Geirtrutt er Alsteder

Geirtrutt er Alsteder

Geirtrutt er Alsteder

Kóræfing

þetta virtist vera dagur fyrir Guðlega framkvæmdasemi. Ekkert hindraði nema föt sem ég annaðhvort átti ekki eða voru óhrein.

Veðrið var lágskýjað kápuveður með skúraleiðingum seinnipartinn.  Eftir nokkur símtöl var ég reiðubúinn, regnhlíf með gulum og svörtum doppum rann ofan í töskuna ásamt lyklum og síma.

Ég steðjaði niður götuna og inná hliðargötu við höfnina. Klukkan var ekki það margt þannig að ég gæti haft drjúgan stans hjá Kaffibræðrum við Holutröð.
Dagblöðin voru volg og af þeim lagði prentsvertuilm og viðkoman við þau var líkt og að handfjatla nýpressað lín. Ég kinkaði kolli til þeirra sem ég þekkti á staðnum áður en ég tók stefnuna að gluggaborði sem sneri á móti götunni.

Snotri tískulögga frá staðarblaðinu sat við hornborð ásamt eigimanni sínum Glæsi.
Hann lýsti stakri vanþóknun á einhverju sem hann las upp úr snjáðu vikublaði. Honum á hægri hönd sat ungur stúdent úr menntaskóla með skrifblokk og á móti honum sat Glæsir.
Þessa hryggðarmynd hafði ég séð allt of oft inná kaffihúsum borgarinnar.  Snotri með gamalt týzkublað, blár á hörund yfir einhverju smælki sem engu máli skipti varðandi heildarmyndina.
Glæsir hreyfði höfuðið eins og venjulega með hálfluktar varir um stórar framtennur.  Hann gat virst æstur yfir hneykslun þessari en innst inni var hann áhugalaus leikari í vondri bíómynd þar sem Snotri lék öll hlutverkin.
Ég hafði núll áhuga á vandlætingu þessara manna og smekkvísi sem ávallt virtist fornemast yfir einskisverðum atriðum, vorkunsemi mín var meiri fyrir hönd tímaritsins sem dregið var milli kaffihúsa eins og sláturdýr til fórnarblóts, upplitað og fitugt af þvölu handfjatli Snotra.
Klukkan á veggnum yfir útidyrahurðinni sýndi að tíminn leið áfram. Ég skellti í mig leifunum
af kaffinu og greiddi fyrir veitingarnar.

Himininn var súr af gráu regni og hafði í hótunum við vegfarendur, “….Ég rigni eða ég rigni ekki“ sagði þessi himinn.

Fyrst var það kapellan og þaðan uppað minnisvarða Meiraprófsbílstjóra.
Kapellan var við torgið og þangað var styst að fara með viðkomu á Handraðanum. Ég keypti blóm og borgaði fyrir þau með ávísun. Afgreiðslukonan rétti mér blómin pökkuð í dagblað og lét mig vita að þau þyrftu að komast í vatn fljótlega.
Ég gekk yfir að tískuversluninni gengt blómabúðinni og skoðaði það sem var stillt út í gluggana,  hér var Handraðinn með það nýjasta og besta frá útlöndum, ítalskt og franskt.

Mín fjárráð voru skáldskapur og áhugi minn hetjan í sögunni.   Ég ákvað stefnumót við þessa verslun í bakaleiðinni ef veður og tími gæfu þess kost.

Kapellan var opin og ég settist fremst við hliðina á roskinni konu. Saman horfðum við á píslirnar yfir altarinu, hún með krepptar greipar ég með hendur á töskuólinni. Mér leið eins og Fariseanum,  bænalausum við hlið tollheimtumannsins sem öllum vildi vel og bað rétt.
Konan signdi sig, stóð upp og gekk í burtu. Ég horfði á Kristlíkneskið yfir altarinu …. hann var ólundarlegur á svipinn með hálflokuð augun og virtist stara niður á altarið.  Síðusárið gapti eins og auga og úr því rann gulrauður vökvi niður að lendarklæðunum …
Ég gat alltaf komið hingað og stillt hugann við þessa mynd, hún gaf mér viljann til að taka leiðindin hálstaki, bíta einhvern á barkann og slíta raddbönd úr sínum hefðbundna stað og fleygja þeim í andlitið á þeim sem þau tilheyrðu.

Ég bað líkneskið að fyrirgefa mér en hélt þó fastar um töskuólina til að missa ekki kúlið. Signeringar eru fyrir fólk sem vill vera á hnjánum við gráturnar,  gamalt fólk og lasburða og þá sem nýlega hafa lent í hremmingum eftir skandal.

Örfáir dropar féllu af himnum en það strjált að ég sá ekki tilgang með að spenna upp regnhlíf.
Nokkrar hræður sátu á bekk við stoppustöð strætisvagnsins framan við Aðalbankann.
Ég tyllti mér á endann á bekk og horfði yfir torgið á lúðrasveit sem var að koma sér fyrir.
Í dag var hátíðisdagur meiraprófsbílstjóra.    Stórir bílar keyrðu skreyttir um göturnar og vörubílar með skemmtikröftum höfðu parkerað á nokkrum áberandi stöðum til að leika kúnstir fyrir gangfarendur.

Vagn merktur ‘Hverfum’  rann að stoppustöðinni.  Ég ætlað upp á hæðina efst í borginni og kíkja á æfingu með kórnum en fyrst þurfti ég að fara í höfuðgrafreitinn og leggja blóm á leiði Bílstjóranna.
Efst á hæðinn var höfuðkirkjan ásamt minjagripaverslunum og hótelum.

salmagaurinnÉg fór inná hótelið Psalm-Gaur næst kirkjunni og stóð af mér skúr sem skyndilega féll niður úr himnafestingunni.

Búktalari var að æfa sig á kaffistofu hótelsins og aflraunamaður tróð sér í glímubúning.
Þeir rifust um eitthvað og að endingu rauk aflraunamaðurinn á dyr.
Þetta var einasta tilbreytingin sem var í boði.    Búktalarinn var í stórum skóm og buxurnar voru stórköflóttar líkt og hann væri trúður en hefði búktal sem aukaverk.
Ég pantaði mér kaffi og settist við hornborð gengt spegli sem var yfir afgreiðsluskenknum.
Þegar ég er við það að setjast birtist Stjarni,  leikari úr einum af áhugaleikhúsunum. Hann leit yfir salinn og kom auga á búktalarann. Hann gekk rakleiðis til hans og setti vísifingurinn á loft eins og lítið barefli. Búktalarinn setti hendur á mjaðmirnar og virtist mér sem þeir deildu um eitthvað varðandi aflraunamanninn sem rokið hafði á dyr skömmu áður.

Ég leit undan því ég nennti ekki að hitta leikarann.  Síðustu fundir okkar voru ekki það upplífgandi.  Hann hafði farið heim til vinkonu minnar rakleiðis af æfingu og grenjað yfir því hversu hlutverk sem hann léki,  tæki mikið á persónu hans.  Eftir talsverðan grát tók vinkonan tappan úr tveimur Chardonnay hleypti honum síðan uppá sig, þar sem hann drapst eftir stutt hvílubrögð.
Sagan gæti verið búin hér ef þannig hefði ekki háttað að leikarinn skildi eftir hálskeðju úr silfri,  fasta milli tannana á vinkonu minni.  Hafði hann losað festin með því að smeygja henni yfir höfuð sér og skilið hana eftir hangandi á milli augn og framtannar í efri góm.

Mér fannst þetta lélegt og aðstoðaði því vinkonu minni við að kúga af honum fé.  Hótuðum við að fara með söguna í blöðin með mynd af keðjunni sem var ígrafin nafninu hans.       Ég tók upp töskuna og bjóst til ferðar.  Stjarni var að húðskamma búktalarann þegar ég gekk út.

Þegar ég var við það að ganga út á stéttina var gripið í olnbogann á mér.  Leikarinn hafði séð mig læðast út  …. “Gertrutt hvað ert  …. ?        Hann kláraði ekki spurninguna því formið bauð ekki uppá það.    Jafnvel vondur leikari gat skilið takmörk sín.   Ég horfði á hann stundarkorn  og spurði síðan um sogblett ofarlega á hálsinum.
“..Áttu í erfiðleikum með búktalarann? … fannstu eitthvað kvenkyns til að klekja úr þér sárasta stálmann….?  Kannski ættiru að kaupa þér lírukassa,  svo gætiru leigt þér simpansa til að rukka aðgangseyrir og totta þig ef hlutverkið verður þér erfitt….”

Ég steig út á götuna og veifaði í leigubíl þrátt fyrir að kóræfingin væri steinsnar í burtu. Stjarni kallaði eitthvað á eftir mér en ég lagði ekki við hlustir …. ég var ekki búin með þennan kafla ennþá,  ef Guð lofar ætlaði ég mér að láta hann dúsa í þessari snöru þangað til hann væri nægjanlega meyr til átu.

Ég lét bílstjórann aka mér niður fyrir kirkjuna og parkera við innkeyrsluna.  Kórinn hafði safnast saman við útidyr á kapellunni bakatil.
Ég fylgdist með fólkinu sem var að draga á sig skikkjur og vefja klútum um hálsinn.  Ég kveikti mér í sigarettu og skrúfaði niður rúðuna.  Bílstjórinn leit í baksýnisspegilinn og bankaði með vísifingri á gjaldmælinn.  Ég kinkaði til hans kolli og sagði honum að vera rólegum. …Ég er á leiðinn á æfingu … slappaðu af þú færð greitt”.

Feitabolla messosopran úr úthverfi gekk niður tröðina við kirkjuna og hífði upp hendurna eins og í postulegri bæn þegar hún heilsaði fólkinu. Ég spáði eitt sinn fyrir henni í tarot spil og sá ekkert nema dauðan og djöfulinn.    Ég lét á engu bera og fullyrti að spilin gæfu tilefni til mikillar hamingju … ég sæi huggulegan píanista og hús á brekkunni  í fínna hverfi. …henni myndi tæmast arfur og röddin myndi taka miklum framförum.

Ekkert af þessu gekk eftir nema að hún fitnaði meira. Og röddin dróst aftur úr.
Ég fékk auðvitað móral en hvað gat ég gert,  hún var á leiðinni í svartnættið klyfjuð  sælgæti … Ég gaf henni helmings afslátt.

Raddirnar dreifðust um salinn þangað til þær höfðu myndað skeifulaga form með kórstjórnandann í miðju standandi á palli.
Í loftinu hékk ilmvatnslykt í bland við svitalykt sem engin leið var að lofta út því hávaði frá umferðinni gat spillt æfingunni.
Ég leit hratt yfir blöðin og las textana.  Ég var með fjórar framkomur í rödduðu viðlagi sem ég þurfti að vera vakandi fyrir.  Textinn var lipur og engin ástæða til að vera óstyrk.

Stjórnandinn hóf upp prikið og sopran fór í gegnum fyrstu atrennurnar fyrir viðlag. Ég hreinsaði undan nöglunum í Credóinu og söng síðan viðlagið lágt og treysti á raddirnar.
Messósópran jagaðist á Padre Nostre með hymn og hummi frá sóprönum.

Tíminn leið og kvöldmáltíðin kláraðist…

Kaflinn um svik Júdasar notaði ég til að varalita mig á meðan ógæfusami messósópranin þuldi laglínurnar. Um það leiti sem Júdas hengir sig stakk ég varalitnum í vasann og var tímanleg í þriðju yfirferð viðlagsins, varalituð.

Miðkaflinn var litlaus með uppgjöfum og hártogunum milli Rabbía og rómverskra hershöfðingja. Flestir sungu eftir minni og sónuðu hljómana eins og amatörar.

Ég leit á myndina efst á blaðinu sem var ljósrit af krossfestingunni.  Kristur var ekki með lendarklæði um sig líkt og sá sem var í kapellunni við Aurastræti.   Svart breytt strik var yfir lendar hans.   Ég reyndi að sjá hvort þetta gæti verið prentsverta og leit á blað konunnar
sem stóð við hlið mér.   Ég sá að áþekkt strik var einnig krotað yfir lendar frelsarans á blaði hennar.
Þessi strik voru ekki eins.  Mitt blað var með kroti sem var breitt og hallaði aðeins en blað
konunnar var með striki sem hallaði minna  og var talsvert grennra.
Ég hugsaði með mér hvort það gæti hafa verið stjórnandinn sjálfur sem hefði krotað yfir kynfærin,  eða eiginmaður stjórnandans sá sem útbjó blöðin fyrir æfingarnar.
Ég leit yfir til hennar þar sem stóð með prikið á lofti í ókláraðari sveiflu.

Hún var svelt,  það vissum við allar og maðurinn hennar var búinn að ríða einhverjum af grönnu sóprönunum.

Ég gat ekki slitið mig frá þessari uppgötvun þetta var  einfaldlegast óboðlegt.
Um það bil sem María kemur að opinni gröfinni lyfti ég blaðinu á loft og hrópaði
“Afhverju er búið að krota yfir kynfæri Jesús?”     það varð grafarþögn fyrir utan sópran sem söng einsömul niðurdúr úr kredói ….
“Afhverju er búið að krota yfir kynfæri Jesús?” spurði ég aftur og hristi blaðið yfir höfðinu
og benti á myndina.
Stjórnandinn veifaði tónsprotanum og hristi höfuði með vandlætingu.
Ætlar þú að eyðileggja þessa æfingu eins og síðast? spurði hún og ég heyrði að kliður fór um hópinn.
Hversvegna er búið að tússa yfir kynfæri Jesú? spurði ég aftur og gaf mig ekki.
“Afhverju gastu ekki fengið þér gatara og gatað í burtu liminn á honum?”…. spurði ég og
leit yfir félaga mína sem voru þagnaðir.

“Sjáðu til ef það skiptir einhverju máli þá ákváðum ég og maðurinn minn að það væri betra að hreinsa þetta í burtu fyrir æfinguna enda væri þetta ekki það sem kórastarfið snérist um…”
“Hreinsa þetta í burtu … ha ….hreinsa þetta í burtu “ … gastu ekki allavega tússað krossmark? … Hreinsað þetta í burtu eins og einhverja djöfulsins vörtu …?
Og fórstu yfir þetta með tússpenna … hvert einasta blað ?…
Stjórnandinn horfði á mig og var bersýnilega orðin æst.
“Ef þú þarft að vita það … nei stelpan okkar gerði það áður en hún fór í skólann í morgun…”
Stelpan ykkar…. gelgjan sem kemur stundum með ykkur á æfingar … þessi með spangirnar? .. Spurði ég og skellti upp úr. … “Nei hættiði nú alveg …..Og þú treystir gelgjunni betur en okkur …”  Stjórnandinn fór að gráta og setti lófana yfir andlitið líkt og María á myndinni efst á textablaðinu.
María grét vegna þess að frelsari hennar hafði verið krossfestur en kórstjórnandinn grét vegna þess að sami frelsari bænheyrði hana aldrei.

Ég settist og til mín gengu fyrsta og önnur sópran og báðu mig að fara.
“Er kallinn hennar að ríða ykkur báðum?…” spurði ég og horfði beint í augun á þessum Bisantisku andlitum sem þögðu.    Munnar þeirra sem áður tottuðu, kváðu nú dóm.
“ þú verður að fara og ekki koma aftur” ..!
“Kannski þið ritskoðið tólin á manninum hennar næst þegar þið hleypið honum á belginn,
en notið þá gatara …. og geriði það fyrir Jesú.. for Christ sake..” .. bætti ég við og gekk fram á gang.

Ég smeygði skikkjunni yfir höfðið og gætti þess í leiðinni að brjóstin færu ekki úr haldaranum.
Þau eru ekki eins og þau voru einusinni hugsaði ég og kippti niður haldaranum þannig að geirvörturnar fundu frið í miðjum skálunum.  Ég gekk út úr kapellunni út í volga rigninguna.
Ég tók stefnuna niður hæðina og ákvað að fá mér að ríða … það er að koma helgi.
Það verður einhver að sleikja þessi brjóst áður en þau fara til Jesú. Hugsaði ég og veifaði leigubíl.

G.Alsteder

Ég gleymdi að kynna mig ég er Alsteder … Gertrutt Alsteder. Ég bý á fimmtu hæð í bæjarblokk og skrifa stjörnuspár fyrir dagblöðin. Ég spái í spil,  les árur, held skyggnilýsingar …. viltu hitta dauðan ættingja … hringdu þá í mig.

LOVE NOT

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest