Á alþjóðlega safnadaginn, 18. maí 2016, býður Listasafn Íslands gestum sínum að koma með í tímaflakk um landslag íslenskrar myndlistar. Yfirskrift alþjóðlega safnadagsins árið 2016 er Söfn og menningarlandslag (e. Museums and cultural landscape). Fjölbreyttar sýningar safnanna gefa okkur færi á að skyggnast til baka um leið og við horfum fram á veginn þar sem ólíkir miðlar, aðferðir og frásagnarmátar tala til gesta.

Í safni Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, verður gestum boðið að koma með í ferðalag í tíma og rúmi þar sem við skoðum verk Ásgríms á heimili hans og vinnustofu áður en haldið er á slóðir samtímamanna hans í Listasafni Íslands. Þar verða skoðuð verk upphafsára íslenskrar myndlistar og upphaf kynningar á íslenskri myndlist erlendis á sýningunni UDSTILLING AF ISLANDSK KUNST.

Í Vasulka-stofu skoðum við samtímaverk og hvernig unnið er að varðveislu listaverka sem byggja á síbreytilegri tækni.

Í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga er gestum boðið með í gönguferð um menningarlandslagið Laugarnes, umhverfi safnsins. Skoðaðar verða rústir og menningarminjar og lesið í sögu landslagsins.

Screen Shot 2016-05-17 at 13.23.38

Dagskrá Alþjóðlega safnadagsins á pdf
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This