Happy hour opnun nr. 2 hjá artzine – Finnur Arnar sýnir videoverkið  Málverk / Painting

Happy hour opnun nr. 2 hjá artzine – Finnur Arnar sýnir videoverkið Málverk / Painting

English below

Finnur Arnar Arnarsson sýnir videoverkið Málverk / Painting á Happy hour opnun artzine nr. 2. 

Um listamanninn:

Finnur Arnar fæddist í Reykjvavík árið 1965. Stundaði myndlistarnám við Myndlista og handíðaskólann, fyrst í skúlpúrdeild en útskrifaðist úr Nýlistadeildinni árið 1991. Hefur haldið fjölda einkasýninga ásamt því að taka þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Hefur samhliða myndlistinni einnig unnið sem leikmyndahönnuður frá árinu 1996.

Vefsíða: finnurarnar.com

Tími: miðvikudagur 25. maí 17.00 – 19.00

Staður: Kaldi Bar

www.kaldibar.com

Viðburðurinn á Facebook: hér

Allir velkomnir


The artist Finnur Arnar Arnarsson will exhibit his video Painting at artzine Happy hour opening nr. 2.

Finnur Arnar was born in Reykjavík in 1965. He studied at the Icelandic School of Arts and Crafts, beginning in sculpture but switched to mixed media, graduating in 1991. Has held private exhibitions as well as with groups both in Iceland and abroad. Has worked freelance as a stage designer since 1996 for all the major theaters in Iceland

Artist website: finnurarnar.com

Time:  Wednesday may 25th 5pm – 7pm

Location: Kaldi Bar: www.kaldibar.com

Everybody is welcome

Kristján Guðmundsson í Kompunni

Kristján Guðmundsson í Kompunni

Laugardaginn 28. maí 2016 kl. 15.00 opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Kristján Guðmundsson er einn af þekktari listamönnum þjóðarinnar, búsettur í Reykjavík. Hann hóf listferil sinn uppúr 1960 og var einn af meðlimum SÚM sem þá var framsækinn félagskapur ungra listamanna í Reykjavík.

Kristján bjó á áttunda áratugnum í Hollandi þar sem hann komst í beint samband við strauma og stefnur í heimslistinni og hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir list sína.
Árið 1979 fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni heim til Íslands og settist að um tíma á Hjalteyri við Eyjafjörð.

Kristján var fulltrúi Íslands á Feneyjar tvíæringnum 1993 og 2010 hlaut hann virtu sænsku Carnegie Art Award. Hann hefur sýnt víða um heim sem og hér heima.

Verk Kristjáns láta oft ekki mikið yfir sér, en ef grannt er skoðað má greina djúpa hugsun og kraftmikið formskin, hreinleika og fegurð í viðkvæmum línudansi.

„I am trying to work within the field of tension that exists between nothing and something“.

Í íslenskri þýðingu.

“ Ég reyni að vinna innan viðvarandi spennusviðs á milli einskis og einhvers “

Sýning Kristjáns í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði stendur til 11. júní og er opin daglega kl. 14.00 – 17.00 þegar skilti er úti.

Fjallabyggð, Menningarráð Eyþings/uppbyggingasjóður og Egilssíld styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Viðburðurinn á Facebook: hér

Listasafnið á Akureyri: Síðasta leiðsögnin um Fólk / People – sýningunni lýkur sunnudaginn 29. maí

Listasafnið á Akureyri: Síðasta leiðsögnin um Fólk / People – sýningunni lýkur sunnudaginn 29. maí

Fimmtudaginn 26. maí kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á síðustu leiðsögnina um ljósmyndasýninguna Fólk / People í Listasafninu á Akureyri, en sýningunni lýkur næstkomandi sunnudag 29. maí. Hlynur Hallsson safnstjóri tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna.

Aðgangur er ókeypis.

Á sýningunni má sjá verk sjö listamanna sem eiga það sameiginlegt að vinna með ljósmyndir þó að viðfangsefnið „fólk“ sé ef til vill ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar sum verk þeirra eru skoðuð. Listamennirnir eru Barbara Probst, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Hrefna Harðardóttir, Hörður Geirsson, Ine Lamers og Wolfgang Tillmans.

Hvernig birtumst við á myndum? Hvaða mynd fær fólk af okkur? Ljósmyndasýningin Fólk / People segir áhorfandanum sögur af fólki og gefur innsýn í verk sjö listamanna sem allir vinna með ljósmyndir á ólíkan hátt. Á dögum sjálfsmyndanna (e. selfie) hafa portrettmyndir öðlast nýja merkingu og hér gefur að líta fólk í ólíkum aðstæðum séð með augum ólíkra listamanna í gegnum linsur fjölbreyttra myndavéla.

Barbara Probst (f. 1964) tekur myndir af aðstæðum á nákvæmlega sama sekúndubroti. Smáatriði og heildarmynd gefur áhorfandanum heillandi yfirsýn í aðstæður á götuhorni á Manhattan. Hallgerður Hallgrímsdóttir (f. 1984) myndar ungt fólk í dagrenningu á björtum sumarmorgnum í Reykjavík. Ungt fólk sem ef til vill er að ljúka deginum eða að hefja nýjan. Í verkum Hrafnkels Sigurðssonar (f. 1963) skynjum við nærveru fólks án þess að sjá það. Blautir sjóstakkar í skærum litum gefa til kynna erfiðisvinnu við misjöfn skilyrði. Í myndum Hrefnu Harðardóttur (f. 1954) má sjá athafnakonur á sínum eftirlætisstað. Konur sem eiga margt sameiginlegt en hafa þó ólíkan bakgrunn bæði bókstaflega og huglægt. Hörður Geirsson (f. 1960) notar votplötutækni frá lokum 19. aldar til að taka myndir af fólki á miðaldardögum á Gásum við Eyjafjörð og skapar þannig stemningu liðins tíma. Ine Lamers (f. 1954) myndar konu í kvikmyndaveri og fjallar um mörkin á milli veruleika og kvikmyndar. Wolfgang Tillmans (f. 1968) tekur myndir af fólki eða líkamshlutum í neðanjarðalestum í London. Fólk sem er á ferðinni á annatíma og tekur jafnvel ekki eftir því að það sé ljósmyndað.

Keep Frozen eftir Huldu Rósu Guðnadóttur í Píó Paradís

Keep Frozen eftir Huldu Rósu Guðnadóttur í Píó Paradís

Við minnum á sýningar Keep Frozen sem var heimsfrumsýnd á hinni virtu kvikmyndahátíð Visins de Reel í Sviss í apríl á þessu ári. Keep Frozen’ heimildarmyndin er hluti af stærra listrannsóknarverkefni Huldu Rósar Guðnadóttur en áður hefur hún sett upp innsetningu í blandaða miðla og gjörninga sem unnir hafa verið út frá fagurfræði hafnarinnar og í samstarfi við verkamenn á höfninni. ‘Keep Frozen part two’ var sett upp í Þoku gallerí undir sýningarstjórn Aldsíar Snorradóttur á Listahátíð í Reykjavík vorið 2014 og ‘Keep Frozen part four’ var sett upp á Listasafni ASI núna í febrúar. Aðrar sýningar tengdar verkefninu hafa verið settar upp í New York og Leipzig. Bók var gefin út um verkefnið fyrir tilstilli Norrænu Mennngargáttarinnar og Myndlistarsjóðs með framlagi annarra heimspekinga, sýningarstjóra og listamanna. Bókin fæst í Mengi í Reykjavík.
Handritshöfundar: Hulda Rós Guðnadóttir, Helga Rakel Rafnsdóttir, Hinrik Þór Svavarsson

Á kaldri vetrarnóttu siglir drekkhlaðinn frystitogari inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 20.000 fiskikassar, hitastigið er -35 C. Hópur manna hefur tvo sólarhringa til að tæma skipið.  Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega heyrum við sögur af karlmennsku og rómantík, gamni og dauðans alvöru.

Myndin verður í almennum sýningum í Bíó Paradís í tvær vikur frá og með frumsýningardegi sem var 18. maí. Fylgist með Keep Frozen fréttum á Facebook og Bíó Paradís

Meira um listamanninn: www.huldarosgudnadottir.is

Sýnd með enskum texta.

English

The documentary ‘Keep Frozen is a part of a larger art-practice-as-research project by Hulda Rós Gudnadóttir but earlier she has showed mixed-media installations and performances with a focus on the aesthetics of the harbour and in collaboration with harbour workers. ‘Keep Frozen part two’ was curated by Aldis Snorradottir and shown at Thoka gallery as part of Reykjavik Art Festival in the spring of 2014 and ‘Keep Frozen part four’ was exhibited at ASI art Museum this February. Other exhibitions belonging to the Keep Frozen series have been shown in New York and Leipzig. A book publication about the project was released last year by support of the Nordic Culture Point with contributions from philosophers, curators and other artists and is on sale at Mengi, Reykjavik and various book shops around Europe. (see www.huldarosgudnadottir.is).

The cinema film ‘Keep Frozen’ was premiered at the prestigious film festival Visions de Reel in Nyon, Switzerland in April this year.

English subtitles

In the night and cold of the Icelandic winter, workers are organised around a trawler returning from deep-sea fishing whose holds are full of frozen fish. There are 20,000 crates of 25 kg to unload in 48 hours. The temperature in the fridge is -35°C and, on the quays, the snow crunches under big safety boots. The guys doing this work are tough. The slightest error, the slightest wrong move, could be an accident that costs them their lives.

In Keep Frozen they become virtuosos. The forklift trucks intersect as if in a dance, the crates seem incredibly light and float among the snowflakes. Here, the crude lamp lighting carves out the stage of a real ballet in which the setting, between the hangars of the docks and the fishing trawler, covered with a soft layer of snow, contrasts sharply with the harshness of the work. It is the sound that reminds us of their true status. In voiceover, their stories, disembodied as never linked to a particular man, evoke their lives beyond this scene. At the same time, it is this treatment that transforms this group of men into a real team, which is united, and which gives the strength of achievement.- Madeline Robert (Visions du Réel)

The film is shown in Bíó Paradís until the end of May. More about the film here: Facebook and Bíó Paradís

Listamannaspjall í Hafnarhúsi

Listamannaspjall í Hafnarhúsi

Listamannaspjall í Hafnarhúsi
Fimmtudaginn 19. maí kl. 18

Arnfinnur Amazeen ræðir við sýningarstjórann Bryndísi Erlu Hjálmarsdóttur um sýninguna Undirsjálfin vilja vel í D-sal Hafnarhússins.

Á sýningunni fjallar Arnfinnur um viðbrögð manneskjunnar við ógnum. Listamaðurinn telur að áherslan sem margir leggja á að rækta sál og líkama sé viðbragð við þeim hættum sem við teljum okkur búa við. Arnfinnur er búsettur í Danmörku. Þetta er fyrsta einkasýning hans í opinberu safni.

Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1.500, ókeypis er fyrir menningarkortshafa.

UA-76827897-1