Holning

by | mar 10, 2016 | 0 comments

Holning er titill á sýningu eftir Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttur. Hluti verkanna eru unninn beint á veggi rýmisins með náttúrulegri vörpun, teikningu, taktfastri hreyfingu og hjúpun. Auk þess verða á sýningunni teikningar af feitu fólki og málmskúlptúrar sem faðma burðarveggi ókunnugra húsa. Saman mynda verkin heild sem hvílir í kjöltu Týsgallerís.

Á brúnni runnu saman stálklæddir turnar, grár himinn og reykbólstrar. Turnarnir þrír voru ferningslaga eins og selenít kristallar, himininn var grár og kaldur eins og loftið næst mér og brúarhengið var fölgult.

Brúin hallaði dálítð útavið og það var hált. Ég var hrædd um að renna út í ána eða á brúarhengið sem var úr pottjárni undir þykkri fölgulri málningunni, fá blæðandi gat á höfuðið.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest