Salur til sölu

Salur til sölu

Salur til sölu

Greinin hefur verið uppfærð

Þær fréttir hafa borist úr búðum ASÍ að stjórnin þar hafi ákveðið að selja húseign sem stendur við Freyjugötu 41 og hefur hýst Listasafn ASÍ undanfarin 20 ár. Tilkynning frá stjórn safnsins hljómar svo: „Listasafn ASÍ mun hætta starfsemi sinni að Freyjugötu 41 þann 3. október n.k. og til stendur að selja húsið. Safnið mun starfa áfram með breyttu fyrirkomulagi, án þess að reka eigið sýningarrými þar til annað verður ákveðið. Meginástæða þessara breytinga er rekstarvandi safnsins. f.h. rekstrarstjórnar Listasafns ASÍ Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, formaður rekstarstjórna.

Húsið hefur gengið undir nafninu Ásmundarsalur í höfuðið á Ásmundi Sveinssyni en húsið var byggt árið 1933. Arkitekt hússins var Sigurður Guðmundsson. Húsið hafði verið í eigu Ásmundar og fyrri konu hans Gunnfríðar Jónsdóttur, myndhöggvara og þar voru vinnustofur þeirra og íbúðarhúsnæði.

Húsið hefur frá upphafi verið miðstöð lista og menningar. Þar hafði Myndlistarskóli Reykjavíkur aðsetur og eiga margir starfandi myndlistarmenn minningar um að hafa verið þar á barnanámskeiðum og öðrum námskeiðum. Lífeyrissjóður Arkitekta eignaðst húsið 1978 og var Arkitektafélag Íslands þar með skrifstofur sínar sem og sýningarsal. Reykjavíkurborg keypti húsið 1995 með það fyrir augum að þar yrði starfræktur leikskóli. Þau áform féllu í grýttan jarðveg og það varð úr að Listasafn ASÍ keypti húsið undir starfsemi sína.

Safneignin sem Listasafn ASÍ heitir eftir kom til árið 1961 þegar Ragnar Jónsson í Smára iðnrekandi og bókaútgefandi gaf Alþýðusambandinu listaverkasafn sitt sem samanstóð af verkum þekktustu myndlistarmanna Íslands. Í þeim hópi voru meðal annars Ásgrímur Jónsson. Gunnlaugur Scheving, Jóhannes Kjarval, Nína Tryggvadóttir, Svavar Guðnason og Þorvaldur Skúlason. Ósk Ragnars var sú að stofnað yrði listasafn sem kæmi listinni á framfæri við vinnandi fólk í landinu.

Að sjálfsögðu er það ekki skylda ASÍ að eiga og reka þessa húseign en það hefði verið eðlilegt að fagfélög myndlistarmanna hefðu vitað af þessum áformum áður en húsið var sett á almenna sölu. Það er afar mikilvægt að þetta hús sé áfram vettvangur myndlistar eins og því var ætlað í upphafi. Ef rétt reynist að rekstrarvandi vegna ónógra fjárveitinga sé ástæða sölu þessa merkilega húss sýnir það að stjórnvöld eru áhugalaus um menningastarfsemi og líta í raun á fjárveitingar til menningar sem óþarfa fjáraustur og tíma þ.a.l. ekki að koma til móts við stofnanir sem þessa.

Fyrir hina öflugu listasenu sem starfar á Íslandi væri það mikil skellur að missa þetta hús, þennan vettvang. Það eru sífellt færri kostir í boði hvað varðar sýningarvettvang í miðborginni en flest gallerí sem störfuðu þar hafa horfið af svæðinu vegna óviðráðanlegs kostnaðar við að halda úti húsnæði.

Sterk þjóð heldur utanum og nærir menningarstarfsemi sína. Þó það hafi aldrei vafist fyrir talsmönnum þjóðarinnar að monta sig af afrekum hennar á sviðum hinna skapandi greina, virðist skorta á þann skilning að það þurfi að hlúa að jarðveginum sem listirnar spretta úr. Vonandi förum við að skoppa upp af botni aumingjaskaparinns en margt bendir því miður til að við munum fara enn neðar því það sér ekki fyrir endann á plebbismanum sem herjar af sligandi þunga á samtímann.

Myndlistin og aðrar listgreinar eiga á undir högg að sækja og það er lífsspursmál fyrir menninguna í landinu að þessari þróun verði snúið við hið snarasta.

Helga Óskarsdóttir

Ljósmynd fengin að láni hjá ja.is
Þakkir Sirra Sigrún Sigurðardóttir
Heiminldir: Tímarit.is
Vefur Listasafnd ASI
Wikipedia

Viðtal við Ragnar í Smára á pdf: hér

Skáldað afl / Ficticious Force

Skáldað afl / Ficticious Force

Laugardaginn 30.apríl klukkan 15:00 opnar Elísabet Brynhildardóttir sýninguna Skáldað afl í Sal Myndlistarfélagsins, Listagilinu á Akureyri. Sýningin samanstefndur af teikningum, neyðarblysum og þrívíðum verkum sem skoða og leika sér að tilfærslum, heimfærslum og umfram allt þyngdinni. Sýningin stendur yfir til 15. maí, opið um helgar frá 14:00 – 17:00. 

Á sýningunni Skáldað afl lítur Elísabet til vísindanna og þeirra bragða sem þar er beitt til að skilja heiminn. Titill sýningarinnar er vísun í eitt slíkt bragð, en Skáldað afl er ummorðun á eðlisfræðihugtakinu Gervikraftur (e. Ficticious force) sem er notað um þá hröðun sem á sér stað í ákveðnu kerfi sem sjálft fer hraðar og hraðar, hröðunin sjálf fer því að virka sem afl á hluti inní kerfinu og fær þannig þetta heiti. „It´s a force we made up so we can do calculations“ segir Andrey Kopot stærðfræðingur um fyrirbærið. Hér er allri kenningarstefnu vísindanna hennt útum gluggann og stærðfræðingar taka sér skáldaleyfi til að heimfæra óskyldar merkingar yfir á torræð hugtök, sem leið til að skilja heiminn.

Á þessari sýningu verður ekki farið nánar útí hröðun eða formúluna á bakvið hana heldur er þessi heimfærsla stærðfræðinganna lýsandi dæmi um ákveðna hentisemi og jafnvel einfeldningslega bjartsýni manneskjunnar, sem þó kemur henni svo langt. Þyngd og þyngdarafl eru kraftar sem erfitt er að skilgreina og eru Elísabetu hugleikin á þessari sýningu því öll erum við föll undir þyngdina, allt lekur niður, leysist upp og gefst upp fyrir þyngdinni. Í einlægri von og forvitni mannsins hefur hann sig yfir þetta náttúrulögmál á sama tíma og hann hlekkjar sig við það og jafnvel heimfærir yfir á hið óræða, andlega og þess handann snertingunnar. Verkin leitast ekki við að útskýra eða leysa einhverja mannlega gátu, heldur að bera á borð þær þversagnir og mótsagnir sem gera manninn á endanum að manni.

109 Cats in Sweaters í Ekkisens

109 Cats in Sweaters í Ekkisens

Tvær myndlistarkonur sem útskrifuðust úr Myndlistardeild Listaháskóla Íslands síðastliðið vor opna myndlistarsýninguna 109 Cats in Sweaters í Ekkisens næsta föstudag kl. 20:00. Sýningin stendur opin til 7. maí. 

Auður Lóa og Una sækja viðfangsefni sitt úr netheimum og fjalla meðal annars um gif hreyfimyndir, fyndna ketti og pinterest föndur á sýningunni. Hugmyndir frá internetinu eru handunnar og birtast okkur sem áþreifanlegir skúlptúrar, teikningar, hreyfilist og jafnvel matur.

Titill sýningarinnar vísar til dæmis í myndasafn af vefsíðunni buzzfeed.com sem nefnist 109 Cats in Sweaters.

_MG_9304-Edit-3

Auður Lóa Guðnadóttir (f.1993) og Una Sigtryggsdóttir (f. 1990) útskrifuðust báðar frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands síðasta vor. Þær leigja saman stúdíó í Kópavogi en ,,109 kettir í peysum“ er þeirra fyrsta samvinnuverkefni. Að sýningunni koma einnig Andrea Arnarsdóttir, sem opnar sýningu í Listamannakofanum samhliða, Starkaður Sigurðarson, sem sá um textagerð og sýningarskrá, og Berglind Erna Tryggvadóttir, sem annast tilfallandi glamúrstörf.

Auður Lóa Guðnadóttir til vinstri, Una Sigtryggsdóttir til hægri. 

Sýningin verður opin til 7. maí og hér má skoða nánari dagskrá: 

-lau. 30. apríl: 14­:00 – 16:00
-sun. 1. maí: 14:00 – 16:00
-mán. 2. maí: 16­:00 – 18:00
-þri. 3. maí: LOKAÐ
-mið. 4. maí: 16:00 – ­18:00
-fim. 5. maí: 16:00 – 18:00
-fös. 6. maí: 20­:00 – 22:00 SMÚÐÍKVÖLD
-lau. 7. maí: LOKAHÓF

Pabbakné gefur út verkið „18.401“

Pabbakné gefur út verkið „18.401“

Gallerí Gestur á Hlemmi

Sunnudagur 1.maí
Kl. 13:00 – 16:00

Gjafagjörningurinn 18.401

Fyrirtækið Pabbakné gefur hér með út verkið „18.401“, fjölfeldi í 592 eintökum, eftir afleysingarmanninn Jóhann Ludwig Torfason. Verkið er eins og áður segir, fjölfeldi, þar sem hvert eintak er ígildi 18.401 krónu, og má með einfaldri margföldun finna út að heildarverðmæti upplagsins er þá 10.893.392 eða á mannamáli: tíumilljóniráttahundruðníutíuogþrjúþúsundþrjúhundruðníutíuogtvær krónur, sem samsvarar þeirri upphæð sem Pabbakné hefur fengið úr opinberum sjóðum, samanlagt frá árinu 1997 í formi listamannalauna, eða það sem fyrirtækið kýs að nefna styrk til átaksverkefnis, líkt og býðst sem úrræði hjá Vinnumálastofnun.

Á þessum gagnsæu tímum kröfunnar um gegnsæi og til að undirstrika skilning fyrirtækisins á efa- og efnishyggju alls almennings, verður nú allt sett upp á borðið varðandi þessar fjárhæðir, sem fyrirtækinu er ekki kunnugt um að hafa verið fluttar á reikninga aflandsfélags, þó skattar hafi vitaskuld verið greiddir af öllu saman og fyrirtækið í raun réttri stórtapað á brölti þessu. Styrkirnir umræddu bárust í pósthólf fyrirtækisins í nokkrum slumpum; árið 1997 bárust 2.108.400 krónur, árið 2000 komu 1.054.192 krónur frá Reykjavíkurborg, og árið 2005 var gjöfult með heilar 4.216.800 krónur. 7 árum síðar komu 351.400 krónur inn um lúguna, snöggtum betra var árið 2013 með 1.054.200 krónur og í ár, 2016, bárust heilar 2.108.400 krónur. Allt saman uppfærðar og núvirtar alíslenskar krónur, og sé þessum upphæðum dreift af réttlæti yfir 20 ár, má sjá að fyrirtækið hefur með þessum fjármunum getað haldið einum starfsmanni, á lágmarkslaunum, að verkum sínum í heilan mánuð á ári hverju. Og fyrir það ber vitaskuld að þakka.

En nú er sumsé komið að gjalddaga og er það fyrirtækinu Pabbakné mikil ánægja að tilkynna að gjafagjörningurinn „18.401“ verður kynntur til listasögunnar í farandgalleríinu Gallerí Gesti, og mun formleg opnun verða í arðsemiskröfugöngu þann 1. maí nk. og hefst athöfnin við Hlemm kl. 13:00. Náðust samningar við ofangreindan starfsmann og höfund verksins, að hann dreifði upp úr galleríinu hinum 592 eintökum og afhenti hverjum þeim sem þiggja vildi, eitt eintak án endurgjalds, á meðan byrgðir endast. Hvert eintak er númerað og áritað, prentað á fagran pappír og því má segja að hér sé á ferðinni átjánþúsundfjögurhundruðogein með öllu.

Eftirmáli

Það mun ekki á vísan að róa, þegar myndlistarverkum er dreift meðal fólks, enda alls óvíst að nokkur maður fáist til að taka við slíkri höfðinglegri gjöf, sem nota bene, mun aðeins vaxa í veski viðtakanda og verða afkomendum efnahagslegt haldreipi þegar borga skal leiðréttinguna miklu. Því skal það skjalfest hér að það sem út af gengur að kröfugöngu lokinni, skal í vitna viðurvist verða til sýnis þar og þá sem Gallerí Gestur skýtur upp kollinum og verður það alfarið í höndum Magnúsar Gestssonar galleríeiganda.

F.h. Pk.
A.L.H. (sign)

Listamannaspjall – Ólöf Nordal í Harbinger 30.4. kl 15

Listamannaspjall – Ólöf Nordal í Harbinger 30.4. kl 15

English below

Laugardaginn næstkomandi, 30.4. kl 15, verður haldið listamannaspjall í sýningarýminu Harbinger. Þar segir Ólöf Nordal frá sýningu sinni Viaggio Sentimentale og eru allir velkomnir!

Sýningin opnaði 9. apríl og stendur til 8. maí.

Harbinger er til húsa að Freyjugötu 1 og er opið fimmtudaga, föstudaga og laugardaga á milli 14 og 17.

Sýningin er m.a. haldin í tilefni af 90 ára afmæli föður hennar, tónskáldsins Jóns Nordal, en á þessum tímamótum lítur hún 60 ár tilbaka, til annarra tímamóta í ævi föður hennar, brúðkaupsferðalags hans og móður hennar og kynnist þeirri listrænu deiglu sem hann var í á þessu tímabili. Á sýningunni er að finna ljósmyndaverk, hljóðverk og bókverk.

Um Ólöfu Nordal:

Ólöf Nordal stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk síðan mastersprófi frá Cranbrook Academy of Art, Michigan og MFA frá höggmyndadeild Yale Háskólans í New Haven, BNA.
Ólöf hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hérlendis sem erlendis.

Af einkasýningum og má nefna sýningarnar Corpus dulcis (1998) og Íslenskt dýrasafn (2005) í Gallerí i8, Ropi (2001) í Nýlistasafninu, Hanaegg (2005) og Fyrirmyndir (2010) í Listasafni ASÍ og nú síðast Musée Islandique í Listasafni Íslands. Á meðal verka í almannarými má nefna Geirfugl (1997), sem stendur í Skerjafirðinum, Vituð ér enn – eða hvað? (2002) í Alþingishúsinu og Bollasteinn (2005) á Seltjarnarnesi. Árið 2007 var vígt verkið Fuglar himinsins, altarisverk í Ísafjarðarkirkju og minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur í Þingholtsstræti. Árið 2013 var reist umhverfisverkið Þúfa við höfnina í Reykjavík.

Verk Ólafar er m.a. að finna í Listasafni Íslands, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni SPRON og Safni, auk einkasafna í ýmsum löndum. Ólöf hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar fyrir list sína, svo sem úthlutun úr Listasjóði Dungal, Erró- styrkinn og viðurkenningu úr höggmyndasjóði Richard Serra.

Um sýninguna:

Minningar annarra

Þegar Ólöf Nordal hélt af stað til Rómar í upphafi þessa árs hafði hún með í farangrinum nokkrar sextíu ára gamlar svarthvítar ljósmyndir sem teknar voru í brúðkaupsferð foreldra hennar. Myndirnar sýna minnismerki og merkar byggingar í borginni, þar sem  foreldrum Ólafar bregður einnig fyrir. Þótt það hafi ekki verið megintilgangur ferðar hennar til Rómar að feta í fótspor foreldranna í brúðkaupsferðinni er það sá hluti hennar sem nú er orðinn að sýningu. Gamlar ljósmyndir mynda grunn að tilfinningalegu ferðalagi dóttur á slóðir sem foreldrarnir heimsóttu  nokkrum árum áður en hún fæddist. Minningar úr brúðkaupsferðinni tilheyra ekki henni sjálfri, en hún getur nálgast þær fyrir milligöngu ljósmynda og dagbóka föður síns sem leiða hana á sömu staði. Með vitneskju úr dagbókunum og ljósmyndirnar í farteskinu fór Ólöf á staðina þar sem myndirnar voru teknar og leitaði að sama sjónarhorni og er að finna á eldri  myndunum.

Sú athöfn að fara á staðina sem foreldrar hennar heimsóttu saman eftir brúðkaupið er í sjálfur sér tilfinningalegs eðlis. Hún er knúin áfram af þörf fyrir tengingu við fortíð sem tilheyrir foreldrunum. Um leið felur hún í sér leit að eigin uppruna í endurtekinni upplifun sem þó getur aldrei orðið eins. Tilgangurinn með endurtekningunni var heldur ekki aðeins sá að sjá sömu staði og foreldrarnir í brúðkaupsferðinni. Að baki bjó einnig löngun til að kanna hvort það geti verið rétt sem vísindamenn halda fram, að minningar foreldra, tilfinningar þeirra og reynsla, séu skráð í genamengi afkomenda þeirra. Getur verið að hún sjálf hafi á einhvern hátt mótast af þessu ferðalagi þótt það hafi verið farið nokkrum árum áður en hún kom í þennan heim? Og ef svo er, er þá mögulega hægt að endurupplifa borgina eins og foreldrarnir gerðu á sínum tíma í minningum geymdum í genunum? Er þannig hægt að finna tilfinningar tengdar stöðum sem þau heimsóttu og ekki er skrifað um í dagbókum eða hægt að taka af myndir? Svör við þessum tilteknu spurningum liggja ekki á lausu, en ljósmyndirnar sem Ólöf tók í sínu ferðalagi á sömu stöðum og ljósmyndir foreldranna voru teknar sýna okkur að lítið hefur breyst í Róm. Borgin er söm við sig. Þau sextíu ár sem líða frá fyrri myndatökunni til hinnar seinni mást út þegar ljósmyndirnar hafa verið skeyttar saman. Nýja samsetta myndin rennur saman við eldri myndina þar sem jafnvel atburðir endurtaka sig. Svo litlar breytingar hafa orðið á umhverfinu að samsetta ljósmyndin getur ekki annað en minnt á hvað ein mannsævi er stutt í samanburði við aldur bygginga sem verið hafa hluti af atburðarás er mótað hefur sögu mannkynsins. Mörghundruð ára gömul hús og götumyndir hafa staðið af sér gegnumstreymi kynslóðanna og minna á hve ævi mannsins er stutt í samanburði. Dóttirin verður samtíða foreldrunum og foreldrarnir henni.

Tilraun Ólafar til að setja sig í spor foreldranna sinna þegar þau voru að hefja líf sitt saman rúmlega tvítug, minnir á verk listamanna sem hafa endurskapað sögulega atburði sem þeir hafa ekki getað upplifað sjálfir. Í umfjöllun Inke Arns um slíkar sviðsetningar þar sem reynt er að ná utan um atburðinn með endurtekningu, segir að tilgangurinn sé að fjalla um atburði úr fortíðinni sem skipta máli fyrir samtímann. Slíkar endurtekningar eiga það sameiginlegt með endurgerð Ólafar á ljósmyndum úr brúðkaupsferð foreldra sinna að byggja á atburðum sem hefur verið miðlað. Miðillinn, í þessu tilfelli ljósmyndin, leikur lykilhlutverk í að tengja saman kynslóðir. Er þá gengið út frá þeirri hugmynd að aðeins sé hægt að kynnast þeim hluta fortíðarinnar sem hefur verið miðlað. En til að upplifa atburðinn aftur er nauðsynlegt að endurtaka hann og miðla honum aftur. Slíkar endurtekningar miðast oftar en ekki við reynslu sem haft hefur áhrif á heil samfélög eða hópa, öfugt við reynslu sem er persónuleg – eða erfist. Slík reynsla byggir á arfleið fjölskyldu og foreldra. Hún er einkamál eins og brúðkaupsferðin sem markar upphafið af nýjum ættlegg, en einnig eiginlegt upphafið að ferli Jóns Nordal, föður Ólafar, sem tónskálds. Í þessari ferð tók hann þá ákvörðun að hann yrði að skapa sér sinn eigin heim sem tónskáld, sitt eigið tónmál. Ferðalagið til Rómar var núllpunktur, upphafið af tónverkum framtíðarinnar og þeim tónheimi sem átti eftir að verða undirleikurinn í uppvexti Ólafar. Sá tónheimur var ekki tónlistin sjálf, heldur hljóðrás tónverka í mótun. Leit tónskáldsins og tilraunir. Sjálft sköpunarferlið sem listamaðurinn fer í gegnum þegar hann byrjar að þreifa fyrir sér og móta það sem síðar á eftir að verða heilstætt verk.

Þess vegna er annar hluti sýningarinnar Viaggio sentimentale ekki síður mikilvægur en sá hluti er snýr að ljósmyndunum úr brúðkaupsferðinni. Hann vísar til verðandi listamanns og þeirrar ákvörðunar hins unga tónskálds, að semja sig frá því sem hann hafði lært í þeim tilgangi að finna sitt höfundareinkenni. Það eru þessar tilraunir, fengnar að láni úr skissubók tónskáldsins sem skrifuð var í Rómarferðinni, sem móta hljóðheim sýningarinnar Viaggio sentimentale. Hljómar leiknir hrátt eins og þeir voru skrifaðir. Brot úr tónverkum sem aldrei urðu til. Sjálfstæðir tónar sem hafa enga sérstaka merkingu eða skírskotun í önnur verk. Nótnabókin sjálf ásamt athugasemdum tónskáldsins  þar sem hann lýsir árangurslausri leit sinni er einnig hluti sýningarinnar. Þessar athugasemdir segja einnig sögu af sjálfsaga. Tónskáldið veit að hann mun aldrei komast að niðurstöðu nema með því beita sig aga og sýna úthald. Úthaldið og ögunin kallast á við listamannsferil Ólafar sjálfrar og þeirrar kúvendingar sem hún tók í upphafi síns eigin listferils. Skissubók tónskáldsins vísar þannig óvænt til hennar eigin staðfestu og þess aga sem hún hefur sýnt sem listamaður í leit að persónulegu viðfangsefni og myndmáli. Um leið er sýningin saga allra þeirra listamanna sem þurft hafa að takast á við sömu glímu.

Ferðlög til Rómar voru lengi talin ómissandi hluti af mótun hvers listamanns. Ferðlag á vit mörg hundruð ára gamalla bygginga og meistaraverka, sem ekki var aðeins hægt að læra af til að endurtaka heldur til að öðlast skilning á hlutverki listarinnar og samhengi hlutanna. Skilning á því að list sem skiptir máli muni skilja eftir sig dýpri spor í framtíðinni en fótspor einstaklings. List sem lifir löngu eftir að höfundurinn er horfinn.

texti: Margrét Elísabet Ólafsdóttir


ENGLISH

Announcement:

Saturday 30th of April at 3pm, Harbinger Project Space will host an artist talk, where the artist Ólöf Nordal will discuss her exhibition Viaggio Sentimentale.

The show runs from 9th of April until 8th of May and is open Thursday to Saturday from 2pm – 5pm
The attached photos can be used to announce the talk and the exhibition. Further information available from Ólöf (8966906) or Steinunn/Harbinger (6180440).

The show is in part a celebration of her father, the composer Jón Nordal, on the occasion of his 90th birthday, delving back in time to another great transition in her parents’ lives, 60 years ago, as they traveled to Rome on their honeymoon. We get to know his artistic struggles at the time through the intimate works in the show, which consists of photographs, a sound piece and an artist book.

About the artist:
Ólöf Nordal studied at the Icelandic school of Arts and Crafts (now the Iceland Academy of Arts). She completed her masters at the Cranbrook Academy of Art, Michigan and received her MFA from the Yale University Sculpture department in New Haven, USA.

Ólöf has had many solo exhibitions and partaken in group exhibitions in Iceland and abroad. Solo exhibitions are, for example; Corpus dulcis (1998) and Iceland Specimen Collection (2005) Gallery i8, Burp (2001) Living Art Museum, Cock’s Egg (2005) and Models (2010) the ASÍ Museum of Art and most recently Musée Islandique, Icelandic Museum of Art. Among works in public space are Great Auk (1997), Would you know yet more? (2002) in the Icelandic Parliament and Cupstone (2005) on the shore in Seltjarnarnes. In 2007 the work Birds of the sky was inaugurated in the church of Ísafjörður and a memorial of Bríet Bjarnhéðinsdóttir in Þingholtsstræti, Reykjavík center. In the year 2013 the environmental work Þúfa was built at the harbour of Reykjavík.

Ólöf’s works can be found in the collections of the Icelandic Museum of Art, the Reykjavík Museum of Art, Spron Art collection and Safn, as well as in private collections internationally. Ólöf has received a variety for grants and recognitions for her work, i.g. from the Dungal Art fund, the Erró grant and a recognition from the sculpture fund of Richard Serra.

About the exhibition:

The memories of others

Earlier this year, as Ólöf Nordal embarked on a journey to Rome, she brought along several black and white photographs, taken 60 years ago on her parents’ honeymoon. The photographs show landmarks and famous buildings in the city, and the occasional glimpse of her mother and father. Although it wasn´t Nordal´s main objective to trace the journey of her parents´ honeymoon, that very element has now evolved into an exhibition. Old photographs shape a foundation for the daughter´s sentimental journey through the places visited by her parents a few years before she was born. The memories of the honeymoon do not belong to her, but she can explore them through these photographs along with her father´s diary, which lead her to the same places. With a sense of familiarity acquired through the journals and the photographs, Nordal located the sites where the photos were taken and sought the same angles in order to photograph them once more.

The endeavour to visit the same places her parents vacationed after their wedding, is in itself an emotional one. She is driven by a need to connect with a past which belongs not to her, but her parents. It also involves a search for her own origins through repeated experience, even though it can never be the same. The purpose of this repetition was not only to view the same locations as her parents during their honeymoon. It was also to explore theories put forward by scientists, that parents’ memories, emotions, and experiences, are listed in their descendants’ DNA. Could it be that she herself was somehow influenced by this voyage, even if it was undertaken a few years before her own birth? And if so, is it possible for her to relive the city as her parents did during their time, through memories preserved in her genes? Is it possible to experience in this way, emotions related to places they visited, which aren’t accounted for in the journals or can’t be photographed? The answers to these questions aren’t readily available, but the photographs taken by Nordal demonstrate that little has changed in Rome. The city remains the same. The 60 years that have passed since the original photographs were taken are erased as they merge with the recent ones. The new image morphs into the original photograph, where events are even repeated. Such few changes have occurred in the environment that the conjoined image cannot but demonstrate the relative brevity of a lifetime, especially when compared with buildings that have played part in events that have influenced the history of mankind. Old buildings and streets have withstood the passing of generations. The daughter becomes a contemporary of her parents and they become hers.

Nordal´s experiment in placing herself in her parents’ footsteps as they embark on their unified life, brings to mind the works of artists that have restaged historic events which they could not experience themselves. Inke Arns’ writings on productions where one tries to comprehend the event through reenactment, explain that their purpose is to deal with events from the past that are important for the present. There are similarities to Inke´s theories of reenactment and Nordal´s remakes of the photographs, as they both build on events already imparted. But in order to relive the event, one must repeat it, and convey it once again. Such repetitions are often drawn from experiences which have influenced whole societies or large groups of people, rather than personal encounters – or inherited. Such experience builds on the heritage of families. It is a private matter, much as the honeymoon which marks the beginning of a new phase in the lineage, but also the beginning of Jon Nordal’s, Olof’s father, career as a composer. During this journey he came to the conclusion that he needed to create his own world as a composer, his own musical language. The journey to Rome was his ground zero, the source of future compositions, and the soundscape which would be the accompaniment of Ólöf’s upbringing. This soundscape wasn’t the music itself, but a soundtrack of compositions in the making. The composer’s exploration and experiments. The creative process the artist must take on as he starts to explore and to mold what will later become a complete work of art.

The second part of the exhibition Viaggio sentimentale is therefore no less important than the first one; the one dealing with the photographs from the honeymoon. The second part indicates an artist in the making, as it demonstrates the young composer’s decision to write himself away from what he has learned, in order to find his personal traits. These are the experiments, borrowed from the composer’s Roman holiday sketchbook, which constitute the soundscape of the exhibition Viaggio sentimentale. Chords played as raw as they were written. Fractions of compositions that never became. Independent notes without a specific meaning or connotations to other works. The notebook itself, complete with the composer’s remarks detailing his unsuccessful search is also a part of the exhibition. These comments tell a tale of self-discipline. The composer knows he will never reach a conclusion without discipline and endurance. The endurance and the self-mastery is a parallel to Ólöf’s own career and the complete U-turn she made in its early stages. In this way the composer’s sketchbook unexpectedly alludes to her own determination, and the discipline she has displayed as an artist in search of a personal subject matter and visual language. Furthermore, the exhibition is an account of any artist who has found himself in the same crucible.

Visits to Rome were long considered an indispensable part of every artist’s formation. Voyages to visit centuries-old buildings and masterpieces, not only in order to study and learn from, but also to gain an understanding of the role of art and the context of things. An understanding that art that matters will leave deeper marks on our future than a single individual can. Art that lives long after its author is gone.

text by Margrét Elísabet Ólafsdóttir

UA-76827897-1