Freyja Reynisdóttir með sýninguna “Searching“ í Kubbnum

5.06. 2022 | LHI, Umfjöllun

Freyja Reynisdóttir setti nýlega upp sýninguna “Searching“ í Kubbnum sem er rými í Listaháskólanum í Laugarnesi. Sýningin var einkasýning Freyju og úskriftarsýningin hennar í meistaranámi í myndlist við Listaháskóla Íslands 2022.

Sýningarýmið Kubburinn minnir á „White Cube“ sem er týpískur nýlista sýningarsalur. Einnig ber rýmið sterkan keim af gamla iðnaðarhúsnæðinu sem það sannarlega er, hátt til lofts og steypt í hólf og gólf.

Ál gluggarnir eru allir á einum vegg og gefa góða birtu, en málað steingólfið getur speglað flest sem ferðast um rýmið, bæði verkin og gestina. Freyja valdi að dempa birtuna og eru gluggarnir mjólkurlitaðir á meðan á sýningunni stendur sem gefur mýkri birtu.

Freyja vinnur bæði með rýmið í verkunum ásamt því að vinna með rýmiskennd og gera þátttakendur sjálfkrafa hluta af verkunum með speglunum í gleri sem hún notar í öllum verkunum. Það er ekki tilviljun að Freyja velur rúðugler bæði í ramma og aðrar innsetningar þar sem það er hluti af verkinu að um leið og áhorfendur koma inn í rýmið geti breytist ásýnd verkanna með návsit þeirra.

 

Sýningunni má líkja við ratleik, áhorfandinn ferðast um rýmið og sér tákn á sem tengjast og einnig eru verkin í samtali við rýmið og áhorfandann á sama tíma.

Freyja gefur hér áhorfandanum tækifæri á því að bæði sameinast verkum hennar og rýminu á sama tíma, hún gefur hint af skemmtilegum tengingum verkana og rýmisins og gefur það sýningunni skemmtilega heild. Hún vinnur með Járn sem hún hefur rafsoðið og gler sem hún hefur skorið allt eftir kúnstarinnar reglum. Það er eins og formið í verkunum sé nákvæmlega útreiknað og passi hvort inní annað.

Litavalið í málverkunum túlka blæbrygðið í birtunni á þeim tíma sem þau voru unnin. Það er áhuguavert að sjá hvernig íslenska birtan breitir litunum eftir árstíðum og hefur Freyja náð að fanga litina í birtunni í lok vetrar og sést munurinn glögglega á þeim tíma sem sýningin stendur yfir. Verkin sýna ekki aðeins rýmið heldur einnig rýmið í ákveðinni árstíðabundinni birtu.
Sýningin samanstendur meðal annars af málverkum á striga í stálramma, það glampar á glerið og það kemur skuggi á málverkið sjálft, það hefur einnig verið gert form/tákn utaná glerið sjálft, áhorfandinn getur séð verkið á marga vegu og felur breyingin í sér hreyfimynd og síbreytileika bæði þess sem horfir og annara sem ferðast um rýmið á sama tíma.

Einnig er innseting á gólfinu, samsett af málverki strekkt á blindramma, aflöngri T-laga stál stöng og gleri sem tengi þessi tvö element saman. Þar hefur Freyja líka málað óráðið form á glerið. Það er eins og hún sé að reyna að segja manni eitthvað, þetta er eins og vísbending númer tvö. Við Ferðum áfram um rýmið og það tekur við annað málverk á striga sem hefur verið rammað inn í sér hannaðan stál ramma og málverkið sýnir einmitt líka rýmið með öðrum tón, eða eins og það leit út á undirbúnings tímanum.
Endurtekningarnar í liti og formi eru líka magnaðar upp með skúlptúr sem er haglega smíðaður af Freyju. Gler og stál, samsetingin gefur hit gefur hint af sýningarborði, en glansandi glerið bæði í botni og loki

Þóra Karlsdóttir

 

The interview is part of a collaboration between Artzine and a new MA in Curatorial Practice at the Iceland University of the Arts.

Viðtalið er hluti af samstarfsverkefni Artzine og nýrrar meistaranámsleiðar í sýningagerð við myndlistardeild Listaháskóla Íslands á vorönn 2021.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This