English text below

Listasafnið á Akureyri /Akureyri Art Museum, 19. mars – 29. maí

Fólk / People

Ég leit við í Listasafninu á Akureyri á dögunum og hitti Hlyn Hallsson safnstjóra og sýningarstjóra yfirstandandi sýningar Fólk/People. Hann leiddi mig inn hugsunina á bak við sýninguna, í hugarheim þeirra listamanna sem þar sýna og dýpkaði skilning minn á verkum þeirra. Meðfylgandi myndband er einskonar skráning á þessari heimsókn og er unnið sérstaklega fyrir artzine. 

Sýningarstjóri/Curator: Hlynur Hallsson

Listamenn/Artists:

  • Barbara Probst
  • Hallgerður Hallgrímsdóttir
  • Hrafnkell Sigurðsson
  • Hrefna Harðardóttir
  • Hörður Geirsson
  • Ine Lamers
  • Wolfgang Tillmans

Sýningunni lýkur þann 29. maí 2016.

Bestu þakkir fyrir áhugaverða sýningu.

Arna G. Valsdóttir


 

Í sýningarskrá segir:

Hvernig birtumst við á myndum? Hvaða mynd fær fólk af okkur? Hver erum við? Sýningin Fólk / People segir áhorfandanum sögur af fólki og gefur innsýn í verk sjö listamanna sem allir vinna með ljósmyndir á ólíkan hátt. Á dögum sjálfsmyndanna (e. selfie) hafa portrettmyndir öðlast nýja merkingu og hér gefur að líta fólk í ólíkum aðstæðum séð með augum ólíkra listamanna í gegnum linsur fjölbreyttra myndavéla.

Listamennirnir sjö eiga það sameiginlegt að vinna með ljósmyndir þó að viðfangsefnið „fólk“ sé ef til vill ekki það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við skoðum sum verka þeirra. Barbara Probst (f. 1964) tekur myndir af aðstæðum á nákvæmlega sama sekúndubroti. Smáatriði og heildarmynd gefur áhorfandanum heillandi yfirsýn í aðstæður á götuhorni Manhattan. Hallgerður Hallgrímsdóttir (f. 1984) myndar ungt fólk í dagrenningu á björtum sumarmorgnum í Reykjavík. Ungt fólk sem ef til vill er að ljúka deginum eða að hefja nýjan. Í verkum Hrafnkels Sigurðssonar (f. 1963) skynjum við nærveru fólks án þess að sjá það. Blautir sjóstakkar í skærum litum gefa til kynna erfiðisvinnu við misjöfn skilyrði. Í myndum Hrefnu Harðardóttur (f. 1954) má sjá athafnakonur á sínum eftirlætisstað. Konur sem eiga margt sameiginlegt en hafa þó ólíkan bakgrunn bæði bókstaflega og huglægt. Hörður Geirsson(f. 1960) notar votplötutækni frá lokum 19. aldar til að taka myndir af fólki á miðaldardögum á Gásum við Eyjafjörð og skapar þannig stemningu liðins tíma. Ine Lamers (f. 1954) myndar konu í kvikmyndaveri og fjallar um mörkin á milli veruleika og kvikmyndar. Wolfgang Tillmans (f. 1968) tekur myndir af fólki eða líkamshlutum í neðanjarðalestum í London. Fólk sem er á ferðinni á annatíma og tekur jafnvel ekki eftir því að það sé ljósmyndað.

A text from the catalog:

How do we appear in photos? How do others picture us? Who are we? The exhibition Fólk / People tells stories of people and gives insights into the work of seven artists who all take photographs, though each one in a different way. In this era of selfies, portraits have acquired a new meaning. In this exhibition one can see people in various situations, seen through the eyes of different artists and a diversity of camera lenses.

The seven artists all have the common trait of working with photographs even though the subject matter of „people“ may not be the first thing that comes to mind when examining their work. Barbara Probst (born 1964) takes photos of situations at the exact same split second. Details and the overall picture gives the viewer a fascinating perspective from a street corner in Manhattan. Hallgerður Hallgrímsdóttir (born 1984) photographs young people at the brake of dawn on a bright summer morning in Reykjavík. Young people who are perhaps finishing their day or beginning a new one. In Hrafnkell Sigurðsson’s (born 1963) work we sense the presence of people in their absence. Wet fishermen’s work-clothes in bright colors suggest hard work in varied conditions. Hrefna Harðardóttir (born 1954) photographs vibrant women in their favorite places. Women who have a lot in common although with different backgrounds both literally and subjectively. Hörður Geirsson (born 1960) uses wet plate collodion process, a technique used in the later part of the 19th century, to photograph people at the Medieval Festival in Gásir, Eyjafjörður and thereby captures the ambiance of times gone by. Ine Lamers (born 1954) photographs a woman in a film studio; examining the borders between reality and film. Wolfgang Tillmans (born 1968) photographs people or parts of people on the London subway. People travelling during rush hour, not even noticing that they are being photographed.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This