English below

Sumarsýning Skaftfells Samkoma handan Norðanvindsins opnaði í sýningarsalnum laugardaginn 4. júní kl.16:00. Til sýnis eru verk eftir: Ástu Fanney Sigurðardóttur (IS), Frásagnasafnið 2011-2012 af frumkvæði Christoph Büchel (CH), dj. flugvél og geimskip, Helga Örn Pétursson (IS), Jesper Fabricius (DK), Luke Fowler (UK), Magnús Pálsson (IS), Nora Joung (NO), Ragnar Kjartansson (IS) og Styrmir Örn Guðmundsson (IS). Sýningarstjórnun í höndum Gavin Morrison ásamt Ráðhildi Ingadóttur. Sýningin stendur til 18. september.


steinunnflugvél og geimskip spilaði á opnuninni

Við erum Hyperbórearnir, við þekkjum það vel hversu afskekktur staður okkar er. Hvorki um láð né lög ratar þú leiðina til Hyperbóreanna: Jafnvel skáldið Pindar vissi minnst, á sínum tíma. Handan Norðursins, handan ísanna, handan dauðans – líf vort, hamingja vor. – Friedrich Nietzsche, Antichrist (útgefið 1859)

Gríska skáldið Pindar lýsti Hýperbóreu sem goðsagnakenndu landi staðsettu fyrir handan Norðanvindsins Bórea. Það þótti ímynd hins fullkomna lands, dagsbirtu naut ávallt við og íbúarnir náðu þúsund ára aldri í algerri hamingju. Fyrirmyndina af þessum ímyndaða stað má rekja til raunverulegra landa sem liggja í norðri. Með sýningunni munu listamenn tengja við norðrið og vinna með það hvernig sögur skolast til og umbreytast við hverja endurfrásögn. Staðir og goðsagnir verða til við krossgötur þar sem munnmæla hefðin mætir gjörningum í samtímanaum.

Boðið verður upp á viðburðadagskrá m.a. með gjörningum og kvikmyndasýningu samhliða sýningunni. Þann 12. júlí munu Ásta Fanney Sigurðardóttir og Styrmir Örn Guðmundsson flytja röð gjörninga víðvegar um Seyðisfjörð. Seinna um sumarið verður sýnd mynd eftir Luke Fowler og Nora Joung flytur gjörning. Snemma í ágúst mun raddskúlptúrinn Ævintýri eftir Magnús Pálsson verða fluttur. Magnús er fæddur 1929 á Eskifirði og er einn áhrifamesti listamaður sem Ísland hefur alið. Magnús hefur starfað ötullega að listiðkun í sex áratugi og ávallt á mörkum myndlistar, tónlistar og leiklistar. Raddskúlptúrinn byggist á ítölskri sögu þar sem garðyrkjumaður gengur fram á lík á akri nokkrum og býr um líkið. Þegar hann snýr aftur til vinnu daginn eftir er líkið horfið.

Sýningin stendur til 18. september og er opin daglega kl. 12-18, miðvikudaga kl. 12-20. Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa. Samstarfsaðilar eru i8 gallerí í Reykjavík og The Modern Institute í Glasgow Skotlandi. Uppbyggingarsjóður Austurlands og Myndlistarsjóður styrktu góðfúslega sýninguna.

Starfsemi Skaftfells er helguð samtímamyndlist á alþjóðavísu. Í Skaftfelli er öflug sýninga- og viðburðadagskrá, gestavinnustofur fyrir listamenn og fjölþætt fræðslustarf. Á jarðhæð er veitingastofa þar sem boðið er upp á kaffi, öl og mat, ásamt þráðlausu neti og listbókasafn. Hægt er að skoða Geirahús og verk eftir alþýðulistamanninn Ásgeir Jón Emilsson (1931-1999) eftir samkomulagi. Í mars 2013 hlaut Skaftfell Eyrarrósina fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Listrænn heiðursstjórnandi Skaftfells 2015-2016 er skoski sýningarstjórinn og rithöfundurinn Gavin Morrison.

Tengiliðir

 Tinna Guðmundsdóttir, forstöðukona

skaftfell@skaftfell.is

S: +354 472 1632 / +354 695 6563

Gavin Morrison, listrænn heiðurstjórnandi 2015-2016

gkm@gavinkmorrison.com

www.gavinkmorrison.com

The Assembly of the Hyperboreans

The Skaftfell summer exhbition The Assembly of the Hyperboreans opened Saturday June 4 at 16.00 in the Skaftfell gallery. Participating artists: Ásta Fanney Sigurðardóttir (IS), The Narrative collection 2011-2012 initiated by Christoph Büchel (CH), dj. flugvél og geimskip (IS), Helgi Örn Pétursson (IS), Jesper Fabricius (DK), Luke Fowler (UK), Magnús Pálsson (IS), Nora Joung (NO), Ragnar Kjartansson (IS) & Styrmir Örn Guðmundsson (IS). The exhibition is curated by Gavin Morrison and Ráðhildur Ingadóttir.

We are Hyperboreans–we know well enough how remote our place is. „Neither by land nor by water will you find the road to the Hyperboreans“: even Pindar,in his day, knew that much about us. Beyond the North, beyond the ice, beyond death–our life, our happiness – Friedrich Nietzsche, Antichrist (originally published 1859)

Hyperborea was described by the Greek poet Pindar as a mythical land that lay beyond the Borea north wind. It was idyllic; the sun shone twenty-four hours a day, and the inhabitants were said to live to the age of one thousand in complete happiness. The basis for this unreal place draws from real northern lands, and through an exhibition and a series of performances and screenings, the artists in The Assembly of the Hyperboreans relate to the ways in which stories change and shift in their telling. Places and myths are created in the meetings of traditional oral cultures with contemporary performances.

An event program runs alongside the exhibition, with performances and a screening. On July 12 Ásta Fanney Sigurðardóttir and Styrmir Örn Guðmundsson will perform a series of performances around town. A film by Luke Fowler and Nora Joung will perform later in the program. In early August the voice sculpture “Fairytale” from 1997, by Magnús Pálsson, will be performed. Pálsson was born 1929 in Eskifjörður, East Iceland, and it one of the most influential Icelandic artists. His vast body of work extends over six decades and crosses the borders of visual art, theater and music. The voice sculpture is based on an Italian story about a gardener that finds a body on a field. After arriving back to the field the body has mysteriously disappeared.

The exhibition is on display until September 18, 2016. The center is open daily12.00-18.00, Wednesdays from 12.00-20.00. Admission is free. Collaborators are i8 gallery Reykjavík Iceland and The Modern Institute Glasgow Scotland. The East Iceland Regional Development program and the Icelandic Visual Art Fund support the exhibition.

Skaftfell operates in the field of contemporary art, on a local and international level. It´s activities are based upon exhibitions and events, alongside a residency and education program. A Bistro on the ground floor serves coffee, beverages and food, plus free Internet and an art library. Skaftfell is also the guardian of a minuscule house previously owned by a local naïve artist Ásgeir Emilsson (1931-1999) and can be viewed upon request. In March 2013 Skaftfell received an Icelandic award, Eyrarrósin, as outstanding cultural project in a rural area. Skaftfell honorary artistic director for 2015-2016 is Scottish writer and curator Gavin Morrison.

Contacts

Gavin Morrison, artistic director 2015-2016

gkm@gavinkmorrison.com

Gavin Morrison, artistic director 2015-2016

gkm@gavinkmorrison.com

UA-76827897-1