Advertisement

Höfundur: Viktor Pétur Hannesson

Viðurkenning á auganu í Ásmundarsafni

Augans Börn: Ásmundarsafn 29.10.2016 – 01.05.2017 Myndlistarsýningunni Augans Börn lýkur nú um helgina, en hún hefur staðið yfir í Ásmundarsafni nú í vetur. Sýningin er samstarfssýning Listasafns Háskóla Íslands og Listasafns Reykjavíkur þar sem myndverkum Þorvalds Skúlasonar er boðið til samhengis með höggmyndum Ásmundar Sveinssonar. Þorvaldur er þekktastur fyrir málverk sín sem hann vann um og upp úr miðri 20. öldinni, en hér á sýningunni er aðeins eitt málverk til sýnis. Hins vegar eru hátt í hundrað teikningar eftir hann settar upp í beint myndrænt samtal við þrívíðan myndheim Ásmundar. Höggmyndir hans eru sýndar í nokkuð hefbundnara ljósi, en þó í...

Read More

Ljósmyndir og lyfseðlar í Listastofunni við Hringbraut

Listastofan er listamannarekið rými í JL húsinu, en þar hafa staðarhaldarar rekið sameiginlegt listamannarými, galleríi og myrkrakompu fyrir listamenn frá 2015. Nú er sýningunni Emilie eftir ljósmyndarann Emilie Dalum að ljúka, en síðasti sýningardagurinn verður á miðvikudaginn 19. apríl. Emilie verður á staðnum á venjulegum opnunartíma gallerísins milli kl. 13-17 en býður svo upp á opið spjallkvöld um sýninguna og verkið milli kl 17-19. Eins og titillinn gefur til kynna snýr Emilie linsunni að sjálfri sér. Í upphafi árs 2016 var hún greind með eitilfrumukrabbamein sem er einnig þekkt undir nafninu Hodgkins sjúkdómur. Á sýningunni sést hún sjálf á ýmsum...

Read More

Stofnun Marshallhússins – grasrótin slítur barnskónum

Á björtum fimmtudagsmorgni í mars sit ég á Kaffivagninum. Rótgrónum samkomustað sjómanna og velunnara við smábátahöfnina á Granda. Lengra út eftir verbúðunum er verið að leggja lokahönd á Marshall húsið, nýjustu viðbótina við sístækkandi menningarflóru hafnarsvæðisins. Sýningin hér samanstendur af trillum, snekkjum og seglskútum sem lífeyrisþeginn Óðinn vaktar. Eftir kaffibollann geng ég af stað, meðfram verbúðunum sem hafa umbreyst í vinnustofur listamanna, veitingahús og ísbúðir. Hugsjónafólk með ferskar hugmyndir á ýmsum sviðum laðast að höfninni eins og svangir kettir. Fyrir framan endastöð strætó nr 14 nem ég staðar og virði fyrir mér Marshallhúsið . Menningarhús sem kemur til með að endurskilgreina hugmyndina um alfaraleið...

Read More

Valtýr og félagar

Yfirlitssýning á verkum Valtýs Péturssonar í Listasafni Íslands , 24.9.2016 – 26.03.2017. Sýningin er samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Listaverkasafns Valtýs Péturssonar sem var stofnað eftir að hann lést.  Á vef Listasafns Íslands kemur fram að síðasta yfirlitssýning á verkum Valtýs hafi verið haldin árið 1986, fyrir 31 ári síðan, og sé „því löngu tímabært að kynna þennan fjölhæfa myndlistarmann fyrir nýjum kynslóðum og veita þeim sem eldri eru tækifæri til að endurnýja kynnin, en margt í verkum Valtýs kallast á við samtíma okkar og gefur tilefni til að skoða þau í nýju ljósi“. Valtýr var í hópi íslenskra listamanna...

Read More
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest