Listamannaspjall í Hafnarhúsi

Listamannaspjall í Hafnarhúsi

Listamannaspjall í Hafnarhúsi
Fimmtudaginn 19. maí kl. 18

Arnfinnur Amazeen ræðir við sýningarstjórann Bryndísi Erlu Hjálmarsdóttur um sýninguna Undirsjálfin vilja vel í D-sal Hafnarhússins.

Á sýningunni fjallar Arnfinnur um viðbrögð manneskjunnar við ógnum. Listamaðurinn telur að áherslan sem margir leggja á að rækta sál og líkama sé viðbragð við þeim hættum sem við teljum okkur búa við. Arnfinnur er búsettur í Danmörku. Þetta er fyrsta einkasýning hans í opinberu safni.

Aðgangseyrir á sýninguna er kr. 1.500, ókeypis er fyrir menningarkortshafa.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest