Hrafnkell Sigurðsson – Móttaka 1 / Induction 1

Hrafnkell Sigurðsson – Móttaka 1 / Induction 1

Hrafnkell Sigurðsson – Móttaka 1 / Induction 1

Staður / Place: CenterHotel Þingholt, Þingholtsstræti 3-5, 101 Reykjavík

English below:

Verkið “Móttaka 1” / “Induction 1” eftir Hrafnkell Sigurðsson var frumsýnt á 7. Happy Hour opnun artzine vefrits um samtímalist en jafnframt fögnum við því að nú er eitt ár frá því vefritið var sent út á alnetið í fyrsta sinn.

Hrafnkell Sigurðsson fæddist í Reykjavík og lærði í MHÍ áður en hann hélt til Hollands í framhaldsnám. Hrafnkell lauk MFA frá Goldsmiths College í London 2002. Hann hefur búið og starfað í Reykjavík frá 2004.

Frá 1990 hefur ljósmyndin verið helsti miðill Hrafnkells en einnig hefur hann unnið með aðra miðla, eins og vídeó, skúlptúr og innsetningar.

Vefsíða listamannsins: www.hrafnkellsigurdsson.com
————————–

“Induction 1” is a new work from the artist Hrafnkell Sigurðsson, premierd at artzine 7. Happy Hour opening where artzine celebrates as well one year of publishing artnews.

Hrafnkell Sigurðsson was born in Reykjavík, where he commenced his studies before proceeding in Maastricht, before moving to London in 1993. He completed his MFA at Goldsmiths College in 2002 before returning to Reykjavík in 2004.

Since 1990 photography has been Hrafnkell Sigurðsson’s principal means, although his oeuvre comprises a variety of other media, including video, sculpture and installation.

Artist website: www.hrafnkellsigurdsson.com

Arnar Ómarsson – Eilífur núningur / Eternal friction

Arnar Ómarsson – Eilífur núningur / Eternal friction

Arnar Ómarsson – Eilífur núningur / Eternal friction

by Elnaz Mansouri

Aqua Room is part of an experimental series in creating videos with Cinema 4D. With each experiment, Elnaz designs a narrative space aiming to convey a different sensory reaction. The project began as an escape from the dark winters in Canada, where she creates an alternative reality to give herself a sense of peace while staying inside during the Covid-19 pandemic. Elnaz is inspired by the effects of ASMR and combines movement, light, and color in her work to evoke specific responses.

The world of Aqua Room is completely submerged underwater. Tiles in various shades of blue creep up the wall like a bathroom floor. The only movement is the flicker of light that follows the ripples in the water. In this scenario, Elnaz draws references to magical realism by blurring the boundary between dream and reality. A lounge chair and a lamp sit inside the walls, completely unaffected by the water that makes the space uninhabitable. Despite this unrealistic environment, Elnaz manages to encapsulate a sense of relaxation. Perhaps, for a moment, you too can exist underwater, surrounded by the gentle motion of waves.

Elnaz Mansouri (b. 1991; Tehran, Iran) is a visual artist practicing in the fields of 3D art and photography. She received a BFA in photography in 2013 from OCAD University in Toronto and she is currently pursuing a MA in fine art from the Iceland University of the Arts. Her work focuses on abstracting and re-imagining landscapes and environments while experimenting with concepts inspired by magical realism. Her most recent works, made in Cinema 4D, incorporate Visual Escapism through dream-like interiors that present a sense of calm to the viewer.


More of Elnaz’s work can be found on her Instagram here

Kvik [ Mynd ] List

Kvik [ Mynd ] List

Kvik [ Mynd ] List

Kvikmynd myndlistarmannsins Huldu Rósar Guðnadóttur verður sýnd í Ríkissjónvarpinu kl 22:20 miðvikudagskvöldið 1. febrúar. Myndin var áður sýnd í Bíó Paradís síðastliðið vor og vakti athygli listfræðinemans Guðna Rósmundssonar og kvikmyndafræðinemans Katrínar Vinther Reynisdóttur og úr varð að þau tóku viðtal við Huldu í haust fyrir námskeið sem þau voru að taka við Háskóla Íslands. Með góðfúslegu leyfi höfunda fengum við að birta viðtalið í heild sinni.

Getur þú nefnt nokkra áhrifavalda á verk þín gegnum árin úr kvikmynda og myndlistarheiminum?

Löngu áður en ég fór í myndistarnám þá stúderaði ég mannfræði við Háskóla Íslands. Þar fór ég á námskeið hjá Sigurjóni Baldri Hafsteinssyni sem var aðalforsprakkinn að uppgangi sjónrænnar mannfræði á Íslandi. Sigurjón átti mjög gott safn af heimildarmyndum og þarna opnaðist fyrir mér heimur þeirra. Áður hafði ég einungis séð sjónvarpsheimildarmyndir á RÚV og hafði ekki hugmynd um tilurð og snilld skapandi heimildarmynda. Einkum er mér minnistæðar myndirnar Grey Gardens eftir Maysles bræður og Titicut Follies eftir Wiseman. Við horfðum líka á magnað verk um !Kung fólkið í Namibíu eftir Robert Marshall og svo auðvitað frönsku hefðina líka, Jean Rouch og Cinema verité. Ég gerði tilraun í anda cinema verité í kjölfarið en er í dag mun formfastari í nálgun. Með því meina ég að þó svo að sköpunarferlið sé rannsóknartækið í sjálfri sér þá fer fram mikil rannsókn og undirbúningur áður en ráðist er í gerð sjálfs verksins, þannig að ég er komin ansi nálægt kjarnanum þegar hin endalega myndataka hefst.

Hulda Rós á 32. Warsaw Film Festival 7-16 10 2016 í Warszaw/Pólandi. Ljósmynd: Bartek Trzeszkowski

Hvað varðar myndlist þá ólst ég ekki upp í myndlistarmeðvitaðri fjölskyldu eða umhverfi. Þegar ég var um tvítug hafði ég varla hugmynd um samtímalist. Ég hafði teiknað mikið sem barn, svona fantasíu en vegna óinspírarandi myndmenntarkennslu þá missti ég áhugann. Það var þegar ég var skiptinemi í Bandaríkjunum að ég tók myndlistaráfanga og þegar kennarinn minn valdi abstrakt teikningu eftir mig til að vera bókakápa á ljóðabók nemenda fattaði ég að þetta gæti verið leið fyrir mig. Í kjölfarið tók ég kvöldnámskeið í myndlist og af-lærði þar allt sem ég hafði lært í myndmennt og fór ‘að sjá’ aftur. Það var mikil frelsun. Það var um þetta leyti sem ég uppgötvaði Sigurð Guðmundsson á safni í Amsterdam. Í safnaversluninni var safn póstkorta með ljósmyndaverkum hans. Þarna var hann að gera einfalt en mjög húmorískt ‘látbragð’ eða ‘gesture’ sem hann nefndi ‘Situations’ og höfðu margslugnar vísanir. Ég varð alveg dolfallinn og þessi póstkort fylgdu mér næsta áratuginn þangað þau gengu sér til húðar. Það voru þessi verk sem kynntu mig fyrir samtímalist og voru innblástur fyrir mig að læra myndlist áratug síðar.

Akkúrat núna held ég ekki vatni yfir sjónvarpsþáttaröðum myndlistarmannsins Grayson Perry á Channel 4 í Bretlandi. Í röðunum gefur hann mjög aðgengilega mynd af rannsóknarferlinum sem hann gengur í gegnum í undirbúningi að gerð verka sinna sem eru leirkerasmíð og veggteppi aðallega. Rannsóknin sjálf, sem er samfélagsleg stúdía með áherslu á sjónræn tákn sem miðla niðurstöðu Graysons á tilteknum samfélagshóp eða fyrirbæri, verður hluti af verkinu og gefur því aukið gildi. Þetta minnir soldið á Sophie Calle sem er annar áhrifavaldur en er mun aðgengilegra. Mér finnst að samtímalistin verði að teygja sig soldið út úr sínum elítukassa og til fólksins til þess að hún geti blómstrað sem tæki til samfélagsbreytinga. Kvikmyndaformið kemur þar sterkt inn í. Það hefur annan og breiðari áhorfendahóp en gallerí eða safn jafnvel. Steve McQueen hefur eflaust náð lengst allra myndlistarmanna að ná til fjöldans með mynd sinni ’12 Years A Slave’ og öðrum meginstraumsmyndum en þar finnst mér hann reyndar hafa stigið langt skref frá myndlistarhugsun og er meira að nota klassíska kvikmyndalega frásögn. Ég er mikill aðdáandi fyrri myndlistarverka hans, sérstaklega vídeóverkanna sem voru á Feneyjartvíæringnum árið 2009.

48-tíma gjörningur löndunarmanna í Leipzig. Ljósmynd: Lisa Matthys.

Hvernig sérð þú fyrir þér samband myndlistar og kvikmynda? Hvernig telur þú að þessi tengsl hafi komið fram í þinni listsköpun?

Kvikmyndaform er eins og hvert annað form sem myndlistarmaður getur notað. Ég skil vel að það séu ákveðin form, tækni eða efni sem krefjast algerrar tileinkunnar listamannsins að því ákveðna formi eða efni, til dæmis eins og margir listmálarar gera eða einstakir skúlptúristar sem vinna bara í ákveðið efni eins og til dæmis Grayson Perry sem einbeitir sér fyrst og fremst að leirmunum. Það er líka ákveðin tilhneiging innan listmarkaðar að setja listamenn í ákveðin hólf hvað varðar efnisnotkun eða viðfangsefni svo auðveldara sé að ‘branda’ listamanninn. Hinsvegar er ég meira spennt fyrir frelsinu þar sem hugmyndin er megnmálið og útfærslan krefst samstarfs við fjölda sérfræðinga í hinum ýmsu tækni, efni og formum. Einnig er ég spennt fyrir samfélagslegri þátttöku þar sem ég sjálf kemst út fyrir listheimsblöðruna og tek fólk utan hennar inn í ferlið á einn eða annan hátt. Það finnst mér spennandi og engin ástæða til að útloka kvikmyndaformið frekar en skúlptúr eða innsetningu. Kvikmyndaformið krefst mikillar samvinnu og heimildarmyndaformið enn frekar. Svo er það þannig að í kvikmyndaskólum dagsins í dag þá læra nemendur ákveðna formúlu, áhersla er lögð á sterka narratívu og karakter uppbyggingu. Þetta er eins konar formúla sem gengur vel til að vinna verðlaun á kvikmyndahátíðum eða fá dreifingu í stóru kvikmyndahúsunum og sölu í sjónvarp. Það er lítil áhersla lögð á tilraunamennsku eða opna nálgun sem er akkúrat það sem er kennt í myndlistarskólum. Mér finnst yfirleitt mest spennandi þegar myndlistarmenntaðir listamenn reyna að halda þessari opnu nálgun þegar þeir vinna við kvikmyndir og þá er útkoman oft spennandi. Ég er mjög spennt fyrir að sjá verk Melanie Bonajo, myndlistarkonu sem ég hef fylgst með lengi. Hún var að frumsýna heimildarmyndina ‘Progress vs. Regress’ á stærstu heimildarmyndahátið Evrópu IDFA í Amsterdam. Mér sýnist á öllu að þar hafi hún farið mjög óhefðbundnar leiðir í nálgun sinni á viðfangsefninu. Um daginn sá ég magnaða mynd eftir sænska myndlistarmanninn Johannes Nyholm ‘The Giant’ sem fékk mig til að gráta hreinlega. Hún snerti mig djúpt. Bara núna í vikunni hún að vinna sænsku ‘Eddu’ verðlaunin sem besta kvikmynd og besta handrit. Það væri gaman að sjá hvort Bíó Paradís sýni mynd Melanie. Það er svo margt spennandi að gerast.

Frá myndlistarsýningunni í Listasafni ASI. Ljósmynd: Dennis Helm

Fyrir mig þá var ég byrjuð að gera heimildarmyndir út frá kynnum mínum á sjónrænni mannfræði áður en ég hóf nám í myndlist. Ég held þeir hafi tekið mig inn í LHI á grundvelli þess að það hafði verð vakning í myndlistargeiranum á möguleikum heimildarmyndagerðar sem listræns tjáningarforms. Þeir vildu sjá hvað myndi gerast með að hleypa mér að.

Hvað veldur því að þú velur einn miðilinn fram yfir hinn þegar þú færð hugmynd að verki?

Nú eru um áratugur sem ég hef starfað sem myndlistarmaður þannig að ég hef talsverða reynslu í rekstur myndlistarstúdíós. Þetta er mjög mikið hark. Það sem helst stendur í vegi fyrir gerð stórra innsetninga og flókinna vídeóverka er að á Íslandi skortir sterkan framleiðslusjóð fyrir myndlistarverk. Myndlistarsjóður kom inn eins og guðs gjöf og ég var svo heppin að fá einn stærsta styrk sem gefin hefur verið strax þarna í upphafi og gerði hann mér kleift að standa straum af kostnaði við gerðar bókar um myndlistarrannsókn mína Keep Frozen en heimildarmyndin Keep Frozen er hluti af rannsóknarverkefninu. Það var þannig að ég fékk stóran norrænan styrk þar sem var krafist mótframlags úr heimasjóði til að leysa út styrkinn og því var bara ekki annað hægt en að gefa mér styrk. Myndlistarsjóður gerði mér þarna kleift að taka þátt í hinu alþjóðlega mótframlagskerfi. Þetta var eftir að mér hafði oftar en einusinni verið neitað um listamannalaun til að stunda rannsóknina og fjármagna sýningarverkefni tengd henni.

Það var í raun styrkur frá kvikmyndasjóði fyrir gerð heimildarmyndarinnar og þessi bókaframleiðslustyrkur sem gerði mér kleift að taka stórt stökk í rannsókninni. Þá hafði ég til dæmis framleitt sýningu fyrir Listahátíð í Reykjavík fyrir takmarkað fé. Myndband sem sýnt var á sýningunni var gert fyrir góðvilja myndatökumanns á heimildarmyndinni og með þeim tækjum sem verið var að nota við gerð heimildarmyndarinnar. Við notuðum tækifærið fyrst við höfðum græjurnar og fólkið. Guðmundur í Listamönnum gerði mér stórgreiða, samband listamanna í Berlín lét mig fá ókeypis ljósmyndastúdíó og svo mætti telja. Önnur sýning sem ég hafði gert áður í Listasafni Reykjavíkur var framleitt fyrir styrk frá þýska myndlistarsjóðnum. Það hefði ekki verið séns að gera 10 rása vídeóverk fyrir hundrað þúsund kallinn sem ég fékk frá LR. Þetta var áður en Myndlistarsjóður kom til. Það er mjög miður að síðan Myndlistarsjóður byrjaði þá hafa styrkupphæðirnar fyrir einstaka verkefni minnkað svo um munar og eru raun orðin jafnháar og smástyrkirnir sem hægt var að fá áður hjá Myndstefi til dæmis.

Þetta er hreinskilna svarið sem mér þykir við hæfi að gefa hér til að gefa skýra mynd af ástandinu. Umræða um þessi mál er nauðsynleg. Ég er langt frá því að vera ein í þessum sporum. Listamenn þurfa með útsjónarsemi að laga sig að ástandinu sem getur komið niður á endanlegri útkomu. Á meðan framleiðslustyrkir til myndlistar standa á svona veikum grunni þá er ekki hægt að tala um raunverulegt val.

Hver er sýn þín á kvikmyndir sem listform og út frá hverju telurðu megi helst meta listrænt gildi þeirra?

Uppruna kvikmyndalistarinnar má rekja til þess að menn vildu skrásetja raunveruleikann. Þannig að ‘heimildarmyndin’ er í raun undanfari leikinna kvikmynda. Það var ekki fyrr en á 3. áratugnum sem farið var að draga línur og orðið ‘documenttary’ varð til. Meginstraumsmyndir eru í raun og veru afþreying eða ákveðinn flótti frá raunveruleikanum og því hafa þær kannski meira gildi sem skemmtun en listrænt. Í mínum augum er kraftur myndlistar að finna í vísun hennar í raunveruleikann, eða díalóg hennar við umhverfi sitt, ekki í flótta frá raunveruleikanum. Þá erum við eins og ég segi komin út í afþreyingu sem er megintilgangur meginstraumskvikmynda. Þannig sé ég uppruna kvikmyndalistar sem í raun uppruna ákveðins myndlistarforms með talsvert mikið listrænt gildi þó svo að áberandi angar hennar hafi síðar þróast í aðra átt, í átt að afþreyingu. Sjálf hef ég fengist við tvenns konar hreyfimyndalistform, vídeóverkið og heimildarmyndaformið. Ég hef nálgast þessi form á ólíkan hátt og tala hér um heimildarmyndaformið.

Það er erfitt að tala um heimildarmyndir sem sérstakann flokk því þær eru svo ótrúlega ólíkar innbyrðis. Það er bara ein tegund heimildarmynda sem gætu talist hafa listrænt gildi og það eru svokallaðar skapandi heimildarmyndir sem mér finnst reyndar frekar glötuð nafngift.

Þessi verk byggja á mjög löngu rannsóknarferli og helgun að viðfangsefninu og útfærslan er höfundaverk eða ákveðin sýn höfundar á efnið. Það er ólíkt til dæmis sjónvarpheimildarmyndinni sem er ætlað að miðla einhver konar ‘sannleika’ sem talinn er vera hlutlaus og einnig leggja fram svör sem eiga að vera algild. Hafa fyrst og fremst upplýsingagildi. Ég hef litla trú á slíku. ‘Hlutlaus’ sannleikur er alltaf sýn þess sem hefur valdið, þess sem hefur skapað þann strúktur þar sem sagan er sögð. Ég held að til að meta hvort heimildarmynd sé myndlist eða eitthvað annað þarf að skoða hvatann að baki gerðar heimildarmyndarinnar. Sé hún gerð í þágu einhvers málstaðar eða sem fréttaskýring hefur hún augljóslega ekki listrænt gildi. Það getur líka skipt máli hver bakgrunnur höfundar er. Hann þarf ekki endilega að vera menntaður í myndlist en þarf að starfa í samhengi samtímalistar – hann þarf að hafa það vægi að myndin verði staðsett innan myndlistarumræðu.

Frá myndlistarsýningunni í Listasafni ASI. Ljósmynd: Dennis Helm

Að mínu mati er það sem gerir heimildamyndaformið spennandi eins og ég stunda það eru spurningarnar sem vakna við gerð og framsetningu heimildarmynda. Þetta eru listrænar spurningar um samband veruleika og framsetningar eða staðhæfinga um hvað sé raunveruleikinn; spurningar um eðli sannleikans og hlutleysis og möguleika þess að það sé í raun og veru til sannleikur eða hlutleysi; spurningar um samband sannleika/hlutleysis og framsetningar. Þetta eru líka mjög mikilvægar samfélagslegar og pólitískar spurningar sem eiga mikið erindi við samtíma okkar. Ég gekk mjög langt í þessari rannsókn með Keep Frozen verkefnið þar sem ég framleiddi bæði heimildarmynd í fullri lengd fyrir kvikmyndahús og 3-ja rása vídeóverk í risastærð fyrir stórt sýningarrými. Videóverkið var byggt á upptöku á gjörningi sem viðfangsefni heimildarmyndarinnar, þ.e. hafnarverkamennirnir, frömdu í sama sýningarrými og vídeóverkið var síðan sýnt í. Þarna var semsagt sama viðfang flutt á milli 3ja miðla og skapað samtal þar á milli.

Verufræðilegar, þekkingarfræðilegar og formfræðilegar spurningar vakna sjálfkrafa. Þessar spurningar eru líka allar listrænar. Fyrir mér er myndlist fyrst og fremst heimspeki og formfræði sem getur haft áhrif til samfélagslegra hræringa. Ef heimildarmynd er notuð sem listrænt form geri ég kröfu um að hún sé opin og veki spurningar í stað þess að svara þeim.

Telur þú að stafræna þróun síðustu ára hafi haft einhver áhrif á það hvernig mörkin milli myndlistar og kvikmyndalistarinnar hafa runnið saman? Hefur þróunin stafrænnar upptöku og sýningatækni haft áhrif á verk þín í myndlist og kvikmyndagerð?

Myndlistin og kvikmyndalistin skildu aldrei að fullu að skiptum. Tilraunakennd nálgun á kvikmyndalistina tók sér pásu í nokkra áratugi en vaknaði til lifsins með tilkomu vídeótækninnar og myndbandalistin varð til sem grein á 7. áratugnum. Það ruddi brautina fyrir kostnaðarminni verkefni og meiri leik en var mögulegt með dýrum filmum. Þar sem myndlistarmenn voru byrjaðir að grubbla í heimildarmyndagerð áður en stafræn tækni varð útbreidd mætti kannski halda að það hafi verið vídeotæknin sem hafði raunveruleg áhrif í að brjóta mörkin niður hafi þau verið til staðar og þá myndi ég halda að það hafi verið rökrétt framhald af tilraunamennsku í vídeólist. Það er það langt síðan þetta var. Síðan á 7. áratugnum hefur farið fram heilmikil endurskoðun á því sem var orðið að hefðbundinni heimildarmyndagerð og vídeólist, gjörningalist, heimildarmyndagerð og konseptlist tóku að renna saman en það var fyrir daga stafrænnar tækni.   Undanfarin 30 ár hefur verið í gangi ákveðin tilraunamennska í sambandi við það hvernig nálgast eigi samfélagsleg mál og má kannski líkja tímabilinu við fyrstu áratugi kvikmyndalistar þegar einnig var mikið um tilraunamennsku en með það að markmiði að negla niður ákveðna formúlu sem virkaði ‘best’ og varð ‘klassísk’ aðferðarfræði í meginstraums kvikmyndagerð.

Ljósmyndaröðin ‘Artist as Worker’ frá 2014. Var sýnd í heild sinni í Þoku á Listahátíð í Reykjavík sama ár en ein myndanna hefur einnig verið sýnd sem risastórt auglýsingaskilti við fjölfarna götu í Dresden í Þýskalandi.

Það má vera að tilkoma stafrænnar tækni hafi hraðað þróuninni. Ný tækni veldur alltaf breytingum, bæði efnislega og í sambandi við magn og einnig fagurfræði. Stafræn þróun hefur ollið algeru offlæði af data og þá myndrænu data sem hefur haft afgerandi áhrif á þær kynslóðir sem ólust upp á 10. áratugnum og síðar. Dreifingarleiðir eru líka aðrar og opnari og e.t.v. minni þörf á stuðningi eldri kynslóða, meistara, til að fá aðgengi að áhorfendum. Það skapar ákveðið brot í fagurfræði að þurfa ekki að reiða sig á góðvilja eldri kynslóða. Í fyrstu hafði það áhrif að ekki þurfti að kaupa dýra filmu og reiða sig á mjög dýr tæki. Hægt var að fara út og bara taka eitthvað upp án undrbúnings eða ákveðinnar hugmyndar. Þetta var hægt strax á 10. áratugnum með analog teipum eins og Mini-DV. Ég byrjaði sjálf að vinna á analog mini-DV spólur. Þær voru ekki mjög dýrar og voru spilaðar inn á tölvur en hráefnið var geymt á spólunum og síðar jafnvel á VHS spólum . Þetta var cinema-verité ‘observational’ myndir þar sem við fylgdum eftir viðfangsefnunum og tókum upp mikið efni sem við síðan unnum úr. Kjötborg var tekin á Digi-Betu fyrir um 10 árum síðan. Ennþá analóg spóla sem tekið var á og ákveðin sérfræðiþekking sem þurfti til og við vorum með ákveðnar hugmyndir og handrit sem við unnum samkvæmt og tókum ekki upp nærri eins mikið efni. Það hentar mér betur að vera með vel mótaða hugmynd áður en ég tek upp.

Það er liðinn sá tími þar sem tekið er upp endalaust af stafrænu efni þar sem það er svo ‘ódýrt’. Ef miðað er við að ná ákveðnum gæðum þá krefst notkun stafrænnar tækni einnig aga í vinnubrögðum. Góðar vélar taka upp efni sem er mjög þungt hvað varðar gígabætanotkun og harðir diskar eru dýrir. Utanumhald á stafrænu efni kallar á starfsfólk og svo framvegis. Það er heilmikil sérhæfð þekking sem kemur að á mismunandi stigum stafrænnar vinnslu. En jú vissulega, til dæmis í undirbúningi og rannsókn er mjög þægilegt að geta sjálfur tekið upp efni, skoðað það án mikillar fyrirhafnar og klippt saman í tölvunni sinni.

Nýjasta stafræna þróunin var tilkoma DCP tækninnar sem þýddi stöðlun á sýningartækni. Það gerð allt auðveldara en áður þurfti alls konar lagfæringar og aðlaganir fyrir hverja einustu sýningu (það var mikill munur á litum, birtu, gæðum vörpunar og spilara o.sfrv.) Bíóhús þurftu hinsvegar að kaupa mjög dýr tæki til að geta spilað myndir og mörg smærri art-house bíóhús duttu út. Á Íslandi eru litlu bíóhúsin út á landi orðin að geymslum eða eitthvað annað. Til samanburðar má nefna að í Berlín er mikil hefð fyrir litlum kannski 60 sæta hverfisbíóhúsum og Berlínarborg brást við með að styrkja þessi bíóhús í kaupum á DCP græjum. Það bjargaði þessari menningu. Á hinn bóginn þá eru myndir núna litgreindar fyrir DCP og erfiðara að vera spontant og sýna á alternatív stöðum sem eru ekki með DCP græjur þar sem fók venst því að hafa ákveðin gæði. Þannig þarf að litgreina og aðlaga bíomyndir sérstaklega fyrir sýningargræjur í söfnum með mismunandi gæði af spilum og vörpum og það er kostnaðarsamt og áhættusamt.

Stilla úr Keep Frozen.

Hvaða máli skiptir sýningarstaðurinn fyrir listaverkið? Kallar kvikmyndahúsið fram önnur viðbrögð og nær það ef til vill til annars áhorfendahóps en gallerýið?

Skemmtileg spurning. Ég skoða einmitt þessa spurningu í Keep Frozen verkefninu. Keep Frozen heimildarmyndin er sérstaklega búin til fyrir myrkvaðan kvikmyndasal. Áhorfendur eru í myrkvuðum sal í kvikmyndahúsi og eru passívari. Þessi alltumlykjandi tilfinning eða áhrif er líka hægt að ná í myrkruðum sýningarsal með stóru margrása vídeóverki sem sýnt er á stórum flötum. Í hinu síðarnefnda hefur áhorfandi samt meira val á því hvernig og í hvaða röð hann tekur inn söguna eða mynd/hljóðefnið. Stundum reyndar ekki með hljóð þar sem það hefur þá eiginleika að verða meira allráðandi í rými en mynd. Sýningarstaður, innri skipun í rými, stærð sýningarflatar, birta, allt hefur þetta áhrif.

Kvikmyndahúsið er líka staðsett annars staðar í menningunni og það eru annars konar væntingar og kröfur en í sýningarsölum gallería og safna og verkin eru metin á ólíkan hátt. Viðtökur spretta af ólíkum meiði. Það er einn helsti galli gallería að þau starfa í tengslum við listmarkað og áhorfendahópur þeirra vel efnað og oft á tíðum fólk af ákveðinni stétt eða með mikla menntun. Svona horfir þetta við mér eftir að hafa búið lengi í Berlín þar sem galleríumhverfið er alþjóðlegt. Söfn eiga við sömu takmarkanir að stríða en í minna mæli og þar sem söfn eru almenningseign þá er oft leitast við að ná til breiðari hóps með alls konar dagskrá. Söfn eru því opnari og meira þátttakendur í samfélaginu og lýðræðislegri en gallerí. Kvikmyndahús er kannski ekki opinbert rými, þau eru í eigu einhvers, einkaaðila eða samtaka, en þau tilheyra afþreyingarmenningu og það er mun breiðari hópur sem sækir þau og því líklegra að ná til fleiri en söfn eða gallerí. Hinsvegar er mögueiki á flókinni margslunginni umræðu og skilningi á verkinu minni og þar koma söfn og gallerí sterkt inn. Þau eru vettvangur meiri ígrundunar og eru því mikilvægir sem sýningarstaðir.

‘Árið 2015 kom út bók um listrannsóknarverkefnið Keep Frozen. Var útgáfan styrkt af Norrænu Menningargáttinni og Myndlistarsjóði. Hún fæst í Mengi í Reykjavík og í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði.’

Getur þú nefnt listaverk eða kvikmynd sem þú telur að einkenni togstreituna á milli kvikmynda og myndlistar að einhverju leyti?

Það er áhugavert að vinsælustu verk myndlistarmanna, sbr. Steve McQueen og annarra, hafa tekið upp mjög klassískar frásagnaaðferðir umfram opna nálgun myndlistar. Ég held að á baki liggi ekki einungis listrænt val eða auðveldara aðgengi að áhorfendum heldur einnig aðgengi að fjármagni. Þegar við horfum á heimildarmyndir til dæmis þá er staðan sú í dag að þær sem njóta mestrar velgengni þá eru það myndir sem hafa því miður sagt skilið við heimildarmyndir sem listform eða tjáningarform og tekið upp einfaldari og ‘latari’ leiðir til framsetningar. Þessar myndir einkennast af ‘talandi hausum’ og myndskreytingu á milli hausa. Þá er viðtalsefnið notað óbreytt sem efniviður í sjónrænni framsetningu. Annað efni myndskreytir það sem hinn talandi haus er að tala um. Þetta framsetningarform er ríkjandi í heimildarmyndagerð í dag. Aðrar ríkjandi aðferðir eru að rödd sveimi yfir myndefninu og segi söguna frá einu sjónarhorni, textar sem segja áhorfandanum hvar og hvenær efnið var tekið upp eða hver það er sem er að tala hverju sinni, og senur þar sem myndavélin eltir annðahvort kvikmyndagerðamanninn sjálfan eða viðfangefni hans. Ég held að þannig sé heimildarmyndagerð kennd í dag í kvikmyndaskólum og aðferðin er síðan styrkt af fjárveitingum kvikmyndasjóðanna og smekk sjónvarpsstöðva.

Það má heldur ekki gleyma að sumir komast upp með að fá fjármagn til heimildarmyndagerðar án formlegrar menntunar í kvikmyndagerð eða myndlist og hafa litla alhliða þekkingu á mismunandi aðferðum og framsetningum og hafa einungis horft á ríkjandi form í sjónvarpi eða á kvikmyndahátíðum. Það væri mun erfiðara að fá fjármagn til leikinna myndar án nokkurar reynslu eða menntunar en einungis áhuga á viðfangsefninu. Listamenn eins og Harun Farocki byrjuðu í sjónvarpi á 7. áratugnum þegar sjónvarp var vettvangur tilraunamennsku en fluttu sig síðan yfir í samtímalist þegar sjónvarpsefni varð einfaldara og fomúlukenndara. Þetta er sorgleg þróun og þarna geta myndlistarmenn, sem ekki hafa hlotið kvikmyndaskólaþjálfun, komið sterkt inn og veitt viðspyrnu. Myndlistarskólar þjálfa nemendur í gagnrýnni hugsun og hugsun utan kassans. Það er meginmarkið myndlistarskóla eða ætti allavega að vera það. Kvikmyndasjóðirnir og hátíðarnar þurfa að styrkja annars konar nálgun en þessa ríkjandi. Markmiðið ætti að vera þátttaka í opnu samtali en ekki að vinna verðlaun eins og við séum í íþróttakeppni. Til dæmis væri dásamlegt ef Kvikmyndasjóður veitti fé í sérstök tilraunaverkefni eins og til dæmis Kvikmyndasjóðurinn í Berlín gerir. Þar er rými fyrir óhefðbundar nálganir á heimildarmyndaformið og kvikmyndaformið almennt og ekki má gleyma að stærri margrása vídeóverk eru oft fjármögnuð af slíkum sjóðum. Ég held að það sé fyrst og fremst fjármögnunaráhersla kvikmyndasjóða sem stoppar myndlistarfólk til að gera tilraunakvikmyndir.

Að lokum:

Löndunarljóð eftir Hinrik Þór Svavarsson fyrrverandi löndunarmann.

Strapex

Þið getið ekki skilið hvað strapex

er mikilvægt.

Fyrst þurfið þið að skilja hvað það er.

Þið getið ekki skilið hvað strapex

er óþolandi.

Fyrr en þið eruð búin að slíta

nokkur hundruð.

Það slitnar oft þegar síst skildi.

Oft þegar mest á ríður.

En trúið mér þegar ég segi ykkur

að það er ekkert verra en

ekkert strapex.


Hægt er að lesa texta og skoða myndir um myndlistarrannsóknarverkefni Huldu Rósar og einnig önnur verk hennar á vefsíðu hennar www.huldarosgudnadottir.is

Aðalmynd með grein er innsetningarmynd af 3-ja rása vídeóinnsetningunni Labor Move. Ljósmynd: Dotgain.

Ólöf Helga Helgadóttir – Musteri thermos

Ólöf Helga Helgadóttir – Musteri thermos

Ólöf Helga Helgadóttir – Musteri thermos

Ólöf Helga Helgadóttir er fimmti myndlistarmaðurinn sem sýnir á Happy hour opnun artzine. Í þetta sinn er hún haldin á Kaffibarnum,  Bergstaðarstræti 1.

Fimmta Happy hour opnun artzine var haldin á Kaffibarnum, Bergstaðarstræti 1.

artzine’s Happy hour opening nr. 5 @ Kaffibarinn. 

Musteri thermos
2017

Örfáir myndlistarmenn hafa tæklað Wicked Game með Chris Isaak. 


Ólöf Helga Helgadóttir lauk MFA námi í myndlist frá Slade School of Fine Art í London 2010, BA námi í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2005 og örnámi frá Kvikmyndaskóla Íslands 2001. Hún býr og starfar í Reykjavík.

Heimilistæki styðja Happy hour opnun nr. 5

Handbók um skapandi ferli eftir Eirúnu Sigurðardóttur komin út

Handbók um skapandi ferli eftir Eirúnu Sigurðardóttur komin út

Handbók um skapandi ferli eftir Eirúnu Sigurðardóttur komin út

Eirún Sigurðardóttir myndlistarkona og einn þriggja meðlima Gjörningaklúbbsins gaf nýverið út handbókina Skapandi ferli, leiðarvísir og kynnir hún þar til sögunnar aðferðarfræði sem hægt er að nýta sér í skapandi ferli. Okkur langaði að vita meira um framtakið og spurðum Eirúnu nokkurra spurninga.

Hvernig kom það til að þú réðist í að gera þessa bók?

Mér fannst það mikilvægt til þess að styrkja orðræðu og þekkingu á skapandiferli. Ég var búin að kenna sama námskeiðið í LHÍ í mörg skipti og 5 síðustu með Huginn Þór Arasyni myndlistarmanni, við vorum búin að þróa kennsluaðferðirnar okkar mjög mikið og safna í góðan reynslubanka. Ég vildi halda utan um þessa þekkingu og gefa fleirum tækifæri á að nýta sér hana.

Er leiðarvísirinn eingöngu hugsaður fyrir listamenn eða geta fleiri nýtt sér hann?

Leiðarvísirinn er fyrir alla sem vilja leggja upp í óvissuferð skapandi ferlis og einnig fyrir kennara sem leiðbeina hópi í gegnum slíkt ferðalag. Leiðarvísirinn er litaður af mínu sjónarhorni og þeim þekkingarbrunni sem það kemur úr en það hafa allir not af því að fá sér sopa.

Hvernig þróuðust þær aðferðir sem þú kynnir hér til sögunnar?

Þær þróuðust með tíma, reynslu, samvinnu og þekkingu. Þessar aðferðir sem ég kynni byggja á  20 ára reynslu af því að vinna að myndlist og á mörkum listgreina bæði ein og sem hluti af Gjörningaklúbbnum og einsog áður segir með því að þróa sama námskeið í nokkur skipti í skapandi ferli ásamt kollega mínum.

Þessar 4 vörður sem leiðarvísirinn byggir á fóru smám saman að myndast eftir því sem að við fórum að gera okkur betur grein fyrir því hvar erfiðleikarnir höfðu tilhneygingu til þess að liggja í ferlinu hjá nemendum okkar. Í framhaldi af því fundum við svo leiðir til þess að þjálfa og efla sköpunarferli þeirra. Fólk verður strand á svo mismunandi stöðum í ferlinu og því er mikilvægt að hver og einn átti sig á eigin sköpunarferli og verkjum ef því er að skipta svo að auðveldara sé að díla við þá.

Sköpunarferli listafólks geta verið mjög ólík en þessar 4 vörður: kveikjur, hugmyndavinna, skissur í efni og úrvinnsla, eiga það sameiginlegt að verða á flestra leið. Stundum vill fólk t.d. festast á hugmyndastiginu og á erftitt með að koma sér á næsta stig þ.e. að prófa og gera tilraunir og þá er gott að geta bent í áttina að næstu vörðu sem leggur áherslu á að prófa hlutina, skissur í efni. Aðal áherslan í skapandi ferli er að treysta á neistan/eigin áhuga/tilfinningu/innsæi og leifa því svo að þróast áfram á opinn hátt og með vissum aðferðum án þess að vera með fyrirfam gefna niðurstöðu, reyna að fá sem mest út úr ferlinu þannig að það geti gefið af sér marga möguleika sem síðan er valið úr.

Eru þetta upplýsingarnar sem þú vildir hafa getað gengið að sem ungur og nýútskrifaður listamaður eða jafnvel listnemi og hverju hefði það mögulega breitt fyrir þig?

Já, ég held að það hefði gert námið mitt markvissara og undirstöðurnar sterkari og það hefði líka verið fínt að geta kíkt í svona bók þegar ég var t.d. að undirbúa kennslu í fyrsta skipti. Mitt grunnnám í M.H.Í byggði reyndar að miklu leyti á tæknikunnáttu þannig að áherslan var önnur. En nám og námsaðferðir líkt og viðhorf til skapandi ferlis eru alltaf að þróast og munu halda áfram að þróast. Þó að ég eigi erfitt með að ímynda mér það í dag þá verður þessi bók væntanlega líka barn síns tíma í framtíðinni. En ég trúi því samt að í henni sé kjarni sem falli aldrei úr gildi.

Bókina er hægt að kaupa í Mengi Óðinsgötu 2 og Flóru á Akureyri. Einnig verður hægt að panta hana í nánustu framtíð í gegnum heimasíðu Eirúnar: eirunsigurdardottir.net

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest