About connections and slowness

About connections and slowness

About connections and slowness

A look into the show Tunglið er spegill tímans and the artist book publishing ‘uns.

The show Tunglið er spegill tímans encloses the poetic and meticulous artistic research of Arild Tveito which proceeds with brilliant intuitions and smart connections, creating a constellation of ideas. At a first look the space of Harbinger seems quite empty, except for a table with three chairs, a book on display in a cabinet, and a few texts hung on the wall. The show is very minimal, but once we start reading the texts we get to know the unique universe created by Tveito: the conceptualism behind the exhibition unveils its nature and starts to fill up the space with an invisible network. On show there are clues of the connections through which the artist had sailed during his research, there is some kind of magical fascination in discovering how things are secretly linked and how many possibilities of being and of meaning are inherent in one single object, depending on how you look at it.

The idea for the show was born with the Scottish curator Gavin Morrison, a friend of Tveito, who invited him to collaborate for a printed edition titled Sunnudagur, 29. September, 1912, an Icelandic translation from English of a journal entry by David Pinsent, who visited Iceland with Ludwig Wittgenstein. David Pinsent wrote down their experience in a very synthetic diary, which skips completely any description of the landscape, revealing the pragmatics of the trip.

Draumkvæde illustrated by Gerhard Munthe, 1904. Courtesy of the artist Arild Tveito.

During his stay in Iceland, Arild discovered the poem Tunglið er spegill tímans by Matthías Johannessen which has been translated in Norwegian by Knut Ødegård. Contrasting David Pinsent’s journal, the poem is made out of beautiful and poetic descriptions of images that revolve around the idea of death. The poem has been published in a small bilingual edition by Dulheim, and can be purchased at Harbinger. 
Similar poetical visions can be found in the book on display in the show Draumkvæde, illustrated by the Norwegian artist Gerhard Munthe in 1904. Draumkvæde recalls the medieval dream visions tradition, where “the dreamer is characteristically in some state of sinfulness or melancholy; the dream is then a response to the visionary’s reality; and the vision allows him to undergo an imaginational or spiritual development so that his perspective is changed after the dream experience” as Arild Tveito explaines.

Exhibition View.

The installation Pataphysical Constellation consists of three chairs and the table borrowed from the National Gallery of Iceland and brought to Harbinger for the show. The furniture was designed by Matte Halme of Lepofinn, Finland, back in the 1987, and its Finnish origins took Arild Tveito back to his time as a student in Nordic Art School of Karleby in Finland, where he attended some lessons from the Swedish artist Mats B (1951-2009), guest professor from the Vestrogotiska Patafysiska Institutet, who introduced the students to the imaginary science: the ‘pataphysics.

Exhibition View.

Tveito’s artistic research is very much influenced by the ‘pataphysicians: they follow a theory placed on the border between philosophy and science. The ‘pataphysics was born at the beginning of the last century from the brilliant mind of the French writer Alfred Jarry, and has collected many followers within the visual art field through the years. The ‘pataphysics “[…] is the science of that which is superinduced upon metaphysics, whether within or beyond the latter’s limitations, extending as far beyond metaphysics as the latter extends beyond physics.” and “’Pataphysics will be, above all, the science of the particular, despite the common opinion that the only science is that of the general. ‘Pataphysics will examine the laws governing exceptions, and will explain the universe supplementary to this one.” (Alfred Jarry 1996, p.21). 
By doing that, ‘pataphysics opens a door to a new way of thinking about the world, a way ruled by creativity, which recalls the way a human brain works: jumping from one memory or thought to another, connecting them in unpredictable ways.

Footage of Ásta Fanney Sigurðardóttir reading from the poem Tunglið er spegill tímans by poet Matthías Johannessen. The reading was made on the last day of Arild Tveito exhibition 18. august (on Reykjavík culturnight). 

Arild Tveito had also been influenced by Miguel Tamen’s book Friends of Interpretable Objects (2004), because “It re-anchors aesthetics in the object of attention even as it redefines the practice, processes, meaning, and uses of interpretation. Tamen’s concern is to show how inanimate objects take on life through their interpretation – notably, in our own culture, as they are collected and housed in museums. It is his claim that an object becomes interpretable only in the context of a ‘society of friends’.”

Tunglið er spegill tímans is part of the summer program Print in media, a space to be walked which has been organised by ‘uns, a project run by Guðrún Benónýsdóttir. ‘uns goes well beyond the organisation of shows and the publication of art books, even though it does both, it is above all a creative pot: working with artists, curators and writers, Guðrún brings together thinkers to open up enriching conversations.

The books are the outcome of long processes which involve many characters, summing up their personal approaches and points of view, in order to create multilayered shows and multifaceted objects which encourage never ending exploration.

On one hand the books are the result of a wide cooperation, while on the other hand they are very personal and intimate objects for the reader. Guðrún explores and stretches the concept of book, ‘uns is a revolutionary reaction to the always-on-the-rush contemporary world we are living in: the book is understood as a personal medium of art which follows the reader’s inner and physical rhythm. The publications of ‘uns are gateways through which you can connect to art wherever you are and whenever you have time, they are devices which open up to portable exhibitions. By having a book with you, you have the possibility to go back again and again to those concepts or those artworks when you need to, building up a closer connection with art and disclosing the multilayered meanings contained in the artist books.

The writer Milan Kundera suggests in his novel Slowness that slowing down is a way to remember, it is the condition in which we can stay connected with ourselves and with the world around us, while speeding is the better way to escape of forget something, because while running we can’t have a comprehensive view of where we are and what is happening around us. Milan Kundera has a good understanding of the contemporary world: he clearly sees how technology and the pushing pace of modern life is changing our way of communicating and of relating to the outside world. A similar reflection brought Guðrún to found ‘uns, since the art world is also affected by this collective acceleration, and sometimes decelerating is the key to reset a personal pace according to our inner needs.

Ana Victoria Bruno


Photo Credit: Guðrún Benónýsdóttir

Í og við…þennan stað

Í og við…þennan stað

Í og við…þennan stað

Sýningarverkefnið STAÐIR / PLACES fer fram í þriðja sinn núna í ár á sunnanverðum Vestfjörðum. Verkefnið er í umsjón og framkvæmd myndlistarmannanna Evu Ísleifs og Þorgerðar Ólafsdóttur sem höfðu áhuga á að veita listamönnum tíma og umgjörð til að vinna að nýjum verkum og þróa í öðru umhverfi en þeir eru vanir að vinna í. Staðir skiptast í vinnustofudvöl og sýningar annað hvert ár þar sem listamönnum er boðið að dvelja og vinna að nýjum verkum áður en þeim er hrint í framkvæmd og sýnd að ári liðnu. Sýningarnar hafa verið árin 2014, 2016 og núna í þriðja sinn, 2018. Listamennirnir eru Hildigunnur Birgisdóttir, Gunndís Ýr Finnbogadóttir og Þorgerður Ólafsdóttir. Sýningarstjórn árið 2018  er í höndum Evu Ísleifs.

Sum verkanna eru varanleg útilistaverk og önnur tímabundin, en kjarni verkefnisins er að hvetja listamenn til að mynda tengingar við umhverfið og viðfang sitt. Margar áhugaverðar umræður hafa komið upp í þróun listaverkanna og þá má líta til sýninga fyrri ára. Spurningar sem flestir listamenn hafa velt fyrir sér er t.a.m. hlutverk sitt sem utanbæjarmaður en með innlegg inn í samfélagið og líta staðinn öðrum augum og sjá aðstæður og umhverfi í öðruvísi ljósi.

Staðir / Places opnaði 7. júlí síðastliðinn og hófst dagskráin klukkan 12 á hádegi á Flakkaranum við Brjánslæk og endaði rétt fyrir kl. 20 í Bakkadal i Arnarfirði. Fyrsta sýningin sem opnaði var með verkum eftir Hildigunni, 10 verk fyrir staðbundna nagla. Hugmyndin af verkunum er sprottin út frá sérstöku númerakerfi sem var til staðar þegar hún heimsótti Flakkarann fyrr á árinu. Bækurnar eru teiknibækur, mismunandi á litin, en form þeirra tákna tölustafina 1,2,3,4,5,6,7,8,9 og 10. Gestir geta tekið blað ef þeir vilja og jafnvel safnað öllum númerunum.

Verk Þorgerðar er unnið í kringum reglulegar ferðir og göngur landvarða að Surtarbrandsgili í Vatnsfirði sem er friðlýst náttúruvætti sökum mikils magn af steingervingum og surtarbrandi. Gestir sýningarinnar hefja göngu sína í gilið fyrir utan gamla prestbústaðinn þar sem hún hefur komið fyrir litlu verki í sýningarkassa Umhverfisstofnunar, 80% af því sem það er, sem kallast á við annað verk sem göngufólk sér þegar komið er upp í gil. Í upphafi og lok göngunnar má líka sjá útilistarverk eftir Þorgerði sem bera titilinn Jökulöldur. Skúlptúrarnir sem sýna geómetrísk form, eru steypt í brons og eru tákn tekin frá jarðfræðikortum sem sýna hvernig jöklar hafa hopað á nútíma eða frá því ísöld lauk. Að lokinni göngu fá gestir að taka heim með sér risograph prent sem sýnir steingervinga og surtabrand.

Verk Þorgerðar er unnið í kringum reglulegar ferðir og göngur landvarða að Surtarbrandsgili í Vatnsfirði.


Í upphafi og lok göngunnar má sjá útilistarverk eftir Þorgerði sem bera titilinn Jökulöldur.

Ágangur veðurs og náttúruafla hefur haft sitt að segja á löngum tíma en ferðamenn hafa líka hægt en örugglega umbreytt staðnum og mikið magn af steingervingum og surtarbrandi hafa horfið. “Það er eitthvað töfrandi við steingervinga. Þetta eru ævaforn prent af plöntum sem eru ekki lengur til en hafa varðveist í milljónir ára – augnablik sem hafa þrykkst í setlög eftir að hafa legið undir þrýstingi hraunlaga frá því að landið fór að muna eftir sér” segir í texta um verk Þorgerðar.

Í fundarsal bæjarstjórnar Vesturbyggðar á Patreksfirði gefur að líta sýninguna Avant Garde sem Hildigunnur vann í samstarfi við leikskólabörn í Vesturbyggð og á Tálknafirði. Salnum hefur verið breytt í sýningarsal samtímalistar ásamt því að vera enn notaður fyrir fundarsetu bæjarstjórnar. Hildigunnur bauð upp á myndlistarnámskeið þar sem börnin unnu skúlptúra, lágmyndir og teikningar. “Verk þeirra bera vitni um opin huga, útsjónasemi og tæra hugsun. Verkin miðla berskjölduðum sannleika til þeirra sem vilja nema.” segir Hildigunnur í sýningarskránni. Salurinn er opin á opnunartíma bæjarskrifstofunnar.


Í fundarsal bæjarstjórnar Vesturbyggðar á Patreksfirði gefur að líta sýninguna Avant Garde sem Hildigunnur vann í samstarfi við leikskólabörn í Vesturbyggð og á Tálknafirði. 


Hildigunnur var með 10 verk fyrir staðbundna nagla á Flakkaranum, Brjánslæk.

Við leggjum leið okkar yfir á Bíldudal. Á bensínstöðinni hefur Hannes opnað hurðina, en hægt er að hringja í hann og fá að eiga við hann viðskipti. Þar er bók Gunndísar Ýrar 1,1111% hlutur, til sölu. Þar eru einnig verk eftir Hildigunni til sölu, Tyggjóklessur og teiknibækur. Gunndís Ýr vann bókverkið 1,1111% hlutur fyrir verkefnið Staðir / Places ásamt því að leiða gesti á opnun sýningarinnar um landið sem kemur við sögu í bókinni. En heitið á bókinni er einmitt byggt á rannsóknum hennar á eignarhlut hennar í fjölskyldulandinu.


Gunndís Ýr vann bókverkið 1,1111% hlutur fyrir verkefnið Staðir / Places ásamt því að leiða gesti á opnun sýningarinnar um landið sem kemur við sögu í bókinni.

Gunndís Ýr leiðir gesti í göngu en farið er út að landamerkjum sem skráð voru frá árinu 1886.

Verkið tekst á við skilgreiningar á afmörkuðu landslagi Hólslandsins. Óvíst er t.a.m. hversu stórt landið er í nútíma-mælieiningum eða hekturum. Gangan var farin út að landamerkjum sem skráð voru frá árinu 1886. Verkið er sérstaklega gert fyrir leiðina frá Standbergi sem nefnist Göltur og er við Ketildalaveg og að Bakka í Bakkadal. Það er þó hægt að lesa það á hvaða leið sem er enda er hægt að nálgast bókina í Reykjavík þar sem hún er til sölu í Nýlistasafninu og í Books in the Back í Harbinger galleríi.

Nú fer hver að verða síðastur til að sjá sýningarnar en þeim mun ljúka í lok ágúst. Hægt er að sjá kort sem sýnir hvar verkin eru hér : Kort

Það er ákveðið ferðalag að fara vestur og ferðalag á milli verkanna. Auk þess eru leyniverk á sýningunni sem kannski ekki allir fá að sjá. Sýningarnar eru óhefðbundnar og sum verkanna verða hluti af landslaginu, þú ert ekki bara þarna til að njóta myndlistar heldur ertu þarna líka til að njóta staðanna, náttúrunnar, veðursins og ferðalagsins, já það er bara svo margt sem gerist í ferðalaginu.


Aðalmynd með grein sýnir listamennina sem tóku þátt í verkefninu. Frá vinstri: Gunndís Ýr Finnbogadóttir, Hildigunnur Birgisdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir.
Ljósmyndir eru birtar með leyfi aðstandenda Staðir/Places.

Vefsíða: www.stadir.is

Algjör bylting í sýningahaldi á Akureyri

Algjör bylting í sýningahaldi á Akureyri

Algjör bylting í sýningahaldi á Akureyri

Iðnaðarmenn, listamenn og starfsmenn Listasafnsins á Akureyri vinna nú myrkranna á milli við lokafrágang nýrra salarkynna Listasafnsins. Safnið, sem hefur að mestu verið lokað gestum síðasta árið, verður opnað á ný nú um helgina eftir stórfelldar endurbætur. Efsta hæð gamla samlagshússins hefur verið tekin undir safnið og húsið hefur verið sameinað Ketilhúsinu með nýrri tengibyggingu. Sýningarsalirnir sem voru fimm áður eru nú orðnir tólf auk þess sem kaffihús verður opnað á jarðhæðinni. „Þetta er náttúrulega bara algjör bylting fyrir safnið,” sagði Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins, þegar hann tók á móti útsendara artzine í vikunni og lóðsaði hana um húsið. 

Það er hátt til lofts og vítt til veggja á efstu hæð gamla samlagshússins sem Listasafnið hefur loksins fengið til afnota. 

Sex nýjar sýningar verða opnaðar í safninu á laugardaginn. Hér vinnur Aðalheiður Eysteinsdóttir að uppsetningu á sínum verkum.

Magnús Helgason vinnur með segulstál í sínum verkum. Þau eru í rými sem er í senn sýningarsalur og safnkennslurými.

Í einum salnum verða til sýnis verk úr safneign.

Nýja tengibyggingin milli Listasafnsins og Ketilhússins er í senn andyri og kaffihús. Þar verður einnig safnbúð.

Þórgunnur Oddsdóttir


Myndbandsupptaka og eftirvinnsla: Þórgunnur Oddsdóttir

Ljósmyndir: Þórgunnur Oddsdóttir

Ímyndanir um fegurð í tímaröð

Ímyndanir um fegurð í tímaröð

Ímyndanir um fegurð í tímaröð

Listahátíðarsýning Listasafns Reykjavíkur árið 2018 ber hátimbraðan titil: Einskismannsland sem teygir sig frá Kjarvalsstöðum til Hafnarhúss. Kjarvalsstaðahluti sýningarinnar er byggður upp á málverkum og nokkrum teikningum eftir frumherja íslenskrar myndlistar. Sýningin varpar ljósi á sögu módernískrar landslagslistar á Íslandi í tímaröð. Heillað listafólk segir í upphöfnu myndmáli frá hinni einu fegurð sem hafði vart verið snert af hinum skærgula Caterpillar sem verður sífellt stórtækari við mótun landsins. Í þessum verkum stendur listafólkið eitt frammi fyrir víðernunum án þess að nota verkin til að fjalla um og upphefja sjálft sig í hinni miklu mynd almættisins sem forðum var færð yfir á striga og pappír. Einu verurnar sem minnt gætu á fólk sjást í verkum sjáandans Kjarvals sem  í vestursalnum og einu verki Þorbjargar Höskuldsdóttur.

Á Kjarvalsstöðum eru sýnd verk eftir fimm konur og tíu karla enda var lismálun karlastarf langt fram eftir 20 öldinni eins og allir vita. Þetta viðhorf  er staðfest á sýningunni og ekki er að sjá að reynt hafi verið að hafa uppá konum umfram þær fimm sem eiga verk á Kjarvalsstöðum.  Þessi hluti sýningarinnar ber vitni þeim kynjahlutföllum sem eitt sinn þóttu góð og gild í myndlist –og þykja víst enn.

Þeir sem hafa vélað um tilurð sýningarinnar eru margir. Til verksins hefur safnið skipað fjögurra manna sýningarnefnd, sex manna samráðshóp og einn sýningarhönnuð. Ekki er að sjá að neinn sýningarstjóri haldi utanum verkefnið eða beri ábyrgð á sýningunni. Það hefði verið gagnlegt að fá upplýsingar um hlutverk sýningarnefndar og samráðshópsins við mótun sýningarinnar og val á verkum og hvert hlutverk  sýningarhönnuðarins er. Hvernig sem verkaskiptingu er háttað virðast þeir sem fóru með úrslitavald varðandi val verka og innsetningu þeirra ákveðið að fara auðveldu leiðina og hengja Kjarvalsstaða hlutann upp í tímaröð fremur en þemaskiptingu sem hefði getað dregið fram ný, óvænt og skarpari sjónarhorn í umfjöllunarefnum listafólksins.


Þórarinn B. Þorláksson Stórisjór (langisjór) 1906

Stefán Jónsson frá Möðrudal / Stórval . Herðubreið. Dæmi um sérkennilegt upphengi á verkum þessa sérstaka listamanns.


Verk Þorbjargar Höskuldsdóttur í austursal Kjarvalsstaða.

Málverk Þórarins B. Þorlákssonar eru hið táknræna og margstaðfesta upphaf módernískrar listar á Íslandi – ár 0 og svo fylgja allir hinir málararnir á eftir. Afleiðingin af uppsetningunni er að sýningin virkar soldið eins og vinsældalisti þar sem nöfn listafólksins, umfjöllunarefni og titlar verka renna áfram eins og seigfljótandi sannleikur þannig að sýningargestir eru engu nær um stílátök í þessari sögu. Sýningargestir hafa þannig einungis ættfræði hins eingetna íslenska landslagsmálverks uppúr krafsinu án tengsla hvert við annað eða heiminn utan Íslands. Þetta er upphafin einangrun þar sem átökin við landið geta orðið að magnþrunginni dramatík eins og í verki Jóns Stefánnsonar, Kvöld (Tindafjöll)  frá 1921 þar sem rifar í fjallgarð á milli kólgusvartra skýjabólstra eða þá hógværir litafletir Júlíönu Sveinsdóttur sem leysast upp í verkinu Snæfellsjökull frá 1951 sem er besta verkið í jöklaseríu hennar á sýningunni. Þrátt fyrir það að deila megi um upphengingu verka og innihald þeirra í vestursalnum verður því ekki neitað að málararnir kunna að yfirfæra hugmynd sína um landið yfir á strigann.

Þegar komið er útúr vestursalnum blasa málverk Stefáns Jónssonar af Herðubreið við borgandi viðskiptavinum safnsins  –verk sem hrista upp í hefðarröðinni– málverkum Stefáns er puðrað tilviljanakennt upp á göngum hússins og það er ekki hægt að kalla upphengingu á verkum þessa látna einfara annað en algert virðingarleysi við hann og arfleifð hans. Stefán á það sannarlega skilið að fá almennilegt veggpláss í örðum hvorum salnum. Það er engu líkara en allt í einu hafi plássið verið búið og því hafi verið gripið til þess ráðs að henda verkum listamannsins uppum alla ganga svo hægt væri að segja að hann hafi allavega fengið að vera með. Það er líka vert að halda því til haga að Stefán Jónsson frá Möðrudal kynntist öflum einskismannslandsins í slíku návígi að leiðangrar annarra málara inná hálendið verða eins og nestisferðir á sunnudegi í samnburði við þá reynslu hans að hafa nærri því orðið úti á austfirskum heiðum.

Þegar í austursalinn kemur taka verk Þorbjargar Höskuldsdóttur á móti gestum. Þorbjörg er listamaður sem sannarlega tókst að hrista upp í upphafinni náttúrudýrkuninni allar götur frá því að hún sýndi fyrst í Gallerí SÚM við Vatnsstíg í Reykjavík árið 1972. Þorbjörg sýndi landið í algerlega nýju ljósi. Hún tók þjóðvíðernavitund fyrri kynslóða í gegn; hellulagði víðernin og bjó til súlnagöng sem gréru inní landslagið. Á sýningunni eru þrjú stór málverk eftir Þorbjörgu og eru þau hvert öðru betra. Fólk sést afar sjáldan í verkum hennar þannig að verkið Þögn frá 1981 vakti athygli mína en í því sést ókyngreind mannvera í skjóli við veggjarbrot horfa yfir ágengt landslag. Sú náttúrusýn sem Þorbjörg miðlar verður stöðugt ágengari eftir því sem árin líða. Þorbjörg hefur víða sýnt um dagana og gengið sinn listræna veg án hávaða en samt sem áður fært þjóðinni óumdeildan arf. Verk Þorbjargar eru stærstu tíðindi sem hafa orðið í íslensku landslagsmálverki eftir 1970 og það kemst enginn með tærnar þar sem hún hefur hælana auk þess sem enginn arftaki hennar er sjánalegur.

Önnur verk í austursalnum sverja sig í ætt við hefðina.  Því er ekki að neita að fróðlegt er að sjá öll þessi verk samankomin og hugsa um það sem hefði verið hægt að gera. Hinsvegar verður að segja að myndirnar  tala fyrir sig sjálfar og þurfa alls ekki á tilvitnunum í bókmenntir að halda. Þessir textar gera lítið annð en að æsa útblásna þjóðernisvitund sem ekki er þörf fyrir hér á landi þegar minnst er fullveldis þjóðarinnar.

Listasafn Reykjavíkur lætur ekki þar við sitja og tímaröðin heldur áfram í Hafnarhúsinu. Þar tekur yngra listafólk við keflinu og sýnir verk sín. Yngra fólkið gengur margt útfrá öðrum hugmyndum en brautryðjendurnir og sýnd eru verk eftir 9 karla og 8  konur. Samtals sýna 19  karlar og 13 konur á allri sýningunni. Í Hafnarhúsi er boðið uppá innsetningar, skúlptúra, ljósmyndir, málverk og vídeó sem fjalla um land, fólk, fjöll og fyrnindi í öllum sölum safnsins og inngrip mannanna í náttúrunni blasa víða við.

Verk Þorbjargar eru mér enn ofarlega í huga þegar í Hafnarhúsið kemur og það rennur upp fyrir mér að verk hennar eiga betur heima hér vegna þess að hún hefur allan sinn feril fjallað um efni sem skiptir meira og meira máli. Strax árið 1972 sýndi hún þjóðinni inn í framtíðina og herferð auðvæðingarinnar gegn landinu. Um verk hennar má taka undir með Jóni Engilberts sem sagði:,,Það lifir sem ber aðal framtíðarinnar í sjálfu sér, hitt gengur undir.“ (Steinar og sterkir litir ,1965, 27). Verk Þorbjaragar lifa og eru sí ný og tala til nýrra kynslóða á ferskan hátt. Við samanburðinn á Kjarvalsstöðum og Hafnarhúsi kemur og betur og betur í ljós að þemaskipt sýning hefði boðið uppá mun áhugaverðari nálgun en tímaröðin. Þemun sem hefði til dæmis mátt byggja á eru Andóf þar sem m.a. verk Rúríar, Þorbjargar og listafólks af yngstu kynslóð hefðu sómt sér vel, Upphafning gæti verið verk eftir brautryðjendur í samtali við Stefán Jónsson, Tolla og pabba hans, Kristinn Morthens og fólk-land þar sem Ósk Vilhjálmsdóttir, Einar Falur og Sigurður Guðjónsson hefðu talað saman frammi fyrir mannlausu landslagi Jóns Stefánssonar. Einar Garibldi, Ragna Róbertsdóttir, Júlíana Sveinsdóttir, Ólafur Elíasson, Unnar Örn Auðarson og Kristinn Pétursson spjallað saman um Gleymsku?


Rúrí Tortími 2008.

Inni á samsýningunni Einskismannslandi var white cube einkasýning með verkum Einars Fals Ingólfssonar þar sem hann sýndi ljósmyndir frá hálendi Íslands.


Verk úr myndaröð Péturs Thomsen.


Frá verki Óskar Vilhjálmsdóttur þar sem  hún ýmisst hleypur eða gengur í kringum uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar tíu árum eftir að vatni úr Jöklu var veitt yfir landið.


Hallgerður Hallgrímsdóttir sýnir skjáskot úr eftirlitsmyndavélum víða um land og eru þær merktar þekktu vaktfyrirtæki.

Þessi nálgun hefði þýtt meiri vinnu fyrir þá sem stýrðu verkefninu en skilað áhugaverðu samtali á milli genginna kynslóða og samtímafólks svo ekki sé minnst á að veita þeim sem sækja sýninguna tækifæri til að taka þátt í gagnrýninni samræðu. Það er engu líkara en þeir sem stýra sýningunni óttist það að efna til samtals og velja því þá auðveldu leið að sýna borgandi viðskiptavinum safnsins klisjuna um landið; líkt og það sé bannað að listin reyni að benda á lausnir eða taki á yfirstandandi umræðu og reyni að leysa vandamál og spyrja spurninga stað þess að þegja þunnu hljóði.

Að velja verk eftir baráttukonuna og aktívistan Rúrí vinnur  gegn upphafningunni, þögninni um eyðilegginguna en hún er því miður næsta einmana og úr tengslum við annað líkt og segja má um flest verkin. Í verki hennar vinnur pappírstætri jafnt og þétt að því að tæta niður myndir af fossum. Hér hefði markviss sýningarstjórnun dregið saman andófsverk aktívista á meðal myndlistarfólks eins og bent er á hér að framan.

Myndaröð Péturs Thomsen frá framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun nær ekki að styðja verk Rúríar hvað þá að önnur verk á sýningunni hafi burði til þess. Myndaröð hans verður geómetrísk rannókn á spennunni milli flata -flatarljósmyndir sem skortir pólitíska vitund og átök við inngrip Caterpillars í landslag samtímans. Eins og myndaröðin er sýnd í Hafnarhúsinu tel ég að botninn sé úr henni og að botninn sé á Listasafni Íslands. Það var nefnilega ekki fyrr en ég skoðaði fullveldissýninguna í Listasafni Íslands að ég uppgötvaði verkið sem hefði getað látið myndaröðina ganga upp er þar eitt og yfirgefið. Samt sem áður er röðin helst til hugguleg og listamaðurinn fjarri því að dýfa höndunum í drulluna til að sýna undir yfirborðið. Verkin ná því ekki að vera áminning um aðförina að landinu.

Sýningin sveiflast frá því að listafólkið horfi á landið utanfrá og til þeirrar tilfinningar að vera í því og á –að taka þátt í landinu líkt og í verki Óskar Vilhjálmsdóttur þar sem  hún ýmisst hleypur eða gengur í kringum uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar tíu árum síðar. Þessi hlaup eru sýnd á fjölda skjáa og innsetninginn fyllir einn af sölum safnsins. Hlaupin minna soldið á dularfull og óskiljanleg erindi söguhetja í tölvuleikjum þar sem hetjan í kapphlaupi við tímann hoppar yfir jarðföll og aðrar hættur drifin áfram af hljóðrás sem stundum er hröð og æsanndi eða sultu slök hugleiðslutónlist. Því miður finnst mér verkið detta flatt niður og skorta tilvísun í reynslu og aktívisma listakonunnar frá frá því fyrir tíu árum. Þetta verður spretthlaup án takmarks og tilgangs sem hefði dugað að hafa á einum skjá sem hægt hefði verið að brjóta niður í fleiri myndbrot. Vísunin í tölvuleik er ætlað að benda á þann möguleika að með markvissari úrvinnslu verksins sem gagnrýnins tölvuleiks hefði hugsanlega verið hægt að búa til þátttökuverk sem gæti vakið áhuga yngstu kynslóðarinnar á gagnrýninni náttúruvakt.

Hallgerður Hallgrímsdóttir sýnir skjáskot úr eftirlitsmyndavélum víða um land og eru þær merktar þekktu vaktfyrirtæki. Því miður eru örlög verka hennar lík og verka Stefáns Jónssonar; að hanga nær ósýnileg á tvist og bast á göngunum. Enn einusinni finnst mér að listamanni sé sýnd umtalsverð óvirðing. Myndirnar gefa til kynna að stóri bróðir sé að fylgjast með og ekki er örgrannt um að hann sé í vinnu hjá eftirlitsfélagi sem hefur einkavætt hálendi og fagrar sveitir sem sendir fólk af stað verði einhverjum á að síga fæti á einklandið. Það hefði verið forvitnilegt að sjá þessar myndir stækkaðar uppí A1 eða þaðanaf stærri verk.

Ljósmyndir Einars Fals eru líkt og einkasýning inni í miðri samsýningu vegna þess mikla fjölda verka sem þar eru saman komin. Hjá honum er fjöldi fólks saman kominn en myndirnar virka eins og fréttamyndir með blaðagreininni ,,How-do-you-like-Iceland?-Gosh-it´s-amazing“.  Hér er ekkert kafað eftir óvæntum sjónarhornum eða horft gagnrýnum augum á land, þjóð og gesti. Tilgangurinn virðist vera að sannfæra áhorfendur um að hér sé nú allt í sómanum; landið fagurt og frítt og vel sótt. Ég tel að þemaskipt sýning hefði styrkt erindi Einars Fals til muna.

Er þá ekki allt aðal fólkið mætt og óhætt að dæsa og ganga mett og sæl út. En, nei spurningin um þá sem vantar vaknar óhjákvæmilega. Á ekki Eggert Pétursson fullt erindi á svona sýningu með verk sem fjalla um hið smáa í lífríkinu eða Kristján Davíðsson, Magnea Ásmundsdóttir sem hefur fjallað um fjallið í steininum og steininn í fjallinu af næmi og innsæi. Nú, eða Kristján Steingrímur. Hvað með Tolla? Hann hefur málað landslag nær allan sinn feril. Fjarvera hans undirstrikar rækilega að það eru fleiri en einn listheimur í gangi á sama tíma og þeir eru misjafnlega velkomnir í partíið sem Listasafn Reykjavíkur býður til. Anton Logi Ólafsson málaði röð mynda af frægustu og stærstu virkjunum landsins og hvert verk ber nafn þeirrar frammámanneskju sem lokaði dílnum og skrifaði undir samning um framkvæmdir sem kostuðu meiri átök og baráttu fyrir andkapítalískri nýtingu landsins en áður hafði tíðkast. Eitt þeirra verka ber titililnn Sif Friðjónsdóttir. Freyja Eilíf hefur líka fjallað um náttúruvernd í verkum sínum. Sigríður Sigurðardóttir var afkastamikill málari á síðustu öld og eftir hana liggja nokkur mjög góð landslagsverk sem hefðu sómt sér vel á þessari sýningu.

Þetta eru aðeins örfá dæmi um listafólk sem hefði fyllt uppí myndina og bætt nýjum röddum inní mikilvægt samtal um fólkið, listina og landið. Í stað þess höfum við í raunni enn einn bókmenntatextann dulbúinn sem myndlist í formi óbeinnar tilvitnunar í Snorra Hjartarson einkum þann hluta sýningarinnar sem er á Kjarvalsstöðum: ,,Land, þjóð, tunga/þrenning ein og sönn“, nema hvað þátttaka þjóðarinnar er ekki til staðar.

Ynda Gestsson


Ljósmyndir: Helga Óskarsdóttir.

Artist Run: Af listamannareknum rýmum og heldrunarferli

Artist Run: Af listamannareknum rýmum og heldrunarferli

Artist Run: Af listamannareknum rýmum og heldrunarferli

Reykjavík hefur orðið fyrir miklum breytingum síðastliðinn áratug. Litskrúðug bárujárnshús hafa verið látin víkja fyrir nútímalegri byggingum, veitingastöðum og hótelum fyrir ferðamennina sem heimsækja borgina. Þeim fylgir fé og því er ferðamannaiðnaðurinn orðinn ein stærsta tekjulind landsins. Ýmsir hafa blygðunarlaust nýtt sér þessa þróun og því er miðbær Reykjavíkur eins og hann er í dag; íbúar, verslanir og fyrirtæki hafa jafnvel neyðst til að flytja sig um set, m.a. vegna hárrar leigu.

Í erlendum borgum þar sem sambærilegar breytingar hafa átt sér stað, eru listamenn oftast í hópi þeirra fyrstu sem verða fyrir barðinu af ruðningsáhrifum af þessu tagi. Hugtakið sem notað er yfir þessi áhrif er Heldrunarferli (e. gentrification). Þetta tiltekna ferli er eitt af meginumfjöllunarefnum stuttrar heimildarmyndar sem kom út á þessu ári og ber heitið Artist Run. Að baki myndarinnar stendur hópur sem kallar sig Lost Shoe Collective. Hópinn skipa níu einstaklingar með ólíkan bakgrunn. Sumir þeirra eru búsettir í Reykjavík og aðrir í Berlín. Þau eru: Beth Cherryman, Fatou Ndure Baboudóttir, Freyja Eilíf, Jeremias Caro Roman, Marta Sveinbjörnsdóttir, Pablo Gonzalez, Ragnar Ingi Magnússon, Sólveig Johnsen og Valentina Pachón.

Heimildarmyndin Artist run í heild sinni.

Í myndinni eru sambærilegir og ólíkir fletir á umhverfi upprennandi listamanna sem starfa annars vegar í miðbæ Reykjavíkur og hins vegar Neukölln-hverfinu í  Berlín skoðaðir, en Neukölln-hverfið er þekkt listamannahverfi þar sem margir íslenskir myndlistamenn hafa búið og starfað. Sérstök áhersla er lögð á starfsemi sjálfstæðra, listamannarekinna rýma og hvernig listamennirnir sem reka þau takast á við heldrunarferlið. Hugtakið sjálft er krufið til mergjar; skoðað er hvaða áhrif það hefur á samfélagið, hvernig listamennirnir sjálfir geta verið ómissandi hluti af framvindu þess og hvers vegna það á sér stað yfir höfuð. Þar sem sumir sjá framför sjá aðrir gríðarlegan missi.

Að reka sjálfstætt, listamannarekið rými á svæðum þar sem heldrunarferli á sér stað getur verið erfitt. Til að mynda eru listamannarekin rými sem blómstruðu eitt sinn um gjörvallan miðbæ Reykjavíkur nánast horfin.

Artist Run dregur fram mikilvægi þessarar umræðu. Hún undirstrikar þörf listamannsins fyrir persónulegt rými, upplýsir áhorfendur um stöðu listafólks í samfélaginu auk þess sem hún hvetur listamenn til að sýna þrautseigju og gefast ekki upp þegar heldrunarferli á sér stað. Þótt myndin sé stutt kemur hún skilaboðunum vel til skila.

Heimildarmyndin hefur verið sýnd bæði í Reykjavík og Berlín samhliða myndlistarsýningu þar sem nokkrir listamenn sem komu fram í myndinni, auk annara listamanna, hafa sýnt verk sín. Nú ert hægt að nálgast myndina í heild sinni á internetinu og hvetjum við lesendur eindregið til þess að kynna sér hana.

Sólveig Eir Stewart


Aðalmynd með grein: Birt með leyfi Lost Shoe Collective. 

Frekari upplýsingar um Lost Shoe Collective og Artist Run: http://artist-run.com/

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest