Artist Run: Af listamannareknum rýmum og heldrunarferli

Artist Run: Af listamannareknum rýmum og heldrunarferli

Artist Run: Af listamannareknum rýmum og heldrunarferli

Reykjavík hefur orðið fyrir miklum breytingum síðastliðinn áratug. Litskrúðug bárujárnshús hafa verið látin víkja fyrir nútímalegri byggingum, veitingastöðum og hótelum fyrir ferðamennina sem heimsækja borgina. Þeim fylgir fé og því er ferðamannaiðnaðurinn orðinn ein stærsta tekjulind landsins. Ýmsir hafa blygðunarlaust nýtt sér þessa þróun og því er miðbær Reykjavíkur eins og hann er í dag; íbúar, verslanir og fyrirtæki hafa jafnvel neyðst til að flytja sig um set, m.a. vegna hárrar leigu.

Í erlendum borgum þar sem sambærilegar breytingar hafa átt sér stað, eru listamenn oftast í hópi þeirra fyrstu sem verða fyrir barðinu af ruðningsáhrifum af þessu tagi. Hugtakið sem notað er yfir þessi áhrif er Heldrunarferli (e. gentrification). Þetta tiltekna ferli er eitt af meginumfjöllunarefnum stuttrar heimildarmyndar sem kom út á þessu ári og ber heitið Artist Run. Að baki myndarinnar stendur hópur sem kallar sig Lost Shoe Collective. Hópinn skipa níu einstaklingar með ólíkan bakgrunn. Sumir þeirra eru búsettir í Reykjavík og aðrir í Berlín. Þau eru: Beth Cherryman, Fatou Ndure Baboudóttir, Freyja Eilíf, Jeremias Caro Roman, Marta Sveinbjörnsdóttir, Pablo Gonzalez, Ragnar Ingi Magnússon, Sólveig Johnsen og Valentina Pachón.

Heimildarmyndin Artist run í heild sinni.

Í myndinni eru sambærilegir og ólíkir fletir á umhverfi upprennandi listamanna sem starfa annars vegar í miðbæ Reykjavíkur og hins vegar Neukölln-hverfinu í  Berlín skoðaðir, en Neukölln-hverfið er þekkt listamannahverfi þar sem margir íslenskir myndlistamenn hafa búið og starfað. Sérstök áhersla er lögð á starfsemi sjálfstæðra, listamannarekinna rýma og hvernig listamennirnir sem reka þau takast á við heldrunarferlið. Hugtakið sjálft er krufið til mergjar; skoðað er hvaða áhrif það hefur á samfélagið, hvernig listamennirnir sjálfir geta verið ómissandi hluti af framvindu þess og hvers vegna það á sér stað yfir höfuð. Þar sem sumir sjá framför sjá aðrir gríðarlegan missi.

Að reka sjálfstætt, listamannarekið rými á svæðum þar sem heldrunarferli á sér stað getur verið erfitt. Til að mynda eru listamannarekin rými sem blómstruðu eitt sinn um gjörvallan miðbæ Reykjavíkur nánast horfin.

Artist Run dregur fram mikilvægi þessarar umræðu. Hún undirstrikar þörf listamannsins fyrir persónulegt rými, upplýsir áhorfendur um stöðu listafólks í samfélaginu auk þess sem hún hvetur listamenn til að sýna þrautseigju og gefast ekki upp þegar heldrunarferli á sér stað. Þótt myndin sé stutt kemur hún skilaboðunum vel til skila.

Heimildarmyndin hefur verið sýnd bæði í Reykjavík og Berlín samhliða myndlistarsýningu þar sem nokkrir listamenn sem komu fram í myndinni, auk annara listamanna, hafa sýnt verk sín. Nú ert hægt að nálgast myndina í heild sinni á internetinu og hvetjum við lesendur eindregið til þess að kynna sér hana.

Sólveig Eir Stewart


Aðalmynd með grein: Birt með leyfi Lost Shoe Collective. 

Frekari upplýsingar um Lost Shoe Collective og Artist Run: http://artist-run.com/

Kæra framtíð

Kæra framtíð

Kæra framtíð

Guðrún Vera Hjartardóttir var með sýninguna „Kæra framtíð“ í SÍM salnum frá 5.-20. júlí. Útsendari artzine leit við og fékk að heyra hvað listakonni lá á hjarta. Guðrún Vera hefur verið starfandi í myndlist frá útskrift úr Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1991 og AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Hollandi árið 1994. Guðrún Vera hefur þróað á þessum tíma sérstakt samfélag vera sem hafa sterkan karakter en eru þó ofur viðkvæmar, oftast naktar og sýnast vera hlaðnar sterkum tilfinningum. Guðrún vera notar ýmsa miðla sem henta hugmyndinni hverju sinni og eru verk hennar gjarnan settar fram í formi innsetninga. Sýningin í SÍM salnum er innsetning sem byggir á skúlptúrum en líka leik með vatnsliti. Vídeóverkið  er einnig hljóðverk sem er afgerandi þáttur í heildarupplifuninni.

Guðrún Vera við innsetningu sína í SÍM salnum.

Í videoverkinu töluði persónur með grímur í belg og biðu um hluti sem þær voru í uppnámi yfir, eins og mengun sjávar og annað sem truflaði huga þeirra og mynduðu kakófónískt hljóðverk.

Önnur af tveimur leirpersónum sýningarinna horfir upp, kannski hrædd, kannski forvitin.

Skúlptúrinn sem gerður var eftir teikningunni sem var kveikjan að sýningunni.


Vera horfir upp á við.

Gríma.

Helga Óskarsdóttir


Ljósmyndir og upptaka: Helga Óskarsdóttir

Curating The presence at Wind and weather window gallery

Curating The presence at Wind and weather window gallery

Curating The presence at Wind and weather window gallery

In the dark days of the New Year, January and February 2017, Wind and Weather Window Gallery presents The Presence, an artist performance series in three parts featuring the Oracle, the Consultant, and the Masseuse. Each role will be representative of different aspects of presence. Varying formats will mediate the scene, which will be recorded and live-streamed at artzine.is, as well as projected at different times throughout the series from the artzine website, Hverfisgallerí in Reykjavík, the Queens Collective, a community art center in the Medina of Marrakech, Morocco, and at Tranzit, a comtemporary art network in Lași, Romania. The window will act as a portal to elsewhere, just as video spans dimensions, present yet infinitely distant. 

The series will begin with the Madame Lilith, the oracle and deer messenger, passing from this world to another through the medium of video in the body of Ásdís Sif Gunnarsdóttir. The Oracle brings information about infinite presence with the help of tools to carry the information. When the Oracle is not present in body, she will be present through video. In Ásdís’ previous incarnations of performance she has used video to explore perception and the projection of the poetic imagination onto objective representations. In collaboration with artist, Kathy Clark, the Oracle arrives in this dimension by way of set and setting. Through infinite presence, we see how different layers of mediation are played out in reality.

Vedur og Vindur / Wind and Weather Window Gallery, Hverfisgata 37

The Consultant, embodied by Ásta Fanney Sigurðardóttir, will provide services through her window office in the bureau of internal affairs. The office will work as a structure through which the intangible world can reach the mundane. It is through structures such as offices that the officiality of transactions goes unquestioned. Therefore, it is the chosen infiltration setting for the Consultant to serve her role as detective of the poetic imagination. An omnipresence who sees and knows all, she explores the contexts of situations client by client.

In the month of February, Katrin Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir will present The Friction of Art through the intimate service of the foot massage. Katrin explores the friction between the viewer and the performer through this intimate exchange of giving and receiving. She aims to relay the sincerity with which art is working in service to society. Art can be as intimate and sincere as a foot massage, although she shows us blatantly how so. The foot massage is a metaphor for what artists do on other levels, carrying on the knowledge of teaching intimate presence.

(See full Schedule below)

Kathy Clark, curator of Wind and Weather Window Gallery.

Kathy Clark, curator of Wind and Weather Window Gallery and collaborator in The Presence, has been holding exhibitions for the past three years at Hverfisgata 37. Kathy works in sculptural installations and found objects in her studio beyond the window gallery. The exhibition space incorporates a quotidian atmosphere in which everyone is part as passersby can experience the exhibition from the street.  I spoke with Kathy while work on The Presence was underway to find out more.

Do you feel that the studio makes an impact on how things are composed in the gallery, and/or vice versa?

They are quite separate.  It was in the beginning just me showing my work and then I started going to openings and meeting people. Later, I started asking people if they were interested in showing in my window gallery and everyone was really excited at the idea. Because people are walking and driving by, the idea is that it is art for everybody. Not everybody walks into an art gallery as it is more closed and can be only people who are interested in art go. It’s very much a DIY venture, which people are very responsive to here in Reykjavik.

As a non-commercial gallery, everything operates on an exchange of ideas with the artists exhibiting. Wind and Weather Window Gallery and its publicness allow a curious interplay as one usually finds this type of window full of commercial advertisements or products for sale. When that is replaced by a display whose agenda it is up to the viewer to decide, many things can happen.

Each exhibition runs for two months, quite some time in the space of a year. All of the wider socio-political events taking place in that time frame seem to become part of the public dialogue as the window gallery is part of public life. The everyday holds this presence that is at once everywhere and nowhere. There is also the idea that the everyday can be more confrontational to things in the wider world, especially outside of the art world, and in a way that art institutions cannot address as potently. There is a democracy to the everydayness as it is in the day-to-day where encounters happen that invoke real change.

Do you see that being a non-commercial gallery affects what the artists choose to exhibit?

True art to me comes from the person. What do they want to share with the world and what do they want to express? If that becomes a trend, that’s great, but more importantly is just that the artist expresses what the artist needs to say. What does it mean to them? I think it is becoming more and more a minor point in the discussion. I know artists go to school and become affected by their peers and teachers. But all of the factors leading up to where you make the decisions you make is very important. Where along the line have those decisions come from? Basically it is a question of choice for the person. Of the whole realm of that person what does that decision mean for you? I try to draw that out of the artists exhibiting when we have dialogues.

Since 2013, Wind and Weather Window Gallery has shown a variety of artists, both local and from abroad. In 2013, the gallery featured work by Kathy Clark, Steinunn Harðardóttir, Rebecca Erin Moran, and Claudia Hausfeld. In 2014, Auður Ómarsdóttir, Dóra Hrund Gísladóttir, Sigga Björg Sigurðardóttir, Ragnheiður Káradóttir, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, and Ásta Fanney Sigurðardóttir. In 2015, Ólöf Helga Helgadóttir, Myrra Leifsdóttir, Ragnhildur Jóhanns, Serge Comte, Ámundi, and Amy Tavern. In 2016, Haraldur Jónsson, Christopher Hickey, Halldór Ragnarsson, Linn Björklund, Úlfur Karlsson, and Anne Rombach exhibited. The space has experienced performance, video, installation, and many hybrids. From 2015-2016, Kathy also had a space on Laugavegur called Better Weather Window Gallery which featured exhibits by Halla Birgisdóttir, Johannes Tasilo Walter & Rebecca Erin Moran, Steingrímur Eyfjörð, Guðrún Heiður Ísaksdóttir, David Subhi, Sigurður Ámundson, Lukka Sigurðardóttir, Leifur Ýmir Eyjólfsson, Nikulás Stefán Nikulásson, Claudia Hausfeld, Freyja Eilíf Logadóttir, and Snorri Ásmundsson.

Do you feel like a curator in any sense?

We do talk about their ideas and when they come to me. I do have to agree to it because sometimes an artist may have an idea that I don’t think would work in terms of lighting or space. More often than not I am open to their ideas. I’m also here to give advice and support and bounce off ideas and ask questions. I’m interested in finding out what are they trying to say with their work. You have this whole space so I want the artist to consider the whole space. It’s this exchange that has been so potent. It has nothing to do with commercializing. I pay for the sign and I give my time. The only thing I ask for is an art piece in exchange. So it is an exchange of energy from one artist to another.

Although Kathy does not describe herself as a curator of Wind and Weather Window Gallery, her role brought to mind older contexts of the term ‘curator.’ Looking at the etymology of the term ‘curator’ we see it comes from the Latin cura, which means ‘to cure.’ In the middles ages the term was linked to the two curious positions of both the parish priest who was the ‘curate of souls’ and a more bureaucratic keeper of books and public records. In some ways the modern curator is still a curious mix of these two roles, procuring a kind of aesthetic cure for society. In Kathy’s case, the exchange of time and space with local artists does as much for the public.

 Erin Honeycutt

 The Masseuse

February 3rd.

February 8th.

 The Consultant

January 23rd.

January 25th.

 The Oracle

January 14th.

January 20th.

January 8th.

January 7th.

The Oracle: Ásdís Sif Gunnarsdóttir      7. janúar – 20. janúar 2017

The Consultant: Ásta Fanney Sigurðarsdóttir      23. janúar – 28. janúar 2017

The Masseuse: Katrín Inga Jonsdóttir Hjördísardóttir     1. febrúar – 26. febrúar 2017


Below is a detailed schedule with information about appointments and screenings:

The Oracle: Ásdís Sif Gunnarsdóttir & Kathy Clark     6. janúar – 20. janúar 2017

Appointments by email at asdissifgunnarsdottir@gmail.com or windandweather.is/contact/
The Oracle is live and present in the window gallery on the following dates:
January 7th, 8th, 14th, 15th and 20th at these times:

 • 17:15 
 • 17:30  
 • 17:50 
 • 18:15 

Walk-in-sessions:

18:30pm  and 18:50

On Friday, January 20th is the closing performance, a farewell session open to everyone from 17 – 19.

One may make an appointment on these days or special appointments can also be made upon request.


The Consultant: Ásta Fanney Siguðarsdóttir      23. janúar – 28. janúar 2017

Appointments by email at astafanney@gmail.com or  www.windandweather.is/contact/

The Consultant is live and present in the window gallery as follows:

Appointments begin January 23rd – January 28th at 12:01 pm

One may make an appointment on these days at 12:01 pm

Special appointments can also be made upon request.

On Saturday, January 28th is the closing event open to everyone from  17 – 19. 


The Masseuse: Katrín Inga Jonsdóttir Hjördísardóttir    3. febrúar – 26. febrúar 2017

 Appointments by email at artstudiodottir@gmail.com or www.windandweather.is/contact/ 

The Masseuse is live and present in the window gallery as follows:

Saturday,  February 4th is an opening performance from 17 – 19. All are welcome to attend.

Saturday,  February 4th from 17 – 19 with appointments available at the following times:

 • 17:15 pm
 • 17 :40 pm 
 • 18:20 pm
 • 18:45 pm

 Walk-in-session:

 • 18:45pm  

February 3rd, 4th, 10th, 11th, 17th, 18th, 24th , 25th ; from  16:30 – 19.

Walk-in-Sessions:

 • 16:20
 • 16:40

Appointments:

 •  17:00 
 •  17:20 
 •  17:40
 •  18:45

Walk-ins are also accepted. 


Appointment email: asdissifgunnarsdottir@gmail.com or windandweather.is

More about Wind and Weather Window Gallery.

„THE WORLD IS AN ENIGMA“ Pierre Coulibeuf í Verksmiðjunni á Hjalteyri

„THE WORLD IS AN ENIGMA“ Pierre Coulibeuf í Verksmiðjunni á Hjalteyri

„THE WORLD IS AN ENIGMA“ Pierre Coulibeuf í Verksmiðjunni á Hjalteyri

C’est une expérimentation. C’est la confrontation de l’image fixe et de l’image en mouvement, la photographie et le cinéma. Le problème pour moi est toujours le même : il est dans cette idée du passage – passage d’une discipline à une autre, d’un protocole à un autre, d’une vision à une autre… Quel était le projet ? Reconstruire, au moyen d’une fiction cinématographique, la chaîne d’images mentales qui fait surgir les images du photographe. 

This is experimentation, the confrontation of the fixed image with the image in motion, the photograph and cinema. For me, the problem is always the same: it is in this idea of passage—going from one discipline to another, from one protocol to another, from one vision to another… What was the project? Reconstructing, by means of a film fiction, the chain of mental images triggered by the photographer’s images. 

Pierre Coulibeuf

Laugardaginn 16 júlí opnaði franski myndlistar og kvikmyndagerðarmaðurinn Pierre Coulibeuf sýninguna „THE WORLD IS AN ENIGMA“ Artwork: interpretation: possible universe. Sýningin samanstendur  af  4 vídeóinnsetningum: „Somewhere in between“ (2004/2006) Tilraunakennd mannlýsing. Í verkinu er rannsóknum danshöfundarins Meg Stuart snúið yfir í skáldskap. Titli þess er ætlað vekja upp tilfinningu tómleika; „The Warriors of Beauty“ (2002/2006) sækir í leikhúsheim Jan Fabre. Völundarhúslaga með mörgum inngöngum, þar sem að ótrúleg Ariadne í brúðarkjól („the demon of passage“ ?) leiðir og afvegaleiðir áhorfandann um framandi heim sem að einkennist af hamskiptum, stríðandi hvötum, tvöföldunum, skrumskælingu, trúarathöfnum og fjarstæðum; „A Magnetic Space“ (2008) innblásin af veröld kanadíska danshöfundarins Benoît Lachambre’s, verkið fer inn á svið hins yfirnáttúrulega. Samspil margvíslegra krafta tengir persónurnar við elementin – loft, vatn, plöntur og steina – sem leiðir til undarlegra en eðlislægra líkamshreyfinga. Þessar persónur ferðast um segulmagnað rými þar sem að líkamstjáning tekur við af tungumálinu; „Le Démon du passage“ (1995/2006). Myndin er innblásin af heimi franska listamannsins og ljósmyndarans Jean-Luc Moulène. Er þetta lögreglu ráðgáta eða annars leikur ástarinnar ?… Eitthvað er um það bil að verða til á yfirborði óreiðunnar, til samræmis ókunnuglegri og torskilinni þraut sem erfiðar í áttina að lausn… ýjar að Hugmynd… teiknar upp Fígúru… Röð undarlegra tákna samtengjast í andrúmslofti (falskrar) fjársjóðsleitar… Einhverskonar myndletur birtist hingað og þangað, tengist óvænt og dregur upp Fígúrur á hreyfingu…Hefðbundnar fagurlista kategoríur (andlitsmynd, landslag, nekt, kyrralíf) með hverju Jean-Luc Moulène vanalegast hugsar upp myndir sínar, eru túlkaðar að nýju í kvikmyndinni. Á opnun var kvikmyndin „Crossover“ (2009) með Ernu Ómarsdóttur og PONI sýnd sérstaklega og er fimmta verkið á sýningunni.

Kvikmyndaverkið – sem líking – er handahófskennd umritun á innri sýn. Eins og birtingarmynd hugsunar, afurð hverfulla krafta. Í skapandi sýn er brotum raunveruleikans raðað saman. Heimurinn er lygi. Kvikmyndaverkið býr til heim. Heimurinn sem að kvikmyndaverkið kallar fram er ekki uppfærsla á raunveruleikanum heldur endurvarp hans.

Raunveruleikinn er ekki lengur eitthvað auðþekkjanlegt, hughreystandi. Þvert á móti. Í gegnum þessi verk miðar sýningin að því að benda á hversu tengsl manneskjunnar við heiminn geta verið torráðin, og heimurinn sjálfur óviss, dularfullur og erfiður að henda reiður á. Kvikmyndaverkið, langt frá því að þykjast gefa heiminum merkingu, getur eingöngu bergmálað undarlegan kunnugleika.

Sérhvert verk  á þessari sýningu reynir að líkja eftir þankagangi, hvöt eða viðhorfi, umhugsun og umorðun, tilfinningu eða uppnámi; með öðrum orðum, líkja eftir ( miðla ) ósýnilegum geðshræringum. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-17. Sýningin stendur til og með 1 ágúst


Frekari upplýsingar veita:

Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450.

Ari Allansson ariallansson@gmail.com

Pierre Coulibeuf sýnir í Verksmiðjunni á Hjalteyri

„THE WORLD IS AN ENIGMA“ Artwork: interpretation: possible universe

Verksmiðjan á Hjalteyri,  16.07 – 01.08.2016/ Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri

Opið alla daga kl. 14:00 – 17:00.

http://verksmidjanhjalteyri.com/

Magnaður gjörningur Katrínar Ingu Hjördísardóttur

Magnaður gjörningur Katrínar Ingu Hjördísardóttur

Magnaður gjörningur Katrínar Ingu Hjördísardóttur

Mengi á mánudagskvöldi. Tilefnið eru gjörningar. Listakonan Katrín Inga Hjördísardóttir er síðust á svið til að fremja gjörninginn HÖFNUN – Ofar mannlegum hvötum í samstarfi við Futuregrapher. Hljómflutningsgræjum hefur verið komið fyrir á eikarskenk aftast í hvítu sýningarrýminu. Fyrir miðju gólfsins stendur lítið trampólín og búið er að raða tólf eggjum á blátt efnið í miðju þess. Tveir hljóðnemar standa sitthvoru megin við trampólínið og tveir stórir svartir hátalarar standa í sínu hvoru horninu fyrir aftan. Katrín Inga gengur í salinn með lítinn rafmagnsgítar, gulan að lit. Hún er klædd í bláan hlýrabol og svartar blúndunærbuxur og fyrir andliti hennar er hvít gríma. Hún byrjar að hoppa á trampólíninu og þenur gítarinn. Eggin taka að brotna eitt af öðru og innihald þeirra rennur í gegnum bláan dúkinn undir fótum Katrínar og niður á gólfið. Futuregrapher stjórnar græjunum á skenknum í bakrunni, klæddur appelsínugulum regnstakk. Katrín Inga heldur áfram að hoppa og fer með frumsaminn texta sem hljóðnemarnir nema sitthvoru megin við hana. Sýnin er eins og málverk, þar sem listamaðurinn hefur hugsað út í myndbyggingu og litaval, nema hvað að málverkið er á hreyfingu.

Í texta Katrínar Ingu segir: „Þú veist alveg hvernig mér líður – ég hef alveg tekið nógu mörg dramaköst þar sem þráhyggjan mín hefur leikið aðalhlutverkið – ég er bara að fókusa á sjálfsaga – er með tilfinningarnar mínar í einskonar ritskoðun – en ég sakna tíma okkar saman – það virkar ekki að þröngva nærveru manns inn í mengi – inn í mengi þar sem nærverunni er ekki óskað – en ég veit ekki hvernig þér líður.“[1]

Gjörningar eru lifandi atburður eða uppákoma sem á sér stað í rauntíma, þar sem listamaður eða listamenn koma fram í eigin persónu fyrir framan áhorfendur.[2] Gjörningurinn er milliliðalaus túlkunarmiðill sem þarfnast aðeins viðveru listamannsins og áhorfenda. Hann býður upp á mismunandi tjáningaraðferðir og áhorfandinn er í beinu sambandi við listamanninn á meðan á gjörningi stendur.[3] Áhorfandinn verður þar af leiðandi hluti af gjörningnum og upplifir hann á lifandi hátt, ekki ósvipað sviðslistum. Gjörningalistamaðurinn, sem er allt í senn rithöfundur, framleiðandi, leikstjóri og leikari, er þó fyrst og fremst myndlistarmaður sem hefur litla eða enga reynslu af leiklist.[4] Í gjörningum ríkir frelsi til athafna, miðillinn er aðgengilegur áhorfendum og því hentugur til að koma persónulegum og/eða pólitískum hugmyndum til skila.

Halldór Björn Runólfsson listfræðingur hefur eftir Magnúsi Pálsyni í upphafi bókarinnar Icelandic Art Today að gjörningar séu „the craziest of all artistic activity“.[5] Jaðarform voru þeir vissulega og geta að sjálfsögðu verið brjálæðir og vissulega brjálæðislegastir af öllum listrænum athöfnum. Gjörningar eru þó einn angi margbreytileika myndlista og gjörningurinn á rætur að rekja allt aftur til þess að fútúturistar notuðu líkamstjáninguna til að koma hugmyndum sínum á framfæri í byrjun 20. aldar.[6] Hugmyndafræði Dadahreyfingarinnar í byrjun aldarinnar og síðar Fluxus og hugmyndalista upp úr 1960 áttu sinn þátt í að þróa gjörningalistformið. Hugmyndalistin kveikti á sinn hátt í gjörningnum en inntak hugmyndalista er sú að hugmyndin er æðri listaverkinu sjálfu.[7] Gjörningar urðu á því tímabili eins konar leikin aðgerð á þeim hugmyndum. Gjörningarnir gáfu hugmyndinni líf og gerðu hana raunverulega.[8] Gjörningar urðu þó fyrst til sem sjálfstætt myndlistarform í eiginlegri merkingu orðsins á áttunda áratug síðastu aldar.[9]

Gjörningur Katrínar Ingu er dramatískur og afar persónulegur eins og oft á við um gjörninga kvenna. Af textanum má álykta að Katrín sé að takast á við eigin tilfinningar eftir sambandsslit. Hún leggur þær á borð fyrir almenning og berskjaldar sig. Það er aðdáunarvert og meira en margur gæti hugsað sér. Þrautsegja hefur einkennt Katrínu Ingu og verk hennar í gegnum árin. Hún heldur ótrauð áfram og er óhrædd við að reyna á þolmörk listarinnar sem og sín eigin mörk, líkamleg og andleg. Gjörningurinn HÖFNUN – Ofar mannlegum hvötum er líkamlega og andlega erfiður. Tónarnir í gítarnum eru í takt við endurtekið hopp listakonunnar. Gjörningurinn dregst á langinn og síðustu metrarnir eru teygðir eins og oft á við um sambönd sem komin eru á endastöð. Að endingu snýr hún baki í áhorfendur og slær einn og einn tón en er hætt að tala. Þögnin, hoppið og einstaka tónn er það sem stendur eftir. Katrín nær með einlægni sinni og hæfileikum að fanga áhorfandann í frábærum og mögnuðum gjörningi.

Katrín Inga Hjördísardóttir útskrifaðist af myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2008. Árið 2012 útskrifaðist hún með BA próf í listfræði og listasögu frá Háskóla Íslands. Því næst hélt hún til New York og lagði stund á meistaranám í myndlist við School of Visual Arts og útskrifðist þaðan með MFA árið 2014.[10] Katrín Inga hefur verið iðin við sýningarhald síðan hún útskrifaðist úr LHÍ. Hún áttaði sig á því hvað gjörningaformið er öflugt myndlistarform þegar hún stundaði nám í Listaháskóla Íslands og hefur verið iðin við að fremja gjörninga síðan ásamt því að vinna í aðra miðla.

Gjörningurinn HÖFNUN – Ofar mannlegum hvötum var fluttur í tónlistarhúsinu Mengi þann 7. mars 2016.

Ástríður Magnúsdóttir

Listfræðingur og myndlistarmaður

[1] Katrín Inga Hjördísardóttir. Gjörningur í Mengi. 7. mars 2016.

[2] Michael Bird, 100 Ideas that changed Art, 183.

[3] Harpa Þórdsóttir, „Gjörningar, tímatengd verk og myndbandalist“, 147.

[4] Withers, „Feminist Performance Art: Performing, Discovering, Transforming Ourselves“, 158.

[5] Magnús Pálsson í Icelandic Art Today, 21.

[6] Goldberg, Performance Art: From Futurism to the Present, 11-13.

[7] Sama, 7-8.

[8] Harpa Þórdsóttir, „Gjörningar, tímatengd verk og myndbandalist“, 145.

[9] Goldberg, Performance Art: From Futurism to the Present, 7.

[10] Heimasíða Katrínar Ingu Hjördísardóttur, sótt 21. maí 2016, http://dottir.info

Heimildir:

Bird, Michael. 100 Ideas that changed Art, London, Laurence King Pubishing, 2012.

Goldberg, Rosalee. Performance Art: From Futurism to the Present, London: Thames  and Hudson, 2011.

Harpa Þórsdóttir. „Gjörningar, tímatengd verk og myndbandalist“, Íslensk Listasaga:  frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar, V bindi: Nýtt málverk,  gjörningar og innsetningar, 143-213, Reykjavík: Forlagið og Listasafn  Íslands, 2011.

Katrín Inga Hjördísardóttir. Gjörningur í Mengi. 7. mars 2016.

Katrín Inga Hjördísardóttir. Heimasíða. http://dottir.info Sótt 21. maí 2016.

Withers, Josephine. „Feminist Performance Art: Performing, Discovering, Transforming Ourselves“, The Power of Feminist Art, Norma Broude og Mary  D. Garrard ritstj., 158-173, New York: Harry N. Abrams, 1994.

Halldór Björn Runólfsson. „Times of Continuous Transition: Icelandic Art from the  1960s to Today“, Icelandic Art Today, Christian Schoen og Halldór Björn Runólfsson ritstj., 10-27, Ostfildern: Hatje Cantz, 2009.

Gjörninghátíð á Sigló

Gjörninghátíð á Sigló

Gjörninghátíð á Sigló

Föstudagurinn langi
25. 
mars 2016
Alþýðuhúsið á Siglufirði
Gjörningadagskrá
Sýningaropnun

Gjörninga fluttu:
Magnús Pálsson
Freyja Reynisdóttir og Brák Jónsdóttir
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

Sýningaropnun:
Hulda Vilhjálmsdóttir

Þriðja árið í röð bauð Aðalheiður S. Eysteinsdóttir upp á gjörningadagskrá á föstudaginn langa í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Húsfyllir hefur verið öll árin og gaman að sjá þá fjölbreyttu flóru gesta sem sótt hafa hátíðina heim. Ég greip með mér tökuvélina og setti saman stutta heimildarmynd um viðburðinn í ár; einskonar vitnisburð um gefandi samveru og upplifun á einstökum stað.

Um listamenninga og verk þeirra

Magnús Pálsson flutti nýjan gjörning sem hann vann sérstaklega fyrir tilefnið. Verkið vann hann út frá lyklaborði ritvélarinnar og sló 6 manna teymi inn hjartsláttinn í verkinu. Aðrir flytjendur rödduðu hver sitt mynstur á lyklaborðinu með ákveðnu millibili. Niðurinn fyllti loftið og stigmagnaðist og í lokin fóru flytjendur út á meðal gesta sem einn af öðrum tók undir svo mögnuð stemming og samkennd myndaðist í rýminu. Það er ómetanlegt fyrir lítið samfélag út við ysta haf að fá beina upplifun af verkum Magnúsar sem á langan og farsælan feril að baki sem einn af okkar leiðandi listamönnum. Í gjörningum ríkti sá ferskleiki sem einkennir verk Magnúsar; maður verður ósjálfrátt hluti af einhverjum kitlandi galdri.

Freyja Reynisdóttir og Brák Jónsdóttir fluttu formsterkan gjörning við frumsamda tónlist Freyju. Þær hófu gjörningasamstarf á síðasta ári og fluttu meðal annars gjörning á A! Gjörningahátíð á Akureyri sem fjallaði um sameignlega reynslu og það hvernig samskipti þeirra hafa mótað samband þeirra og vináttu. Í Alþýðuhúsinu unnu þær áfram með þessa hugsun og fléttuðu sig saman þannig að upplifunin var sem um einn líkama væri að ræða. Þær náðu að skapa mikla spennu í loftið sem þær héldu til enda gjörningsins með markvissum hreyfingum, köðlum sem þær smám saman þræddu sig inn í, tónlist Freyju og bakgrunnsmynd sem var rétt á mörkum kyrrstöðu og hreyfingar. Þetta var kröftugur gjörningur og það verður spennandi að sjá hvert samstarf þeirra leiðir þær í framtíðinni.

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir flutti gjörning þar sem hún greip til sagnahefðar íslendinga. Hún hefur fengist við gjörningaformið af og til í gegnum tíðina, oftast tengt skúlptúrsýningum sínum og innsetningum. Þar hefur hún blandað saman dansi og annarskonar tjáningu til að skapa umgjörð um konu. Hún hóf gjörninginn í Alþýðuhúsinu klædd í öll sín föt og meðan hún talaði til okkar týndi hún af sér spjarirnar þar til hún stóð eftir í rauðum kjól. Þeim sama tel ég og hún klæðist í fallegu dansmyndbandi sem var hluti af sýningu hennar Réttardagur í Listasafninu á Akureyri. Það var hversdagsleg stemming í gjörningum rétt eins og maður sæti við eldhúsborð með vini sem væri að segja ferðasögu. Yfirbragð hans einkenndist af ákveðnu látleysi sem snerti við manni eins og væri manni trúað fyrir einhverri sérstæðri reynslu viðmælandans.

Hulda Vilhjálmsdóttir opnaði málverkasýningu í Kompunni sem er lítið gallerí í Alþýðuhúsinu. Hulda útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2000 og býr og starfar í Reykjavík. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Hulda hefur getið sér gott orð fyrir ljóðræn og oft á tíðum dularfull málverk þar sem hún fjallar um hugarástand menneskju á næman máta.
 Á leið inn í salinn þar sem gjörningarnir fóru fram ganga gestir í gegn um Kompuna og gáfu verk Huldu eins konar upptakt að því andrúmslofti sem skapaðist en sýning hennar mun standa í mánuð.

 Það er alltaf gott að koma í Alþýðuhúsið á Siglufirði og þakka ég Aðalheiði og hennar teymi fyrir mikla og góða andlega næringu. Ég hvet fólk til þess að leggja leið sína til Siglufjarðar á föstudaginn langa að ári, já eða hvenær sem er því það er alltaf eitthvað áhugavert í gangi í Alþýðuhúsinu og Siglufjörður skemmtilegur og lifandi bær.

Arna G. Valsdóttir


Upptaka og vinnsla á vídeói: Arna G. Valsdóttir

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest