to relay a comment on the tragedies taking place in the world outside and the inner catharsis that may seem personal, but speaks to those events as well. Since we are in the realm of performance art, however, we do not have to serve the proper function of tragedy, regardless of how eloquent our poetry or how fine our choreography because this was Beyond Human Impulses, which became a running question throughout the weekend. What exists beyond human impulses?

We decided it was, more or less, when we decided to go beyond the human impulses of anxiety and worry to embrace an impulse that is co-creative, empathetic to the world at large, and creating a container in which to perform and enact rituals that transform the performer and include the audience in the transformation. Consider Katrín Inga Hjördísar Jónsdóttir’s Sunday performance Ego Friendly Love: a ritual in the nude in which she placed flowerpots and triangular mirrors around the room with audience members involved in the reflections.

On Friday evening, Gunnhildur Hauksdóttir enacted Braid Choir – Solidarity, a piece that has been performed before in different compositions of choir members and lyrics. With a gathering of long-haired women standing outward in a circle, Gunnhildur stood in the middle braiding the hair in a single circular plait while the choir spoke and sang sometimes in unison and sometimes as lone voices. The piece was dedicated to the two young Greek soldiers who were taken into custody in March 2018 for allegedly entering a Turkish military zone on suspicion of attempted espionage and who still remain in custody.

However, in Dionysian fashion, tragedy is followed by dancing and rapture – this was brought in full aesthetic qualities of Beauty and Significant Form in a performance by Berglind Águstsdóttir titled Humming of Venus who opened with the recorded sounds of the planet Venus borrowed from NASA. In her flowering kimono, bubble-blower, tinseled rotating fan and bright red lips, she became a new kind of demigod, singing along to a track overlapping Indian ragas with the duet ‘Islands in the Sun.’

Imitation, Aristotle argued, is a natural human impulse that humans enjoy and is our greatest learning mechanism. In this way, he defended tragedies, stating that they could appeal to the mind, the emotions, and the senses, and if confronted in a healthy manner, bring about a cleansing emotional catharsis, which is definitely the experience of a performance by Berglind – propulsion by catharsis.

Saturday opened with Eva Ísleifsdóttir’s Exiting…, an embodiment of the human inability to escape from the signs and symbols that surround us. Eva lay beneath the humongous exit sign, surrendered to the external meaning it purported to portray. Following Eva’s contemplation under this very physical and heavy sign under which she literally lay crushed on the pavement was a performance by the author that also dealt with our connection to universal signs and the meaning we make from them. In a baroque hair-do of the same era in which the German Romantic poet Friedrich Hölderlin lived when he wrote in Athens in the early 18th century, whose writings were quoted throughout the performance, a series of planetary aspects of the day were read.

Mars trine Pluto, for example, was applied a meaning based on observations taken from walking around the city in the few days leading up to the festival. Does the brimming strawberry cart on the square imitate Venusian effects? Is that couple fighting by the fountain an imitation projected in our earthly reality of Uranus’ interaction with the moon today? While there are thousands of opinions by astrologers to be found especially on the internet, the real answer is not as important as the place the question takes us, which is back to the mythic imagination, a reminder that our 40,000-year-old brain has not changed since the time when we couldn’t tell the difference between mythic reality and reality – they were both an equal reality, just a moment in time.

Following are names of the artists that participated with links to artists websites:

Amalia Charikiopoulou, Aristeidis Lappas, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Berglind Águstsdóttir, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, David Kirshoff, Erin Honeycutt, Eva Giannakopoulou, Eva Ísleifsdóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Katrín Inga Hjördísar Jónsdóttir, Maria Nikiforaki, Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnason, Rakel McMahon, Snorri Páll, Steinunn Gunnlaugsdóttir og Yiannis Pappas.

Erin Honeycutt


All photos courtesy of Georgios Papadopoulos.

Websites:
Beyond human impulses
 A-DASH

Katrín I. Hjördísadóttir Jónsdóttir – Afskurður fjarlægra tilfinninga / Scraps of distant emotions

Katrín I. Hjördísadóttir Jónsdóttir – Afskurður fjarlægra tilfinninga / Scraps of distant emotions

Katrín I. Hjördísadóttir Jónsdóttir – Afskurður fjarlægra tilfinninga / Scraps of distant emotions

The footage used is raw, unadultered content where the apparent simplicity crystalizes linearly to become the cornerstone of the artwork. The subjective experience, sensation, and perceptual phenomenon that is approached through this motion picture takes the viewer to the realm of dreams. Inspiration comes from the moments our subconscious highlights from life experiences. The purpose of the subconscious is twofold, it keeps us safe from anguish and trauma and it chooses from our memories the ones that can transmit a strong emotion. Love, guilt, fear, anger and happiness are powerful feelings beyond our understanding and are concealed teachers that guide our life journey. Transcending into the higher self requires a deep understanding of our emotions, embracing reality through memories and listening to the message that hides at plain sight.

The oneiric journey eclipses the triviality of falling asleep breaking all boundaries and the preconceptions you create. This sequence takes the shape of a small river that flows into the ocean—a stream of consciousness that flows into the sea of unconsciousness.
Expectations should not overflow your thoughts. Your thoughts should not override your impulses. Subdue to your inner call and let it overwhelm you. Take a deep breath.
Your mind takes over and your willpower withers. Your eyes get number as your spine shivers. Take a deep breath.

Your surrounding comforts you as you confront your thoughts. Set your memories free, let the nostalgic feeling burn and consume you. Embrace the sacrifice. Be naïve. Absolute peace comes from within.

Alejandro Oria Lombardía

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest