Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun – samtal um sýningu Báru Bjarnadóttur í Harbinger

Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun – samtal um sýningu Báru Bjarnadóttur í Harbinger

Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun – samtal um sýningu Báru Bjarnadóttur í Harbinger

Ég er að labba Skálholtsstíginn upp að verkefnarýminu Harbinger þar sem myndlistarkonan Bára Bjarnadóttir hefur sett upp sýninguna Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun. Þegar ég geng inn heyri ég í klukkum tifa og kaffi að mallast. Bára er stundvíslega mætt til leiks og hefur örugglega gert ráð fyrir því að brugga kaffi svo það yrði tilbúið 17:30, á slaginu sem okkar spjall á að eiga sér stað. Sýningin sýnir leikandi og leitandi nálgun Báru til myndlistarinnar þar sem fræði og hverfulleg efnisnotkun fá að endurspegla rannsóknarþemu hennar um tíma, stress, FOMO, náttúruna og nútímann.

Bára: Það skiptir mig miklu máli að sjá hvað aðrir listamenn eru að gera í bland við þá atburðarrás ég er flækt í hverju sinni. Kveikjur verka minna eiga sér oftast uppruna í efniviðnum sem ég er að skoða og þessu persónulega eða í eitthverju sem ég finn á netinu, t.d. fréttir úr samtímanum. Þá fer eitthvað almennilega af stað með verkin mín, og ég byrja að sjá kraftinn sem ég hef til að segja frá á þann hátt sem mín myndlist er fær um. Í myndlistinni líður mér eins og ég sé með blandara og hræri hlutum saman án þess að vita hvaða bragð þeir framkalla saman. En ég fikra mig áfram á magatilfinningunni og finnst fátt mikilvægara en að leyfa mér að klúðra uppskriftinni af og til. Mín aðferðarfræði gerir ráð fyrir nærumhverfinu og tekur tillit til þess á þann veg að það sem verður í vegi mínum getur ekki annað en blandast inn í starf mitt sem listamaður.

Uppgefnar. Mynd: Filip Hauer.

Bergur: Hvernig birtist þitt nærumhverfi á sýningunni Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun?

Bára: Það birtist í þessari sýningu út frá viðveru minni á samfélagsmiðlum og internetinu, sem er mjög raunverulegt nærumhverfi samtímans. Sérstaklega þegar þú gengur um með það í vasanum allan daginn. Ég fann grein á netinu sem hafði mikil áhrif á vinnslu þessarar sýningar. Hún heitir Why time management is ruining our lives, og var skrifuð af Oliver Burkeman fyrir The Guardian Long Read. Hún er rosalega góð og ég mæli með því að lesa hana. Hún fjallar um þráhyggju okkar nú á dögum til að passa og stjórna tímanum okkar, og hvernig þessi þráhyggja getur skemmt fyrir frammistöðu okkar í daglegu lífi. Ég tengdi svo við þessar miklu andstæður. Eins og hvernig það er hvatt til þess að dvelja í núvitund t.d., og að ganga um með núvitundar-app í símanum til þess að vera viss um að nægur tími sé að fara í það að vera með núvitund! Eftir að ég las þessa grein varð mér ljóst hversu langt við erum komin með að græða inn leiðir til þess að reyna að öðlast vellíðan á sem minnstum tíma. Greinin rekur þannig rannsóknir sem hafa verið gerðar til þess að bæta frammistöðu fólks í starfi á mis-siðferðislega réttan hátt. Síðan á tímum iðnvæðingarinnar hefur margt verið reynt til þess að fá fólk til að vinna harðar að sér á þeim forsendum að það muni gera þeim gott, en í raun aukið streitu og vanlíðan.

Inbox zero stefnan var t.d. kynnt í greininni. Ef þú þekkir hana ekki er mjög gaman að kafa aðeins í hana. Það var einhver maður sem kynnti þessa byltingu fyrir nokkrum árum og þetta varð mjög vinsælt hjá fólki sem átti við streituvandamál að stríða. Hugmyndin er sú að manni líði eins og maður sé alltaf að fá tölvupósta og að pósthólfið sé alltaf að fyllast án þess að maður hafi tíma til að svara þessum skilaboðum. Hans lausn við þessu vandamáli var að svara öllu, bara, strax! Eða að flokka það undir eins í rétt hólf til þess að öðlast bæði tómt pósthólf og innri ró. Þetta varð frekar vinsælt og fólk var að pósta myndum af tómum pósthólfum á netið með yfirlýsingunni #inboxzero. En eins og maður getur séð fyrir, gerði þetta fólk auðvitað meira stressað vegna þess að þú ert auðvitað að athuga mun oftar hvort það sé eitthvað nýtt í pósthólfinu. Þessi togstreita sem við finnum með notkun á öllum þessum hjálpartækjum leiddi mig að spurningum sem verkin hérna eru að skoða. Ég fór að hugsa meira um persónulega frammistöðu mína og líka um þennan gífurlega hraða sem við lifum á.

Í upphafi ferlisins var ég á leiðinni í Öskjuhlíðina að taka myndir af lúpínum, eftir að hafa verið mikið út á landi að keyra og sjá þær hér og þar. Síðan kom ágúst, og fjólubláu hlutar lúpínanna voru horfnir þegar ég hætti að slá þessari myndatöku á frest. Það augnablik var algjört a-ha móment. Á þessum tímapunkti fannst mér ég skilja að tímastress á sér líka stað í náttúrunni auk þess hversu fagur og verðmætur sá hverfulleiki er. Ég bókstaflega missti af þessum tíma í náttúrunni, og varð meðvituð um þessi tímamörk og fékk alveg gífurlegt tíma-FOMO. Seinna meir fór mér að finnast þessi hverfulleiki svo fallegur, og fór að vinna áfram með sjónræna eiginleika sem eru ekki alltaf í boði. Mér fannst þessi tenging á milli hins mannlega og náttúrulega tvinnast svo fallega saman, og þessi sameiginleiki varð í raun kveikjan að verkunum hér. Maður vill alltaf vera að lifa sínu besta lífi, og hrærast í svona work hard, play hard… sleep hard! umhverfi. Þetta er viðhorfið sem fær okkur til að neyta meira og ferðast meira, og á þessum hraða notum við upp svo mikið af náttúrunni líka. Við gleymum því oft að náttúran hefur ekki endalausan tíma eða auðlindir.

Beach babe. Mynd: Filip Hauer.

Bergur: Geturðu sagt mér hvernig þín rannsóknarþemu um náttúru, hröðun og hverfulleika í hinum mannlega og náttúrulega heimi birtast í verkum sýningarinnar?

Bára: Mér finnst þetta beach bag vera gott dæmi um dýnamíkina á milli þess mannlega og náttúrulega sem sýningin er að fjalla um. Svona strand-töskur og aðrir dislocated hlutir sem minna okkur á tilfinningar um ró og næði eða frí finnst mér mjög áhugaverðir. Upp úr töskunni hljómar sjávarnið, og saman skapar þetta persónulegar hugleiðingar um tímanýtni á þann hátt að við getum verið mætt á ströndina með því að taka fram strand-töskuna og hlusta á róandi sjávarhljóð í gegnum Spotify. Ég sé þetta sem eitt af afleiðingum þessarar hröðunar, og þetta er náttúrulega mjög skrítið fyrirbæri. Á sama tíma skil ég að það er margt í okkar samfélagi sem þrýstir á okkur að taka minni tíma fyrir okkur sjálf og augnablikin þar sem við tengjumst náttúrunni eða sjálfinu. Ég hugsaði líka að sýningarblöðungurinn myndi vinna samhliða verkunum til þess að skapa þessa tilfinningu um einkennilegheit vellíðunar og róar í nútímasamfélagi. Á hvern blöðung eru prentuð samtöl, þrjú samtals. Fyrir þessi samtöl skáldaði ég nýja persónu sem er vellíðunar-gúrú. Samtölin eru í Q&A formi, og fara fram á heimasvæði gúrúsins. Einn viðskiptavinur hans hefur t.d. áhyggjur af magni tölvupósts sem er að berast til hans, og gúrúinn kynnir fyrir honum aðferðina á bak við inbox zero. Á öðrum blöðungi kynnir gúrúinn ostrusvepp sem lausn handa manneskju sem langar í gæludýr en er stressaður yfir því að hundur væri of mikil skuldbinding. Það væri þá vegna þess að ostrusveppur er líka lífsform sem þarfnast aðhlynningu manns, en ekki í jafn miklum mæli og hefðbundin gæludýr. Í textunum sem hægt er að taka með sér blandast rannsóknin mín við verkin og skapa heild til að vekja umræðu um þennan einkennilega nútímakvíða og fjarstæðukenndar lausnir við honum.

Ostrusveppir eru betri gæludýr en hundar því þeir þurfa minni athygli en þarfnast manns samt. Mynd: Filip Hauer.

Bergur: Þú ert að leika þér með þætti og fyrirbæri sem munu fuðra upp í rýminu með tímanum. Eitt verkið er sería af býflugum úr bio-plasti og lakkrís-lengjum. Sama má segja um ostrusveppina. Þetta eru hlutir sem eiga sér ekki tilvist utan eða eftir þessa sýningu. Finnst þér þú vera að spegla þessa pælingu sem kviknaði með lúpínunum? Að skapa hluti sem eiga sér tilvist á eigin forsendum og lúta ekki sömu lögmálum og okkur langar oft að venjast í neyslukúltúr okkar?

Bára: Mér finnst mikilvægt að vinna verkin mín beint í rýmin sem ég sýni þau í. Þetta er þessvegna mjög staðbundinn og tímabundinn sýning. Efniviðurinn sem ég valdi fyrir þessi verk endurspeglar hverful og tímabundin gæði náttúrunnar. Bioplastið breytir auðveldlega um form, sem og lakkrísinn sem er vafinn utan um býflugurnar. Form þeirra getur grotnað og brotnað niður. Sumir límmiðana á gólfinu hverfa líka með áhorfendum.

Eins og skíturinn undir skónum þínum. Mynd: Filip Hauer.

Bergur: Hvaða plöntur eru þetta á límmiðunum?

Bára: Þetta eru myndir úr blómabeði í Vesturbænum. Ég fékk hugmynd um að taka náttúrulegt fyrirbæri og athuga hversu marga filtera það getur farið í gegnum þangað til það endurholdgast í svipaðri mynd og ég fann það fyrst. Þess má geta að auðvitað er viss filtering nú þegar, að blómabeðinu hafi verið komið fyrir í Vesturbænum. Hérna verður blómabeðið tvívítt um leið og ég tek mynd af því, síðan gutla ég með það í photoshop og hanna límmiðana. Ég sendi hönnunina til Svíþjóðar í prent og fæ tilbaka með FedEx og skelli þeim svo loks aftur á jörðina. Mér finnst áhugavert að skoða þessa filtera sem eru notaðir til að endurvekja tengingu okkar við náttúrulega hluti, svipað og með strandtöskuna. Á sýningunni eru hlutir úr sandi, plasti og lífrænum gróðri sem eru efni sem eru ekki nógu sterk til að haldast í sama formi í langan tíma. Bio-plastið er endurmótanlegt, en breytist einnig til lengri tíma eins og og annað plast. í tímans rás munu flestir límmiðarnir yfirgefa Harbinger til að sameinast sínum líkum undir skósóla á ný. Mér fannst sá þáttur vera partur af þessu filter-ferli. Að skila þeim, vonandi, undir skósóla með öðrum gróðri, mold, möl og blómum.

Bergur: Sýningin tekur inn svo margt! Það er þessi nútímakvíði, væntingar og þrár, frammistaða hvers og eins, vinnuþol Íslendinga…

Bára: Ég hef verið mjög upptekin að hugsa um þennan stress vítahring. Eins hversdagslegur og hann er finnst mér mikilvægt að varpa ljósi á hann. Hlutfallslega eiga Íslendingar það til að vinna degi lengur en aðrar norðurlandaþjóðir, og hér þykir ekkert betra en að vera lengur í vinnunni og að hafa alveg stífpakkaða dagskrá. Við erum alltaf að hugsa okkur nýjar leiðir til að blanda einkalífinu saman við atvinnulífið, og vissulega finn ég fyrir pressu frá samfélaginu að ég ætti stöðugt að vera eyða tímanum mínum í annað. Við höfum öll efni á því að hægja á okkur, finnst mér. Vítahringurinn verður til þegar vinnu og einkalífið er að blandast saman, og samfélagsmiðlar og nærumhverfið þitt er að segja þér hvað þú átt að vera að fá út úr hlutunum. Þú átt að vilja vera all in í öllu, og til þess þarftu að kaupa þetta og þetta og þetta… og þá þarftu að fara vinna meira!

Bergur: Hvað segir gúrúinn innra með þér, til að komast úr þessum vítahring?

Bára: Draumurinn er að geta eytt meiri tíma í að skapa listina sem ég er að gera, en til þess myndi ég þurfa að annaðhvort vinna minna meðfram listinni, og þá verður erfiðara að kaupa efnivið í verkin… eða þá að vinna meira og gera dýrari listaverk! En þá myndi mig vanta tímann til að geta hugsað upp eitthvað sem væri virkilega… gott! Þriðji möguleikinn er að gera færri verk, en hvernig myndi ég þá halda mér í formi eða halda mér í umræðunni? Innsæið segir mér allavegana að allir hefðu gott af því að vinna aðeins minna fyrir aðra og gefa því sem skiptir mann máli meira vægi.

Bergur: Það er pæling að á Íslandi þykir eðlilegt að vera í vinnunni 90% af tímanum sínum til að hafa efni á 10% af honum…

Bára: Það er góður punktur. Við erum svolítið alinn upp við þá hugmynd að það sem er í boði og það sem er gott í lífinu kosti rosalegt magn af peningum. Við þurfum kannski líka að endurskilgreina hvað það er sem við teljum gefa okkur gleði. Getum við notið okkar í eitthverju sem t.d. kostar minni pening og tekur lengri tíma? Erum við alltaf að eltast við meginstraumin þegar kemur að hugmyndum okkar um það sem veitir okkur ánægju í lífinu? Hvernig getum við endurskilgreint þetta þannig að við hefðum efni á því að vinna minna? Hvað eigum við að gera við þennan tíma?

Bergur: Ég er orðinn háður fílófaxinu, var ég búinn að segja þér það? Ég á svona vikulegt augnablik þar sem ég deili verkefnum niður á daga í hverri viku – og reyni að horfa framhjá þeirri staðreynd að sum verkefni eru stærri en önnur. Að klára langdregna styrkumsókn er þarna í bókinni hliðiná því að hringja í mömmu. Þetta er allt jafn mikilvægt.

Bára: Ég hef líka alltaf þurft þennan ramma, til að geta virkað sem myndlistarmaður. Ég er óttalegur scatter-brain. Ég skipulagði hvenær ég ætlaði að vera að t.d. vinna með bio-plastið og gerði ráð fyrir ákveðið mörgum dögum af mistökum og hvaða dag býflugurnar yrðu að vera tilbúnar. Við hliðina á þessu voru síðan hversdagslegri verkefni eins og að versla í matinn og hringja í mömmu. Annars verður allt svo monumental. En það eru engar ákvarðanir stórar, það kemur enginn Hollywood klímax þegar opnunin er! Þetta eru allt litlir bitar í ferlinu.

Bergur: Tímaskipulag býr þá á mjög praktísku stigi í ferlinu þínu.

Bára: 100%. Þessi Guardian-grein talaði svo mikið til mín. Ég verð að taka þetta í myndina þegar ég er í þeirri stöðu að vinna sjálfstætt.

Fugl að bíða. Mynd: Filip Hauer.

Bergur: Annað sem einkennir samtímann, finnst mér, er að það má engum leiðast lengur. Sá tími dags virðist líka hafa horfið með snjallsímanum, etc., etc…

Bára: Ég tengi líka við þetta. Ég held að ég hef líka séð þessa grein. Ég er einmitt með hlutastarf á safni þar sem ég sit yfir sýningarsölum. Það má ekki beint hafa símann uppi, og það kemur oft yfir mig nostalgíutilfinningin sem maður átti svo oft þegar maður var barn eða unglingur að drepa tímann. Þegar maður fær tíma þar sem eina skyldan er að sitja, og kannski telja gesti eða vera á varðbergi… það verða svo margar hugmyndir til vegna þess að maður getur ekki að sónað út í myndir og tilkynningar um það hvað aðrir eru að gera. Heldur er maður bara fastur með sjálfum sér og pælingunum sínum. Það er mikilvægt að leyfa huganum að reika í sjálfu sér.

~ ~ ~ Á þessum tímapunkti ómar lítið lag úr snjallsíma Báru ~ ~ ~

Bára: Þetta er bara vekjaraklukkan mín að minna mig á að gleyma ekki einu sem ég þarf líka að gera seinna í dag…

Bergur: Ég fór á fyrirlestur hjá heimspekingi þar sem hann yfirlýsti listamenn í dag sem helstu hlutastarfsmenn veraldar. Mér finnst þetta frekar góð pæling. Listamenn í dag geta verið á vinnustofunni, á samfélagsmiðlum, í sýningarrýmum, á umræðuvettvöngum, tónleikastöðum, skólum og veitingahúsum samtímis og fundið jafnvægi til að sinna þeim skynsamlega! Listamenn eru svona líkamar sem ferðast um með gagnabanka af þekkingu og sérsviði sem hægt er að nýta í allskonar aðstæður.

Bára: Mitt sérsvið einkennist af ákveðnum skrefum í aðferðarfræði innan um rannsóknarefnin mín. Ég leitast eftir því að vinna verk sem tengjast umfangsefninu og nota það sem vegvísi. Fyrir þessa sýningu skipulagði ég tímann minn þannig, eins og þú lýsir hlutastarfsmanns-listamanninum. Ég vissi að ég yrði útum allt þannig að ég gaf mér tíma fyrir rannsókn, efnisvinnu, klúður, endurgerðir, uppsetningu…

Bergur: Ein greinileg aðferðarfræði hérna er filterinn sem þú sagðir frá áðan. Að taka hluti inn og velta þeim í gegnum síunarferli sem eru nú þegar til. Mér finnst eins og þú sért að spegla það hvernig ákveðin vinnutök geta tekið náttúruímyndir og snúið útúr þeim þangað til þær verða náttúrulegar, aftur.

Bára: Ég hugsa verkferlin hérna eins og formúlur. Ég tek einn hlut, og plúsa við býflugu, plús plast, plús stress tengt býflugum, plús tími. Í staðinn fyrir að búa til graf úr þeim leyfi ég þeim að vera saman í þvottavél þangað til hlutirnir kuðla sér í rétt samhengi. Mitt ferli er mjög mikil síun og eimun á ákveðnum hlutum.

Bergur: Síðan er þeim leyft að anda, safna ryki, vaxa og grotna á eigin tíma hér í Harbinger…

Bára: Já það verður hluti af þessu. Ostrusveppina þarf ég að leggja í bleyti yfir nótt og þessir límmiðar verða trampaðir niður eða teknir burt. Mér finnst áhugavert að vinna staðbundið hérna vegna þess að það er hægt að zooma svo vel inn á alla þessa núansa sem ferlin bjóða upp á. Partur af vakúmi hvíta kubbsins hérna er að tíminn er að líða og hafa áhrif. Mér finnst fallegt að vita af efniviðnum mínum á mismunandi stigum og finna fyrir því hvernig tíminn líður. Eggjaklukkan tifar og þessi míkrókosmós hérna er í stöðugri umbreytingu. Mér finnst mikilvægt að við upplifum tímann vera að líða, það er narratíva verkanna í heild sinni.

Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun. Mynd: Filip Hauer.

Bergur: Finnst þér að náttúrulegir hluti geta kennt okkur eitthvað um tímanotkun okkar?

Bára: Mér finnst vera þess virði að skoða hvernig önnur líf fara fram, og algjörlega eitthvað sem við mættum gefa meiri athygli. Við erum frekar dofin fyrir því hvernig hlutir verða til, þroskast og deyja. Mig langar til þess að vera meðvitaðri um árstíðir og hvað fylgir þeim, hvað sprettur, hvað vex, hvað fellur. Við gætum lært eitthvað af lífum sveppa bara með því að beina athygli okkar að þeim. Mér finnst það að stúdera lífshlaup færa mig nær núvitund. Þetta snýst kannski aðeins um að taka manninn úr fyrsta sæti og virða fyrir sér umhverfið og tímann að líða. Að færa athyglina þangað, utan skipulagsbókarinnar! En það verður að segjast, það er erfitt að finna tíma fyrir þannig afþreyingu.

Bergur: Ég frétti af því að yngri kynslóðin er frekar upptekin af því að aðlaga mataræðinu þannig að það bókstaflega lifi lengur. Þá hefurðu meiri tíma. Blessunarlega er hugmyndin um hefðbundna vinnuviku að breytast, en henni fylgir svona nútímakvíði eins og við töluðum um áðan.

Bára: Þessi kvíði er þannig gerður að það er eins og hellt sé úr fötu! Ég hef aldrei átt jafn erfitt með að orða hluti snyrtilega og með þessa sýningu. Um leið og ég fór að opna á umræðuefni sýningarinnar fattaði ég að það tengist svo miklu stærra fyrirbæri og vandamáli sem tengist birtingarmynd tímans í nútíma samfélagi. Þetta eru hlutir sem eru alltaf að pikka í mann og neita að vera krufðir til botns, eru ekki áþreifanlegir og birtast bara í öðrum hlutum. Það er eins gott að gleyma ekki réttu strandtöskunni þegar ég fer í Nauthólsvíkina! Ég er sjálf ennþá á leiðinni þangað, kannski eru verkin mín bara birtingarmynd þeirrar löngunar og afleiðing af FOMO sem er að teygja sig aðeins of langt.

Texti er byggður á viðtali sem átti sér stað í Harbinger, 26. ágúst, 2018.

Bergur Thomas Anderson


Það er nóg af tíma í sólarhringsopnun er til sýnis í Harbinger til 2. september.

Aðalmynd með grein: Sólsetur. Mynd: Filip Hauer.

The Fabric Created the Form: On Artistic Potentials Of Covering

The Fabric Created the Form: On Artistic Potentials Of Covering

The Fabric Created the Form: On Artistic Potentials Of Covering

Plastic animals

In september last year I saw a work at the Miró foundation in Barcelona that sparked my thinking about the act of covering, and its artistic potential. An installation by Gerard Ortín titled Reserva includes some fake, plastic animals that are manufactured as hunting dollies. The worn-out surfaces of these foamy creatures suggests a lived experience. They are placed in forests so that hunters can practice their skills on them, long before they approach real wildlife with real animals. Within the installation, the plastic animals are presented on a big screen, in their appointed role. Placed, standing still in a wild-life situation, they blend with the environment, immersed with their surroundings. Endured, still frames are presented to the viewer, giving her the time to actually find the subject hidden within the frame. Boars, bisons, mules, deers and other creatures imitate a natural setting, where the animals are frozen in place.

Each time an animal is found, the video cuts to the next frame, where the process of spotting may begin again, separating the subject from the background. Next to the screen, the foamy animals are exposed as what they are, piled together (physically) as plastic objects full of holes and wear from their days of being hunted over and over again. The dimly lit space blurs the boundaries of each body so they actively camouflage each other. Their collective shape remains a large, blurry, foggy, body of legs coming out here and there. These moments of revealing make it possible to identify animal from animal and manifest my initial interest in looking at the inherent duality of covering and revealing. In this way, going from representations on a screen and being superimposed in a space, the act of covering could be the participation in a collective body. A collective body which fluctuates in a dynamic consisting in constantly hiding something, and as a consequence, revealing something of it at the same time.

A blind tent, a camouflaged shelter made for photographers hiding in the woods (Stock photo)

Artists are hunters in the many ways that they collect materials. Seen through the lens of mere commodities, these animals become figures in a constant limbo. That is to say, they continue to play dead even though they are to imitate the living. Immobile in the space they are presented in, the animals reflect the way humans have hunted for many, many years. Humans hunt with stillness as their weapon. Stealthy, sleek, and above all, hidden from the one who is being hunted. In the woods, camouflage patterns are worn by hunters to disguise them as their surroundings. Imitating the animals that have the color palette of the forests that engulf them. The environment covers, the animals are the covered, and humans have appropriated this fashion to their advantage.

Concealing coloration and the invention of camouflage

The modern understanding of camouflage can be traced back to the artist Abbott Thayer and his research in to the colors of the natural world.

“In natural camouflage, a wide range of animals benefit from an inverse coloration scheme. That is to say, their bellies are white or lightly colored while the color of their fur turns progressively darker as we scan towards the top of their body. 1

Especially when still, animals can remain mostly undetected to the naked eye. Thayer did paintings and studies of natural inversions of color, proving that opaque, three dimensional objects can be flattened out and effaced in to their surroundings by light hitting their surface. Animals, naturally, become living optical illusions this way and other solid things too if shaded correctly. The contrast usually highlighted by the outlines of opaque objects breaks by nature’s ability to erase it. The things in the foreground start merging with the background.

“Animals are colored by Nature as in A, the sky lights them as in B, and the two effects cancel each other, as in C. The result is that their gradation of light-and-shade, by which opaque solid objects manifest themselves to the eye, is effaced at every point, and the spectator seems to see right through the space really occupied by an opaque animal.” Illustration of the inverse coloration scheme from Abbott Thayer’s lushly illustrated “Concealing-Coloration in the Animal Kingdom” (original released in 1909).

Thayer elaborates further on the two ways in which nature erases contrasts. One way is by blending. The natural coloration of birds, mammals, insects and reptiles mimics the creatures environment. The second way is by a disruption. Strong, elaborate patterns of color break outlines and flatten colors. So as to trick the mind by using a repetitive motif. This we are also familiar with in design, when we see a patterned surface and anticipate that its sameness will stay unchanged. In our anticipation we miss what might be lurking underneath the surface 2. Going back to Reserva, another film by Ortin shows a still shot of trees and bushes. It’s a bright day. The video-frame is perfectly still, almost like a photograph if it weren’t for a faint wind blowing through the branches. The visitor has time to absorb the scenery, as the wind synchronizes with the breath of the viewer, and the image evokes an uncanny presence. This is the presence of a figure that sits in the tree, right at the center of the frame. A spastic movement happens, a change in posture on top of the tree-branch. And from the moment we spot the figure, our gaze will not leave it. Let’s say that before we noticed, there was a pattern that covered the entire image-frame – a pattern of forest landscape. Like a design, the strong patterns of color flatten contrasts and break up outlines, so that the figure disappeared in to it or seemed to be something other than what it is. When the figure moves, a visual break occurs. We find something we can identify. The cover is blown by a sudden movement. To cover a person is to camouflage her. That person is not only hidden to the eye, but also, embodies the environment. Just like the bird blending in to branches of a tree.

Blending in

Harry Potter wearing his Cloak of Invisibility. A magical fabric produced to render anyone who wears it or whatever it covers invisible to the outside world. Screenshot taken from Harry Potter and the Sorcerer’s Stone.

In our day to day experiences, we often think to blend in, to act natural, to be as if not there. Covering is a way of becoming invisible, so in order to become visible, the question becomes; how do we break these flattening patterns? A body can be represented identical to a surrounding surface, but having a totally different essence. Let’s imagine ourselves as a fabric with such an intense and complex pattern that its appearances fluctuate as we move around. The fabric is capable of producing all kinds of gestures, creatures and figures. Our fabric is a make-shifter with countless possibilities and mirrors the way we are seen and see ourselves in the multitude of roles that the part-time worker (artist) has. Similarly to seeing an abstract silhouette in the dark. Each time you see it, it appears as something else compared to the night before. A fabric like that creates form and meaning as it moves and is watched. The forms in themselves formulating meaning after meaning after meaning. The inexhaustibility of the fabric’s surface as something not so different from the creativeness of shadow imagery or camouflage in itself. An inexhaustibility brought about by this game of hiding and revealing. I ́m talking about a flexible fabric that unfolds and generates meaning in a performative manner. In this way, and going from blending in, to cover can mean to become the other. The goal here is to obliterate fixated identities, which already shift around so much in our day to day experiences. With this fabric, we gain the aesthetic agency to shift and convert in to a multitude of objects by means of pattern, posture and movement.

LOIE FULLER: Research by Ola Maciejewska a performance report

The limits between the active agency of a performer and the agency of such a fabric are investigated in Ola Maciejewska’s project LOIE FULLER: Research. In a performance I was fortunate enough to witness in December 2017, Ola constantly re-defined a Dancing Dress using her performing body to give it new forms and representations. Two dresses, one black, the other a yellow-white one. Each one appears as a cloud of never-ending possibilities for representations. In describing the practice behind it, she writes that “It’s a physical practice stimulating the movement of matter receiving form, a movement that emerges as a result of the relationship between the human body and the object […] it focuses on facilitating forms that make that relationship visible. 3” What becomes visible only exists for a brief time, as a real-time metamorphosis is allowed to happen. The distinctions between performer and matter, form and movement start to erase. Ola’s practice is inspired by Loie Fuller, author of the Serpentine Dance, a choreographic piece which played with lightning effects and movement to create its spectacle. Fuller discovered that there was movement outside the body, this extension manifested itself in the Dancing Dress. To obliterate its true form even further, Ola makes use of the design to investigate its possible implications today. The motivation of the work is to shed light on to this in- betweenness, being between the body and the fabric and to overcome simple binary codes implemented in our way of perceiving. The distinctions between background/foreground, body/fabric, human/non-human casually blend with each other to create a more holistic relationship. The artist, being immersed in this piece of clothing, joins a new type of body which rejects conventional recognitions as something one. The real body here, is in something that the performer shares with the fabric, something that plunges in to our preconceived notions of a/b relationships and disrupts it. The pattern of binary thought breaks when we realize that a performer and an object have a more complex relationship. They might become the same, at least temporarily. Together they take on many shapes as the performance escalates and unfolds. The historic object (the dancing dress originally designed by Fuller) is recreated (more than a century later) and used as the generator of new meanings. This generates a longing to dwell in the in- between states of the mysterious relationship we can have with matter. Covering, in the way I perceive Ola’s work, not only refers to becoming other or enhancing an artist’s material relationship, but also has an agency in the way it pays a tribute to an existing art work. The Dancing Dress is not merely a small footnote in the work, but it is to continue the work. Appropriation is way to pay homage to, and seeing the possibilities that a work has today. A double rupture can happen when we trace the bigger history of a work like this. Ola presents a rupture for the now and the echos of a rupture that was created more than a century ago (when Fuller started performing with her Dancing Dress). The intention is to break the understanding of what it means to see things, and to experience them as constantly shifting in their identities and appearances. Of seeing them as they appear and disappear, making visible and blurring boundaries between objects and humans, assigning agencies to both of them.

Promotional image of Loïe Fuller: Research by Ola Maciejewska Photo credit: Martin Argyroglo.

My way

In music, a cover is a new performance of a previously released song by someone other than the original artist (Wikipedia definition). This means an artist appropriating an already existing song and delivering it with her own interpretation. This has to be done with utmost care and has layers of intentions; homages, tributes, alternative versions… What I see in the cover is a temporal rip in time, a way to seize something that exists and wrap it in the fabric of another type of music. But this fabric has some tear in it. Unlike the dancing fabric that helped describe the make-shifting dances and representational silhouettes caused by constant movements and patterns, this fabric is tubular. Tubular in the way we can see in to it, and through it. When artists weave this fabric of covering, there must be something they leave behind that references the original. Original here means the previous cover, or the song as performed by the previous artist. A cover is nothing without its revealing supplement. Revealing something about the past, or something about passions, interpretations. Any interpretation comes with layers of temporalities, voices, meanings, intentions, relevancies… Improvisation is possibly the only gate-way out of this binary between covering and revealing. Something of a freer sort, something that spins its own fabric, in real-time, in the making, in the moment.

Screenshot from a YouTube karaoke version of My Way by Frank Sinatra.

Let’s look at what happens when a song is covered. Listening is learning through sound. Learning in the way you get to know someone, of repeatedly listening and gaining an understanding that way. I like to believe that an obsession with a song is behind every cover. And that obsession turns in to an active sharing made possible with the making of a cover. A song increases its territorial domain with each sharing, made possible by all the performing bodies. The performers make choices on the way as to how much of the original is left in there. Karaoke can be a way of covering. When somebody is on the stage performing Frank Sinatra’s My way, the performer embodies an image of Sinatra for that brief time. And in that time, the territory of a song increases, even if it disappears again when another song is performed. This temporal embodiment and voicing involves a reference to the real thing inside a staged event. Their distinctions lose their relevance. T h e My way contamination reaches new territories as it is brought out of the music industry and enters the karaoke bar via a performing body. To sing karaoke is to temporarily bring a spirit in to the space and increase a songs territory by means of simply sharing a passion.

One last example of covering I can give is one from myself. When I was younger, I used to enjoy pretending to be other people. People I looked up to, rock stars, actors… I’d try to get similar clothes, haircuts, attitudes from images or knowledge that I had of these people beforehand and just go for it. Stand in front of a mirror, imitating, going out, imitating. Not as to think that I was literally them, not up to the point where I was introducing myself as them, but more as a curiosity who I could become. To see how I’d feel experiencing myself as him/her. I would remain me, but I realized I could switch between identities. The image of the teenager holding a hairdryer in front of a mirror comes to mind. An embodiment that actively performs a duality but includes only one audience. The self splits in two, the image is in the mirror, the self becomes the one who gazes there and adores what he sees. This way, the adorer is the adored. A one-person show, one-person audience. Being immersed in the other, temporarily, is an act of covering. And there is a subliminal level of fandom. Whatever the circumstance (be it singing in front of a mirror with a hairdryer, singing Frank Sinatra in a karaoke bar), it offers a meeting of two realities. Becoming the other and seeing oneself as the other, simultaneously. The uncanniness brought about with seeing yourself and experiencing yourself seeing as an other brings about a radical self-referentiality in perceiving 4. In this sense, covering is felt in its utmost immediacy.

Being tucked away in a private space where this embodiment, in all its intimacy is possible. I ́m talking about covering as a breaker of boundaries between self and other. About it giving a multi-perspectival agency to the self, in a practical, artistic way. Try it out, an example would be re-interpreting Robert DeNiro’s famous performance from Taxi Driver… “You talkin’ to me?”

Bergur Thomas Anderson


Featured image: Gerard Ortín, installation view. Photo credit © Fundació Joan Miró, Barcelona.
Foto: Pere Pratdesaba.

  1. http://www.mascontext.com/issues/22-surveillance-summer-14/abbott-h-thayers-vanishing-ducks-surveillance-art-and-camouflage/
  2.  https://www.smithsonianmag.com/arts-culture/a-painter-of-angels-became-the-father-of-camouflage-67218866/
  3. https://olamaciejewska.carbonmade.com/projects/5685373 
  4. Brian Massumi, The thinking-feeling of what happens: A semblance of a conversation page 6

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest