Um þrettán hundruð orð: Jóna Hlíf í Listasafninu á Akureyri

Um þrettán hundruð orð: Jóna Hlíf í Listasafninu á Akureyri

Um þrettán hundruð orð: Jóna Hlíf í Listasafninu á Akureyri

Ég heyrði einu sinni um ljósmyndara, erlendis frá, sem kom til Íslands í frí. Hann var spurður, eftir að hafa horft hér um, skoðað þetta land, séð fjöll, heiðar, berg, strandir, sjó og fólk, hvort hann hafði tekið einhverjar myndir, hvort hann vildi ekki taka einhverjar ljósmyndir hér. Hann sagði nei, alls ekki. Það er ekki hægt að taka myndir hér, ómögulegt. Af því hvert sem ég lít, hvert sem ég beini vélinni, er fullkomin ljósmynd. Þetta er það sem Jóna Hlíf er að reyna að gera á sýningunni sinni Meira en þúsund orð. Að skoða eitthvað, setja nafn á, sýna okkur eitthvað sem við höfum öll séð áður. Eitthvað sem við höfum verið að horfa á í þúsund ár. Eitthvað sem, í sjálfu sér – ósnert – virðist fullkomið, stórkostlegt eins og landslag, eitthvað sem yfirbugar vélina sem við reynum að nota til að skoða það.

Að reyna að taka mynd af og setja nafn á þessa hugmynd af hinu íslenska. Það er erfitt, flókið. Vélin sem við notum við það þarf að standa af sér viss þyngsli. En vélin hér er mikilvæg. Það sem við erum að skoða þegar við skoðum þetta landslag og þessa hugmynd er líka þessi mynd sem hefur orðið að því sem við köllum íslenskt. Landið er eitt, myndin af því er annað.

Ljósmyndarinn gat ekki tekið mynd af fossinum, bóndabænum, hestinum, hverinum, stuðlaberginu, öskunni, lögin af öskunni, mosanum, bláa hafinu, bláa himninum, af því hann væri að taka mynd af einhverju sem, á sama tíma, er ekki hægt að fanga á mynd og sem allir hafa nú þegar tekið mynd af. Við vitum öll hvað við erum að tala um. Af því það sem við köllum íslenskt er líka íslensk klisja. Það sem við sjáum á samfélagsmiðlum, sem við miðlum á milli okkar næstum ósjálfrátt, sem við sjáum í kennslubókum, í tónlistarmyndböndum, mynd sem hefur undanfarin ár verið miðlað, varpað, út um allan heim á mjög ákveðinn hátt, og síðan af ferðafólki sem greinilega þyrstir í þetta landslag.

Jóna Hlíf sýnir okkur hér myndir og orð og efni og liti sem eiga að lýsa okkur sjálfum. En í dag, þegar klisjan er sú að börn fara ekki lengur í sveit, að fólk sjái þessar myndir, þetta land, nærri því eingöngu um sumar, í fríi jafnvel, sem afþreying, ekki sem heimili, land til að lifa af á, sinna og leigja (sjaldnast að eiga); þegar samband fólksins við sjálft landið og svo myndirnar af því er orðið allt annað, jafnvel rofið á einhvern hátt frá því sem það var áður; þegar allt sem birtist á þessum myndum, heysláttur, saltfisksflak, kind, hefur tekið á sig aðra þýðingu, þá kemur í ljós að við vitum kannski ekki alveg hvað þessi klisja þýðir.

Fyrsta setningin sem Jóna Hlíf birtir í sýningartextanum, á vegg áður en komið er inn á sýninguna, er eftir W.H Auden: This is an island and therefore Unreal. Auden skrifar þetta þegar hann og Louis MacNeice ferðuðust um Ísland árið 1936. Þetta hefur alltaf verið satt, allavega fyrir þann sem sér Ísland sem utanaðkomandi. Ævintýraeyja, hinstu mörk veraldarinnar, hlutur sem fólk annars staðan frá á auðvelt með að breiða sínum eigin hugmyndum og hneigðum yfir. Auden segir samt, annars staðar, að þetta gildi um allar eyjur – að á eyjum gildi annarskonar reglur. Á eyju eru ekki landamæri eins og á milli Frakklands og Þýskalands. Engin nágrannaþjóð til að bera sig við, hlægja að, með, eða hata. Eyja á úthafi er óraunverulegur staður ef hún er borin saman við meginland eða metrópólis. Hugsanlega vildi Auden sækja þetta hingað, óraunveruleika, kyrrð, eitthvað annað en hans England. Setningin sem kemur einmitt á undan þessari setningu sem Jóna Hlíf notar er: Europe is absent.

Auden sá Ísland sem langt í burtu frá öllu, frá meginlandinu, frá stigmagnandi óróleika millistríðsáranna, frá sinni eigin sögu. Europe is absent. This is an island and therefore Unreal. Hér var mögulegt fyrir eitthvað annað að vera til, önnur mynd, einfaldari og hugsanlega fullkomnari mynd. Eða hvað?

Í næsta versi ljóðsins lýsir Auden tveim elskendum sem geta fundið hina tæru ást, ein í eyðimörk þessarar eyju. En svo spyr hann strax: Can they? Getur þetta verið, að hér, langt í burtu á meðal óspilltrar þjóðar geti fundist eitthvað fullkomið? Nei. Annars staðar í bókinni lýsir hann rútuferð til Mývatns þar sem ferðast með þeim hópur af nasistum. Íslenska klisjan var auðvitað þeirra draumur líka. Ísland er óraunverulegt bara ef við leyfum myndunum af Íslandi að vera óraunverulegar, ef við leyfum þeim að vera bara klisjur. Ef við spyrjum klisjuna ekki spurninga.

Auden leitaði hugsanlega að einsemd, stórkostlegri náttúru, bláa hafinu og bláa himininum, frelsi frá gangi sögunnar, en sá líka fljótt að það er ekki hægt að finna það neins staðar. Þó hefur Ísland óneitanlega aðra upplifun af 20. öldinni en England, en Frakkland, en Þýskaland. Seinna stríð bjó til störf hér, vegi, nælonsokkabuxur, Ísland uppgvötvaði heiminn. Helförin var annars staðar. Þetta var tímabil sem mótaði að miklu leyti þessa næstum útópísku mynd sem varð til af Íslandi.

Jóna Hlíf spyr: ef við vitum ekki alveg hvað þessi klisja þýðir í dag, hver erum við þá? Hvað finnum við þegar við skoðum þessar myndir?

Af því þegar við köllum eitthvað Íslenskt, íslensk angist, íslensk auðmýkt, íslenskur ótti, þá erum við líka að bera það íslenska saman við eitthvað annars staðan frá. Hvað er sérstaklega íslenskt við íslenska gleymsku? Er hún eins og bandarísk eða malavísk? Ef það var ekki hægt að komast í burtu frá raunverulega heiminum hinum megin við hafið árið 1936 þá er það alls ekki hægt í dag. Hvað það er að vera íslendingur ræðst að miklu leyti af því hvernig samband Íslands er við umheiminn.

Þannig er eitthvað kalt og jafnvel óþægilegt við hvernig myndirnar og formin og efnið og textarnir á sýningunni mynda heild. Maður sér hversu mikil foréttindi íslensk forréttindi eru. Að vera þessi klisja eru foréttindi. Sérstaklega þegar Ísland hefur orðið að eftirsóttum ferðamannastað (fólk jafnvel tilbúið að ferðast hingað á tímum COVID-19, fólk jafnvel að berjast fyrir því að fá að ferðast hingað þrátt fyrir heimsfaraldur). Það er ekki erfitt að sjá afhverju. Við erum exótísk en það er hreint hjá okkur líka; það er stutt að fljúga hingað en samt erum við einangruð og lengst í burtu; við virðumst alhvít og nógu lík hinum vestræna efri-millistéttamanni til að ögra ekki. Það er auðveldara að vera þessi klisja heldur en einhvernvegin raunveruleg.

Þannig sjáum við á sýningunni mosatorfu, svartan sand, nokkra íslenskulega steina, viðbúinn efnivið í íslenskri sýningu. En svo tekur maður eftir því að stöplarnir sem þetta efni situr á eru valtir. Þeir standa á löngum, mjóum fótum úr ódýru timbri. Þeir gætu á hverri stundu, auðveldlega, dottið eða fallið saman, þeir þola ekki hnjask, jafnvel ekki sýningargesti. Þá tekur maður líka eftir þykkblöðungi, einhverskonar, í potti á einum stöplinum og það getur verið leið út. Við vitum að Íslenska klisjan stendur á völtum fæti, að hún er pappírsþunn, líka að það getur auðveldega orðið klisja að gera myndlist um það að vera Íslendingur – en það er nauðsynlegt. Það er nauðsynlegt að skoða þessar myndir af okkur og hvernig þessi saga hefur verið sögð. Það er nauðsynlegt að koma með fleiri myndir, fleiri efni, fleiri hluti (hvernig á þykkblöðungur í potti heima á þessari sýningu?) inn í þessa hugmynd um hið íslenska. Það er nauðsynlegt að ögra og taka í sundur þessa alltaf endurfæddu klisju.

Yfir einum glugganum í sýningarsalnum hefur Jóna Hlíf sett bláa filmu. Þegar skín í gegnum hana kemur inn blátt ljós yfir sýninguna, tiltekinn blár litur sem við höfum ákveðið sé íslenskur. Ef við ætlum okkur að skoða og túlka og reyna að komast að því hvað er íslenskt þá þurfum við að vita að við gerum það alltaf í gegnum einhverja filmu, einhverja vél, að vélin litar okkur. Hvort sem sú vél er myndlistarsýning, orðaforði samtíma okkar, eða hvort það sé ódýrt að fljúga til íslands eður ei, þá þurfum við að skoða þessar myndbirtingar vel – hvernig við birtumst á mynd, hvernig við tölum um okkur – að túlka og endurtúlka hvað íslenskt þýðir. Við gerum ekki nógu mikið af því.

Starkaður Sigurðarson


Ljósmyndir: Vigfús Birgisson

Conversations with contemporary Latvian art in Akureyri

Conversations with contemporary Latvian art in Akureyri

Conversations with contemporary Latvian art in Akureyri

Attacked by a cold morning breeze and a church bell sound of the North, I enter the Akureyri Art Museum as one of the first guests. The stairs of freshly renovated art space leads to Talaðu við mig! / Runā ar mani! / Talk to Me! titled show, a wide exhibition of 19 contemporary Latvian artists not only opening the conversations about identity and art in context of Iceland, but also emphasizing the sad reality of Latvian Museum of Contemporary Art.

The effort of reaching the 4th floor is rewarded with so well filled space that it feels like it had been designed for these art pieces. The light from the windows seems like an extra element, adding movement trough time and space. Even the overlapping sound at the beginning of the show from two video works – humorous screaming kohlrabi’s that is just about to fall in a boiling water in Kriss Salmanis’ Why I’m Not a Vegetarian and ritualized appearance in the nature in Katrina Neiburga’s Pickled Long Cucumbers – coexist so smoothly it making another piece, an experimental audio.

Overview of the exhibition. Vija Celmins, Girts Muiznieks, Arturs Berzins, Leonards Laganovskis works. Photo: Gundega Skela, 35mm film.

Ieva Epnere installation Greeen School, 2017. Photo: Gundega Skela, 35mm film.

Then comes the text. It’s focused on the historical thread between the two nations – Iceland being the first country in the world recognizing Latvia’s independence in August 1991. Understanding the show being part of the 100-year anniversary celebration of autonomy of Latvia and therefore gaining the financial ground to allow this exhibit to happen is important, but the way it’s mentioned shadows the artwork ability to breath by themselves.

Although Talk to Me! content does cover history, for example in Leonards Leganovskis’ entitled “End of the Movie” and “This is the Red Flag” grey paintings that symbolically waves to the end of Soviet Era, as Latvian art historian and politician Helena Demacova puts in her essay in the catalogue of the show “Soviet era is only one of the factors informing our identity.” All of Talk to Me! art pieces are created by well established artists, strongly carrying different messages by themselves. For instance, Latvian-American visual artist Vija Celmins with two of her sophisticated drawings Star Field and Untitled (Ocean), allowing such a simplistic (on its surface) areas as stars in the sky or endless ocean water to become alive.

The show talks about the identity and nature in relation to people, as in Kristaps Gelzis’ Washing Day. Installation of washed cloth hanging on the rope, paused in certain time with naked male photograph laying on the ground right next to it, tells the story of a young Latvian poet Klāvs Elsbergs that mysteriously fell through the window in 1987. In Ieva Epnere’s Green School multi-media piece based on groundbreaking teacher Marta Rinka who used unconventional education methods connected to nature to teach children in the past century. Both of the art pieces are presenting inspiring personalities. Unfortunately, the only way of receiving this information is through a very well-made catalogue consisting of useful essays while there is no information provided next to the pieces themselves.

Kaspars Podnieks installation dze, Prince, Birze, Pienene, Palsa, Virpa, Vel, 2015. Photo: Gundega Skela, 35mm film.

Rasa Smite, Raitis Smits, Martins Ratnieks project Talk to Me. Human-Plant Communication, 2011-2015. Photo: Gundega Skela, 35mm film.

Maija Kurseva video Checkered Order, 2016. Photo: Gundega Skela, 35mm film.

When a century ago CIA agent Cleveland Backster was recognizing plants having a “primary perception”, he was rejected by science. In 2019 Rasa Smite, Raitis Smits, Martins Ratnieks offer the piece carrying the title of the show Talk to Me! where science holds hands with art and question of whether or not (and possibly how) human-plant communication effects the growth of it. Based on a wider project by RIXC (The Center for New Media Culture), one mandarin plant is exposed to the direct interaction with the visitor. You type a message and computerized voice says it out loud to the plant. When asked my partner on what message should the plant receive from both us, he replied: “may we join you?”

Once back on the ground floor, a moment of thirst allows to notice a screen with a video running above the water source. It’s Maija Kursevas video animation Checkered Order which like an outsider is placed between ticket sales, café and reading area.

While current reality around the project of Latvian Museum of Contemporary Art has failed because of the main investors (private bank ABLV) announcing bankruptcy and therefore putting the grand project on pause, Iceland becomes the only place where an excerpt of contemporary Latvian art can be seen.

Gundega Šķēla

Artists: Andris Breže, Arturs Bērziņš, Dace Džeriņa, Ģirts Muižnieks, Ieva Epnere, Inga Meldere, Katrīna Neiburga, Kaspars Podnieks, Krišs Salmanis, Kristaps Epners, Kristaps Ģelzis, Leonards Laganovskis, Maija Kurševa, Mārtiņš Ratniks, Raitis Šmits, Rasa Šmite, Vija Celmiņš, Vilnis Zābers and Zenta Dzividzinska.

Curators: Astrida Rogule, Æsa Sigurjónsdóttir.


Cover picture: Kristaps Gelzis installation Washing Day, 1990. Photo: Gundega Skela, 35mm film.

Jafnvægi-Úr Jafnvægi, Rúrí í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

Jafnvægi-Úr Jafnvægi, Rúrí í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

Jafnvægi-Úr Jafnvægi, Rúrí í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

Jafnvægi–Úr Jafnvægi nefnist sýning sem nú er uppi í sal Ketilhússins í Listasafninu á Akureyri. Salurinn er þekktur er fyrir mikla lofthæð auk sýningarrýmis á svölum. Þannig er hægt að sjá sýninguna frá tveimur sjónarhornum; frá gólfinu í salnum og ofan af svölunum. Sýningin stendur yfir frá 9. september – 12. nóvember 2017.

Innsetningin byggir á þremur, ómáluðum stöplum, gerðum úr spónaplötum og fimm hillum á vegg úr sama efni. Stöplarnir eru allir 90 cm háir og 45 cm breiðir en lengd þeirra er mismunandi. Sá minnsti er um hálfur metri að lengd, staðsettur upp við vegg, gegnt hillunum. Í rýminu sjálfu eru tveir langir stöplar, annar 4m og hinn um 11m, staðsettir að hluta til samsíða og skáhalt í salnum. Þessi uppsetningin gefur sýningunni bæði kraft og sérstöðu.

Á stöplana og hillurnar raðar Rúrí margskonar hlutum frá mismunandi tímum, m.a. vigtum, fræðibókum, landakortabókum, misstórum hnattlíkönum, skeið- og vekjaraklukkum, vatnsflöskum, tímaglasi, krukku með peningum o. fl. Í uppröðun hlutanna er vel hugað að efni, formi, litum og innihaldi sem vinna saman og mynda kraftmikla og áhugaverða heild þar sem fágun og jafnvægi ræður ríkjum. Á vigtirnar setur hún mismunandi hluti og oft hvíla þær sjálfar á bókastöflum. Hún staðsetur hlutina í línum á löngu stöplunum, hvern á sinn hátt; sumir halla til vinstri aðrir til hægri og fjarlægðin á milli er vandlega úthugsuð. Staðsetning hlutanna gefur sýningunni takt sem eflist enn frekar við tikkið og sláttinn í gamalli klukku sem ómar um allt húsið. Segja mætti að lykilverk sýningarinnar sé stór vatnsflaska sem staðsett er á fornri trévigt með mælikvörðum úr járni. Óneitanlega vekur þetta verk upp spurningar um þyngd og verðgildi vatnsins, nauðsynlegustu auðlind jarðarinnar. Enginn lífvera lifir án vatns.

Táknmál – tungumál

Tími, mælieiningar, rýmið og alheimurinn og hvernig mannkynið umgengst jörðina er aðalinntak sýningarinnar. Hvernig við sem búum á jörðinni höldum okkur og henni í jafnvægi og reynum að draga úr ójafnvægi. Klukkan tifar, það er tími til að vakna og hefjast handa áður en það verður of seint. Tíminn er ekki ótakmarkaður og ekki er hægt að fara hálfsofandi í gegnum lífið aðgerðarlaus og ómeðvitaður um eigin hlutdeild. Við berum ábyrgð á eigin lífi og umhverfi okkar, í samfélagi við aðra.

Sýningin fjallar um margskonar jafnvægi og andstæðu þess; ójafnvægi, hjá einstaklingunum, samfélaginu og jörðinni sem plánetu. Uppistaða lífs á jörðinni er loft og vatn, annað söluvara hitt óseljanlegt. Auðhringir og efnafólk keppast um að komast yfir vatnsból og verðmæt landsvæði auðug af vatnsuppsprettum. Ójafnvægið veldur stríði og baráttu um auðlindir jarðar.

Hnattræn hlýnun ruglar m.a. vatnskerfinu sem veldur hækkun á yfirborði sjávar og ruglar og breytir vistkerfinu. Í tungumálinu er talað um að leggja á vogarskálarnar, sem þýðir að vega og meta hluti og aðstæður. Það leiðir hugann að því hvernig vistkerfið og hagkerfin þurfa að vera í jafnvægi en ekki ójafnvægi.

Sýningin er byggð upp af kunnuglegum hlutum settum fram sem táknum sem áhorfandinn getur ráðið í og sett í orð, setningar og skiljanlegt tungumál í eigin vitund og aukið skilning á því sem hann sér og skynjar. Í texta sem fylgir sýningunni er innihaldi sýningarinnar lýst: „Þessi sýning leggur listina á vogarskálar. Vogarskálar vega sögu mannkyns og jarðar, vega tíma, vega vægi mismunandi gilda, til dæmis hagkerfi á móti vistkerfi, eða vægi huglægra gilda“.

Vatnsflöskur og landakort framtíðar

Rúrí hefur um langt skeið verið áhrifamikil í íslenskri myndlist. Hún er fjölhæfur myndlistarmaður, oft með pólitíska nálgun og jafnvíg á skúlptúra, gjörninga og innsetningar. List hennar er löngu orðin þekkt út fyrir landsteinana. Meðal verka hennar er einn þekktasti skúlptúr landsins, Regnboginn, sem milljónir manna hafa barið augum, en færri vita e.t.v. hver höfundurinn er. Verkið stendur við flugstöð Leifs Eiríkssonar og er frá árinu 1991.

Síðustu mánuðina hafa Eyfirðingar og gestir þeirra átt kost á því að sjá list Rúrí bæði í Verksmiðjunni á Hjalteyri og í Listasafninu á Akureyri og einnig gjörning hennar á gjörningahátíðinni A! sem haldin var í byrjun september s.l.

Gjörningurinn stóð yfir í 80 mínútur og hafði Rúrí tvo svartklædda menn sér til aðstoðar. Sjálf var hún einnig í svörtu og umgjörðin var rannsóknarstofa. Taktfast reif hún blaðsíður úr heilli Atlasbók og enduðu þær, með aðstoð hjálparmannanna, í tætara og því næst ofaní tilraunaglasi með tappa, upp í hillu rannsóknarstofunnar. Ferlið var síendurtekið, fágað og skýrt og gjörningurinn í heild afar eftirminnilegur. Tilfinning fyrir tíma og rými virtust hverfa.

Í sumar tók Rúrí þátt í sýningunni Hverfing/Shapeshifting, í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Hún sýndi annars vegar nokkur landakort sem vísa til framtíðar, og hins vegar langa röð af tómum, misstórum vatnsflöskum sem liðuðust eins og lækur eftir gólfinu í risastórum sal Verksmiðjunnar. Rúrí er sérlega lagin við að búa til líf og kraft með staðsetningu hluta og rýminu sem myndast á milli þeirra. Flöskurnar fengu þannig líf og tilgang sem getur verið flókið að fanga, í þessu hráa og mis-vel upplýsta rými. Þarna voru mörg góð verk en þessi vatnskrukkuröð talaði skýrast til mín auk kortanna sem lýstu framtíðarsýn á landið ef fer sem horfir varðandi hækkun yfirborðs sjávar. Sá raunveruleiki gleður engan.

Krefjandi spurningar

Þær spurningar sem verk Rúrí vekja eru ekki léttvægar. Hún teflir fram staðreyndum sem myndmál listarinnar gefur áhorfandanum færi á að upplifa á annan hátt en það sem fræðimenn tjá með tölugröfum, línu-og fræðiritum, stundum í frekar eintóna framsetningu. Hlutverk vísindamanna og listamanna eru því ólíkt þó stundum takist þeir á við svipuð eða sömu viðfangsefni og varpi fram samskonar spurningum sem okkar er svo að svara.

Á sýningunni Jafnvægi–Úr Jafnvægi, dregur Rúrí upp mynd af raunveruleikanum, með tilheyrandi spurningum. Hún predikar ekki en gefur okkur andrými til að bæta við verkið í huganum svörum við spurningunum og þannig jafnvel klára verkið. Sama gildir um Regnbogann, við Leifsstöð þar sem hún gefur okkur sýn á hluta regnbogans, okkar eigin hugsun og túlkun klárar svo verkið. Hver og einn sér þá Regnbogann á sinn einstaka hátt. Sýning Rúríar talar skýrt máli fagurfræðinnar og hvetur til ígrundunar og ábyrgðar á eigin lífi og því hvernig hægt er að vinna gegn ójafnvægi, í víðum skilningi.

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir


Ljósmyndir: Listasafnið á Akureyri Vefsíða Rúríar: ruri.is Vefsíða safnsins: www.listak.is

Leiðsögn um ljósmyndasýninguna Fólk / People

Leiðsögn um ljósmyndasýninguna Fólk / People

Miðvikudaginn 18. maí og fimmtudaginn 19. maí kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um ljósmyndasýninguna Fólk / People, en þar sýna sjö ólíkir listamenn verk sín. Fyrri leiðsögnin er haldin í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum og fer eingöngu fram á ensku, en hin síðari verður með hefðbundnu sniði og á íslensku. Þorbjörg Ásgeirsdóttir safnfulltrúi og Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi fræða gesti um sýninguna sem lýkur 29. maí næstkomandi og er því um síðustu leiðsögnina að ræða.

Listamennirnir eru Barbara Probst, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Hrefna Harðardóttir, Hörður Geirsson, Ine Lamers og Wolfgang Tillmans. Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson.

Sýningin stendur til 29. maí og er opin þriðjudaga – sunnudaga kl. 12-17.

Aðgangur er ókeypis.

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest