Digital Dynamics – Nýjar birtingarmyndir listarinnar

Digital Dynamics – Nýjar birtingarmyndir listarinnar

Digital Dynamics – Nýjar birtingarmyndir listarinnar

English version

Sýningin Digital Dynamics – Nýjar birtingarmyndir listarinnar er haldin í tilefni að kynningu og útkomu bókarinnar Digital Dynamics in Nordic Contemporary Art, sem ritstýrt er af Tanya Toft Ag og gefin út af forlaginu Intellect Books. Margrét Elísabet Ólafsdóttir er höfundur kaflans „Visions and Divides in Icelandic Contemporarty Art“, en hún er jafnframt sýningarstjóri Nýrra birtingarmynda listarinnar. Sýningin og pallborðsumræður um sama efni, ber að líta á sem framhald af umfjöllunarefni kafla bókarinnar.

Á undanförnum áratugum hafa tölvur, forrit, stafrænar myndavélar fyrir ljósmyndir og hreyfimyndir, ásamt Internetinu breytt því hvernig listamenn skapa og setja fram verk sín. Á allra síðustu árum hafa samfélagsmiðlar opnað nýjan vettvang fyrir sýningu verka og víðtækari dreifingu en frumkvöðlar netlistarinnar gat nokkurntíma dreymt um. Kynslóðir listamanna sem hafa alist upp  með lyklaborð og leikjatölvur sem framlengingu af fingurgómunum, líta á sýndarveruleikann sem eðlilegt framhald af efnislegu rými.

Þau sjá tölvuleiki, sjónræn samskiptaforrit, vettvang skyndiskilaboða og persónulegar vefsíður sem opin rými fyrir útgáfu og kynningu á verkum sínum. Internetið hefur einnig gert listasöguna samstundis aðgengilega í gegnum myndir af listaverkum frá öllum tíma, sem afmáir sögulegar tímalínur og stigveldi milli áhugafólks og atvinnumanna. Á árdaga Internetsins var litið á það sem útópískt rými sem fljótlega umbreyttist í dystópískan suðupott að því er virtist merkingarlausra upplýsinga, sjálfhverfra auglýsinga, pólítísks áróðurs, almenns eftirlits og efnahagslegra róreiðu.

Engu að síður hefur anarkískt netkerfi hins dystópíska Internets varðveitt rými fyrir frelsi einstaklings, pólitískan aktívisma og gagn-menningarleg mótmæli. Sem stafræn hraðbraut er Internetið netkerfi sem greiðir fyrir flæði kóðara upplýsinga og hluta. Sem kóði er netið tæki og tungumáli, á meðal annarra tæknilegra tóla sem eru orðin hluti af verkfærakassa listamannsins. Netið er geymsluhólf fyrir margskonar viðfangsefni, sem hafa veitt ímyndarafli listamanna samtímans innblástur, og gefið verkum þeirra merkingu á undanförnum árum.

Listamennirnir sem eiga verk á vefsýningunni Nýjar birtingarmyndir listarinnar (e. Arts New Representations) hafi allir sótt innblástur á Internetið og efnisveitur þess. Ólík frumkvöðlum netlistarinnar eru þeir ekki uppteknir af því að vefa verk sinn í netið, heldur vinna þeir með vídeó, fundnar myndir, hljóð, vísindagögn, forrit, þrívíðar hreyfimyndir og skönnun, sem hægt er að greypa inn á ólíkar vefsíður eins og gert er á þessari sýningu.

Innihald verkanna snýr að efni eins og líkamsímynd, félagslegri stöðu, óöryggi, ótta, sambandi manns og náttúru, vísindagögnum og óhlutbundnu myndmáli. Verkin eru ljóðræn, pólitísk, húmorísk og vekja til djúprar ígrundunar á sama tíma og þau fara yfir mæri og leggja til nýjar birtingarmyndir listarinnar. Þátttakendur í sýningunni Nýjar birtingarmyndir listarinnar eru Sæmundur Þór Helgason, Anna Fríða Jónsdóttir, Hákon Bragason, Ágústa Ýr Guðmundsdóttir og Haraldur Karlsson.

Samhliða sýningunni verður sýnd upptaka af pallborðsumræðum, þar sem annar hópur ungra listamanna ræðir afstöðu sína til stafrænnar tækni og áhrif hinna stafrænu og síðstafrænu tíma á eigin listsköpun. Þátttakendur í pallborðinu eru Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Auður Lóa Guðnadóttir, Fritz Hendrik Berndsen og Freyja Eilíf.

Viðburðirnir eru styrktir af Nordic Culture Fund og Nordic Culture Point sem hluti af Digital Dynmics: New Ways of Art . Þeir eru skipulagðir í samvinnu við Artzine og Tanya Toft Ag.

Sjá nánar á vefsíðunni: digitaldynamics.art

Um listamennina sem eiga verk á sýningunni

Sæmundur Thor Helgason (f. 1986) starfar í Reykjavík, London og Amsterdam. Hann er einn af stofnendum HARD-CORE, félags sem frá árinu 2011 hefur unnið að þróun aðferðar við sýningarstjórnun sem byggir á algóritma ásamt því að reka netgalleríið Cosmos Carl. Árið 2017 stofnaði hann Félag Borgara (e. Fellowship of Citizens), sem hefur það markmarkmið að berjast fyrir borgaralaunum á Íslandi.

Hann starfar nú sem gestalistamaður hjá Rikjsakademie van Beeldende Kunsten í Amsterdam þar sem hann vinnur að verkum tengdum markmiðum Félags Borgara. Á Artzine sýnir Sæmundur Þór stiklu fyrir vídeóverkið Working Dead (2020), þar sem við sögu kemur kemur magagrófsþrýstibeltið Solar Plexus Pressure Belt™. Það er hannað af Sæmundi Thor í samstarfi við tískuhönnuðinn Agötu Mickiewicz og Gabríel Markan, sem gerði lógóið. Beltið hefur þann eiginleika að draga úr kvíða eins og þeim sem fjárhagsáhyggjur geta valdið. Vefsíða: saemundurthorhelgason.com

WORKING DEAD (2020) official trailer from Saemundur Thor Helgason on Vimeo.


Anna Fríða Jónsdóttir (f. 1984) starfar í Reykjavík og hefur sýnt verk sín bæði hér á landi og í. New York, Vín, Lichtenstein og Hong Kong. Verkið Thought Interpreter fjallar um það hvernig við skynjum áhrif frá öðru fólki og hvernig við tengjumst öðrum án þess að geta skýrt út hvernig.

Verkið stendur fyrir öll litlu skilaboðin sem við tökum við frá öðrum manneskjum í okkar daglega lífi, og hvernig við skynjum þessi skilaboð og söfnum þeim saman í eigin líkama. Verkið tengist einnig rannsóknum á því hvernig tilfinningar og merking geta haft áhrif á gerð vatnsmólekúla og hvernig við sem manneskjur  tökum við og sendum frá okkur þessar tilfinningar. Anna Fríða er með BA próf í myndlist frá Listaháskóla Íslands og MA próf í List vísindum frá Universität für die Angewandte Kunst í Vín. Vefsíða: annafrida.com


Ágústa Ýr Guðmundsdóttir (f. 1994) er búsett í London og starfar þar og í New York. Hún vinnur við gerð  þrívíddar hreyfimynda fyrir hljómsveitir og tískuhönnuði en gerir einnig eigin myndbönd  sem hún birtir á Instagram síðu sinni undir nafninu iceicebaby. Verk Ágústu Ýr fjalla um samfélagsmiðla, sjálfsmyndir og klámvæðingu og hvernig sjálfsöryggi getur unnið gegn staðalímyndum. Ágústa Ýr tók þátt í viðburðinum Waiting for the Tsunami (The New Circus) með Alterazioni Video við opnun sýningarinnar Time, Forward í V-A-C Foundation á Feneyjartvíæringnum 2019. Hún er útskrifuð frá School of Visual Arts í New York. Vefsíða: agustayr.com


Hákon Bragason (f. 1993) starfar í Reykjavík. Hann vinnur verk sín í sýndarveruleikarými sem áhorfendur ganga inn í með þrívíddargleraugum. Hákon sýnir verkið On a Branch þar sem hann skoðar nærveru fólks innan þrívíðs netrýmis. Ekki verður hægt að eiga í venjulegum samskiptum inni í rýminu og fær fólk aðeins að vita af nærveru annarra í gegnum fjölda laufblaða sem birtast á tré í miðju rýmisins. Verkið spyr spurninga um samskipti, tengsl og samskiptaleysi. Hákon hefur verið virkur í starfi listahópsins RASK collective frá því hann útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2019. Vefsíða: raskcollective.com/artists/hakon.html


Haraldur Karlsson (f. 1967) er búsettur í Osló og Reykjavík. Hann hefur sérhæft sig í gerð tilraunakenndra vídExit Visual Buildereóverka á síðustu tuttugu árum. Nýjustu verk hans byggja á segulómmyndum af heila og hjarta sem hann kannar á listrænum forsendum. Haraldur hefur lengi fengist við að blanda vídeómyndir á lifandi tónleikum og í streymi. Hann ætlar að streyma beinum videósnúningi á Facebook laugardaginn 13 júní kl. 21, sem síðan verður aðgengilegur á Artzine. Haraldur stundaði nám við fjöltæknideild Myndlista- og handíðaskóla Íslands, og við vídeólistadeild AKI (Academy of Arts and Industry) í Enschede, Holland, auk þess sem hann lagði stund á hljóðfræði og skynjarafræði (sonology) við Konunglega tónlistarskólann á The Hague (The Royale Conservatoire of the Hague). Vefsíða: haraldur.net


Pallborðsumræður

Upplýsingar um þáttakendur fyrir neðan.

Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar (f. 1977) býr og starfar í Reykjavík. Verk hennar fjalla um merkingu fylksins (e. matrix) frá sjónarhóli upprunlegra goðsagna og nútíma stafrænnar tækni. Fylkið ber að skilja sem hnitakerfi raunveruleikans sem einstaklingar ferðast um. Geirþrúður skoðar einnig staðfræði í innsetningum sínum og í gegnum myndefni sem hún viðar að sér úr opnum aðgangi á netinu. Hún stundaði nám við Listaháskóla Íslands, École nationale supèrieure des Beaux-Arts í París og við Konsthögskolan í Malmö.

Freyja Eilíf (f. 1986) býr og starfar í Reykjavík. Í verkum sínum framkallar hún myndir frá leiðslum inn af ólíkum vitundarsviðum og notar eigin hugbúnað sem verkfæri til að skoða ýmis óvissufræði. Hún innur verk í blandaða miðla og skapar uppsetningar staðbundið inn í hvert rými til að skapa samhljóm við þá skynjun sem hún fæst við herju sinni. Listræn rannsókn Freyju er innblásin af póst-iterneti og póst-húmanísma í listum, hugvísindum og dulvídinalegum fræðum. Freyja Eilíf útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2014. Hún stofnaði og rak Ekkisens Art Space á árunum 2014-2019 og rekur nú Museum of Perceptive Art.

Auður Lóa Guðnadóttir (f. 1993) býr og starfar í Reykjavík. Verk hennar byggja á goðsögum, bæði fornum og nýjum sem hún setur fram sem myndrænar frásagnir í litlum skúlptúr sem vísa í skrautstyttur. Myndheimur hennar er að mestu sóttur á Internetið sem hún notar sem uppsprettu verka sinna. Auður Lóa er með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands og hefur verið virk í íslensku listalífi undanfarin. Hún hlaut Hvatningarverðlaun Myndlistarráðs árið 2018.

Fritz Hendrik Berndsen eða Fritz Hendrik IV (f. 1993) býr og starfar í Reykjavík. Hann hefur áhuga á bæði meðvituðum og ómeðvituðum sviðsetningum í lífi, list og menningu. Í verkum sínum kannar hann þessi viðfangsefni í gegnum ólíkar skáldaðar frásagnir, t.d. í samstarfi við ímyndaða Fræðimanninn (e. The Scholar) sem er sérfræðingur í að horfa á heiminn í gegnum „Gráu slæðuna“ eins og hann kallar það, um leið og hann afhjúpar gráar og ljóðrænar hliðar lífsins. Verk Fritz Hendriks eru innsetningar, málverk, skúlptúrar, ljósmyndir og vídeó. Hann er með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands, og starfaði í átta mánuði hjá Studio Egill Sæbjörnsson í Berlín fyrir Feneyjartvíæringinn 2017.

Margrét Elísabet Ólafsdóttir sýningarstjóri


Aðalmynd/video með frétt er eftir Ágústu Ýr Guðmundsdóttur

Digital Dynamics – Nýjar birtingarmyndir listarinnar

Digital Dynamics – Arts New Representations

Digital Dynamics – Arts New Representations

The exhibition Arts New Representations opens on Saturday June 13th at 14:00 on the website of the online magazine Artzine (https://www.artzine.is). The exhibition is part of the presentation and publication of Digital Dynamics in Nordic Contemporary Art, edited by Tanya Toft Ag and published by Intellect Books. Margrét Elísabet Ólafsdóttir, the author of the chapter “Visions and Divides in Icelandic Contemporary Art”, is the curator of the exhibition. The exhibition and a panel on the same subject will follow up on the discussion of the book.

In recent decades computers, software, digital cameras for still and moving images and the Internet have transformed the way artists create and represent their work. More recently social media have offered platforms for representation, and a wide dissemination of art that early pioneers of net art could only dream of. Generations of artists that grew up with computer keyboards and game consoles on their fingertips, perceive the cyberspace as a natural extension of their physical spaces.

They see computer games, visual communication platforms, instant messengers’ platforms and personal web sites as an open space for instant self-publishing and promotion. On the other hand, the Internet has made art history immediately accessible through images of art works from across the ages’ that blurs historical timelines and hierarchies between amateurs and professionals. In its early days, the Internet was a utopic space soon to be transformed into a dystopic melting pot of meaningless information, narcist self-promotion, political propaganda, general surveillance, and economic chaos.

However, as an anarchic network the Internet dystopia has kept a space for individual emancipation, political activism and counter-cultural protests. As a digital superhighway the Internet is a network facilitating the flow of coded information and objects. As a code it is a tool and a language, among other digital technological tools which have become part of the artists’ toolbox. As a vast bank of subject material, the Internet has inspired the imaginary of contemporary artists and arts’ content in recent years.

The artists represented in the online exhibition Arts New Representations have all been inspired by the Internet and its broad contents in some way or other. They are not like the early net artists eager to weave their work into the net itself, but work with video, found images, sound, scientific data, software tools, 3D animation and scanning that can be woven into online platforms. Content wise their work touches on subjects such as body image, social status, insecurity, anxiety, human-nature connections, scientific data and abstract imaginary. Their works are poetic, political, humorous and deeply thought provoking as they transgress boundaries and propose new artistic representations.

The artists participating in the exhibition Arts New Representations are Sæmundur Þór Helgason, Anna Fríða Jónsdóttir, Hákon Bragason, Ágústa Ýr Guðmundsdóttir og Haraldur Karlsson.

Parallel to the exhibition a panel of young artists will discuss their position on digital technology and the impact of the digital and post-digital on their own art practice and on Icelandic contemporary art. The participants in the panel are Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Auður Lóa Guðnadóttir, Fritz Hendrik Berndsen og Freyja Eilíf.

This program is supported by Nordic Culture Fund and the Nordic Council of Ministers as part of Digital Dynamics: New Ways of Art. It is organized in collaboration with Artzine and Tanya Toft Ag.

See further information: digitaldynamics.art

The Participating Artists

Sæmundur Thor Helgason (f. 1986) Website: saemundurthorhelgason.com/

WORKING DEAD (2020) official trailer from Saemundur Thor Helgason on Vimeo.


 

Anna Fríða Jónsdóttir (f. 1984) Website: annafrida.com


 

Ágústa Ýr Guðmundsdóttir (f. 1994) Website: : agustayr.com


 

Hákon Bragason (f. 1993) Website: : raskcollective.com/artists/hakon.html


 

Haraldur Karlsson (f. 1967) Website: haraldur.net

Streaming starts at 9 PM 13. June 2020.


Digital Dynamics – Arts New Representations from Margret E. Olafsdottir on Vimeo.


 

Panel Discussion

Participants:

Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar (f. 1977)

Freyja Eilíf (f. 1986)

Auður Lóa Guðnadóttir (f. 1993)

Fritz Hendrik Berndsen / Fritz Hendrik IV

Margrét Elísabet Ólafsdóttir Curator


Featured Image/video: By Ágústa Ýr Guðmundsdóttir

Erling Klingenberg í Marshallhúsinu

Erling Klingenberg í Marshallhúsinu

Erling Klingenberg í Marshallhúsinu

Yfirlitssýningin Erling T.V. Klingenberg er nú til sýnis í Marshallhúsinu. Hún inniheldur verk frá síðastliðnum 25 árum af ferli Erlings. Erling er einn stofnandi gallerísins Kling & Bang sem nú er í Marshallhúsinu og hefur verið virkur þátttakandi í listasenunni á Íslandi sem og erlendis í þau ár sem tímabil sýningarinnar gefur til kynna.

Í verkum sínum og á hinum mismunandi tímabilum sem sýningin spannar tekst Erling á við hin ýmsu þemu. Eitt af þemum sýningarinnar er sjálfskoðun þess að vera listamaður og samhengi listamannsins. Í því þema birtast mér ýmsar skírskotanir til sálgreiningar og karlmennskunnar í hreinni mynd, út frá sjálfi Erlings.

Í mörgum verkunum, ef ekki öllum, tekst Erling á við sjálfsskoðun í gegnum húmor, einlægni og kaldhæðni. Kaldhæðnin spilar sterkan sess í einlægri sjálfshæðni sem virkar vel og er fyndin í verkunum. Til að mynda er það sterkt í verkum Erlings að bendla sjálfan sig við aðra listamenn, bræða sér jafnvel saman við þá eins og sjá má í verkinu á myndinni hér að ofan. Í því er Erling búinn að steypa/blanda andlitu sínu saman við andlit annarra listamanna og fólks innan listasenunar sem hann lítur upp til. Þar af leiðandi kemst hann nær þeim, máir út skilin á milli sín og þeirra – verður þau. Sjálfsmyndin er þannig þanin út fyrir hann sjálfan og er það auðvitað drepfyndið.

Í sama rými er Erling búin að setja upp borð með munum eftir ýmsa fræga listamenn. Rannsókn á myndlistarmönnum. Einskonar safngripum sem hann hefur gripið með sér og safnað að sér í gegnum tíðina, þar eru hlutir sem listamenn hafa snert eða átt, til dæmis vínglas sem Jeff Koons drakk úr og sokkur sem Ragnar Kjartanson átti einhvern tímann. Yfir því tróna myndir af Erlingi sjálfum og lítið rautt skilti stafar Erling Klingenberg. Bendlunin er algjör. „Sjáðu hvað ég hef hitt marga fræga listamenn og það gerir mig milliliðalaust meira frægan sjálfur,“ virðist verkið segja. Á meðan er staðsett til hliðar við borðið myndband af fólki sem allt segir nafn hans „Erling Klingenberg“ og má líta á sem einskonar tilraun til að staðfesta tengingu hlutana við hann sjálfan í undirmeðvitundinni. Það er ekki hægt að skoða hlutina án þess að hugsa um Erling Klingenberg enda myndi það ganga gegn tilgangi verksins.

Útþennsla sjálfsmyndarinnarinnar og afmörkun hennar birtist því sem þema í báðum verkunum, hver er ég án tenginar eða samanburðar við aðra? Virðist listmaðurinn spyrja. Hver er listamaðurinn án samhengis? Og er mögulegt að skapa þetta samhengi sjálfur? Í gegnum eitthvað eins ómerkilegt og sokk? Án þess samanburðar sem er eða virðist oft vera órjúfanlegur hluti túlkunar á list?

Andstætt þessu verki hanga andlitsgrímur af honum sjálfum sem upphaflega þjónuðu þeim tilgangi að vera fyrir sýningargesti til þess að þau gætu orðið hann sjálfur. Eins konar speglun á sér stað í verkunum, hann speglar sig og myndar úr sér mót af sjálfum sér. Endurskapar sjálfan úr vaxi, Tvífarinn, og nær þannig að búa til sjálfan sig út fyrir sig sjálfan, skoðaðan frá grímum, afmyndunum af honum sjálfum. Þetta minnir óneitanlega á hugmynd Lacans um The Mirror Stage þar sem sjálfsmyndin tekst á við að vera eitthvað til á öðrum stað í rýminu, innan spegilsins og fer að rýna í þennan dualisma. Hér er ég í líkama mínum og þarna sé ég mig í speglinum. Manneskjan verður tvöföld og áhuginn beinist út fyrir okkur sjálf til að líkamsmyndin okkar verði hluti af sjálfskilningi okkar og skoðun.

Verkin eru pöruð á Nýlistasafninu með rauðum vegg sem inniheldur gylltum ramma með silfurlitum striga sem ber nafnið Föstudagurinn langi. Ómögulegt er að spegla sig í verkinu en það er jafnframt ekki hægt að segja að verkið eigi að vera spegill. Spegillinn getur verið falinn í hverju sem er, en það er ekki hægt að spegla sig í hverju sem er.

Tvíhyggja spegilmyndarinnar á sjálfsmynd og líkama má einnig sjá í It‘s hard to be an Artist in a Rockstar Body þar sem sjálfmynd listamannsins sem listamaður skoðar sjálfan sig út frá líkama sínum sem rokkstjarna. Þar sem þessi tvö element eru rist í sundur og sjálfsmyndin passar ekki endilega við það sem birtist í speglinum sjálfum – Rokkstjarnan sem við þráum öll að einhverju leyti að vera.

 

Bendlunin heldur áfram í annarri mynd í Kling & Bang en þar sprettur svipað þema upp í verkinu Ég sýni ekkert í nýju samhengi sem er endurmynd af annarri sýningu, eftir aðra listamenn, sem hefur átt sér stað á öðrum stað í öðru rými. Nú á öðrum tíma í Kling & Bang. Skopstæling uppsetningarinnar felur þannig í sér einhversskonar grín að listinni og listheiminum en einnig honum sjálfum. Hver er frumleikinn? Enginn og þannig á það að vera. Það sem frumlegt er, er ekki til heldur eingöngu þversögn eða tálsýn.

Líkamleikinn fær svo meira pláss í sýningarrými Kling & Bang svo sem, Skúlptúr fyrir skapahár, Kóngur, Grafið og Skapa-sköpum, hafa það sameiginlegt að vera alveg gríðarlega fallísk.  Áhorfandi setur sig inn í hugarheim og sköpunarverk Erlings Klingenbergs og heim hans sem karlmaður og hann ræðir sínar fallísku upplifanir opinskátt með öðrum karlmönnum. Karlmennskan nær þannig ákveðinni hæð í sýningunni sem getur verið stuðandi. Yfirtaka á rýminu er hluti af því karlmannlega, því hugvitslega (sýningarskráin) og innan listsköpunarinnar sjálfrar. Á hinn boginn má sjá hana frá því sjónarhorni að hún er opið boð til þess að skoða hin fallíska sköpunarheim Erlings Klingenbergs. Því hann er jú með fallus og er mótaður af sinni upplifun sem karlmaður í umhverfi sem er oftar en ekki mjög karlmiðað.

 

Eina tilraunin sem gerð er til að breiða yfir þetta fallíska sjónarhorn má finna í inngangi sýningarskránnar sem skrifaður er af Dorothee Kirch þar sem hún segir: „Ég er ekki hrifin af sjarmerandi karlkyns listamanninum […]  þessum sem virðast greiða yfir ýmislegt með yfirþyrmandi narsissískum persónuleika og áorka hluti með því að vera mjög sjarmerandi og mjög karlkyns og alltof of oft mjög óviðkunnalegir. … Þá er Erling það einfaldlega ekki.“ Inngangurinn er til að mynda eini texti sýningarskránnar sem skrifaður er af konu en samanstendur af ellefu textum eftir menn sem hafa misjafnar tengingar við listamanninn. Þrátt fyrir að Erling sé viðkunnalegur, að sögn Dorothee, þá segir það ekki allt sem segja má um þetta fullkomna pulsupartý sem sýningarskráin er (en hefði ekki þurft að vera). Hver og einn áhorfandi/lesandi verður þar af leiðandi að dæma fyrir sig hvað þeim finnst um sýninguna sjálfa, sjálfskoðun listamannsins og karlmennskuna sem birtist í henni, óháð því hvernig persónuleiki Erlings sé.

Á köflum er sýningarskráin  alvarleg, tekur sér alvarlega, mögulega of alvarlega. Þó eru textarnir marvíslegir (eins og verkin) og stundum er hún er full af sjálfsháði, nákvæmlega eins og sýningin er sjálf. Sýningin er einlæg háði sínu á karlmennskunni. Nær ákveðnum tón af kaldhæðni í garð þessarar sömu karlmennsku sem virkar og er fyndin. Húmorinn er greinilega það sem Erling beitir í sköpun sinni og finna má í yfirbragði sýningarinnar sjálfrar. Það nægir þó ekki að fela sig bakvið húmor og kaldhæðni. En sýningin gerir það ekki og gerir það samt á sama tíma – hún er tvíhliða. Tekur sér stöðu beggja vegna  kaldhæðni og alvara. Sýningin er einlæg í karlmennskunni jafnvel það einlæg í henni að hún er berskjölduð og þolir því umræðu um þessa sömu karlmennsku sem í henni birtist.

Tvinna má saman þau tvö þemu sem ég hef rætt hingað til og leyft þeim að tala saman. Í heildina er sýningin samtal um sjálfsímynd, útþennslu sjálfmyndarinnar, spegilsins og sjálf Erlings Klingenbergs sem listamanns í ákveðnu menningarrými og tímabili. Karlmennska er því óneitanlegur hluti af þessari sjálfsmynd og veru hans í listheiminum. Hún getur virkað sem spegill listamannsins við hið víðara samhengi sem samfélagið okkar býr og þrífst í.

 

Eva Lín Vilhjálmsdóttir 

Photo credits: Vigfús Birgisson

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest