Segulkraftur litanna – Sýning Kees Visser í BERG Contemporary

Segulkraftur litanna – Sýning Kees Visser í BERG Contemporary

Segulkraftur litanna – Sýning Kees Visser í BERG Contemporary

Litaverk hollenska listamannsins Kees Visser blasa við inn um glugga BERG Contemporary. Ferkantaðir fletir í mismunandi stærðum og litum, hengdir upp á kerfisbundinn hátt á hvíta veggi gallerísins. Í öllum sínum einfaldleika kalla verkin út og vekja forvitnina. Það er nefnilega ekki allt sem sýnist, eitthvað sem ekki stemmir en augun þarfnast tíma til að greina hvað það er. Verkin, sem í fyrstu virðast fyrirsjáanleg, leyna á sér. Hornin eru ekki alveg níutíu gráður og fletirnir eru hvorki einlitir né flatir. Það er fyrst þegar við erum komin inn fyrir dyrnar í nálægð við verkin sem byrjum að taka eftir hvað leynist undir yfirborðinu.

Það er nefnilega oft þannig að til þess að eitthvað komi okkur á óvart, þurfum við fyrst að vera sannfærð um að eitthvað sé á ákveðna vegu. Þetta kristallast í verkum Kees, sem óhætt er að kalla einstaklega nákvæman listamann. Eiginlega er honum best lýst sem kerfisfræðingi. Hann hellir sér yfir viðfangsefnið í fleiri, fleiri ár. Skoðar það í krók og kima og úr verða umfangsmiklar verkseríur unnar af vísindalegri nákvæmni. Þekkt eru meðal annars fléttuverkin hans og rimlaverkin, en í BERG Contemporary má sjá afrakstur rannsókna hans á litrófinu og geómetrískum formum undir yfirskriftinni Í djúpi litanna: Ný verk eftir Kees Visser.

 

Kannanir sem hann sökkti sér í við byrjun níunda áratugs síðustu aldar. Hvar sem Kees drýpur niður fæti er kerfisbundin nálgun hans augljós: Allt frá aðferðunum sem hann beitir til að skapa verkin og uppröðun þeirra í rýminu, til miðlunar verkanna á prenti og á alheimsnetinu. Allt á sinn rétta stað og það er einmitt í þeirri vissu sem hið ófyrirsjáanlega læðist inn. Undirrituð dirfist nefnilega að halda því fram að þetta nánast áráttukennda skipulag, sem er svo yfirþyrmandi, sé ekki aðeins leið listamannsins til að halda utan um ævistarfið heldur snilldarlega úthugsuð leið til að koma áhorfendum á óvart. Þegar allt er fyrirfram útreiknanlegt eru hin minnstu fráhvörf mun meira áberandi. Þar með sá örskekktir ferhyrningarnir efa í huga áhorfenda og biðla til þeirra um að staldra við. Skoða nánar og demba sér inn i verkin. Þetta smávægilega en óvænta brot á lögmálum rúmfræðinnar vekur forvitni áhorfenda og geómetrísku formin, sem við þekkjum öll eins og lófann okkar og eyðum sjaldnast tíma í, hverfast á rönguna. Við förum að taka eftir áferð yfirborðsins, hvernig ljósið fellur á það og brýtur upp litina. Tilraun þeirra til að ná út fyrir útlínurnar og skapa þannig látlausa hreyfingu í verkunum. Öll hugsun beinist að skynjuninni. Hvernig sjónin okkar virkar og hvaða áhrif litir hafa á okkur.

Í tungumálinu okkar notum við liti sem verkfæri til að lýsa hlutunum í kringum okkur. Litir eru lýsingarorð sem lýsa eiginleikum einhvers annars fyrirbæris en þeirra sjálfra. Himininn er blár og bollinn sem ég drekk svart morgunkaffið úr er rauður. Eftir þessa fullyrðingu er ég samt engu nær um hvaða fyrirbæri blái, svarti eða rauði liturinn eru eða hvernig við upplifum nákvæmlega þessa liti. En í þeim verkum Kees sem nú eru til sýnis í BERG Contemporary eru litirnir í sviðsljósinu sem skynræn fyrirbæri utan tungumálsins. Hann bregður litunum bókstaflega undir sjóngler. Á sýningunni er að finna yfirlitstexta Jón Proppé , prentuðum á A4 blöð sem hægt er að grípa með sér þegar gengið er inn í rýmið, annars eru engin verkskilti eða annar texti sjáanlegur. Bara litafletirnir sem um leið og byrjað er að gefa þeim gaum byrja að dansa fyrir augunum.

Verkin á sýningunni eru nefnilega allt annað en einlit. Á fletinum mætast ýmsir tónar sem úr fjarlægð virðast einróma, en þegar við færum okkur nær opnast heill heimur af slagföstum litahrynjanda. Enda eiga litir miklu meira skylt með tónlistinni en tungumálinu.

Sýningin Í djúpi litanna spannar að mestu nýleg verk frá síðustu tíu árum, unnin á pappír með aðferð sem er einkennanndi fyrir listamanninn: Síendurteknum málningarstrokum sem mynda með tímanum kornótta kristalsáferð. Aðeins tvö verk sýningarinnar skilja sig þar úr. Fyrsta verkið er Rimlaverk frá 1988 (Sjá aðalmynd með grein), með glanslakkaðan ramma utan um rimla í mjúkum og hlýjum grá- og rauðtónum. Þetta verk er nokkurs konar kveikja sýningarinnar – Útgangspunktur pappírsverkanna. Með rimlaverkunum leysti hann kreppu málverksins, sem á þeim tíma þótti fyrirsjáanlegur og staðnaður miðill. Afskornir kantar og truflun á fjarvíddinni. Rofnir og þrívíðir fletir sem teygja sig út fyrir og á bak við kantana. Hitt verkið sem sker sig örlítið úr er að finna á efri hæð gallerísins. Það er verkið SÚM Colour-Ring frá 1992 sem samanstendur af hundrað sextíu og sex sléttmáluðum trefjaplötum, þá hengdum upp á reglubundinn hátt á dreif um salinn. Í dag hefur plötunum verið raðað saman í tvo stærri fleti, sem styrkir þá upplifun að verkin sem eru til sýnis í BERG Contemporary séu eins konar uppskera vinnu sem hófst fyrir löngu síðan.

Kees, sem er sjálflærður, kom fyrst til Íslands árið 1976 eftir að hafa séð sýningu á verkum Kristjáns og Sigurðar Guðmundssona í heimabæ sínum Haarlem í Hollandi. Sama ár hélt hann sína fyrstu sýningu í SÚM-salnum og síðan hefur hann haft annan fótinn á Íslandi og tekið virkan þátt í listsenunni hér. Meðal annars tók hann þátt í stofnun Nýlistasafnsins árið 1978. Í djúpi litanna er fyrsta einkasýning hans í BERG Contemporary. Þrátt fyrir orðleysið eru verkin á sýningunni alls ekki hljóðlát. Þau draga okkur að sér og hvísla til okkar leyndarmálum um litina. 

Sunna Ástþórsdóttir


Sýningin stendur yfir til 6. október.

Ljósmyndir: Vigfús Birgisson
Birtar með leyfi BERG Contemporary og listamannsins.

Frekari upplýsingar: BERG Contemporary

Disbelief – An Interview with Dan Byers

Disbelief – An Interview with Dan Byers

Disbelief – An Interview with Dan Byers

Having recently arrived from a trip to the United States, elements of the political climate were pretty unsettling and fresh on my mind. The newly opened exhibition at i8 gallery, Seeing Believing Having Holding: A Late Summer Show of Five American Artists organized by Dan Byers, immediately spoke to this sense of being unsettled and of the disconnection between what you read in the news and the reality of the situation. The title of the exhibition spoke to this sensation especially. Even the added addendum – a late summer show of five American artists – implied that it was the end of a season (or an era) and it was now time to return to a new arrangement of our basic sense perceptions with the help from the studios of artists working in a variety of mediums from all over the US: Kelly Akashi (Los Angeles, CA) Kahlil Robert Irving (St. Louis, MO), Michelle Lopez (Philadelphia, PA), B. Ingrid Olson (Chicago, IL), and Daniel Rios Rodriguez (San Antonio, TX).

In an interview with the Dan Byers, he filled me in on how these nuances inspired the exhibition.

Dan Byers: I think you are definitely picking up on things I was thinking and feeling. That is how the show came about: through an intuitive sense of artists I was interested in and a broad confusion between sight and touch. When Börkur and I first started talking about the show we were going to do something political that touched on the situation in America. However, the exhibition became something that addressed in very visceral terms what it feels like to be in America right now, which is really scary, unsettling, and destabilizing.

I walked back from that feeling towards work that was more metaphorical in the way it contains those confrontations and engagements but perhaps not explicitly engaging in them. The idea of ‘late summer’ came up because these summer group shows that are usually an opportunity to be light and playful. It certainly has that bit of late summer, like you said, a feeling of harvesting and getting back to organizing all the changes that happened over the summer, but it also has connotations of late empire and this moment where the shadows are longer and there is this anxiety that starts to creep in. It’s a bit playful that I’m putting ‘American artists’ in the title. I was hesitant because a lot of artists don’t like to be identified by their nationalities. It always has problematic connotations but at the same time, it is five young American artists from all over the country. As an American and an American curator, it feels important for me to let people know that there are things happening all over the country and that it’s a big country and people are doing things all over the country, responding to a specific vernacular and responding to what is happening. That is all part of a subtext to the show.

Seeing Believing Having Holding (exhibition overview)


Kelly Akashi: Curled Lifeform, 2018


B. Ingrid Olson: Vertical Column Whet Girdle, 2017
B. Ingrid Olson: Note (Kiss the architect on the mouth and paint a black stripe laterally across her forehead), 2018

All of a sudden these more process-based ideas around the confusion of touch and vision, sight and sense began to take on more political dimensions in terms of the skepticism of fact right now and the way in which fake news and even in my own disbelief when I wake up in the morning and read the headline news. I think to myself that this can’t actually be happening but it is very much happening so all of the sudden this idea of trying to confirm what you see with another sense is very prevalent. I think touch is the most affirming sense if we had to rank them although they each have their own qualities.

Daniel Rios Rodriguez: Snake Theory, 2017


Overview of works by Daniel Rios Rodriguez.

So this idea that the visual has its own tactile dimension to it is the thing that brings the works in the show together. They are images that have to be touched and even the things that have photographic processes come about through contact with a thing like Kelly Akashi’s photographs. They are a photogram of light through an object so it has a sculptural dimension to it. A lot of them are sort of hand-held and have that relationship to the body in a way. I think bodies feel very vulnerable right now on many levels as they are being attacked by society and by the government. I think that sense of corporeal vulnerability is also something I was thinking about throughout the works in different ways.

Erin: There are so many points that the exhibition touches on that are all so relevant right now. Just walking here and noticing how people are in a crowd and just looking down at their phone with a festival going on around them. I was just thinking about that as I arrived how no one is really anywhere they actually are.


B. Ingrid Olson: Splayed Corner, endless room, 2018

Michelle Lopez: C3PO, 2008

Dan: Right, and this sense of receding into ourselves that is very much aided by the phone and by that posture which alludes to the fact that all of these works are very much studio-based works. These are artists who have studio practices so there is a retreat that is inherent in making these objects that is necessary to have an engagement with the outside world. That sense of the studio space of making physical, trial and error work that is very handmade is very different than work made on the street that is external, relational, social, or all of these things. I think these works all have a very political dimension but it is filtered through the subjectivity of that specific person and that specific hand before it goes back out into the world.


Kahlil Robert Irving: Small block – Mixed Melodies (Jason Stockley can’t run, Google Scroll), 2018


Kahlil Robert Irving: Compacted Grit & Glamour, 2018

I always think of Philip Guston in the 1960s retreating to his studio in Woodstock, New York and making these incredibly radical political paintings that could only be made at a distance from where all this trauma was happening. That tradition I feel is easy at this very precarious political moment. I have to say I’ve never been to more political protests than in the past year. There is this sense that if you’re not showing up then you really have to question what you are doing with your time. I think with this work there is a sense of safety in your privacy where the work is made before it goes out in the world. I love the fact that this gallery has huge windows visible from the street and people interact with it like a storefront as a place of commerce but also the social realm and that sense of transparency has been great for the show.

Erin: I was also thinking about how the exhibition gives an accurate visceral sense of what it feels like to be in America right now that, in my experience, is not easy to convey. I could go on a lot of tangents with this.


B. Ingrid Olson: Kiss the architect on the mouth, 2018

Seeing Believing Having Holding (exhibition overview)

Dan: Living in Cambridge, Massachusetts in this elite, liberal enclave under Obama I could feel self-conscious of being protected in a way, but now I’m quite happy being in a democratic area, although we definitely have Trump supporters in Massachusetts. I have to say there is a sense of safety. On the day he was elected, there was an immediate correlation in Boston of racist graffiti and people being harassed. There was a total cause and effect and people suddenly felt they had permission and were emboldened to do this. I think that sense of what one does with their personal lives becomes more poignant. I think with these artists there is a sense very much of the specific lived corporeal, subjective, psychological experience of each person and that sense of the intimate and the personal. Even if the show isn’t about politics or Trump you can look at how the show is about the every day of this moment.

Erin: I think this turning inward towards very intimate perceptions is becoming obviously more and more a place where we can find truth, something that is starting to be talked about more openly. This can be seen in the return to craft in the show; I see these delicately balanced objects and porcelain pieces.

Dan: Yes, I think that and the strength of having ones’ own place in the world when you turn to face the world. You have to tend your own garden before you can turn outwards and I think it does feel like one wants to have things settled with yourself so you can be a strong presence out in the world and behave in a way that feels brave to the situation. Everyone is going about their daily business and has their jobs, lives, relationships, but there is this constant drumbeat. It is always about trying to figure out how to balance how much you engage with it and how much you do your own thing.

Erin: Do you have a background in art practice?

Dan: I have an undergraduate degree in studio art and usually, when I do a studio visit with an artist I have obviously the knowledge I gained from working in galleries and museums, but my initial engagement is as someone who is thinking about what it means to make those decisions in the studio. These decisions are around materials and what the conceptual implications of those choices might be and how hard or easy it is do something. In some ways, this is much more close to my initial engagement because I am just as interested in how the work was made influences what they mean.

Erin: The materiality of the work and the actual physical space in which it exists in the exhibition really works as a metaphor with our own bodies in the way that the visitor has to really navigate the space with all the senses. With the disbelief of the material being one of the major metaphorical gestures being made in the show, I think you have definitely found a way to capture part of that aesthetic reality of this moment.

Erin Honeycutt


Seeing Believing Having Holding: A Late Summer Show of Five American Artists will be on view until October 27th at i8.

Photo Credit: Helga Óskarsdóttir
All photos are from the exhibition Seeing Believing Having Holding
Courtesy of the artists and i8 Gallery, Reykjavik

Jaðar ímyndunaraflsins

Jaðar ímyndunaraflsins

Jaðar ímyndunaraflsins

Um þessar mundir sýnir Anna Líndal verkið Jaðar (2000) á sýningunni Geographies of Imagination á SAVVY Contemporary í Berlín. Verkið var fyrst sýnt í sinni endanlegu mynd á Gwangju tvíæringnum árið 2000 eftir að hún hafði verið búin að vinna að því í tvö ár og hefur síðan verið sýnt í hinu ýmsu samhengi víða um heim. Verkið er vídeóskúlptúr sem er einskonar innsetning í heimilislega IKEA hillu með fjórum sjónvörpum sem sýna sitthvort vídeóið. Eitt vídeóið sýnir upptökur Önnu af eldgosi í Grímsvötnum árið 1998; annað vídeó sýnir upptöku hennar í fyrstu ferð hennar með Jöklarannsóknarfélaginu í Grímsvötn skömmu áður og sýnir vísindamenn að störfum; þriðja vídeóið sýnir hennar eigin fætur busla í vatni út í náttúrunni; og síðasta vídeóið sýnir stúlku á fermingaraldri lesa upp úr Njálu. Á hillurnar er síðan raðað plöntum og ýmsum kunnuglegum skrautmunum eins og fjölskyldumyndum í römmum, styttum af rjúpum og selum og glerjuðum keramikskálum eins og þekkist víða á íslenskum heimilum.


Gestur virðir verk Önnu fyrir sér.

SAVVY Contemporary er merkileg listamiðstöð sem lítur frekar á sig sem rannsóknarstofu en sýningarstað. Með 27 þverfaglega starfsmenn í teyminu og þar af þrjá listræna stjórnendur skilgreina þau starfsemi sína sem vettvang til könnunar á hvað það sé sem byggir undir viðhorf um hvað telst vestrænt og hvað ekki. Markmiðið er að skilja betur og afbyggja hugmyndafræði og hugmyndir sem liggja að baki slíkum viðhorfum. Í þessu samhengi staðsetja þau SAVVY sem stað fyrir þekkingarfræðilegan fjölbreytileika og hafa lagt mikla áherslu á afbyggingu nýlenduhugsunar í þeim fjölmörgu verkefnum, úgáfum og sýningum sem þau hafa staðið að.

Sýningastjórarnir Antonia Alampi og Bonaventure Soh Bejeng Ndikung sem jafnframt eru bæði listrænir stjórnendur SAVVY Contemporary ásamt Elena Agudio. Í bakgrunni sést opnunarverk sýningarstjóranna sjálfra.


Foropnunargestir hlusta á opnunarræðu sýningastjóranna Antonia Alampi og Bonaventure Soh Bejeng Ndikung. Í bakgrunni sést opnunarverk sýningarstjóranna sjálfra.

Hér á landi er það helst listahátíðin Cycle sem hefur tekið sér þá stöðu að vera svipuð rannsóknarstofa með þriggja ára þverfaglega dagskrá sem hófst í fyrra og tekur inn samfélagsleg, pólítísk og akademísk sjónarhorn í rannsókn sinni á fyrirbærunum nýlenda, þjóðernishyggja, samheldni og hverjir fá að vera með. Í samhengi Cycle hefur m.a. verið skoðað hvernig menningarsagnfræðingurinn Ann-Sofie Gremaud hefur borið kennsl á Ísland sem dullendu í nýlegri doktorsritgerð sinni og það ástand jafnframt skoðað í samhengi við reynslu annarra á hinu Vest-Norræna svæði. Hugtakið dullenda er þýðing á hugtaki mannfræðingsins Michael Herzfeld og vísar í óljós mörk eða grátt svæði í nýlendu- og menningarsögunni þar sem staða nýlendunnar eða fyrrum nýlendurnar er ekki alltaf mjög skýr. Með því að koma með þessa umræðu inn í íslensku samtímalistasenuna hefur Cycle unnið mikið afrek.

Anna Líndal ásamt myndlistarkonunum Huldu Rós Guðnadóttir til vinstri sem búsett hefur verið í Berlín í um áratug og Rebecca Moran sem dvelur í Berlín í um nokkurra mánaða skeið.

Opnunargestir dvelja í verki Önnu Líndal Jaðar frá árinu 2000.

Hingað til hefur það almennt verið feimnismál að skoða Ísland og Norðvestrið í samhengi eftirnýlendukenninga. Veruleiki Norðvestursins hefur ekki verið tekinn inn í atburði tengdum skoðun á eftirnýlendutímum innan Evrópu jafnvel þó opnast hafi fyrir að slíka skoðun annars staðar í Evrópu. Árið 2016 þegar aðstandendur írska tvíæringsins Eva buðu sýningarstjóranum Koyo Kouoh að setja upp sýningu sem rannsakaði eftirnýlenduástand á Írlandi þá voru nágrannarnir í norðvestri ekki teknir með svo dæmi sé tekið. Still (the) Barbarians var áhugaverð sýning þar sem reynsla Íra var í fyrsta skipti skoðuð sem nýlendu- og eftirnýlenduástand í samhengi við reynslu Afríkubúa og var mikil eftirsjá að ekki hefði verið ákveðið að skoða fyrirbærið í stærra Vestnorrænu samhengi.

Geographies of Imagination er hluti af stærra rannsóknarverkefni SAVVY Contemporary Dis-othering: Beyond Afropolitan and other labels sem er samstarfverkefni SAVVY við Bozar safnið í Belgíu. Það er mikil ánægja að sjá að SAVVY ákvað að taka íslenskt verk með í sýninguna. Þetta er líklega í fyrsta skipti sem stofnun sem helgar sig eftirnýlendurannsóknum í víðu alþjóðlegu samhengi gerir slíkt. Í sýningunni Geographies of Imagination gefur að líta verk eftir 17 listamenn sem flestir tengjast afrísku listasenunni eða afrísku díasporunni ásamt nokkrum öðrum sem fjalla um framandgeringu á sjálfum sér í því samhengi sem þau búa eða réttara sagt afbyggingu á þessari framandgeringu.

Í bakgrunni sést verkið Estonian Race eftir myndlistarkonuna Tanja Muravskaja. Í forgunni verk myndlistarmannnsins Oscar Murillo.

Sýnendurnir eru flestir virkir í alþjóðlega myndlistarheiminum með þátttöku í hinum ýmsum tvíæringnum og sýningum eins og Dokumenta. Í umfjöllun sinni um Jaðar eða Borders (2000) í sýningarskránni vitna sýningastjórarnir beint í Önnu Líndal sem segist sjá IKEA hilluna sem tákn heimilisins sem stofnun og rýmis þar sem menningarskilyrðing á sér stað og birtist. Sýningarstjórarnir sjá tengsl þar á milli og innrás náttúru og menningar inn í einkalífið á heimilinu eins og það birtist í verkinu. Fyrir þeim fjallar verkið um leit að sjálfsmynd í gegnum náttúru, vísindi og hefðir og alltaf með djúpri meðvitund um sjálfið í þessum raunverulegu eða ímynduðu rýmum. Verkið sé ákveðið ferli sem tengist rannsókn á sjálfsmynd og rými þar sem listamaðurinn skoðar tengsl sín við náttúruna, greinir vísindalegar aðferðir og nálganir á þessa sömu náttúru og hvernig þesar ólíku nálganir stjórnunar og stjórnleysis takast á.

Sjáf nálguðust sýningarstjórarnir sitt hlutverk með því að teikna upp línulegt kort á gangana í inngangi sýningarinnar sem sýnir kortafræðilegt vald í gegnum aldirnar og gerir þannig sýnilega menningarlega, pólitíska og sálfræðilega þætti sem byggðu undir framandgeringu stór hóps mannkyns. Í greinargóðum sýningartextanum sem fylgir sýningunni komast þau að þeirri niðurstöðu að framandgering snúist ekki um hvað sér öðruvísi í sjálfu sér eða mikilvægi þess heldur snúist þetta alltaf um vald og valdbeitingu. Það að leggja áherslu á það ólíka sé tæki til að fremja arðrán – til að stjórna – og þetta hafi í raun skipt heiminum í tvennt, hina ríku og hina fátæku. Segja má að síðan Ísland var ekki lengur skilgreint sem þriðja heims land árið 1974 höfum við sem samfélag verið í miklu kapphlaupi til að komast í ríka hópinn. Í hóp valdhafa jarðarinnar. Að koma hlutunum undir stjórn.

Stór hluti af þessu kapphlaupi hefur verið að gleyma fortíðinni eða réttara sagt búa til sögu um hana sem hentar stjórnanda. Í því verkefni passar ekki að bera sig saman við aðra en aðra valdhafa sem við viljum líkjast sem mest. Þessu hefur að sjálfsögðu fylgt hinar ýmsu mótsagnir. Við erum hinsvegar ekki einstök með okkar reynslu af því að hafa verið undirokuð af nýlenduherrum og getum lært margt með því að vera í samtali við fólk með sambærilega reynslu.

Það sem sýningarstjórarnir eru að reyna að gera með sýningunni er að skoða hvernig ímyndunaraflið hefur verið notað til að framandgera, hvernig landafræði hefur verið notuð sem valdtæki og hvernig vilji til valds er kjarninn í framandgeringunni. Þannig sjá þau sýninguna sem rými fyrir listamenn að koma saman og vefa mögulegar leiðir til að svara spurningunni um hvernig við getum sem mannkyn fundið til samheldni sem nær lengra en til okkar nánasta hóps, til mannkyns alls, eða jafnvel til jarðarinnar sem heild. Hvernig getum við stoppað þráhyggju okkar fyrir því að vilja eiga og stjórna öðrum? Hvernig getum við komist út úr þægindaramma þess að framandgera aðra?

Hulda Rós Guðnadóttir


Aðalmynd með grein: Jaðar (2000)
Ljósmyndir: Patrik Bablo og Raisa Galofre.

Geographies of Imagination er opið til 11. nóvember 2018: Vefsíða Savvy
Annar hluti af rannsóknarverkefni Cycle mun opnast almenning í síðustu viku október með listahátíðinni Cycle á ýmsum stöðum í Kópavogi og Reykjavík: Vefsíða Cycle

Mom’s balls: a show across generations

Mom’s balls: a show across generations

Mom’s balls: a show across generations

Artists, in order to carry this title, need to be recognized as such from the local and/or international art scene. Besides their creative practice, artists need their works to get out there and to be seen from the art community. They need to be active in the art world by showing their pieces in galleries and museums. It means that artists need to present themselves as artists in order to be recognized as such. But what if someone has artistic skills but does not have the possibility to develop self-promoting abilities and to show his/her works? What if this person lives in the Icelandic countryside in the mid-twentieth century? Probably he/she will never be recognized as an artist unless she is lucky enough to be Elín Jónsdóttir, mother of Ágústa Oddsdóttir and grandmother of Egill Sæbjörnsson.

The two artists see in their mother/grandmother an inspiration source for their works. Elín Jónsdóttir had a very creative and modern way of thinking; recycling was essential for her and she was really skilled in manual work. Everything was guaranteed a second life in the hands of Elín Jónsdóttir: old socks and clothes seams were unpicked and the threads reused to make blankets or floor mats. Nothing was thrown away in her house. Even fishing nets and Christmas ribbons were re-worked to become unique shopping bags. But Elín Jónsdóttir’s abilities shine the most in her tapestries: she used to dye the threads by herself, using extracts from plants and vegetables, to create an earthy colors scale. A beautiful tapestry in the bedroom at Neðri-Háls has a particular design composed of both geometrical shapes and figurative decorations, a multilayered work which shows her will to go beyond the reproduction of the visible world, re-elaborating it by mixing some elements from reality, others from a board game and abstract forms.

The exhibition Mom’s Balls is set in three different places: Neðri-Háls, which is the old farm where Ágústa Oddsdóttir grew up with her mother Elín Jónsdóttir, the Old City Library in downtown Reykjavik, and the bar of Hotel Holt.

Getting to Neðri-Háls has an important role in the general experience of the show. The farm is an hour drive from Reykjavik, a lovely trip into Kjos, in Hvalfjörður, and I was lucky enough to go there in one of the few sunny days of this moody Icelandic summer. The mountains coated with bright green grass were flowing through my left car window, the beautiful fiord was gleaming in the sunshine on my right. The little farm has been preserved as it used to appear back in time: the old furniture, the sweet curtains with little flowers, everything looks just like frozen in time. Ágústa Oddsdóttir was there, to warmly welcome the visitors with a cup of delicious coffee and some Icelandic cinnamon rolls. She kindly told me about her mother, describing her as a strong woman and an inspiring figure.

Ágústa Oddsdóttir used to be a sociology teacher when she realized that teaching didn’t suit her anymore, so she decided to go back to school and to join the Icelandic University of Art, willing to move towards art. The influence she got from her mother is visible in her works: she creates big balls made out of stripes cut from old and disused clothes collected through the years. These works refer to a very intimate realm, our clothes are very much connected with ourselves, they function just like a second skin, and they can also be used to communicate our way of being in the world. By cutting stripes from old clothes and wrapping them together to form a unit big object Ágústa Oddsdóttir puts together memories and stories from all the family members.

This conceptual traverse of time and generations is perceptible in her whole practice: some journals on show are visual elaborations of stories her mother had told her. When Elín Jónsdóttir had a nervous breakdown, Ágústa Oddsdóttir used to spend a lot of time with her and they would go for long walks in the nature to have a chat. Elín Jónsdóttir would tell her daughter stories from her past and Ágústa Oddsdóttir would listen carefully, and, once she was alone, she would illustrate her mother’s words and write them down. Elín Jónsdóttir didn’t know about these diaries, otherwise, she would have stopped telling her daughter about her past, because she would have felt used. Ágústa Oddsdóttir has been keeping the journals hidden for many years until recently when she decided to show them.

Those journals show the intimate relationship between the mother and her daughter with an interesting narrative dynamic: Elín Jónsdóttir’s stories have been filtered through the imagination of the Ágústa Oddsdóttir, creating a sort of collaboration between them. The stratification of time alongside with narration are the basis of her work, and they remind us of the importance of recording facts and people memories, but they also remind us that once, before the humans invented the writing form, we were all storytellers, and narration after narration the stories would change and transform little by little, gaining something new from every storyteller.

This narrative aspect is a strong presence also in Ágústa Oddsdóttir’s boxes body of work: she recycles boxes by creating on one side a blank surface with white painting, on which she draws scenes which recall a past childhood. Some boxes are shown side by side and they form a kind of comic strips where each of them represents a scene of a whole story.

Looking at the descent, we can see that Egill Sæbjörnsson has inherited the same interest in narrations, in time-traverses and, in some way, in recycling. His grandmother has been babysitting him for over ten years, spending many hours per day with him and during that time he has absorbed a lot from Elín Jónsdóttir’s values.

Egill Sæbjörnsson has worked around the idea of two trolls, Ugh and Boogar, borrowing the Icelandic traditional trolls and recontextualizing them into the contemporary world. He has developed the concept of troll: Ugh and Boogar are curious about everything, they are eager to learn and to create, they imitate Egill Sæbjörnsson because they want to understand how the human beings have developed. Egill Sæbjörnsson gave the trolls a new life through his work. He created a new narrative for them to exist in the contemporary world, a process which is reminiscent of his grandmother’s approach to recycling.

Ugh and Boogar were actually born as a private joke – two alter egos he created just to have fun – but then he developed their stories through his artworks making them almost real. At the Old City Library, there is also a video of Ágústa Oddsdóttir getting into her alter ego character named Guðmundur Jónasson, a bus driver, another art piece which was born just as a joke but that has been transformed in an actual artwork.

Egill Sæbjörnsson’s interest in narration and time-traverse can be seen also in his piece Afi minn for a honum Rauð, on show at the Old City Library in downtown Reykjavik. This work consist of a photographic series based on an old Icelandic children song from 1998, Egill Sæbjörnsson has been once again borrowing something from the past and re-elaborating it to create a new narration. The process is reminiscent of his mother’s journals as in both of the pieces, the original story is filtered by the artist’s imagination which produces a personal interpretation, a meeting point of different times and of understandings of the story itself.

Mom’s balls recontextualizes work by Elín Jónsdóttir, whose potential has been seen by the British-American art critic Karen Wright, curator of the show. Elín Jónsdóttir’s creations have finally been placed in that context to which she had never had the opportunity to access. But the presence of her works in the show enlightens that of Ágústa Oddsdóttir and Egill Sæbjörnsson: the dialog through the works reinforces the artwork themselves, empowering them with a new strength and giving us the key for a new understanding of their practices.

Ana Victoria Bruno


Photo credit: Helga Óskarsdóttir

Ekki bara hljóðverk

Ekki bara hljóðverk

Ekki bara hljóðverk

Nýverið opnuðu Ívar Glói Gunnarsson og Logi Leó Gunnarsson sýninguna Hljóð & Sönnun Súpa Skál (e. Sound & Proof Soup Bowl) í Gallery Port, Laugavegi 23b. Á sýningunni má sjá verk sem unnin eru í ýmsa miðla en eiga sameiginlega snertifleti er varða hljóð, rými og tækni. Verkin á sýningunni samanstanda af skúlptúrum, ljósmyndum, teikningum og hljóð-innsetningum. Á milli þeirra myndast áhugavert samtal sem steypir saman hugarheimum listamannanna tveggja. Blaðamaður artzine kíkti í heimsókn.

Það fyrsta sem blasir við þegar gengið er inn í sýngarrýmið í Gallery Port eru hljóðnemar sem hanga á víð og dreif um veggina. Hljóðnemarnir nema bæði hljóðin sem myndast inni á sýningunni, hljóðin í umferðinni fyrir utan gallerýið og jafnvel hljóðin sem rigningin gefur frá sér þegar hún bankar taktlaus á þakið. Snúrur hljóðnemanna eru tengdar við magnara sem blæs upp hljóðin og verður til þess að tilviljanakenndur hljóðheimur myndast í rýminu. Með þessu er Gallery Port orðið að eins konar hljóðfæri, jafvel skrásetning þess sem gerist í rauntíma í þessu tiltekna rými.


Yfirlitsmynd frá sýningunni.


Vinstri: Exhibition view documentation bypassing the artworks, Inkjet prent, Nicoh GR II Digital ljósmynd með Cross Process Effect.
Hægri: Exhibition view documentation bypassing the artworks, stafræn 35mm filmu. Ljósmyndaprent eftir Ívar Glóa.

Vinstri: Sitting in a chair. Inkjet prent eftir Loga Leó.
Hægri: Exhibition view documentation bypassing the artworks. Stafræn 35mm filmu ljósmyndaprent eftir Ívar Glóa.


Plugged in Microphone (Shure PG58) Eftir Loga Leó.


Yfirlitsmynd frá sýningunni.

„Ég reyni að stilla hljóðið þannig að það sé ekki endilega ljóst hvað er að gerast í rýminu“ segir Logi Leó. „Ég set hljóðnemana upp sjónrænt, svo stilli ég mixerinn út frá staðsetningu þeirra og út frá rýminu. Vegna endurkasts get ég ekki hækkað of mikið en ég vil það ekki endilega. Hljóðnemarnir eru allir af mismunandi gerð og hafa allir sinn hljóm. Ef þeir væru fleiri eða af öðrum gerðum væri hljóðið öðruvísi.“

Við hlið hljóðnemanna á veggjunum hangir ljósmyndasería. Myndirnar eru allar teknar á filmuvél og sýna hluta úr sýningarrýmum víðsvegar um heiminn, en án listaverka. Gólfin í þessum rýmum eru flotuð, veggirnir hvítir og rýmin upplýst af flúrljósum. Myndirnar sýna staðlað og hlutlaust form hins dæmigerða sýningarýmis, sem virðist nokkuð uggvekjandi þegar verkin sjálf eru ekki til staðar. „Það er einhvers konar alheimsskilningur á því hvernig kjöraðstæður á sviðsetningu listaverka eiga að vera,“ segir Ívar Glói – en ætlun hans var að fanga stemninguna sem myndast þegar listaverkin innan rýmisins eru ekki sjáanleg.

Ein ljósmyndanna sker sig úr seríunni á veggnum, en hún sýnir hvar hljóðnemi hvílir á brúnum stól í hvítu rými. Myndin vitnar í nærveru manneskju eða líkama sem er á sama tíma ekki til staðar í myndefninu sjálfu. Á öðrum vegg eru tvær tölvugerðar teikningar af bylgjukenndum línum sem endurtaka sig, lag ofan á lag. Teikningarnar minna óhjákvæmilega á hljóð eða tónlist og eiga vissulega samhljóm með öðrum verkum innan sýningarrýmisins. „Þetta byrjar sem ein grunnteikning sem ég margfalda þar til ég hef afmáð þá upprunalegu,“ upplýsir Logi Leó. „Þannig hugsa ég líka um hljóðið sem berst inn í hljóðnemana: það hleðst lag ofan á lag og úr því verður hálfgerður grautur. Mörkin afmást þar til það er ekki víst hver upprunalega- né endanlega virknin er.

Í miðjum sýningarsalnum standa fjórir skúlptúrar að svipaðri gerð sem eru þó frábrugðnir hvorum öðrum á einn eða annan hátt. Þeir samanstanda af keramík syllum sem festar hafa verið við trommu statíf ætluðum málmgjöllum. Líkt og hljóðnemarnir og sýningarrýmin sem sjást á ljósmyndunum, eru statífin öll af mismunandi gerð og koma víðsvegar að úr heiminum. Keramík syllurnar eru handgerðar og form þeirra er lífrænt. Þær eru litaðar eyðimerkur-rauðum lit og ofan á þeim standa litlar, svartar viftur sem blása kaldri golu inn í sýningarrýmið.

„Þetta eru usb tengdar tölvuviftur sem eru sérstaklega útbúnar fyrir það að vinna við tölvuna á heitum degi. Þær þjóna þeim tilgangi að gera vinnudag mögulegan sama hversu heitt það er, en eru hér teknar úr samhengi“ útskýrir Ívar Glói. „Vifturnar gera það sama og hljóð, þ.e. framkalla bylgjur í rými á einn eða annan hátt – þótt það komi að vísu hljóð frá þeim líka. Skúlptúrarnir eru í raun eins konar rýmislegt nótnakerfi og syllurnar ákvarða hvar vifturnar eru staðsettar. Þar að auki vitna titlar skúlptúranna bæði í tónlist og skrifstofurými.“

Þegar gestir ganga inn í sýninguna eru þeir umsvifalaust orðnir partur af rýminu. Hljóðin sem þeir gefa frá sér magnast upp í hljóðnemunum og föt jafnt sem hár bærast í golunni sem vifturnar gefa frá sér. Þeir standa og horfa á sjónræn listaverk sem fjalla að mörgu leyti um það sem þeir eru að verða fyrir áhrifum af á líðandi stundu, með því að standa inni í sýningarrýminu eða með því einu að vera til.

Sólveig Eir Stewart


Sýningin mun standa opin til 13. september í Gallery Port. 

Ljósmyndir: birtar með leyfi listamannanna.

Frekari upplýsingar: vefsíða Ívars Glóa: www.ivargloi.infovefsíða Loga Leó: www.logileo.info

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest