Arnar Ómarsson – Eilífur núningur / Eternal friction

Vorið ferðast 53 cm á sekúndu (endurtekning), á meðan tunglið fjarlægist jörðina aðeins 3,8 cm á ári. (samfella). Mexíkóborg liggur örlítið hærra en hæðsti tindur Íslands (tilfærsla), á meðan staðbundin afbrigði í þyngdarafli jarðar veldur all að 100m mismun í hæð hafanna (aðdráttarafl). Allir hlutir þrá tengsl, að vera í samhengi. Allir hlutir þrá samveru, líkt og grjót sem kastast gegnum loftið sameinast jörðinni á endanum. Á sama hátt má segja að jörðin fjarlægist og sameinist svo grjótinu. Vertu kyrr og gefðu hlutunum tækifæri á að finna þig. Öðlastu mismun hlutanna og láttu þá ryðjast gegnum skynfærin og flæða af krafti, óstjórnlega gegnum hugann. Leyfðu óvissunni að hafa sinn stað og opnaðu hugann fyrir hinum eilífa núning.

Arnar Ómarsson stundar meistaranám í myndlist við Listaháskóla Íslands, en árið 2011 kláraði hann bakkláranám í myndlist með fyrstu einkunn frá University of the Arts, London. Síðustu 10 ár hefur Arnar sýnt bæði erlendis og á Íslandi á einka- og samsýningum. Verkin hans, sem eru ýmist innsetningar, myndbandsverk eða skúlptúrar, brúa bil milli sýndar- og raunveruleika í rannsókn á efninu. Skynjun okkar á veruleikanum vegur þungt í verkum Arnars, sem snúast um tilurð hlutanna og hugmyndafræðilega rannsókn á efni og merkingarfræði.   

Eternal friction

Spring arrives at the average rate of 53 cm per second (repetition), while the moon is spiralling away from earth at a much slower rate of 3,8 cm per year (continuity). Mexico city is elevated just above the highest point of Iceland (displacement), while spatial variations in earths gravity cause changes up to 100m in hight of the oceans (attraction). Everything longs for a relation, to be in context. All things crave togetherness, as a rock that is sent flying through the air eventually reunites with the ground. Equally, the ground departed the rock and arrived at it again. Stay still and let things find you, become the difference between objects and let them penetrate your senses and flow uncontrollably and forcefully through your mind. Give rise to not knowing and surrender to the pleasure of the eternal friction.

Arnar Ómarsson studies MA fine art at the Iceland Academy of Arts in Reykjavík. In 2011 he graduated with a BA 1st honours from University of the Arts, London. Arnar has exhibited internationally in group and solo exhibitions for the past 10 years. His work bridges the virtual and physical in a study of material, presented as installations, video works and sculptures. The perception of reality is a constant in Arnar’s works that are process and research based examinations of material and semantics.