Kæra framtíð

27.07. 2018 | Video, Viðtöl

Guðrún Vera Hjartardóttir var með sýninguna „Kæra framtíð“ í SÍM salnum frá 5.-20. júlí. Útsendari artzine leit við og fékk að heyra hvað listakonni lá á hjarta. Guðrún Vera hefur verið starfandi í myndlist frá útskrift úr Myndlista og handíðaskóla Íslands árið 1991 og AKI – Akademie voor Beeldende Kunst í Hollandi árið 1994. Guðrún Vera hefur þróað á þessum tíma sérstakt samfélag vera sem hafa sterkan karakter en eru þó ofur viðkvæmar, oftast naktar og sýnast vera hlaðnar sterkum tilfinningum. Guðrún vera notar ýmsa miðla sem henta hugmyndinni hverju sinni og eru verk hennar gjarnan settar fram í formi innsetninga. Sýningin í SÍM salnum er innsetning sem byggir á skúlptúrum en líka leik með vatnsliti. Vídeóverkið  er einnig hljóðverk sem er afgerandi þáttur í heildarupplifuninni.

Guðrún Vera við innsetningu sína í SÍM salnum.

Í videoverkinu töluði persónur með grímur í belg og biðu um hluti sem þær voru í uppnámi yfir, eins og mengun sjávar og annað sem truflaði huga þeirra og mynduðu kakófónískt hljóðverk.

Önnur af tveimur leirpersónum sýningarinna horfir upp, kannski hrædd, kannski forvitin.

Skúlptúrinn sem gerður var eftir teikningunni sem var kveikjan að sýningunni.


Vera horfir upp á við.

Gríma.

Helga Óskarsdóttir


Ljósmyndir og upptaka: Helga Óskarsdóttir

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest

Share This