The Drumming Beat: Daníel Magnússon at Hverfisgallerí

The Drumming Beat: Daníel Magnússon at Hverfisgallerí

The Drumming Beat: Daníel Magnússon at Hverfisgallerí

Daníel Magnússons´s exhibition TRANSIT at Hverfisgallerí explores a rhythm of detail, depicting images of close up angles and geometrical forms created out of seemingly everyday moments and objects. In this way Magnússon´s photographs examine how construction and composition can inform the unfolding narrative an image creates, focusing in on the minutiae of a meaningful moment.  The relevance of the frame, the subtlety of a directed narrative, and the power of an image seemingly “empty” of meaning: I interviewed Daníel to delve deeper into these thematics of his Hverfisgallerí exhibition. 

I was curious how photography informs his practice, an artist that works in many mediums and is trained as a sculptor. What does the medium of photography allow him? 

DM: I am not sure that I can answer this question, actually it is not a possibility so to speak. I have worked with photographs for a long time and I have spent a long time as well discussing this media with other artists and professional photographers. Much of the work I did before educating as a sculptor in the eighties was in portrait and landscape. I tried out different media and built a small darkroom everywhere I lived. I did a lot of darkroom work in those years and extensive work in experiments with different media and different equipment. But none of this made it convenient to choose this line of work. When I look at some of the photographs I shot in the eighties I am actually surprised. I did work in sculpture for over a decade or so and it was fascinating, it had all the convenience that I needed. But still it was not enough. The voice today is different from what it sounded three decades ago. This voice knows a lot and it has tried different things. It has lost various battles and won some others. I think that what everybody has to focus on is waiting. 

If I would have an answer for you regarding this question it would be the art of waiting. I guess I was lucky that I never intentionally decided to work in this field, it kind of happened after a period of a long waiting.

Daníel tells me that the works in this exhibition are contextualized by a main idea he calls: 

“… the closure of the frame and the field it spans. It is what I have described as a sufficiently meaningful or true frame. That is all the entities that are necessary for the frame to be true …”

Cleverly angled shadows on concrete, the appealing corner of a teal swimming pool, a humble wooden piano,  a vibrantly curved kiddy slide, a satisfying ceiling curve and suggestive red curtain. These tightly composed shapes have a satisfying body and movement, curvature and liveliness to them. They are pleasing in their invocations, containing elements of playfulness in color, connotations of the domestic, everydayness, childhood, and a simplicity of experience. 

Sadsong, 2015, inkjet print on 320 gr Sihl Masterclass cotton paper, 92 x 92 cm.

In terms of his artistic influence, Daníel explains that in his practice he doesn’t necessarily draw inspiration from specific favorites or names, searching rather from what he calls his “silent drumbeat”: 

“… I do work in separate fields. Street and elsewhere, which would be street-life. It is a fraction of my collection and portraits as well. I have a different approach to those brands. I tend to search for what I call the ‘silent drumbeat´ in forms and patterns. Maybe it sounds awkward to describe it this way but it really is the fact.

I have never been able to create or bring forward anything of artistic value by deciding to do so. It usually takes a good walking distance. For me it is partly being superstitious and eccentric.

What seems to be a normal day is usually not, when you take into consideration all the arbitrary variables that can change. I do a lot of walking and not necessarily to ‘find´ something. If I have a camera with me, much of the time and effort is carrying it.

I admit that some of the walks do not bring any fruit so to speak. My interest, for the last few years is mostly under two feet from the ground and patterns in the human-nature ambiance. My work is in following and searching. What I am interested in must be equivalent to what you see in the most precious tapestry. It has to be valued and treated as a cherished truth. There is a quotation from a well known scientist who said that you will only understand nature through admiration. Maybe the thing is that I was brought up on farms, and I used to work on farms as a young boy and through my teenage years. I had the whole picture and it was narrated with smell from soil, grass, blood and rotting flesh. The colors and smell of the tundra, it’s a whole unified kingdom with a low pitch voice, a drumbeat…”

His images appear seemingly “neutral”,  in their lack of specific reference, and yet this absence does inform a specific direction or motive in the work. These small moments all contain some sort of connection, emotional response, ingrained in us and our unique experiences. Like Daníel describes there is this certain tempo to his photographs, this drumbeat as he terms it, that informs our continued interest and curiosity. 

DA: Why this focus on the aesthetic of seemingly background, irrelevant, uncertain landscapes?

DM: Aesthetic is an ambitious word. I try to avoid circumstances where I can be tempted by the atmosphere of aesthetics. Probably one can not escape the weight or gravity of that term – yesterday’s aesthetics are today’s cosmetics, a postmodern cliche. I probably do tend to build my work from an apocalyptic approach to classical aesthetics, my education was. We made statues and pictures and we travelled in Vineland. This attention to photographing something in which there is no event, no momentum, no specific purpose.

DA: What did you want people to experience in this exhibition, the lasting emotion or thought?

DM: There is a purpose and there is an underlying narrative. The silent drumbeat is the decoy, and when you understand that it is not separable from the narrative you surrender to the grace of that particular frame. That’s my personal belief. It is not like it happens all the time, but when it happens, it is perfect and you don’t know why. I do want viewers of my work to experience my beliefs. That they can see or submit to my vision, which is quite arrogant.

 

Daria Sól Andrews

Daníel Magnússon´s exhibition “TRANSIT” is on view at Hverfisgallerí until May 16th, 2020.

https://hverfisgalleri.is/exhibition/transit/ 

Photos courtesy of Hverfisgallerí and the artist.

Draumkennd augnablik saumuð saman við hversdagsleikann

Draumkennd augnablik saumuð saman við hversdagsleikann

Draumkennd augnablik saumuð saman við hversdagsleikann

Fyrsta einkasýning Loja Höskuldssonar, „Súper lókal“ er sýnd þessa dagana í Hverfisgalleríi, en Loji gekk í raðir listamanna gallerísins fyrr á árinu og verða hans hans áhugaverðu verk sýnd í galleríinu til 8. febrúar næstkomandi. Blaðamaður Artzine settist niður með Loja á dögunum og spurði hann út í vinnu sína og verk og hvað væri á döfinni.

Loji sem er þekktur tónlistarmaður, segist hafa byrjað að vinna útsaumsverk í kringum árið 2010 þegar hann stundaði nám við Listaháskóla Íslands. Að sögn Loja var hann á leið í tveggja vikna áfanga á Seyðisfirði og átti þá samtal við móðir sína um áhuga sinn á útsaumi þegar allar hans hugmyndir umturnuðust á einu augabragði. „Þegar ég var að segja mömmu frá hugmynd minni um útsaum þá rétti hún mér flosnál og var það eftirminnilegt augnablik. Þarna var ég kominn með verkfæri til að koma öllum mínum hugmyndum á framfæri og hefur þetta verið miðillinn minn síðan þá. Þetta var algjör köllun, en útaf hljómsveitarbröltinu í mér þá fór ég ekki að sinna þessu á fullu fyrr en árið 2018, þá byrjaði þetta af alvöru.“ segir Loji með blik í auga.

Samkvæmt Loja er húmor stór hluti af verkum hans og segir hann það afar gaman að hreyfa við fólki með því að láta það hlæja. „Þegar maður var í Listaháskólanum þá átti meiningin á bakvið verkin sem maður vann, að vera svo djúp og maður leitaði að einhverju sem var svo mikilfenglegt. En ég hef bara fundið að það hentar mér betur að vera á þessum nótum í staðinn fyrir að vera alvarlegur. Það er skemmtilegt að einhver fari í þetta ferðalag að rifja upp eitthvað sem var einu sinni til en er ekki lengur. Hlutirnir breytast og að fara aftur í tímann þegar hlutirnir voru eitthvað annað en í dag, það er þessi minning sem mér finnst vera heillandi. Ég vil ekki sjálfur vera fastur í fortíðinni, en á sama tíma þykir mér vænt um eitthvað sem var einu sinni sem þú færð ekki aftur og að það er gaman að geta fest það í einhverri mynd.“ segir Loji.

Súper lókal, installation view at Hverfisgallerí. Photo credits: Vigfús Birgisson. Courtesy of the artist and Hverfisgallerí.

Að sögn Loja er gefandi að fá einhverskonar viðbrögð fyrir verk sín og vinnu. Honum finnst mikilvægt að fólk skoði verk sín og að það skipti ekki öllu máli hvort þeim finnist þau flott eða fáranleg, mikilvægast sé að fá einhver viðbrögð. „Það er sennilega einhver persónuleg ástæða þess að ég sækist eftir að fá viðbrögð frá fólki, en ég vil vera heiðarlegur og viðurkenni það að það skiptir mig miklu máli. Áður fyrr var ég stressaður yfir hvort að fólki líkaði við verkin mín og ég skildi ekki hver ástæðan var ef það gerði það ekki. En núna snýst þetta um að koma verkunum út, vinna hart að einhverju og fagna svo. Ég fæ stundum komment frá vönum útsaumurum, þau taka myndirnar beint af veggnum og skoða fráganginn aftan á, það skiptir það mestu máli fyrir þeim, frekar en verkið sjálft. Þeim finnst frekar fyndið að sjá að ég noti spor á allt annan hátt en fólk gerir vanalega .En almennt ég hef fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fólki, fólki finnst gaman að sjá hvað ég er að gera.“ segir Loji íbygginn á svip.

Talið berst að uppáhaldsverkum, vangaveltur sem undirritaður taldi vera erfitt fyrir Loja að segja til, þar sem verk listamanna eru oft líkt og afkomendur og erfitt reynist að gera upp á milli þeirra. En það var lítið um hik hjá Loja er kom að því að svara þessu. „Það er sennilega verk sem ég gerði árið 2018 og er af Hagkaupspoka, mér þykir afar vænt um það. Ég á þessa minningu um gamla Hagkaupspokann, sem var svo einföld og falleg hönnun og mig langaði að fá fólk með mér í það ferðalag, að fara aftur til þess tíma þegar þessi poki með appelsínugulu og svörtu röndunum var til. Það eru auðvitað plastpokar og rusl út um allt og ég á minningu um að vera í unglingavinnunni að reita arfa í runnum og það voru plastpokar í öllum runnum. Mér fannst líka fyndið að sauma út plastpoka, þannig að þetta er fyndið og fallegt að mínu mati. Í þessu verki blandaði ég ýmsum hugmyndum saman í hrærigraut og þar er líka fyrsti túlipaninn sem ég gerði. Ég hata hann því mér finnst hann svo ljótur, en í staðinn fyrir að rekja hann upp, þá leyfði ég honum að vera og gerði næsta og hann var enn ljótari. En síðan þá hefur túlípanafærnin mín lagast, þetta snýst bara um að prófa sig áfram og leyfa mistökunum að lifa, í stað þess að vera alltaf að rekja upp.“ segir Loji.

Pulsusinneps blómavasi með gleym-ér-ey og fífum, 2019, burlap og ull, 53,5 x 53,5 cm. Photo credits: Vigfús Birgisson. Courtesy of the artist and Hverfisgallerí.

Loji segist fá innblástur hér og þar, aðallega frá hversdagslegum hlutum, þar sem bætast við draumkennd og falleg augnablik. Eitt verka hans sýnir botnlausa ruslatunnu á staur, þar sem ruslið hefur fallið til jarðar fyrir neðan hana. Loji segir að innblásturinn að því verki sem búðarferð sem hann fór í til að versla sér miðnæturnasl og á vegi hans varð þessi ruslatunna. „Svo snýst þetta líka um eitthvað íslenskt, t.d. um eitthvað blóm sem maður á í hjartanu sínu. Annað dæmi er þegar ég sótti fótbolta sem hafði verið sparkað yfir í garð á fótboltamóti sem ég tók þátt í. Ég var varamaður og var sendur að sækja boltann og þurfti að banka upp á hjá eiganda garðsins. Ég stóð þarna á fertugsaldri og spurði manninn sem kom til dyra hvort ég mætti ná í boltann en hann var ekkert alltof sáttur, sennilega mjög vanur ónæði sem þessu. En hann hleypti mér í garðinn og þetta var fallegasti garður sem ég hef nokkurn tímann séð. Það var einn bolti í tjörn þarna, þetta var mjög fallegt augnablik og eftirminnilegt augnablik og þar varð til hugmynd að mynd af bolta í garði.“ segir Loji og hlær.

Samkvæmt Loja hefur hann ekki farið á nein námskeið er útsaum varðar og segir hann að verk sín hafa batnað til muna eftir að hafa fengið góð ráð og hjálp frá móður sinni. „Ég man að ég var að gera mynd sem átti að vera með gulum og grænum baunum. Mamma horfði á mig gera þessar klunnalegu baunir og spurði hvað ég væri eiginlega að gera. Og hún stakk upp á að ég myndi nota fræhnút og hún kenndi mér að gera það. Þegar þú ert búinn með þennan hnút þá verður eftir kúla á striganum og þetta kveikti allskonar hugmyndir hjá mér, þá gat ég farið að gera t.d. Reynitré, eitthvað sem mig hafði alltaf langað til að gera. Þarna fattaði ég að ég ætti bara að spyrja mömmu ef ég lenti í vandræðum.“ segir Loji.

Loji segir að það sé ekki mikið á döfinni hjá sér og er feginn að svo sé ekki. Hann segir að síðastliðin tvö ár hafi verið mikið að gera og hann hafi stanslaust verið að vinna verk innan ákveðinna tímamarka, áður en sýningar hófust, en er feginn að vera ekki að eltast við það þessa dagana. „Það er ekkert planað hjá mér núna, síðastliðin tvö ár hefur verið talsverð pressa að klára verk fyrir þessa eða hina sýningu. En á árinu 2020 þá býður mín ekkert, sem er góð tilfinning. Ég hef til dæmis ekki haft tíma til að velta fyrir mér hvað ég gæti gert nýtt, en núna gefst tími til að anda og pæla og það er sem sagt það sem er á döfinni, að anda og pæla.“ segir Loji að lokum.

 

Aron Ingi Guðmundsson

 

Cover picture: Skólagarður, 2019, burlap og ull, 63 x 93 cm. Photo credits: Vigfús Birgisson. Courtesy of the artist and Hverfisgallerí.  

https://hverfisgalleri.is/exhibition/super-lokal/

A Violent Absurdity: Valheimur at Hverfisgallerí

A Violent Absurdity: Valheimur at Hverfisgallerí

A Violent Absurdity: Valheimur at Hverfisgallerí

Valheimur – a world is created, one that has semblances to our natural order and the social stories our cultures echo, yet is a product and figment of artistic imagination. In Sigurður Ámundason and Matthías Rúnar Sigurðsson recently opened exhibition at Hverfisgallerí, surreal narratives collide between the boundaries of reality and the imaginary in a combination of color, pencil, and stone. The artists, Sigurður and Matthías, shared their perspectives with me. 

Sigurður: We know each other very well and for a long time we have been following each others work and process. Both of us are very diligent and patient with our practices and have a taste for detail. The day before the opening Matti mentioned it sort of felt like walking inside a hall of a palace of some weird wizard in another dimension. I guess that explained it best for me too. 

Matthías: Me and Sigurður have been friends for a long time… I think they [the works]  have many things in common and some differences as well. Drawing is important for both of us. The subject matter of our work is similar. It comes from the same place.

S: Drawing comes extremely naturally to me, it was a big part of my childhood.  I would draw in class instead of paying attention and much of my spare time I would dream of stories to make into novels or films. When I graduated from the Art Academy in 2012 I got into large renaissance paintings and wanted to capture the epic and romanticism of those works, but I knew I had to do it in a different fashion than them, because now it’s the 21st century and you have to speak about your own time. 

Sigurður´s compositions are fantastical in their perspectives and don’t literally “make sense”, combining often confused narratives. A snapshot of the imagery he throws together in his drawings: machinery, mystical waves, staged home scenes, snapshots of photographs, a beach, skyscrapers, mountainous landscapes, larger than life godly figures, a classroom, a road, distorted cars, skulls, and endlessly reiterating man spurting blood out of his chest, a swimming pool,  graphic flames, a woman with child, a headless man. The list goes on.

S: It’s always hardest for me to start on a drawing, if it doesn’t begin well I get sceptical and will often erase and start over until the figure or landscape I’ll be basing the work on feels right. I usually draw the outline of a head or the eyes and if I don’t like the shape I don’t carry on with it, instead I just search until I draw something I can work with. Because I never do sketches beforehand and every piece is in a way spontaneous I find it important to feel connected to the first stages of each work. Later on when the work is taking shape and starting a life of its own, the process feels kind of like puzzling a work all together, one scene or figure at a time, or playing chess with myself or with the artwork. 

The pencil strokes are wild and intense up close, but appear smooth and refined at a distance, like a painting. Warped perspectives draw you into the center of the work. Vaguely recognizable structures morph into a new scene and different perspective, the objects all connected by a never ending pencil line. 

There is a violence to this work, both in its content and subject, and in its form, from the chaos to the splitting and distortion of recognizability. One form flows into the other, creating, informing, determining, and coexisting with all other elements of the work. Where do these creations stem from? From the inner depth of his thoughts? An alternate reality of endlessly repeating iterations that melt together into a soup of associations. 

S: I hate violence in real life, obviously, but I find it different in art. I think there is a demon or demons inside of us all and we need to speak about them. By talking about them out loud we in a way diminish the power they have on us. I like the idea of normalising or talking about our flaws and weaknesses. I for instance have had a huge anger problem; I am OCD and I often have a minority complex over the most trivial things. I want to speak about these things because that is what is underneath my exterior, what bothers me and prevents me from happiness. And in a sense I think art is here for this, or at least partly. I also think that people can relate to it because they also have their demons and/or witness them in others. The absurd most often represents emotions in my work, possibly because emotions make everything absurd, life is extremely simple but made extremely complicated by our perplexing human nature. I’d like to point out that in all of my works there is always (or mostly) a force of hope as well to balance against the aggressions.

Sigurður´s drawings feel like what dreams would be if they were pulled out of subconscious into reality, into a tangible image, a blurring and melting of one form into a next adventure that you’re not quite sure where ends or begins. These fantastical narratives are almost eeries at times. They contain moments of a distinct structure that disappears into the whole of chaos, a black hole of colors and shapes. Chaos, yet it is all perfectly connected, in its pristinely illogical order. There is beauty in something so illogical, incomprehensible.  

S: I always have my eyes open for anything I find stunning or interesting, sometimes when I hear an intensely beautiful symphony by Beethoven or Arvo Part I feel like I want to be apart of it and that often translates into the epic or majestic in my work. The same goes for anything else that affects me; weather, its urban decay, or a sunset over a mountain. The aggressive notes of my work often stem from my own inner angst. My day to day problems are not huge compared to those who are truly suffering but I do find it extremely important for every human being to deal with their problems if they’re big or small.

What does this exaggerated and extreme nature, the agony in these drawn narratives, say about the human condition? – in that these works are more about our own agony, our own mental turmoils, nightmares, brought out onto paper. 

S: There’s always some sort of commentary about humanity and the human experience, both the hardships and pain that can be found in the mundanity of everyday life and the victory that can arise from choosing the “right path”. Visually I find myself drawn to epic scenes, brutalistic architecture and science fiction as well as disfigured beings that are somehow morphing into their surroundings. Time often seems to play apart in my work and duality especially. I like for instance the duality of the extreme versus the casual and mixing them together, perhaps in order to underline the importance of what we call mundane or “not important”.

Matthías’ sculptures are equally fantastical and brutalistic, in their own sense, and open up for narratives of absurdity as well, albeit a bit more quietly. They reference to gods and mythical stories, tribal, tombstones, totems, places of worship. One lies on the ground, like a ruin, suggesting something archeological in nature. There is a solemness to the sculptures, but there is also a certain humor to them, like the absurdity of Sigurður’s work.

M: First I find a stone to carve. I sketch and draw so that is where I get the ideas for my sculptures most of the time. Sometimes I plan what the next sculpture will look like and then I might get a stone of a specific type cut in specific dimensions. Other times I take a stone that I have found lying around somewhere and see what I can do with that. Since carving is all about removing excess material, the idea must fit inside the stone. Usually I try to memorize the idea I want to carve instead of having a drawing in front of me, unless it’s on the stone itself. I like drawing the sculpture when I’m not carving it, to keep the idea in my mind. I always carve outside and I use every tool that is available to me, such as grinders, hammers and chisels. I use a mask so I don’t inhale the dust. Carving stone is time consuming and it can also be hard work so it’s all about patience.

It is as if these totems speak to generations from another time, but what time? A mythic and epic created from fantasy, from the mind. Each viewer will make their own cultural associations; perhaps some connect them to the grotesqueness of the gothic period, like gargoyle figures. 

I like to combine the characteristics of animals, objects and humans to make anthropomorphised characters. They can resemble those in a folk tale or some mythology or maybe a movie. I have always had an interest in mythology and stories of the supernatural so it wouldn’t surprise me if I draw some influence from that. It can be hard to say where the influence comes from, but it must come from life and my experience of that.

The sculptures have a historical, monumental feel to them, like they are out of some sort of Viking or mythological history. The solid nature of stone contains an ominous presence in the exhibition space. 

M: One thing I like about stone carving is the permanence. The stones themselves are old, some of them have been here for millions of years. The sculptures will also be here for a long time in any case. When looking at stone carvings from the past the sculptor is usually forgotten and it’s as if the sculpture has always been there. I sometimes go to this fantasy of the future, imagining the sculptures in a different time period…

S: Mythology is definitely a factor that joins our work together. Both of us are interested in modern and ancient mythology and creating our own versions of these. Also translating our own personal problems with the use of mythology. We are also both using old techniques and trying to create and understand something new with them.

 

Daría Sól Andrews

 

Valheimur at Hverfisgallerí is open until October 12, 2019. 

Photo credits: Vigfús Birgisson

Mary, a revolutionary feminist?

Mary, a revolutionary feminist?

Mary, a revolutionary feminist?

Having grown up in Italy, where the Roman Catholic Church is such a powerful institution and it is deeply rooted into the everyday lives of everyone, I can’t help seeing in Mary a symbol of a submissive femininity, an objectified woman, a tool through which the Church has kept women in a position of inferiority for centuries. Mary, even though she is worshiped by Catholics, has never reached the role of goddess, she constitutes a body through which God acted. In fact, women in the Catholic Church are prevented to take on high positions in the ecclesiastical system: they can be nuns, but not popes, not bishops, not even priests. My position in this regard is closer to Simone de Beauvoir’s ideas, she wrote in her book The Second Sex that “Beyond question the women are infinitely more passive, more subservient to man, servile, and abased in the Catholic countries such as Italy, Spain, or France, than in such Protestant regions as the Scandinavian and Anglo-Saxon countries. And that flows in large part from the women’s own attitude: the cult of the Virgin, confession, and the rest lead them toward masochism”. That is proven by the fact that women didn’t even have the right to vote until 1945 in Italy, while in Iceland they got it in 1915.

However, regardless my opinion, reviewing those stories which shaped our culture and heritage is a way to correct people’s behaviours and misbeliefs, so I will put my personal feelings aside and try to look at Mary as a revolutionary woman, like the Icelandic Love Corporation presents her in their show The Newest Testament at Hverfisgallerí.

Mary accepted the role of mother of God given to her by God’s messenger without asking any questions, without thinking about how her life was about to change, she accepted her fate and accomplished God’s will. That acceptance, that “yes” said without questioning anything, is proof of her courage. That “yes” constitutes a declaration of acceptance of all the pain which was about to come, a sacrifice for the sake of humankind, she didn’t ask for such a responsibility, but she embraced God’s decision anyway.

Acceptance is a value which is often forgotten, we live in a society which tells us we can do whatever we want and encourages us to pursue our dreams and desires. But life is not all sunshine and roses, learning how to process disgraceful events and keep your head up in difficult times is of vital importance. We need to be flexible, adaptable, ready to accept what life confronts us with.

Mary’s capacity of accepting and adapting to situations is symbolised, in the exhibition The Newest Testament, with water. Liquids are highly adaptable to different containers’ shapes because the links between their molecules are not really tight. They can change their physic state depending on the temperature and conditions, e.g. freezing into ice or evaporating when the temperature is high enough. Water also means life, when exploring new planets astronomers look for residues of water, no matter their physic state. Water is the means by which they determine if planets have ever been suitable for life or will be in the future.

This parallelism between Mary and the vital fluid is presented in Aqua Maria, a video work showing a lyric singer who emerges from the darkness and sings a song entitled Aqua Maria, a remix by Ólafur Björn Ólafsson of Franz Schubert’s Ave Maria and the Sigvaldi Kaldalón’s version. To access the work we have to pass through thick curtains of the same intense and bright blue color of Mary’s veil. The curtains look like some sort of artificial waterfall: they are dense and heavy but made of threads, a delicate material which become stronger when weaved together, like water does when streams converge into larger and powerful rivers. The singer, Agnes Wästfelt, performing in the video sings passionately and water is sprayed over her, yet she does not react to the water, she accepts it as it soaks her wet whilst continuing to sing. This willpower she shows by pursuing her intent without getting distracted by what is happening around her and on her unveils a certain perseverance, a strength and a will to accomplish her duty no matter what. When acceptance segues into perseverance it mutates from being a value for a peaceful existence to a necessary quality to carry out a fight and an attempt to change our society.

Liquids are present in the show also within the series Pissed Off!, works made with urine. Urine, along with those other substances through which we expel unnecessary micro-elements, is culturally considered repulsive, in fact they smell bad and they affront our senses just by seeing them: they are something to be ashamed of. Nevertheless, these natural needs are necessary for the body to keep working properly and it is also thanks to them that we can achieve all the great things human beings have done and are proud of. By deciding to use urine as material for their pieces, the Icelandic Love Corporation is elevating the idea of urine from a mere despised element to an artistic tool. They seem to suggest a change in our perception of our bodies, again by reviewing our cultural heritage. Just like Mary accepted her destiny, we need to accept ourselves completely, embrace everything about our body, this constitutes a rebel act against centuries of prudery and self-disgust.

The textile work Consent, hung from the ceiling in the middle of the room where the Pissed Off! works are displayed, recalls the traditional feminine craft of weaving. Weaving has always been associated with women. The Cretan princess Ariadne helped Theseus to find his way out of the Minotaur’s labyrinth by using a ball of thread, Arachne was transformed into a spider because she challenged Athena in a weaving contest which she lost and was therefore transformed into a spider – and that’s why spiders weave their webs. Women in the past were in charge of weaving clothes, a domestic labor which alienated them from the real world, because outside the front door it started the men’s territory. But also, women would soon start to meet up to weave and knit together, an innocent act that allowed them to group and band together. This art piece is made by using wool and nylon tights, merging together tradition and the modernity, the neon colors of the piece and the use of tights mark their belonging to contemporary times but the technique recalls the traditional women’s duty. Women are mothers and weavers and both roles are connected to creation.

The theme of rebellion is the focal point of the whole show and it is clearly stated at the entrance of the gallery in the work Rebel Kit. The Rebel Kit contains tools which are metaphorically fundamental to be a rebel according to the Icelandic Love Corporation. The kit provides: two caps, a crochet hook, scissors, blue sewing thread, a pencil, a small edition of Pissed Off!, some nails, a hammer and a blue lipstick. This work contains references to all of the other works presented in the show, and brings them together into a conceptual pocket revolution, putting together elements from the feminine world, such as the lipstick, supplies for sewing, and elements connected with art and craft, such as the small watercolor, the pencil, the nails and the hammer – although these can be seen also as a reference to Jesus’s Crucifixion, a symbol of his suffering and of what Mary has to go through because of her acceptance.

This piece seems to shout out loud that being a woman is OK, that there is nothing wrong about wearing lipstick and sewing clothes, and there is nothing wrong about having those characteristics typically associated with women. The whole show seems to work towards awakening consciousness that in order to become rebels, women just need to embrace the way they are, no change is required but on the other hand awareness is: in order to be rebels we simply need to be conscious of our values and our power, because so often the main enemies of women are just women themselves, falling under the weight of the cultural heritage that taught them what is wrong and what is right, how women should be. 

Ana Victoria Bruno


The Newest Testamen by the Icelandic Love Corporation is on show at Hverfisgallerí until Saturday the 2oth of March.

Photo Credit: Vigfús Birgirsson, artzine

Svif, tóm, hreyfing, mýkt

Svif, tóm, hreyfing, mýkt

Svif, tóm, hreyfing, mýkt

Í Hverfisgalleríi stendur yfir sýning Hrafnkels Sigurðssonar, Upplausn, unnin upp úr ljósmynd af himingeimnum. Hrafnkell er þekktur fyrir einstök ljósmyndaverk sín, myndraðir þar sem hann varpar nýju og persónulegu ljósi á ólíkustu viðfangsefni. Tjöld á hálendinu, vinnuklæðnaður sjómanna, skaflar og ruðningur, sorp og plast og svo mætti áfram telja, öðlast nýtt líf á myndum hans, birtist jafnvel í nær óþekkjanlegri mynd sem varpar ljósi jafnt á eðli þess sem myndað er, á stærra samhengi hlutanna, en ekki síst á persónulega sýn listamannsins. Það sama er óhætt að segja um myndirnar á sýningunni Upplausn, en hér rennur saman hið smæsta og hið stærsta, sem og hugur listamanns og ímyndunarafl áhorfandans. Þessar vikurnar á Hrafnkell síðan einnig verk á sýningunni Ýmissa kvikinda líki, Íslensk grafík sem stendur yfir á Listasafni Íslands fram í september, og ljósmyndaverk í glugga að Laugavegi 41, sem er hluti af Listahátíð 2018. artzine hitti Hrafnkel í spjalli um sýninguna og þessi verk, en saman mynda þau eins konar þríhyrning í borgarlandslaginu.

Eins langt og ég kemst

„Ég vissi aldrei hvernig þetta myndi enda,“ segir Hrafnkell um hugmyndirnar að baki sýningarinnar Upplausn. „Þetta þróaðist smátt og smátt út frá mjög óljósri hugmynd. Var í langan tíma að gerjast, út frá hugmyndum um eitthvað eins og „noise“, eða pixil, mónókróma svarta mynd með einhverju „noise“, sem myndi líka innihalda óendanleika, tóm.
Ég fór af stað og gerði mynd sem var bara einn pixill, svartur ferningur, og var bara nokkuð sáttur með það verk. Síðan fór ég að vinna meira og meira í áferðinni. Hvað gerist ef ég stækka pixilinn enn meira upp? Fer inn í pixilinn, hvað gerist ef ég held áfram, hvað gerist ef ég fer bara eins langt og ég kemst, hvað er innst inni í pixlinum?
Fyrst ætlaði ég mér að taka pixil úr himninum, þar er ekkert, bara tóm, en ákvað svo að nota Hubble-sjónauka myndina af öllum vetrarbrautunum. Þar tóku þeir mynd af svörtum bletti á milli stjarnanna, þar sem þeir héldu að ekki væri neitt, en þegar þeir stækkuðu hana upp komu í ljós þúsundir vetrarbrauta. Ég beindi athyglinni að svörtum bletti á milli vetrarbrautanna og stækkaði hann upp, ég notaði sömu aðferð og vísindamennirnir nota til þess að fara út í geiminn, það er leikurinn, þannig séð. Svo hélt ég bara áfram.“

Ragna: Hvernig gerir þú þetta, tæknilega séð?

„Þetta er gert í myndvinnsluforriti, þetta er leikur að forritinu, ég stækka upp aftur og aftur og leita að einhverju sem ég get sett í form, eða unnið með áfram. Ég nota áhald sem kallað er töfrasproti, ég sveifla töfrasprotanum inn í myrkrið og þá birtast einhverjar línur og þá er ég byrjaður að vinna með eitthvað óvænt. Byrjaður að veiða eitthvað úr tóminu, form og línur. Þannig spinn ég þetta áfram. Ég hamast í tökkum og fikta þar til eitthvað óvænt gerist. Það þýddi aldrei fyrir mig að reyna að sjá fyrir mér aðferð eða mynd. Það sem rak mig áfram var að finna eitthvað spennandi og furðulegt. Það var kannski margra vikna vinna að leita að einhverju og síðan tók við annað eins við að koma því í form. Ég gat aldrei gert meira en eitt verk í einu. Þegar ég fór að gera annað verk þurfti ég að bakka og fara síðan í aðra átt og reyna að finna aðra möguleika. Inntak myndanna er leit.
Sumar þeirra eru flatar, ein er til dæmis svolítið eins og teppi, en mig langaði líka að gera þær þrívíðar og ég reyndi það. Stundum var ég algjörlega týndur og gat ekki haldið áfram, hver mynd tekur mörgum umbreytingum. Ég nota töfrasprotann og renni til hue-sleðanum, ég bætti aldrei litum við mynd, heldur vann ég heildrænt með þá liti sem birtust.
Í upphafi vissi ég ekkert hvernig ég ætlaði að hafa framsetninguna. En þegar á leið sá ég að myndirnar þurftu að vera stórar til að geta tekið á móti manni, til að skapa rými sem maður getur dottið inn í.“

Sýning sem snýst um áhorfandann

„Frá upphafi vildi ég tengja myndirnar inn í okkar rými, ég vissi ekki hvernig. Ég hugsaði um svif, tóm, hreyfingu, mýkt sem skapar eins og skugga, spor, tengingu milli veruleika. Ég vildi teikna upp þetta rafræna inn í okkar veruleika. Hér skapast líka svona hringhreyfing, – þetta er í raun sýning sem snýst um áhorfandann
Ein þessara mynda fékk mig líka til þess að líða eins og ég væri kominn inn í æskuminningu, út í móa, mér fannst ég ferðast eins langt og ég komst og aftur til baka. Ég fór inn í eigin hugarheim, mætti sjálfum mér. Þetta rennur allt saman í eitt, óendanleikinn, maður sjálfur og rafheimurinn, skáldskapurinn í lífinu.
Mér fannst mjög áhugavert að fara í þetta ferðalag sem er frekar vélrænt og vísindalegt, þessi ferð inn í pixilinn, og áfram og áfram. Ég setti mér það að fara eins langt og ég gæti, fara alla leið. Það var uppgötvun að upplifa þessa tengingu, að trúa því að maður sé á ferðalagi, en finna hvernig skilin milli ímyndunaraflsins og veruleikans runnu saman, það var stórt augnablik fyrir mig.“

Ragna: Síðan er þessi bjarta mynd, fimmta myndin. Hún er svolítið öðruvísi.

„Þetta er síðasta verkið, þarna er ég kominn að upphafinu, að mikla hvelli. Hinar unnust allar í átt að því að vera dökkar, ég hafði enga stjórn á því. En ég vildi hafa þessa ljósa. Í tölvunni er einfalt að velja svarta litinn og ýta á einn takka, „delete“. Slökkva á myrkrinu. Þegar ég var að gera þetta, var ég að lesa bók sem heitir Alheimur úr engu, og þar segir frá ljóshveli, – í upphafi var miklihvellur og síðan liðu þrjú hundruð þúsund ár, þá varð efnið til og ljósið. Þarna er talað um ljóshvel, eins konar rafgasvegg. Og þá hugsaði ég já, þetta er rökrétt. Ég er búinn að ferðast alla þessa leið og nú er ég kominn að rafgasveggnum. Og þar fer ekkert í gegn, samkvæmt þessu.
Í þessari síðustu mynd, þegar ég var búinn að stara inn í pixlana tímunum saman, kom óvænt augnablik þegar ég sá auga. Lifandi auga sem starði á mig. Ég hrökk við. Og ég var mjög ánægður með þetta, að ég skyldi ná að sjokkera sjálfan mig á þennan hátt. Mér fannst þetta vera til merkis um að það væri eitthvað í þessari mynd, eitthvað sem ég var að leita að. Eitthvað rétt. Og svo var annað – þetta var síðasta verkið sem ég var að klára, – ég sá augað, hrökk við, og hugsaði með mér að ég ætlaði ekkert að vinna meira í þessu heldur sjá til næsta morgun. Síðan þegar ég ætlaði að halda áfram með myndina daginn eftir eins og ég var vanur, var eins og eitthvað stöðvaði mig, hendurnar frusu fyrir ofan lyklaborðið. Það fannst mér annað merki um að myndin væri bara tilbúin. Þessi mynd kom sjálfum mér á óvart. Sú staðreynd að þetta gerðist í ferlinu, sannfærði mig um að sýna hana.
Þessi mynd snýst um að fara inn í sköpunina og nálgast upphafið, tengja við eigin sköpun, skynja sjálfan sig sem hluta af sköpuninni og gera sér grein fyrir að við erum bara framhald af þessari sprengju í upphafi alls.“

Ragna: Nú vinnur þú venjulega í seríum og viðfangsefnin eru ýmiss konar. Er einhver rauður þráður sem tengir á milli – eitthvað sem einkennir sköpunarferlið?

„Það sem er sameiginlegt með þessum og fleiri verkum er þessi óljósa tilfinning sem er upphafið. Þetta er aldrei hrein og klár hugmynd heldur koma margar hugmyndir saman yfir langt tímabil. Stundum er ég löngu búinn að gera verkin þegar þegar ég finn kannski tíu ára gamla skissu og átta mig á að ég hef pælt í hugmyndinni lengi án þess að gera mér grein fyrir því. Ég reyni að leyfa innsæinu að lifa. Þessi verk minna mig líka á verk sem ég gerði í kringum 1990, sem voru myndir af landslagi, unnar með samsetningu á pixlum. Þannig að þetta er kannski að einhverju leyti afturhvarf til upphafsins. En í rauninni langar mig alltaf að gera eitthvað sem er gjörólíkt, langar að koma sjálfum mér á óvart.“

Ragna: Finnst þér vera tilhneiging hjá þér til að nota andstæður í verkum þínum, – hér eru fjórar dökkar myndir og síðan ein ljós, og þú minntist á altaristöflurnar sem þú gerðir með myndum af himni og sorpi, sem fela þannig í sér andstæður?

„Nei, í raun og veru ekki. Hér gerðist þetta svona og mér fannst það algjörlega passa. Ef ferðalagið heldur áfram, lengra og lengra, í átt að upphafinu, þá endar þú í ljósi, sem er fyrsta ljósið. Það gerist bara. Þá komum við aftur að því að setja eigin langanir eða hugmyndir í samband við vísindalegar uppgötvanir. Þetta er ekki rannsókn, frekar rannsóknarefni. Þetta er ferðalag, leikur, sköpun.“

Ragna: Hvernig myndirðu vilja að fólk sæi þessar myndir?

„Ég vona bara að fólk geti einhvern veginn skynjað vitundina í gegnum þær. Vitundin er alls staðar. Þetta eru vitundarverk.“

Ragna: Nú ertu á sama tíma og þessi sýning stendur yfir hér í Hverfisgalleríi, með verk á samsýningu á Listasafni Íslands, og síðan verk í tengslum við Listahátíð uppi á Laugavegi 41. Geturðu sagt eitthvað frá þessum verkum? Hvað með verkið á Listasafni Íslands?

„Það er mjög gömul aðferð að prenta með höndunum. Ég byrjaði á þessu 2007, þegar ég sýndi grafík í Suðsuðvestur Gallerí í Reykjanesbæ, það voru fingraför á pappír. Þegar verið var að setja upp grafíksýninguna á Listasafninu spurðu þau hvort ég vildi gera verk á vegg á staðnum. Einhvern veginn lá þá beint við að setja þetta á hurðirnar. Ég hafði áður gert verk fingraför á vegg sem litu út eins og tvöföld hurð. Þau voru gerð með báðum höndum og tengjast þannig líkamanum. Verkin voru eins og hlerar sem opnast. Þannig að mér fannst tilvalið að setja þau hér beint á gler, þar sem tvöfaldar hurðir opnast. Síðan eru fingraförin hvít, það er ekki lengur tilfinning fyrir einhvers konar gruggi. Þau umbreytast í eitthvað tærara eins og snjó eða fjaðrir, það er bjartara yfir þeim svona. Samt koma þau frá líkamanum. EIns og ljós sem líkaminn lýsir frá sér og varpar á þessar dyr sem gengið er í gegnum.

Í þessum verkum er þetta sambland af því að nota einfalda, tæknilausa aðferð, sleppa myndavélinni, sleppa prentinu og prenta beint með likamanum, en samt er aðferðin vélræn.
Þegar maður stendur fyrir framan þetta verk og horfir í gegnum hurðirnar, þá skapast ákveðin þysjunaráhrif, sem koma líka fram í þessu verki sem við sjáum hér í galleríinu, þessu bjarta verki. Þar er ákveðin tenging.“

Ragna: Á Laugavegi 41 er síðan verk sem er hluti af Listahátíð. Þar eru ljósmyndir sem áhorfandinn sér í gegnum gluggana.

„Þegar mér var boðið að taka þátt í því verkefni sendi ég inn tillögu þar sem ég sagði frá hugmyndunum hér í Hverfisgalleríi og sá fyrir mér að geta gert eitthvað í framhaldi af því. Síðan fæddist svona hliðarverk, ég ákvað að nota sömu aðferð, stækka pixilinn, nema ég fór inn í íslenskt landslag. Ég hugsaði með mér, hvað gerist? Í þeirri barnslegu trú að ef ég geti stækkað upp pixil á ljósmynd, þá leynist eitthvað þar.

Eitthvað við þessa vinnuaðferð minnir á ósjálfráða skrift, ég hamast í tölvutökkunum, ég get ekki einbeitt mér of mikið og finnst eiginlega best ef einhver er að trufla mig á meðan. Þarna mynduðust síðan form sem voru eins og verur. Einhvers konar ljósverur. Mér fannst þetta mjög athyglisvert. Mér fannst líka eitthvað magnað við þetta, ég var búinn að vera þarna úti í geimnum og þær hafa annað hvort fylgt mér til baka – nú tek ég fram að ég er enginn áhugamaður um geimverur – eða þetta eru einhvers konar náttúruandar, að minnsta kosti koma þær innan úr pixlum sem teknir eru úr landslaginu. Það forvitnilega er að verurnar líkjast mjög mikið þessum verum sem Kjarval málaði, þetta eru eins og línur, segulsvið.
Þær birtust bara og þær ráða ferðinni. Nú eru þær komnar þarna út í glugga og þær ætla sér eitthvað. Ef maður tekur myndband af þeim á símann og horfir síðan á það, þá gerist eitthvað. Það kom á óvart. Það er eitthvað að gerast, það er einhver orka í þeim.

Það kom sjálfum mér mjög á óvart að ég skyldi gera þessi verk. Ég stóð bara svolítið til hliðar og sagði, ókei, komið þá bara. Það fannst mér skemmtilegt. Ég kalla þær Kyrrverur, Still Beings. Þessar verur eru í flötum veruleika, sem er raunveruleiki innan eðlisfræðinnar. Eins og þær séu í annarri vídd. Þær koma úr annarri vídd en vísa til sögu álfa og náttúruvætta. Minna líka á útlínur teikninga Erlu Stefánsdóttur. En ég er sjálfur hissa á því að þær skuli koma í gegnum þetta hjá mér. Mér líður eins og ég opni gátt, með þessari aðferð, með þessum tólum og tækjum. Ég hef líka hug á því að prófa þessa aðferð á fleiri hluti. Ætli það sé hægt að fanga kjarna veruleikans innst inni í pixli?“

Þríhyrningur í borginni

„Mér finnst þessi þríhyrningur spennandi, sem teiknast svona upp milli þriggja punkta í borginni. Í tengslum við þessi fyrirbæri, eins og augað, og rafgasið – mér finnst áhugavert að þetta sé hérna á sama tíma og tengist. Verkið á Listasafni Íslends er ákveðin athöfn. Það verður til með höndunum og síðan er eins og verið sé að opna – þú nemur á dyrnar og opnar inn í heima. Þá tekur við það sem er að sjá hér í galleríinu og loks verurnar uppi á Laugavegi.“

Ragna: Það er mjög merkilegt og sérkennilegt, þetta ferðalag í huganum.

„Já, þetta er ferðalag í huganum, en þú færð stuðning af veruleikanum til að komast áfram. Síðan þegar maður er kominn nógu langt, þá er maður einhvern veginn frjáls. Ég held að þó að þessari sýningu ljúki þá sé þetta ekki búið. Ég er viss um að ég á eftir að hræra meira í þessu. Þegar maður horfir á þessi verk er augljóslega nýtt og nýtt ferðalag í hverju verki, þau eru öll mjög ólík. Verkin fara hvert í sína áttina en að baki hverju þeirra gæti verið annað verk. Kannski er ég að sýna hérna fimm seríur, nema það er bara eitt verk úr hverri. Ég vildi sprengja þetta í allar áttir.“

Ragna Sigurðardóttir


Ljósmyndir af verkum: Vigfús Birgisson. Aðalmynd með grein: Helga Óskarsdóttir

Vefsíða Hrafnkells: www.hrafnkellsigurdsson.com

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest