A! performance festival: in conversation with director Hlynur Hallsson

A! performance festival: in conversation with director Hlynur Hallsson

A! performance festival: in conversation with director Hlynur Hallsson

In its 5th iteration, A! Performance Festival returned this year to galvanise Akureyri’s art scene. Showcasing the interplay between visual arts and performance, the annual four-day festival welcomed a variety of established and up-and-coming artists onto the Northern stage. I meet with Director of the Akureyri Art Museum, Hlynur Hallsson and two participating artists, Florence Lam and Sunna Svavarsdóttir, to discuss experimental variety, open structure and the element of surprise. 

Haraldur Jónsson (IS), Þröng/Thron, Hof Culture house, Akureyri (12/10/19) Photo curtesy of Daníel Starrason. 

Claire-Julia: Can you tell us about the origins of A! Performance Festival, what was the catalyst for this project?

Hlynur: It all started 5 years ago, when we thought that Akureyri needed a performance festival, in that moment, we also realised that there was just no performance festival in Iceland at all. Ragnheidur Skúladóttir was the Program director of Theatre and Performance Making at the Icelandic Academy of Arts. There she had been engaged in the field of experimental theatre, so she was also interested in this dialogue between performance and the theatrics of visual art. Together with Bjarni Jónsson, her husband, they had been running Lókal performing arts festival in Reykjavik for some years before, so the groundworks were already in place. 

Akureyri also has a history on performance, for example, there was Rauða Húsið (Red House) built in the 1980s which was a very influential venue. It platformed artist Magnús Pálsson for example and became a place for lots of artists to showcase unusual exhibitions and productions. At the same time, there was also a couple of local Akureyri artists who had been focusing on performance, for example Örn Ingi Gíslason and Anna Richardsdóttir. Based off this history, we decided it would be a good idea to found this festival, mixing younger artists with more experienced ones, as well as local and international artists. From there it developed organically, this mixture was very well accepted and I hope it continues to be. 

C-J: With over eighteen artists involved in this year’s productions, each offering distinct performances, were there any standouts for you?

H: I liked very much the performances from Tales Frey (Brazil); Estar a Par and Be (on) you which featured a duo mirror act and a dynamic performance wearing connected shoes, I thought that was really amazing. Heart Song from Florence Lam (HK), who directed a mic towards her heart, was also a fantastic addition and a captivating performance on stage. Another standout for me was the endurance project by Icelandic art group ‘Kaktus’, who were in character during the whole festival. They started on Thursday evening and went on till Sunday morning, to be observed acting through a window wearing dog masks. Passers by on the street could stop to watch the dogs doing activities such as having a party, sleeping or eating breakfast. We welcomed a great variety this year; another example was the performance from Iris Stefanía and Hljómsveitin Eva (Iceland) on female masturbation. The first showing on Saturday afternoon was only for women and the second in the evening was open to everyone, it was a very interesting and feministic conversation. There were lots of standouts for me, although I am always happy with the festival, I think this year was particularly fruitful in terms of variety. 

Kaktus group (IS), Spangoland, Mjólkurbúðin / Visual artist project space, Akureyri. (10-13/10/19) Photo curtesy of Daníel Starrason.

Dustin Harvey (CA), Less Plus More, Akureyri Art Museum. (11/10/19). Photo curtesy of Daníel Starrason.

C-J: Has your own art practice, particularly the installation and performances aspect, influenced your relationship with this festival? 

H: In my time working as an artist and in my curatorial practice, I always wanted to include others in my works. When I had an exhibition I would often invite other artists, sometimes up to twenty, to take part too and that was usually well accepted. Over time, it became part of my work to facilitate meetings, conversations and projects between different people. For example, I ran a space for two years in Hanover, Germany, where I aimed to bring together and exhibit the collaborative work of two artists who did not know each other prior. Of course, this led to very interesting outcomes, both artists being influenced by the other’s output meant it was always a great experience. I have been involved in organising a lot of cooperative events in this manner and I think that undoubtedly influences my approach to A! Performance Festival. 

C-J: This festival is in cooperation with many cultural institutions, for example the Culture society, the theatre centres and the Reykjavik Dance Festival. As such a big collaborative enterprise, what role did the Akureyri Art Museum play in its realisation?  

H: The Akureyri Art Museum is the centre part of this organisation, but we are beginning to divide it more between the Art Museum and Akureyri theatre. Then it’s always great to have collaborations from others, both from grassroots organisations and the Visual Arts Centre in Reykjavik. We are also in collaboration with the students of Verkmenntaskólinn (Akureyri Comprehensive College), who come in to assist the festival artists as part of their curriculum, that is great to see. In addition, we have the video festival Heim (Home) is held in the city at the same time and that has been a very interesting combination. For the first time this year we also had an open call, from which we selected five candidates. That of course allowed us to broaden our horizon for the festival, it’s always great to have ideas coming in from new people. 

C-J: As Director, how would you characterise the aims of this festival?

H: The aim for us is to showcase variety, and to display the full extent of what performance can be. A work can end in two minutes or it can last for sixty-eight hours, it can be a performance for just one person or it can be hundreds of people taking part, there are no limitations. It is like opening a window to the audience here in Akureyri, to display what is happening in performance art elsewhere, but also to platform what artists are doing here in Iceland. The festival is free, there is no admission for the shows as we wanted it to be open for everyone. The programme is also designed so that the audiences can move from one viewing to the next. We hope that amongst the variety there will be something for all, and perhaps there will be something surprising in between that you discover for yourself. 

Snorri Ásmundsson (IS), Sana Ba Lana / Master Hilarion, Hof Culture house, Akureyri. (12/10/19) Photo curtesy of Daníel Starrason.

From inside this years artistic cohort, Florence Lam (b.1992, HK) gives an insight into her experiences performing in the festival with her piece Heart Song. She explains, “This was one of my very first live performance pieces created in 2014. I am sitting still, as still as a sculpture. I am pointing a mic towards my heart. From the speakers, audiences will hear my voice explaining what the performance is about. The performance is an act of exploration, thinking about what performance, sculpture, art and myself performing as a ‘living being’ signify. I created this work based on my main interests in wonder and magic; by connecting the intimate action of listening to my heartbeat with the spoken text in my own voice, the performance created an illusion of my heart speaking directly into the microphone in human language. Like a human being performing with a special power.”

Against this backdrop, Akureyri-born artist Sunna Svavarsdóttir (1992, IS), who presented her work Invitation Inside a Stone as part of the Off-Venue programme, comments on the sense of wonder and dynamism this festival injects into the Northern community. Svavarsdóttir, whose work brings forth the subtleties of sensual experiences, recounts an anecdote of her performance.“Everyone became so serious when immersed in the work, the atmosphere changed. Even a runner slowed to a jog when moving past us, as if exposed to a funeral procession. It was fascinating to witness participants and onlookers’ reactions.” In interview, the artist remarked upon the “open and diverse model” of this year’s iteration, acknowledging the efforts made by the organisers to draw in a variety of participants. “This festival does a lot to the community here in Akureyri,” the local artist tells me, “there was such an exciting mix of national and international artists, I predict ‘A!’ will continue to evolve in this respect.” 

Florence Lam, Heart Song, Photo curtesy of Daníel Starrason.

Sunna Svavarsdóttir, Invitation Inside a Stone. Photo curtesy of Daníel Starrason.

For Director Hlynur Hallsson, this festival holds an exciting future; one which he hopes will continue to captivate audiences, enrich Akureyri’s art scene and stimulate conversation around what performance art can be.“I think that’s one of the interesting things about performance, especially in the nature of festivals, is that you never know exactly what will happen” he tells me.“There will always be something unexpected and the surprise-effect keeps it interesting. However, I think that we can always do better and receive a wider variety of performances. The goal is not necessarily to bring in big names from the art world, but rather to foster this mixture within the artistic cohort that I hope will become an enduring part of the festival. Another aim is to continue to build the off-venue programme, so that even artists who are not directly included in the festival will be able to take part in side projects whilst still being connected to the event. I think that is important to cultivate. I also hope that by showcasing these performances every year, it will become even more accepted amongst audiences and that it will hold an established position on the Icelandic art calendar.”

Amongst the ever-evolving facets of this festival, one salient characteristic can be predicted for certain; the breadth of variety on show. Make the leap to Akureyri’s Festival A! next year, performative surprises to all tastes will await you. 

 

Claire-Julia Hill

A! Performance Festival will next take place in Akureyri between the 1st and 4th of October 2020.

Cover picture: The Northern Assembly (N), Nordting, Hof Culture house, Akureyri. (12/10/19) Photo curtesy of Daníel Starrason. 

Hildur Ása Henrýsdóttir í Kaktus: „Ég á um 1200 vini á Facebook“

Hildur Ása Henrýsdóttir í Kaktus: „Ég á um 1200 vini á Facebook“

Hildur Ása Henrýsdóttir í Kaktus: „Ég á um 1200 vini á Facebook“

Ókei næs! Ég fór á frábæra sýningu í sýningarrýminu Kaktus á Akureyri um daginn. Hún heitir Með böggum Hildar og er nýjasta einkasýning Hildar Ásu Henrýsdóttur. Ég spurði Hildi hvort að ég mætti taka við hana viðtal og hún var heldur betur til í það!

 

Finnst þér gaman að vera á Akureyri?

Jááá. Það er alltaf mjög næs að vera gestur á Akureyri.

 

Áttirðu heima á Akureyri?

Já. Ég átti heima hérna í sjö ár. Var hér í menntaskóla, myndlistaskóla og Háskóla.

 

Fannst þér það gaman?

Já og nei. Stundum var það ekki gaman og stundum var það mjög gaman. Það var ekki gaman þegar eiginlega allir vinir mínir voru fluttir til útlanda eða Reykjavíkur eftir menntaskóla.

 

Hvað áttu marga vini?

Á maður að nota Facebook til að mæla eða fylgjendur á Instagram? Ég á um 1200 vini á Facebook. Ég held að það sé samt ekki að marka. Einhver sagði að maður gæti þekkt í mesta lagi hundrað manns eða eitthvað.

 

Finnst þér gaman að vera listamaður?

Já, mér finnst það best. Það besta sem ég hef gert.

 

Afhverju finnst þér gaman að vera listamaður?

Mér finnst það bara vera eitthvað svo náttúrulegt. Mér finnst ég ekki komast hjá því. Mér finnst þetta meika sens eins og að borða mat og kúka honum. 

 

 

Flott verk hjá Hildi!

 

Hvað eru mörg verk á þessari sýningu?

Ég er með 11 verk. Og svo er ég með hálsverk.

 

Hehe. Ertu stundum með verk í sálinni? Inni í þér?

Já, inni í mér og út úr mér líka. Af því að þegar manni er svona illt inni í sér þá umkringir sársaukinn mann. Gegnsýrir mann algjörlega. Mér líður oft þannig.

 

Trúir þú á ást við fyrstu sýn?

Já.

 

Hvað ætlarðu að gera næst í lífinu?

Ég ætla að leggja land undir fót og þreyfa fyrir mér í Berlín og athuga hvort að ég geti listast þar eins og heima. 

 

Hvort finnst þér skemmtilegra á Akureyri eða í Berlín?

Þarf ég að svara?

 

Nei. Ertu búin að fara í ísbúðina sem er hérna við hliðina á galleríinu?

Já, ég fékk mér avakadósamloku.

 

Var hún góð?

Já.

 

Var hún vegan?

Eiginlega ekki.

 

Ertu búin að smakka vegan Magnum ísinn?

Nei.

 

Ég fékk mér vegan Magnum ís í fyrradag og aftur í dag og núna líður mér illa í líkamanum eftir að hafa innbyrgt svona mikinn sykur. Og í sálinni líka.

Hvað er þetta brúna í bolnum þínum? 

 

Ís

Árans.

 

Það fór ís í bolinn.

Fórstu í skrúðgöngu 17. júní?

Nei ég nennti því ekki. Mig langaði samt að fara í andlitsmálun og fá kisuveiðihár.

 

Hvort finnst þér skemmtilegra á 17. júní eða 1. maí?

Mér finnst hvorugt skemmtilegt. Mér finnst alltaf vera of mikið af fólki og þá langar mig bara að fara heim að borða súkkulaði.

 

Takk fyrir viðtalið. Þú ert mjög góð í að tala svona.

Takk. Mér finnst ég oft bara segja einhverja vitleysu og vera hálffeimin. En takk fyrir að koma i heimsókn á sýninguna mína og tala við mig. Það er alltaf gaman ef einhver vill koma og tala við mann.

 

Takk sömuleiðis. Ókei bæ

Ókei bæ

Drengurinn fengurinn

 

 

Jafnvægi-Úr Jafnvægi, Rúrí í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

Jafnvægi-Úr Jafnvægi, Rúrí í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

Jafnvægi-Úr Jafnvægi, Rúrí í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

Jafnvægi–Úr Jafnvægi nefnist sýning sem nú er uppi í sal Ketilhússins í Listasafninu á Akureyri. Salurinn er þekktur er fyrir mikla lofthæð auk sýningarrýmis á svölum. Þannig er hægt að sjá sýninguna frá tveimur sjónarhornum; frá gólfinu í salnum og ofan af svölunum. Sýningin stendur yfir frá 9. september – 12. nóvember 2017.

Innsetningin byggir á þremur, ómáluðum stöplum, gerðum úr spónaplötum og fimm hillum á vegg úr sama efni. Stöplarnir eru allir 90 cm háir og 45 cm breiðir en lengd þeirra er mismunandi. Sá minnsti er um hálfur metri að lengd, staðsettur upp við vegg, gegnt hillunum. Í rýminu sjálfu eru tveir langir stöplar, annar 4m og hinn um 11m, staðsettir að hluta til samsíða og skáhalt í salnum. Þessi uppsetningin gefur sýningunni bæði kraft og sérstöðu.

Á stöplana og hillurnar raðar Rúrí margskonar hlutum frá mismunandi tímum, m.a. vigtum, fræðibókum, landakortabókum, misstórum hnattlíkönum, skeið- og vekjaraklukkum, vatnsflöskum, tímaglasi, krukku með peningum o. fl. Í uppröðun hlutanna er vel hugað að efni, formi, litum og innihaldi sem vinna saman og mynda kraftmikla og áhugaverða heild þar sem fágun og jafnvægi ræður ríkjum. Á vigtirnar setur hún mismunandi hluti og oft hvíla þær sjálfar á bókastöflum. Hún staðsetur hlutina í línum á löngu stöplunum, hvern á sinn hátt; sumir halla til vinstri aðrir til hægri og fjarlægðin á milli er vandlega úthugsuð. Staðsetning hlutanna gefur sýningunni takt sem eflist enn frekar við tikkið og sláttinn í gamalli klukku sem ómar um allt húsið. Segja mætti að lykilverk sýningarinnar sé stór vatnsflaska sem staðsett er á fornri trévigt með mælikvörðum úr járni. Óneitanlega vekur þetta verk upp spurningar um þyngd og verðgildi vatnsins, nauðsynlegustu auðlind jarðarinnar. Enginn lífvera lifir án vatns.

Táknmál – tungumál

Tími, mælieiningar, rýmið og alheimurinn og hvernig mannkynið umgengst jörðina er aðalinntak sýningarinnar. Hvernig við sem búum á jörðinni höldum okkur og henni í jafnvægi og reynum að draga úr ójafnvægi. Klukkan tifar, það er tími til að vakna og hefjast handa áður en það verður of seint. Tíminn er ekki ótakmarkaður og ekki er hægt að fara hálfsofandi í gegnum lífið aðgerðarlaus og ómeðvitaður um eigin hlutdeild. Við berum ábyrgð á eigin lífi og umhverfi okkar, í samfélagi við aðra.

Sýningin fjallar um margskonar jafnvægi og andstæðu þess; ójafnvægi, hjá einstaklingunum, samfélaginu og jörðinni sem plánetu. Uppistaða lífs á jörðinni er loft og vatn, annað söluvara hitt óseljanlegt. Auðhringir og efnafólk keppast um að komast yfir vatnsból og verðmæt landsvæði auðug af vatnsuppsprettum. Ójafnvægið veldur stríði og baráttu um auðlindir jarðar.

Hnattræn hlýnun ruglar m.a. vatnskerfinu sem veldur hækkun á yfirborði sjávar og ruglar og breytir vistkerfinu. Í tungumálinu er talað um að leggja á vogarskálarnar, sem þýðir að vega og meta hluti og aðstæður. Það leiðir hugann að því hvernig vistkerfið og hagkerfin þurfa að vera í jafnvægi en ekki ójafnvægi.

Sýningin er byggð upp af kunnuglegum hlutum settum fram sem táknum sem áhorfandinn getur ráðið í og sett í orð, setningar og skiljanlegt tungumál í eigin vitund og aukið skilning á því sem hann sér og skynjar. Í texta sem fylgir sýningunni er innihaldi sýningarinnar lýst: „Þessi sýning leggur listina á vogarskálar. Vogarskálar vega sögu mannkyns og jarðar, vega tíma, vega vægi mismunandi gilda, til dæmis hagkerfi á móti vistkerfi, eða vægi huglægra gilda“.

Vatnsflöskur og landakort framtíðar

Rúrí hefur um langt skeið verið áhrifamikil í íslenskri myndlist. Hún er fjölhæfur myndlistarmaður, oft með pólitíska nálgun og jafnvíg á skúlptúra, gjörninga og innsetningar. List hennar er löngu orðin þekkt út fyrir landsteinana. Meðal verka hennar er einn þekktasti skúlptúr landsins, Regnboginn, sem milljónir manna hafa barið augum, en færri vita e.t.v. hver höfundurinn er. Verkið stendur við flugstöð Leifs Eiríkssonar og er frá árinu 1991.

Síðustu mánuðina hafa Eyfirðingar og gestir þeirra átt kost á því að sjá list Rúrí bæði í Verksmiðjunni á Hjalteyri og í Listasafninu á Akureyri og einnig gjörning hennar á gjörningahátíðinni A! sem haldin var í byrjun september s.l.

Gjörningurinn stóð yfir í 80 mínútur og hafði Rúrí tvo svartklædda menn sér til aðstoðar. Sjálf var hún einnig í svörtu og umgjörðin var rannsóknarstofa. Taktfast reif hún blaðsíður úr heilli Atlasbók og enduðu þær, með aðstoð hjálparmannanna, í tætara og því næst ofaní tilraunaglasi með tappa, upp í hillu rannsóknarstofunnar. Ferlið var síendurtekið, fágað og skýrt og gjörningurinn í heild afar eftirminnilegur. Tilfinning fyrir tíma og rými virtust hverfa.

Í sumar tók Rúrí þátt í sýningunni Hverfing/Shapeshifting, í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Hún sýndi annars vegar nokkur landakort sem vísa til framtíðar, og hins vegar langa röð af tómum, misstórum vatnsflöskum sem liðuðust eins og lækur eftir gólfinu í risastórum sal Verksmiðjunnar. Rúrí er sérlega lagin við að búa til líf og kraft með staðsetningu hluta og rýminu sem myndast á milli þeirra. Flöskurnar fengu þannig líf og tilgang sem getur verið flókið að fanga, í þessu hráa og mis-vel upplýsta rými. Þarna voru mörg góð verk en þessi vatnskrukkuröð talaði skýrast til mín auk kortanna sem lýstu framtíðarsýn á landið ef fer sem horfir varðandi hækkun yfirborðs sjávar. Sá raunveruleiki gleður engan.

Krefjandi spurningar

Þær spurningar sem verk Rúrí vekja eru ekki léttvægar. Hún teflir fram staðreyndum sem myndmál listarinnar gefur áhorfandanum færi á að upplifa á annan hátt en það sem fræðimenn tjá með tölugröfum, línu-og fræðiritum, stundum í frekar eintóna framsetningu. Hlutverk vísindamanna og listamanna eru því ólíkt þó stundum takist þeir á við svipuð eða sömu viðfangsefni og varpi fram samskonar spurningum sem okkar er svo að svara.

Á sýningunni Jafnvægi–Úr Jafnvægi, dregur Rúrí upp mynd af raunveruleikanum, með tilheyrandi spurningum. Hún predikar ekki en gefur okkur andrými til að bæta við verkið í huganum svörum við spurningunum og þannig jafnvel klára verkið. Sama gildir um Regnbogann, við Leifsstöð þar sem hún gefur okkur sýn á hluta regnbogans, okkar eigin hugsun og túlkun klárar svo verkið. Hver og einn sér þá Regnbogann á sinn einstaka hátt. Sýning Rúríar talar skýrt máli fagurfræðinnar og hvetur til ígrundunar og ábyrgðar á eigin lífi og því hvernig hægt er að vinna gegn ójafnvægi, í víðum skilningi.

Guðrún Pálína Guðmundsdóttir


Ljósmyndir: Listasafnið á Akureyri Vefsíða Rúríar: ruri.is Vefsíða safnsins: www.listak.is

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest