Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar

Mósaík er eins konar hugleiðing um hinar síbreytilegu víddir mannsins. Á sýningunni í Tveimur hröfnum verður einnig sjálfsmynd eftir Þórarinn Inga Jónsson myndlistarmann, son Steinunnar, en hann er fyrirmynd verka hennar.

Steinunn Þórarinsdóttir hefur verið starfandi myndlistarmaður í hátt í 40 ár. Hún hefur unnið að fígúratífum skúlptúr frá byrjun ferils sins sem markaði verkum hennar strax ákveðna sérstöðu í íslenskum myndlistarheimi. Fígúrur hennar eru kynlaus tákn mennskunnar. Þær innihalda lífrænan sprengikraft í áferð og formun. Verk Steinunnar hafa frá upphafi tengst íslenskri náttúru sterkum böndum. Samtal mannsins við náttúruna, umhverfi sitt og samfélagið er leiðarstef í list hennar.

Steinunn hefur á löngum ferli hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, meðal annars sæmdi forseti Íslands hana riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2009 fyrir framlag sitt til íslenskrar og alþjóðlegrar myndlistar. Steinunn hefur haldið fjölmargar einkasýningar víða um heim auk þátttöku í fjölda samsýninga og listamessa. Verk hennar er að finna í einka- og opinberum söfnum víða um heim.

Á opnuninni þann 21. maí kl. 17:15 fremur Anna Richardsdóttir hreingjörning á verki Steinunnar sem stendur fyrir framan galleríið.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This