English below
Huldu Stefánsdóttur opnar sýningu sína FÆRSLA, laugardaginn 21. maí klukkan 18:00. í Berg Contemporary
Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar.
„Í FÆRSLU er hvítur litur dreginn af samsetningu litrófsins og birtan sprettur frá myrkrinu. Með sama hætti á sér stað tilfærsla frá bakgrunni til forgrunns og frá frummynd til eftirmyndar.” — Hulda Stefánsdóttir
Um sýninguna segir Jón Proppé:
Hulda Stefánsdóttir hefur fram að þessu oft notað hlutlausa liti, gjarnan mismunandi gráa tóna sem hafa næstum runnið út í hvítt. Hún raðar svo saman misstórum verkum í rýmið til að mynda klasa sem virka úr fjarlægð eins og geómetrískar lágmyndir á veggnum eða innsetningar sem eru svo minimalískar að þær eru við það að hverfa. Málverk Huldu Stefánsdóttur hafa stundum virst svo knöpp að það var engu líkara en þau væru að reyna að renna saman við veggina í sýningarrýminu. Við nánari skoðun hefur hins vegar alltaf mátt greina líf falið í myndflötunum, pensilstrokur og litbrigði sem teikna fínleg form í litinn eða ýra myndflötinn og dýpka þannig málverkin.
Nú hefur Hulda hins vegar söðlað um og sýnir stór málverk sem standa flest hvert fyrir sig sem kröftug, sjálfstæð verk. Á stærri myndfleti verða fínlegu litbrigðin meira afgerandi og teiknast strax fram úr fjarlægð, pensilstrokurnar eru þróttmeiri og ýmis form spretta fram sem í eldri verkunum voru oftast svo smá að erfitt gat verið að greina þau. Litaskalinn hefur líka víkkað og þar munar kannski mestu um gylltan lit sem gjörbreytir yfirbragði sýningarinnar. Gullið hefur sterkar táknrænar tengingar og ljósbrotið sem það veitir inn í verkin sprengir litaskalann og varpar myndunum út í rýmið.
Skyldleikinn við eldri verkin er þó greinilegur. Þessi málverk eru áfangar í sama ferðalagi þar sem Hulda hefur kannað möguleika málverksins frá grunni. Verk hennar sverja sig í ætt við rannsóknir listamanna á tuttugustu öld – tilraunir fyrstu abstraktmálaranna og heilflatarmálverkin sem komu fram um miðja öldina – en eru þó í rauninni miklu meira lifandi og malerískari. Hulda hefur teflt saman andstæðum fagurfræðilegum nálgunum og stundum hefur virst að verkin gætu hneigst í hvora áttina sem er: Að naumhyggju flatarins eða í átt að sterkari teikningu og afgerandi, lifandi formum. Í mörgum nýju verkanna hefur Hulda tekið af skarið og hleypt fram lýrík formanna. Önnur verk minna okkur hins vegar á samhengið við fyrri sýningar Huldu.
Ferðalag Huldu í málverkinu er ekki aðeins einhvers konar uppgjör við söguna – þau hundrað ár sem liðin eru síðan fyrstu abstraktmálverkin litu dagsins ljós. Það er ekki svo að listamenn tuttugustu og fyrstu aldar starfi í einhverjum skilningi í skugga þeirra miklu átaka og sviptinga sem einkenndu öldina sem leið. Þvert á móti sýna málverk Huldu hvernig hún hefur sjálf kannað möguleika litarins og flatarins, grunnþáttanna sem öll málverk fjalla um. Málverkin eru myndgervingar hugsanaferla sem snúast um það hvernig við öll skynjum og skiljum veröldina, ekki aðeins hið sjónræna horf hlutanna heldur hugsunina og merkinguna sjálfa. Þegar allt kemur til alls er þetta ferðalag sem hvert okkar þarf að fara á eigin forsendum og út frá eigin skilningi og upplifun.
Málverk Huldu hafa verið lágstemmdari og látlausari en verk margra samferðamanna hennar sem hafa hneigst til ágengari og litsterkari tjáningar. En það er einmitt í þessum lágstemmdu verkum sem við upplifum viðfangsefnin sterkast og fáum næði til að skynja hina fínu drætti hugsunarinnar og finna samhljóminn við okkar eigin hugsanir og skilning. Nú þegar Hulda hefur spennt verk sín upp í stærri skala, skerpt litina og gefið um leið hverri mynd sterkari sérkenni getum við sökkt okkur enn dýpra í þau og dvalið lengur við íhugun þeirra.
Jón Proppé
English text
BERG Contemporary invites you to attend the opening of SHIFT by Hulda Stefánsdóttir, at 6pm, May 21. As a part of Reykjavík Art Festival 2016, Hulda Stefansdottir (b. 1972) presents Shift, her first solo exhibition with BERG Contemporary. Hulda Stefánsdóttir studied in Iceland and New York. Since the turn of the century she has held several exhibitions in addition to teaching and holding a professorship at the Iceland Academy of the Arts.
Hulda Stefánsdóttir has described the process behind her abstract and nearly monochromatic painting as a search for a timeless essence that also establishes a clear sense of what could only belong to the here and the now. In her exhibition, Shift, at BERG Contemporary, the point of departure is the impossibility of presenting any given moment without echoes or traces of its past. The here and the now is also, and at the same time, a memory of that which was. Shift comments on whiteness as a monochrome deriving from colour, and light as a source that stems from darkness. A background can likewise shift to the foreground and the original can be overridden by its copy. These still paintings show shifting impressions and unstable situations.
BERG CONTEMPORARY
|
Staðsetning: Klapparstígur 16, 101 Reykjavík
Hafa samband:
gallery@bergcontemporary.is
(354) 562 0001