Rótarskot í Berlín

Rótarskot í Berlín

Rótarskot í Berlín

Gunnhildur Hauksdóttir spjallar við Guðnýju Guðmundsdóttur um nýtt gallerí í Berlín

 

Gallerí Guðmundsdóttir er nýtt gallerí sem er að festa rætur í miðborg Berlínar, þar eru sýndir alþjóðlegir listamenn, en Íslendingar í meirihluta og þá sérstaklega konur. Guðný Guðmundsdóttir stendur galleríinu að baki og er að stíga sín fyrstu skref sem miðlari lista á þennan máta, þó hún sé síst nýgræðingur í því að veita myndlist brautargengi. Eftir töluverðar ráðagerðir um form og aðferðir opnaði Guðný dyr sínar í júlí á síðasta ári með einkasýningu alnöfnu sinnar og hefur haldið tvær sýningar hingað til. Yfirstandandi er sýning Katrínar Ingu Jónsdóttur sem opnaði í haust. Fleiri eru í vinnslu þó farsóttin hafi sett strik í reikninginn.

Guðný er klassískt menntaður fiðluleikari og tónlistarfræðingur en brennur fyrir því að veita myndlist vettvang og hefur gert í nokkur ár. Hún ólst upp í kringum myndlist og var teymd á sýningar alla sína æsku, sem hún elskaði að hata en var sátt (við að mæta á opnun) ef hún fékk gos. Hún er m.a. prímus mótór í Listahátíðinni Cycle sem var sett á laggirnar 2015 og þar á undan hafði hún verið með tónlistarhátíð unga fólskins í Kópavogi. Cycle var upphaflega tilraun til að gefa fólki rými til að prufa sig áfram með að blanda saman myndlist og tónlist, en fljótlega leitaði hugurinn meira að myndlistinni og leiðum hennar til að vekja samfélagsumræðu, sem auðveldara er að gera í krafti myndlistarinnar að hennar mati.

Guðný vann t.a.m. með Steinunni Gunnlaugsdóttur við að koma hinu alræmda verki Hafpulsan upp á tjörninni í Reykjavík og hefur unnið lengi með Líbíu Castro og Ólafi Ólafssyni, nú síðast í vetur við að gera risastóran og fjölþættan gjörning um Stjórnarskrártillögu Íslendinga frá 2012 í Listasafni Reykjavíkur. Þetta var sennilega verkið sem hún var að bíða eftir fyrir Cycle þar sem allt fléttaðist saman tónlistin, myndlistin og samfélagsumræðan. Nú hefur Guðný breytt nálgun sinni á því hvernig hún vill meðhöndla myndlist, það hefur hún gert með því að opna sölugallerí og mér lék hugur á að vita hvernig það kom til og spurði hana fyrst hvernig hugmyndin fæddist.

GG: Ég veit ekki hvort hugmyndin hafi beint fæðst, ætli hún hafi ekki frekar vaxið og þroskast úr þeim jarðvegi sem ég hef verið að vinna í undanfarin ár. Þetta er nokkurs konar línulegt ferli þar sem hvorki er hægt að finna einhvern ákveðinn upphafspunkt né endi. Maður viðar að sér þekkingu í gegnum árin og veit ekki endilega hvert ferðinni er heitið. Að minnsta kosti hefur það reynst mér vel hingað til að vera ekki að setja mér markmið sem eiga að nást á einhverjum sérstökum tímapunkti, frekar treysta á ferlið sjálft, eigið innsæi og vera reiðubúin að hlusta og hreyfast með umhverfinu.

Ég fór til Þýskalands í klassískt tónlistarnám fyrir tvítugt og hef búið þar síðan meira og minna. Undanfarin ár hef ég mest unnið með myndlistar- og tónlistarfólki í gegnum Listahátíðina Cycle á Íslandi og hef ferðast með hana til Berlínar, Hong Kong og Buenos Aires. Ég hef fengið tækifæri til að kynnast starfsumhverfi listafólks beggja vegna borðsins og get í raun flakkað á milli hlutverka allt frá listamanninum sjálfum til skipuleggjanda og umboðsaðila.

Þegar ég var svo heppin að fá afnot af gömlum kjallara, Bunker, á besta stað í Berlin langaði mig að söðla um úr hátíðabransanum yfir í það að reka verkefnarými þar sem hægt væri að vera með sýningar, lista- og fræðimannaspjöll, gjörninga og jafnvel tónleika. Ég sá það sem farsæl skipti úr því ofboðslega vinnuálagi sem fylgir hátíðaskipulagi. Hugmyndin um að geta dreift álaginu betur yfir árið og ekki ganga síendurtekið sér til húðar í vinnu var mjög lokkandi tilhugsun.

En þegar ég var að skilgreina tilgang og gildi þess að reka verkefnarými komu upp áleitnar spurningar sem ekki var hægt að líta framhjá, eins og hver er raunverulegur ávinningur fyrir listafólkið. Að halda einkasýningu tekur langan tíma að undirbúa og þróa, það þarf að safna fyrir því með styrkjum og þetta er full vinna í marga mánuði. Styrkir eins og listamannalaun eða verkefnastyrkir brúa bilið á milli hugmyndavinnu og framkvæmdar en þegar verkin eru tilbúin ætti næsta batterí sem sér um miðlun, kynningu og sölu að taka við. Það er í verkahring gallerísins.

Íslenskt samfélag er lítið og getur ekki haldið uppi stóru myndlistarhagkerfi og það eru margir um hituna. Á einhverjum tímapunkti sá ég að betra væri fyrir alla aðila að stofna sölugallerí, það myndi betur nýtast því listafólki sem ég hef verið að vinna með. Í stað þess að koma hingað til Berlínar eftir margra mánaða vinnu og halda sýningu sem fer svo beint á lífshlaupsupptalningarlistann þá eigum við í langvarandi samstarfi og vinnum áfram og úr þeirri frumsköpun sem á sér stað í sýningunni sjálfri. Sýningin er fyrsta skrefið og með henni fer næsta tannhjól af stað. Ég, sem galleríisti, á í skapandi samtali við listafólkið mitt, ber þeirra hag fyrir brjósti, miðla verkum þeirra til safnara, sýningarstjóra og listasafna. Við berum því sameiginlega ábyrgð á þessu ferli og það er beggja hagur að vel gangi.

Ég man að þú varst mikið að velta fyrir þér nafninu á galleríinu þegar hugmyndin var að gerjast hjá þér, hvernig kom það til að Gallerí Guðmundsdóttir varð fyrir valinu?

Þegar fljótt er litið yfir alþjóðlega sviðið þá bera langflest gallerí nöfn eigenda sinna. Ég veit ekki af hverju það er ekki hefðin á Íslandi en efalaust er hægt að finna einhverjar hógværar ástæður fyrir því. Eftir að hafa mátað mörg nöfn á galleríið fannst mér það eiginlega passandi að nefna það eftir mér sjálfri en síðustu 20 árin hef ég staðið í ströngu við að stafa þetta langa eftirnafn hér í Þýskalandi, nafn sem mér samt þykir svo vænt um. Fólk man eftir löngum og skrýtnum nöfnum þótt það taki kannski aðeins lengri tíma fyrir það að læra að stafsetja þau.  Ég verð þó að viðurkenna að það tók tíma að standa algerlega með þessari ákvörðun. Því um leið og mér fannst þetta geggjuð hugmynd var ég hrædd um að þetta væri of frekt. Síðan leið sú tilfinning hjá og ég er hæst ánægð með þessa ákvörðun í dag.

Hverjir eru með þér í þessu?

Minn samstarfsmaður í lífi og leik heitir Jochen Steinbicker og án hans hefði ég nú sennilega strandað einhvers staðar í þýsku skriffinnskunni með þetta verkefni. Við erum í þessu saman þótt að ég fari fyrir skipi og beri ábyrgð á listrænum ákvörðunum. En síðan á ég auðvitað í miklu samtali við þá listamenn sem ég hef valið að vinna með nú í byrjun. Ég hef ekki verklega reynslu af því að reka gallerí þótt ég þekki listheiminn frá ýmsum sjónarhornum, þannig að að einhverju leyti erum við að læra saman hvernig við viljum haga þessu samstarfi, það hefur verið og mun halda áfram að vera mjög áhugavert ferli.

Cold Man’s Trophies | Pure Maid’s Garlands Mynd: Gallery Gudmundsdottir.

Frá gjörningi Katrínar Ingu á sýningunni Land Self Love.

Land Self Love Myndir: Gallery Gudmundsdottir

Listrænar áherslur í galleríinu? Hvernig velurðu samstarfsaðila hver er þín sýn?

Málefni kvenna eru mér mjög hugleikin, hvort sem það eru réttindamál eða almennt hið kvenlæga þegar kemur að smekk og fagurfræði. Öll réttindabarátta tekur tíma og á þeirri vegferð þarf að snúa við hverjum steini. Til þess að breyting geti átt sér stað þarf fólk að endurtengja hugsanaferla sína og vera í stöðugri sjálfskoðun, það er mjög krefjandi ferli. Stærsti þröskuldurinn er þó að mínu mati tungumálið, því við miklar breytingar þarf einnig ný orð og orðin þarf að prófa, æfa og skerpa.  Áhugi minn á þessum málum mun koma skýrt fram í galleríinu og ég vonast til að leggja mitt af mörkum við að æfa og skerpa orðfærið um kvenlegt fagurferði. Best væri að hafa jákvæð áhrif á það hvernig við hugsum um hið kvenlæga og kvenlíkamann þegar kemur að listum. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef valið að vinna nánast eingöngu með konum.

Já áhugavert þetta með tungumálið, og þú ert þá einsog þáttakandi í að búa til orðræðu um kvenlæga myndlist, því sú orðræða er kannski varla til eða er að minnsta kosti barnung, sérstaklega í ísenskri orðræðu um myndlist?

Já, og önnur ástæða er að ég hef fylgst með framgangi karlkyns vina minna hér í Berlín, hvernig þeir hafa verið teknir undir verndarvængi karlkyns galleríista beint eftir skóla, rétt einsog af færibandi, og vígðir inn í söluhagkerfi hins hyper-karllæga listheims á meðan ég sé skólasystur þeirra bíða, vinna og vona. Er það vegna þess að list strákanna er betri?  Eða höfðar karllægur reynsluheimur þeirra frekar til karlkyns sýningarstjóra og safnara sem enn eru í meirihluta alþjóðlega?

Ég hef leyft mér að draga mjög einfaldaða ályktun af þessum upplýsingum. Skilningur okkar á fegurð og fagurfræði mótast að miklu leyti af okkar kynbundna reynsluheimi.  Það er því deginum ljósara að list kvenna, kynsegin eða annarra jaðarsettra hópa sem eiga annan reynsluheim eigi erfiðara uppdráttar í listheimi sem er mótaður af karllægri fagurfræði. Kvenlæg og karllæg fagurfræði eru orð sem ekkert endilega eru bundin við kyn, en hvað þýða þau?  Ég hlakka til kryfja merkingu þeirra sérstaklega vegna þess að innan lærðra lista hefur umræðan um kynbundna fagurfræði verið tabú!

En þegar öllu er á botninn hvolft þá eru raddir listafólksins sem ég vinn með það sem skiptir mestu máli, en ekki mitt persónulega feminíska ferðalag. Þeirra sýn, meðhöndlun og túlkun á tíma, efni og rými og skynjun á samfélaginu er það sem stendur í forgrunni og mitt hlutverk er að styðja við, miðla og finna verkum þeirra farveg sem þau annars gætu ekki sjálf.

Það hljómar einsog tónlist í eyru mín, því tíma listafólks er best varið í sköpun og betra að láta aðra um miðlun. Hvernig sérðu svo framhaldið?

Stefnan er að halda áfram í hægfara hreyfingu. Mig langar til að vera vakandi í hverju skrefi, ekki hoppa yfir neitt, eiga í auðgandi samtali við listina, skapendur og unnendur hennar samtímis og miðla henni á nýja staði. Vonandi í ekki of fjarlægri framtíð vil ég fara með galleríið á sölumessur. Það mun koma að því og ég hlakka til en svo er líka með öllu óvíst hvernig sölusena myndlistar kemur undan þessum Covidvetri. Kannski eru sölurýmin hvort eð er að færast meira yfir á alnetið! Það væri líka skemmtileg áskorun að kljást við, en fyrst er það bara hversdagurinn í gallerírekstri sem ég er upptekin af.

Viltu tala aðeins um þær sýningar sem þegar hafa verið í galleríinu og hvað er næst á dagskrá, þ.e.a.s. þegar við komum undan þessu kóvi?

Við opnuðum galleríið í sumar með sýningunni Cold Man’s Trophies | Pure Maid’s Garlands eftir nöfnu mína Guðnýju Guðmundsdóttur. Guðný hefur einsog ég búið mjög lengi í Þýskalandi en hún nam myndlist í Hamborg og flutti svo til Berlínar upp úr 2000. Að mínu mati er Guðný meðal áhugaverðari konum, með hárbeittan húmor, einstakan smekk og innsæi. Verkin hennar eru líkt og frjáls spuni sem hún vinnur á ótrúlega agaðan og yfirvegaðan hátt, auk þess býr hún yfir stórkostlegri næmni fyrir formi, efni og lit. Efnistök og fagurfræði endurspegla samtímann frá mismunandi sjónarhornum, raunhyggju, skáldskapar eða jafnvel dulúðar en þó skín hennar verkfræðilega hugsun alltaf í gegn.

Sýningin sem nú stendur yfir heitir Land Self Love og er eftir Katrínu Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur. Katrín lauk framhaldsnámi í myndlist í New York og hefur verið með annan fótinn í Berlín undanfarin ár. Mér finnst Katrín búa yfir kjarnorku og sýningin ber þess svo sannarlega vott. Hennar útgangspunktur er gjörningurinn sjálfur og gjörningurinn er að einhverju leyti samtvinnaður hennar daglega lífi. Það væri jafnvel hægt að segja að allt sem Katrín snertir er list og loftið sem hún andar er líka list. Gjörningurinn er grunnurinn að sýningunni og átti hann sér stað inn í gallerí rýminu fyrir luktum dyrum. Segja má að verkin sem við sýnum séu afrakstur þess gjörnings en þau eru unnin í mismunandi miðla bæði stór málverk, steypuverk, vídeó, ljósaverk og prent. Efnistök Katrínar Ingu er sjálfið og sjálfsástin, hún vinnur á hispurslausan en magnaðan hátt með líkama sinn og áhorfandinn er liggur við knúinn til þess að mynda sér skoðun á því sem fyrir augu ber. Hún er gott dæmi um listakonu sem leikur sér samtímis að myndmáli hins kvenlæga og þess karllæga. Það sem kveikir hvað mest í mér í verkum Katrínar er að hún er að reyna að finna leið til að gjörningurinn hennar – lífsgjörningurinn sjálfur ef kalla mætti haldi áfram í verkunum eftir að hún skilur við þau. Oft skrifar hún nokkurs konar handrit fyrir kaupandann um hvað hann skuldbindi sig til að gera eftir að verkið er keypt. Kaupsamningurinn er samningur  en samtímis líka hluti listaverksins sjálfs. Hún er þar að sækja á mjög spennandi mið og ég hlakka til að fylgja henni inn í næstu lotu hennar ferils.

Guðný segir mér ekki hvaða sýning er næst á dagskrá hjá henni, en eftir að hafa spjallað við hana finn ég að hún sér þetta sem langhlaup, hún er ekkert að flýta sér, vandvirk og fer sér hægt, leyfir sýningum að lifa og vinnur úr þeim. Nógur tími til að leyfa einu stykki galleríi að dafna og vaxa.

Sýningu Katrínar lýkur í apríl.


www.gallerygudmundsdottir.com

Ljósmynd af Guðnýju Guðmundsdóttur: Cormac Walsh

Inclusive Nation: Cycle Music and Art Festival 2018

Inclusive Nation: Cycle Music and Art Festival 2018

Inclusive Nation: Cycle Music and Art Festival 2018

This year’s edition of Cycle Music and Art Festival is titled Inclusive Nation, and it aims to place the festival in a larger context, looking at what is happening in the rest of the world and reflecting on how countries and individuals deal with issues like immigration, integration and cohabitation of different cultures. Iceland has been isolated for many years, and just recently started to be a dream destination for migrants who choose Iceland for its nature’s stunning beauty and for the country’s welfare.

Sanna Magdalena Mörtudóttir of the Socialist Party, the youngest city council member and the first black woman in the Icelandic council ever, took part at the panel discussion Inclusive Flow at Iðno, and she unlighted how the homogeneous population of Icelanders is now facing a change: immigration is growing and cultures are getting mixed, the typical Icelander with blue eyes and blonde hair is no longer representative of the whole nation. However, Iceland had never really started any conversation about diversity, because it had never had to face this situation before. Cycle is taking place at the right moment: as immigration grows, racism starts to pop up here and there. About a month ago local newspapers reported an investigation about immigrants working in Iceland, showing to the Icelandic population a silent exploitation happening in front of our eyes.

Melania Ubaldo has been working on her personal experiences as victim of slight racism for quite a long time. The work consists of a huge collage of different canvas, assembled together through a long process, creating a dissonant unique piece in which the diverse parts find a kind of harmony despite their diversity. The bits of canvas sewed together are topped with a sentence written in quick movement “Is there any Icelander working here?”, a question the artist got asked while working, as she wasn’t Icelandic enough just because of her Filipino’s somatic features. Her work is part of the show Exclusively Inclusive, and it hangs on the wall of the Gerðasafn, just next to the reception, to contextualize the work in a physical place which recalls the one where the incident happened.

Meriç Algün, born and raised in Istanbul but educated in Sweden, lives between Turkey and Sweden, a living in the in-between condition which led her to explore concepts as identity and belonging. She contributed to Cycle with a series of billboards spread around the public spaces which report questions people got asked in the visa application forms to enter a foreign country. Questions like “Are you and your partner living in a genuine and stable partnership?” arise reflections about the travelers’ identity value, especially in the airports, places where privacy is suspended and the individuals are invasively checked and questioned, diminished, simplified to fit in a pre-established grid which will determine a person’s adequacy to enter the country. Airports fall under the definition of non places a category Marc Augé created to refer to those anonymous places of transition where the human beings just pass by without building any kind of emotional interaction with the surroundings, so that it doesn’t matter if you are entering France or Norway, in any case you’ll be asked “Do you speak english?”. This question also deculturalizes and reduces the values of the hosting country, affecting the experience people would get from it, emphasizing they are allowed to enter the country just as tourists, they are expecting to act as tourists, to have a touristic experience of the country, they are under control.

Melania Ubaldo, Er einhver íslendingur að vinna hér? (2018)

Meriç Algün, Billboards (2012)

Ragnheiður Getsdóttir, Who created the timeline? (2016) and Meriç Algün, Billboards (2012)

Magnús Sigurðarsson, Requiem for a Whale

Childish Gambino, ZEF – This Is France (2018), Falz – This Is Nigeria (2018), Fox – This Is Turkey (2018)

Magnús Sigurðarsson, Icelandic Parroty

Inclusive Nation aims to open up a discussion about our approach to the otherness. If we look up for the world “nation” in the dictionary we will find “A large body of people united by common descent, history, culture, or language, inhabiting a particular state or territory.”, a definition which underlines the importance of descent, history, culture, all characteristics which can be inherited and can determine a person’s belonging to a certain nation. That definition could, on one hand, sound kind of problematic nowadays when people move abroad so often, and, want it or not, they bring their motherland’s culture with them. On the other hand, exclusiveness is a logical consequence of the existence of borders, countries need to be exclusive in order to define themselves and their population. We ourselves are defined by a process of exclusion: we build our identity by excluding what we are not. The main venue of Cycle, Gerðasafn, hosts the show “Exclusively Inclusive” which, by playing with the words, invites us to reflect about those two important concepts: can we a nation be inclusive while maintaining its identity? If yes, how? At what point exclusiveness becomes racism? And so on.

This year Iceland celebrates the centenary of its independence and sovereignty, and its relation with Denmark as well as the impact of its colonial history are taken into account in the festival. The work of Sara Lou Kramer, Norröna Voyage, on show at Gerðasafn, developed from a theory which says that around the 16th century the Danish colonists collected all of the silver goods from Iceland and brought it to Denmark, where they melted the silver and probably used it to make the three lions which are nowadays in the “Knights’ Hall” at Rosenborg Castle. Kramer has been traveling from Denmark to Iceland on the Norröna ferry, she documented her journey and edited the material to make a video of the three silver lions returning back to Iceland and melting again on the Icelandic land.

Standing right next to Norröna Voyage, Bryndis Björnsdóttir’s installation De Arm started with an act of reappropriation: the artist picked a splinter off a plantation master’s chair from the Danish West-Indies colonies, which was exhibited in a historical show in Copenhagen. The colonists used to withdraw the sulphur from Iceland to make gunpowder, an extremely important resource to maintain their colonies under control and to conquer more territories, and Björnsdóttir unified these two symbols of the colonial time – the wooden splinter and the sulphur – in a match. A third element closes the conceptual circle of the installation: a rope on the floor. During the opening ropes were ignited just outside of the museum: the performance invites the viewer to reflect on the double usage of gunpowder presented in slow matches, a bivalent element which, on one hand, ensure that the explosion will take place and, on the other hand, guarantees a safe time frame between the ignition and the explosion.

Steinunn Gunnlaugsdóttir’s work The Little MareSausage is an ironic sculpture of a sausage with an elegant fish tail, sitting on a rolled hot-dog bread. The piece is placed in the Tjörnin pond, and it has been broadly discussed, dividing the inhabitants of the capital in two groups: those who love it and those who criticise its phallic shape. The statue is a sort of new creature which merges the Danish iconic The Little Mermaid sculpture and one of the more famous  Icelandic dish: the hot-dog. The work provokes in the viewer reflections about the particular connections arising from coloniser-colonised relationships, cultural exchanges, appropriations, revisitations and new developments are unavoidable, interactions which influence the identities of the involved nations and individuals, determining cultural contaminations which will soften the borders between the countries. But if the Icelandic history and culture is tied to the Danish one, does this make Icelanders a bit Danish and Danish a bit Icelanders? After all, a nation is “A large body of people united by common descent, history, culture […]

Bryndís Björnsdóttir, De Arm (2018)

Bryndís Björnsdóttir, De Arm (2018)

Bryndís Björnsdóttir, De Arm (2018)

Sara Lou Kramer, Norröna Voyage

Sara Lou Kramer, Norröna Voyage

Steinunn Gunnlaugsdóttir, The Little MareSausage (2018)

Jeannette Ehlers, Black Matter

Jeannette Ehlers, Black Matter

The definition of “nation” given by the dictionary mentions also the role of language in delimiting a culture, and in fact the first problem the team of Cycle (the curator Jonatan Habib Engqvist, the artistic director Gudný Gudmundsdóttir, the co-artistic director Tinna Thorsteinsdóttir and the co-curator and researcher Sara S. Öldudóttir) had to face was the lack of an Icelandic word corresponding to “inclusive”, so that in Icelandic the festival is called Þjóð meðal þjóða (A nation among nations). This led them to reflect upon the role of language in terms of defining the nature of a country and of enlighting peculiarities of a given culture. Ludwing Wittgenstein states in the Philosophical Investigation that the meaning of a word lays in the use of the word itself, and in order to grasp its meaning in any given context we need to look at the non-linguistic activities in which a given group of people engages. These activities plus the specific use of language of the community create a “form of life”. Our understanding of the world is therefore shaped by our language, since it is the means by which we represent the information we get from our experiences. Language became a sort of red thread in this edition of the festival, because of its qualities of being both the consequence of the development of a culture and, in some way, the cause of a population’s understanding of the world.

The piece Mother Tongues and Father Throats by the art collective Slavs and Tatars, which is part of the show Exclusively Inclusive, reflects on the “khhhhhhh” sound that is used in many Arabic languages but does not exist in most of the Northern European ones. The work presents a diagram of the mouth where different letters from Middle East alphabets are placed to indicate which part of the mouth is used to pronounce them. The piece is also a tapestry, it hang to the wall and it goes down to the floor forming a sort of soft bench for the viewers to sit and rest. The “khhhhhhh” is usually perceived as  an abstruse sound from non-Arabic people, it sounds primitive and strange as it’s not completely understood, but the piece combines this sound with a space for people to relax and to feel comfortable in, attempting to modify the perception of that sound and of linguistic in general, which is usually seen as a tough subject to the exclusive competence of academics. During the opening of the Cycle Bendik Giske performed playing his saxophone while walking around the exhibition. He goes beyond the classical way of playing the instrument by incorporating sounds of the mechanics and his own breath. At some point he stood on the work Mother Tongues and Gather Throats and created an interesting and intense interaction between the particular way he uses his mouth and his throat to produce a wide range of sounds and the mouth and throat diagram behind him.

Jeannette Castioni & Þuríður Jónsdóttir have collaborated on the work “Sounds of Doubt”, a piece which investigates the possible connections between the sounds of a certain language/country and the local culture, asking through their work if such a connection exists. A microphone placed in the room detects the sounds from the surroundings and passes the information to a projector which creates a visualisation of the sounds we produce, while models of the seabed surrounding Iceland are scattered in the space. One of these models in particular has been made by merging the submerged peaks and the sound waves of the Icelandic national anthem, showing the similarities of their profiles and shapes. A video work presents the culmination of a process started during Cycle 2017 when through Sounds of Doubts – Workshop groups of artists worked with participants from different Nordic Countries. The aim was to unveil the influences of natural and cultural environments on the participants’ behaviour. The video shows alternately an interview with two Greenlandic ladies, holding inflatable balls depicting the planets of the solar system, and recordings from starships traveling through the universe. Sounds of Doubts creates a parallelism between our existence in the world as highly evolved creatures, with our cultural and knowledge luggage, and the universe invisible structures, primordial forces moving by nature’s laws which constitutes the starting point of it all. There is a flux of life which unifies everything existing in the universe, which we can’t avoid because we are part of a wholeness. We tend to forget where we come from, blinded by idea that we are some kind of superior beings just because we can build tools and we have technologies, but we just assemble or transform preexisting items. As Aristotle’s theory of act and potency says, every substance existing in nature has already the potentiality to become the actual objects in which they develop / are developed by the human beings. We are, indeed “[…] such stuff as dreams are made on, and our little life is rounded with a sleep.”, and here is where inclusiveness becomes a matter of accepting and embracing the wholeness we are part of.

Jeannette Castioni & Þuríður Jónsdóttir have been working together as an artist and a musician, bringing together different experiences and points of view to create a multi-sensorial work which communicates through different media and through different languages. Cycle, in fact, embraces the idea of language in a comprehensive way, languages are not just about spoken or written communication, they are also about the individual’s different ways of expression: the festival brings together visual art, music, design, poetry and even architecture, artists are encouraged to maintain the characteristics of their own art, but also to open conversations and to work across the borders of nations and arts.

Slavs and Tatars, Mother Tongues & Father Throats (2012)

Bendik Giske

Jeannette Castioni & Þuríður Jónsdóttir, Sounds of Doubts, (2017 – 2018)

Jeannette Castioni & Þuríður Jónsdóttir, Sounds of Doubts (2017 – 2018)

Exclusively Inclusive, installation view

Exclusively Inclusive, installation view

The Circle Flute

Libia Castro and Ólafur Ólafsson, In Search of Magic

Pinar Öğrenci, A Gentle Breeze Passed Over Us (2017)

The Circle Flute is the perfect example of a borderline object placed on the edge between art and design. It has been designed by Brynjar Sigurðarsson and Veronika Sedlmair to explore and expand the possibilities of a normal flute: the instrument combines four flutes to form a one big and circular instrument which needs four people to be played and it’s able to produce a wider interaction of sounds than a simple flute. The work opens up to a collaborative use of the object, four people need to coordinate their movements and their actions since the Circle Flute is a combination of four curved flutes attached to form a single instrument. The Circle Flute is thought to be played for one listener who is supposed to stay in the middle of the instrument to get an immersive experience of the music, embraced by the flute and its sounds.

Libia Castro and Ólafur Ólafsson’s contribution to the festival fits into this process of unification of different forms of art. They started the project In Search for Magic in May 2017 with a group of musicians and composers, bringing together people with different approaches to music to compose songs on the Proposal for a new Constitution for the Republic of Iceland written in 2011 which was approved by the Icelandic population through a referendum in 2012 but hasn’t been approved by the parliament yet. The idea behind the constitution is to give voice to the people, the constitution has in fact been created through a collaborative project, people would bring new ideas and would discuss them together, everyone was welcome to contribute to the drafting of the constitution. In Search for Magic moves toward the same direction, the project is rooted in a collaborative effort which engages with the public, in fact viewers were invited to take a look at the workshop when musicians and composers were working, and to actually take part in the work by reading a sentence from the constitution which was recorded and will be edited in a single recording which will literally unify the individuals’ voices. The project embodies the utopia of a different world in which people take actively part in the building of their future, and the borders between artists and non-artists are torn down.

The artworks presented in the show Exclusively Inclusive and in the public spaces stay true to their nature of artworks even when the subject is placed in a social/political context. The video work by Pınar Öğrenci, A Gentle Breeze Passed Over Us, reflects about the terrible journey people from the Middle East have to go through to reach Europe’s lands, the piece is based on the story of a professional musicians from Iraq who was forced by human traffickers to leave behind his oud in order to fit more people in the ship. Despite the strong thematic, the video treats the episode in a highly delicate way, it does not show violence, but it communicates through poetic and emotional images, addressing the story to our humanity. Art doesn’t need to become a cold documentary about political and social situation in the world, there are many ways to tell stories, and art needs to keep its own touch.

Manifesta 12 in Palermo has been dealing with similar issues, but the biennial consists of mostly video works documenting the immigrants’ life in Italy or their original culture, a format which tends to repeat itself and does not fit such a big exhibition. Moreover, the works are often reduced at pure documentation, the glimpse of art and creativity is hidden somewhere behind technology, the message keeps repeating itself in each video, progressively losing its emotional impact on the viewers. Exclusively inclusive, instead, takes the opposite approach: the selected works do deal with tough themes, but the re-elaboration of the material made from the artists, the multiple collaborations which bring to multimedia outcomes, the way artists address their works to different senses to get the viewer/listener/smeller totally involved, all these qualities manage to give a new conformation to those images to which we are so inured, a comprehensive experience which talks to us on a new level.

Ana Victoria Bruno


Photo credits: Ana Victoria Bruno,  Anita Björk, Leifur Wilberg

Website: www.cycle.is

Verðlaunalistamaðurinn Guðný Guðmundsdóttir

Verðlaunalistamaðurinn Guðný Guðmundsdóttir

Verðlaunalistamaðurinn Guðný Guðmundsdóttir

Guðný Guðmundsdóttir er myndlistarkona í Berlín. Ég hitti Guðnýju á hverfisbar í Mitte hverfi Berlínarborgar sem er leynistaður þeirra sem búið hafa lengi í borginni. Það er vel við hæfi. Guðný hefur búið í Mitte hverfi í næstum áratug og þar áður í Hamborg í tólf ár þar sem hún lærði myndlist í HfbK. Tilefni hittingsins er að nýlega vann Guðný myndlistarverðlaun í fyrrverandi heimaborg sinni. Meira um það síðar.

 Guðný ólst upp á 8. áratugnum í Seljahverfinu en var með annan fótinn á Baldursgötunni og miðbænum þar sem amma hennar bjó. Guðný hefur ekki sýnt mikið á Íslandi en minnistæðar eru einkasýningar í Listasafni ASI árið 2003 og ári síðar í Ásmundarsafni og árið 2009 í Hafnaborg og núna síðast í Týsgallerí árið 2014.

Guðný gerir list sem yfirleitt frekar efnislega viðkvæm og krefst líkamlegrar nærveru frekar en að vera gerð fyrir instagram. Hver lína á sitt andartak á blaðinu og skúlptúrar eru oft úr pappír, plastfilmum og öðru léttu efni. Þegar haft er í huga að upphaflega útskrifaðist Guðný úr keramikdeild Myndlista- og handíðaskólans kemur ekki á óvart að leir kemur við sögu í mörgum verkanna.

Allar myndirnar í greininni eru frá sýningunni „Swing by 2“ í Poolhaus gallery, Hamborg, Þýskalandi. Nafn innsetningarinnar er „Der ewige Tee“. Ljósmyndari: Jan Bauer.

‘Það var þannig að Bernd og Ingeborg Kahnert fluttu frá Sviss til heimaslóðanna í Hamborg til að eyða ævikvöldinu og flytja til Blankenese sem er gamalt fiskiþorp á jaðri Hamborgar. Þorpið stendur við Elfurá. Þarna býr mikið af fólki sem veit ekki aura sinna tal en veit kannski ekki mikið um myndlist eða menningu yfir höfuð. Þetta er það sem er sagt í Hamborg um þá sem búa í Blankenese. Kahnert hjónin langaði að fá líf í kringum sig og höfðu keypt húsnæði sem er sundlaug og tehús, upphaflega frá 3. áratugnum. Það hafði verið semsagt yfirbyggt og tengt saman í japönskum stíl á 8. áratugnum. Á tímabili hafði sundlaugin meira að segja verið í eigu hins goðsagnakennda Axels Springer. Hann var svo langur að hann gnæfði yfir alla. Svo gekk hann helst um á háum herrahælum til að sýnast ennþá hærri. Hann lét sig samt hafa það og fór stundum úr skónum og synti í lauginni sinni. Ekki löngu eftir að Springer seldi eignina frá sér, um miðjan 9. áratuginn, féll staðurinn í niðurníðslu en fyrir nokkrum árum létu svo Kahnert hjónin gera þetta upp með það fyrir augum að þarna gæti verið sýningarhald og ýmislegt annað menningartengt.’

Kahnert hjónin byrjuðu nýlega að safna myndlist og komust þannig í glæsilegan hóp safnara í Þýskalandi. Það eru fleiri myndlistarsafnarar í Þýskalandi en í nokkru öðru Evrópulandi.

‘Það eru skiptar skoðanir um það af hverju fólk byrjar að safna. Mörgum finnst sem myndlistin hafi verið tekin hálfpartinn í gíslingu af auðkýfingum og fólki af aðalsættum sem kannski fyrir svona tíu, fimmtán árum vissi hvorki haus né sporð á samtímamyndlist eða listasögu yfir höfuð, sérstaklega eftir stríð.’

Hvað sem því líður þá hafa Kahnert hjónin tekið upp á því að safna og sýna myndlist. Þau buðu Guðnýju að vera með einkasýningu sem átti sér stað í desember síðastliðnum. Boðið kom með ársfyrirvara og var vandað vel að öllum undirbúningi.

‘Þjóðverjar taka hlutina föstum tökum og vilja gera vel. Það er ekki kastað til á síðustu stundu. Virðing fyrir verkinu sem og hugsmíðum á sér svo langa sögu. Myndlist er svo hátt metin og vinna og tími myndlistarmanna ekki tekinn sem sjálfsögðum hlut.’

Það er skemmtilegt við þetta verkefni hjónanna er að þau skipuðu tvískipta óháða dómnefnd sem velur listamann ársins og hlýtur hann verðlaunapeninga. Í dómnefnd er hópur fagfólks og svo er líka hópur nágranna og allir hafa jafnt atkvæðavægi. Það myndast ákeðinn núningur og samtal á milli lærðra og leikra. Þannig vill Kahnert fólkið virkja nágranna sinna og vekja á myndlist og skapa stemmingu í hverfinu. Þetta hefur heppnast vel enda vanda þau sig mjög til verka. Það vill svo vel til að Guðný vann þessi verðlaun fyrir bestu sýningu í ‘Poolhaus’ árið 2016 og verkin því náð að sannfæra báða hópana um hversu framúrskarandi hennar verk séu. Vissulega eru listasöfnun einkaaðila stór og mikilvægur hluti í stuðningskerfi listamanna. Margra alda hefð er fyrir þessu meðal borgara- og yfirstéttarinnar og mikil þekking hefur safnast fyrir sem hefur skilað sér í stórkostlegum einkasöfnum. Ingvild Götz safnið í München og Harald Falkenberg safnið í Hamborg eru ágætis dæmi.

‘Þetta eru virkilega vel ígrunduð söfn sem hafa líka byggst upp á frekar löngum tíma., segir Guðný.

Það er samt ekki alltaf það sem er í gangi.

‘Gestir á verðlaunafhendingunni voru bland af fólki úr hverfinu og myndlistarsenunni í Hamborg. Við sátum þarna ég og sem deildi með mér verðlaununum [innskot: á listamannaspjallinu]og það spunnust upp umræður um það hvort gestunum þætti mikilvægt að fá útskýringar á verkunum. Sumum þótti það mjög mikilvægt en mér fannst það koma skemmtilega á óvart að það var þarna sérstaklega einn maður sem tók til máls og fleiri menn með honum sem vildu helst ekki kynnast listamanninum eða hans upphaflegu hugmynd. Þeim fannst meira varið í að njóta listaverksins augliti til augliti án útskýringa frá listamanninum sjálfum. Maður skynjaði þarna smá von þegar hann sagði það þessi maður vegna þess að það hefur aukist svo mikið að fólkið sem er allt í einu komið upp á dekk í listheiminum að það þarf sumt mikla persónulega athygli frá listamanninum. Hún eykst jafnt og þétt krafan um tíma listamannsins, félagsskap og í raun og veru er þessi tilhneiging að skreyta sig út á við með listinni. Listamaðurinn er stundum orðinn að einhverju svona sirkusdýri og listin að einskonar leiktjöldum í veislum hjá ríku fólki. Þetta var ekki alveg svona ýkt fyrir um svona tuttugu árum í Þýskalandi en frá því um 2000 hefur orðið mikill uppgangur hjá yfirstéttinni og aðlinum í Þýskalandi. Þetta fólk er farið að láta bera meira á sér og gera kröfur.

Guðný hefur margt til málana að leggja enda þekkir hún senuna vel. Við höfum lokið við ´Schinekenkäsertoast’ sem barþjónninn bjó til fyrir okkur af mikilli kostgæfni og virðingu fyrir eigin starfi. Nokkrum mánuðum síðar þegar viðtalið er fullklárað höfum við komist að því að barþjóninn hafi skyndilega orðið bráðkvaddur. Heimurinn er hverfull. Við yfirgefum leynistaðinn og höldum út á vit borgarinnar.

 Hulda Rós Guðnadóttir


Vídeóið með greininni er verk Huldu Rósar. Meira um það:  www.whiterabbitonline.org

Vefsíða Guðnýjar: www.gudnygudmundsdottir.com/visual-artist

 Ljósmyndir með grein: Jan Bauer / Courtesy Gudny Gudmundsdottir

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest