SAMAN í SOE Kitchen 101

SAMAN í SOE Kitchen 101

SAMAN í SOE Kitchen 101

Í Marshallhúsinu úti á Granda hefur stórt teymi frá vinnustofu listamannsins Ólafs Elíassonar hreiðrað um sig undanfarna mánuði. Ólafur, systir hans og kokkurinn Victoría Elíasdóttir ásamt föruneyti tóku yfir jarðhæð hússins, sem venjulega hýsir veitingastaðinn Marshall Restaurant + Bar í eigu Leifs Kolbeinssonar. Þann 11. ágúst síðastliðinn opnuðu þau tímabundið rými sem bar heitið SOE Kitchen 101. Fram til 28. október var þar boðið upp á fjölbreyttan mat úr íslenskum lífrænum hráefnum og breiða gjörningamiðaða viðburðadagskrá unna í samvinnu við Mengi, Listaháskóla Íslands, Kling & Bang, i8 og fleiri lista- og menningarfrumkvöðla og stofnanir. Ég settist niður með Victoríu, sem þróaði réttina á matseðli, og Christinu Werner, viðburðastjóra verkefnisins. Við spjölluðum saman um undanfarnar vikur.

 

Á pappír var verkefnið helgað matargerðarlist en þótt máltíðin hafi ávallt verið í brennidepli beindi SOE Kitchen 101 þó aðallega, í huga undirritaðs blaðamanns artzine, sjónum okkar að matmálstímanum og öllum þeim athöfnum, samræðum og upplifunum sem sú afmarkaða stund hefur upp á að bjóða. Það er nefnilega ekki bara hungrið sem við seðjum þegar við njótum góðrar máltíðar, sérstaklega þegar við deilum þessum augnablikum með öðrum.

 

Svona tengjumst við hvert öðru innan vinnustofunnar… af hverju ekki að deila þeirri reynslu?Sagði Victoría en í vinnustofu Ólafs borðar starfsfólkið alltaf saman. Það má því segja að SOE Kitchen 101 hafi leitast við að skapa tengsl milli vinnustofunnar í Berlín og vinnustofunnar hér í Marshallhúsinu. Þó var að ýmsu að huga þegar eldhúsi á vinnustað var umturnað í veitingastað í öðru landi: Við þurftum til dæmis að finna leiðir til að fá gestina okkar til að sitja við sama langborðið eða deila réttum sín á milli.Það er nefnilega oft þannig að við kunnum ekki alveg að umgangast fólk í nálægð. Við búum við það mikið öryggi að við þurfum ekkert endilega að þekkja nágranna okkar en hér spilaði viðburðadagskráin stórt hlutverk. Þegar eitthvað á sér stað fyrir framan hóp fólks skapast sameiginlegt augnablik, þó fólk sitji ekki saman. Gjörningarnir og verkefnin komu úr ýmsum áttum og snertu á nánast öllum listformum en samkvæmt Christinu var það meðvituð ákvörðun: Í staðinn fyrir að takmarka okkur við eitt afmarkað listform vildum við reyna að halda viðburðunum eins fjölbreyttum og hægt yrði svo þeir myndu henta breiðum hópi fólks. Við reyndum líka gagngert að losa aðeins um fjötrana hjá gestum okkar. Til dæmis með hljóðverkinu hans Valdimars Jóhannssonar.

 

Rave for your senses. Fischer workshop. Ljósmynd: Lilja Birgisdóttir

 


Rave for your senses. Fischer workshop með Lilju Birgisdóttur. Ljósmynd: Timothée Lambrecq

 

Verk Valdimars heitir A Mouth for Dinner og samanstendur af þeim hljóðum sem við framleiðum þegar við borðum en skömmumst okkur þó fyrir í krafti mannasiða og kurteisisreglna í samfélaginu. Smjatt og kjams, smellir í góm, gaul í görnum og ánægjustunur ómuðu yfir matargestum kvöldsins 19. september síðastliðinn áður en matur var borinn fram. Að sögn Victoríu var teymið í SOE Kitchen 101 dálítið spennt fyrir viðbrögðum gestanna. Flestir tóku þessu samt afskaplega vel,“ sagði hún og hélt áfram: „Andrúmsloftið á staðnum þetta kvöldið var mjög afslappað og við munum spila verkið í vinnustofunni í Berlín yfir hádegismatnum.

 

Það er ekki sama upplifun að hlusta á verk Valdimars ein heima í stofu eða heyra það yfir kvöldmat með öðrum. Smám saman fer athyglin að beinast að hvernig fólkið í kring borðar og hvaða hljóð þú sjálf gefur frá þér út í umhverfið. Aðspurð nánar um val á viðburðum svaraði Christina: Við reyndum að vera með einhvers konar sambræðing af list, skynjun og þekkingu. Eftir að við komum til landsins kynntumst við svo hæfileikaríku og kláru fólki og lærðum svo mikið sjálf að það var algjör synd að deila því ekki með öðrum. Lilja Birgisdóttir úr Fischer var til dæmis með tilraunakenndan tónlistargjörning um lykt, liti og bragðskynið. Með gjörningnum sýndi hún gestum hvað skynfærin spila stórt hlutverk í upplifun okkar á umheiminum.“

 

Gjörningur Lilju ber titilinn A rave for your senses og fór fram í Fischer. Bæði verk Valdimars og Lilju eru nokkurs konar inngrip í hversdaginn og hvernig við lifum og hrærumst í honum. Þau benda á skynfærin og hvernig líkami okkar flestra virkar, fyrirbærum sem við tökum oft sem sjálfsögðum hlut. Gjörningur Katrinu Jane Perry Routine Ritual, sem átti sér stað miðvikudaginn 24. október, tókst einnig á við venjubundinn hversdaginn. Með handskornum verkfærum úr marmararestum sem annars hefðu farið til spillis bauð hún gestum að endurhugsa venjur okkar við matarborðið. Borðshaldið breyttist allt í einu í hátíðlega athöfn.

 

Þannig rannsakaði SOE Kitchen 101 veitingastaðinn sem félagslegt rými til fulls. Að sögn Victoríu var matargestum ekki skylt að taka þátt í viðburðunum: Við vorum aðallega að reyna að opna huga fólks. Ekki prédika eða þvinga gesti í ákveðnar aðstæður. Það var líka allt í lagi að koma bara til þess að borða, eða bara til þess að vera viðstödd viðburðina.Einnig er mismunandi hversu mikillar þáttöku hver viðburður krafðist af hálfu áhorfenda. Christina benti til dæmis á að „gestir hlustuðu öðruvísi þegar það var ljóðagjörningur í rýminu en þegar Mengi kom inn með raftónlistarfólk.Í gegnum allt tímabilið sem verkefnið á sér stað, stóð Mengi fyrir tónlistargjörningum á fimmtudagskvöldum sem einnig voru teknir upp. Á síðasta kvöldinu, 25. október, komu allir tónlistarmennirnir saman. Það má segja að í þeirri upptöku hafi allir fyrri tónleikarnir mæst.

 


Katrina Jane Perry. Routine Ritual. Ljósmynd: Katrina Jane Perry

 


Ljósmynd: Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson. Mariner’s Oubliette. Filmstill

 

Tónleikar með Robert Lippok. Ljósmynd: Christina Werner 

 

Í raun voru fjölmargir snertifletir fólgnir í SOE Kitchen 101. Tengingin milli vinnustofa Ólafs hefur þegar verið nefnd en í þessu fjölþætta verkefni leyndust einnig ákveðin tengsli við starfssemina í húsinu. Þann 24. október stóðu Sara Riel listamaður og tónlistarkonan Ólöf Arnalds fyrir gjörningi undir yfirskriftinni Graphic Score en í Kling & Bang stendur nú yfir einkasýning Söru, Sjálfvirk/Automatic. Þar leiddu tónarnir Söru í sjálfvirka teikningu og úr varð sjónræn túlkun á lögum Ólafar. Einnig var tengingin við íslenskt umhverfi alltumlykjandi. Victoría nefndi að hráefnið í réttina hafi verið alíslenskur fiskur og grænmeti, sem var nokkuð stór áskorun í ljósi þess að sumarið kom í raun aldrei til landsins. Verkefnið þróaðist áfram á mjög lífrænan hátt. Í raun reyndum við að halda því eins opnu og hægt var í upphafi. Það var vegna þess að við vildum koma hingað til landsins, vera í rýminu, upplifa umhverfið og kynnast senunni hér. Komast að því hvaða element væri í raun mögulegt að vinna með.“ Listaverk Ólafs Elíassonar héngu hér og þar í veitingastaðnum og þegar stigið var inn á vinnustofuna á annarri hæð blasti,  efniviðurinn við gestum og gangandi, og gerir reyndar enn í dag. Verkin eru unnin úr íslenskum rekavið og öðrum fundnum hlutum hér við strendur landsins og eru í raun áttavitar, tæki til að vísa okkur í réttar áttir. Christina benti á að líkt og áttavitarnir teygði verkefnið sig út fyrir veggi hússins. Hér má nefna heimildarmynd Huldu Rósar Guðnadóttur Keep Frozen, sem sýnd var 23. október. Myndin einblínir á hafnir Reykjavíkur og þá vinnumenn sem vinna þar. Líkamleg erfiðisvinna og rútínuverk eru í brennidepli en einnig er bent á vandamál eins og ódýrt vinnuafl og umbreytingu hafnarsvæðanna yfir í íbúðar- eða verslunarhverfi. Þar á meðal svæðið úti á Granda sem umlykur Marshallhúsið.

 

Það eru svo ótalmörg atriði við SOE Kitchen 101 sem hægt er að draga fram í ljósið og endalaust hægt að telja upp viðburði sem kölluðust á eða sköpuðu tengingar á þvers og kruss. Öll endurspegluðu þeir á einhvern hátt hugmyndafræði eldhússins í vinnustofu Ólafs í Berlín: Umhverfismeðvitund. Á vinnustofunni er ávallt framreiddur grænmetismatur úr lífrænum hráefnum ræktuðum í nágrenninu en viðburðadagskráin nálgaðist umhverfið þó á örlítið annan hátt. Sem dæmi má nefna vídjóverkið Mariner’s Oubliette eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson sem fjallar um þarfir manna og dýra og muninn þar á. Það eru til dæmis upptökur undir vatni af hvali á sundi. Myndin fer svo nálægt hvalnum að húðin virðist stundum vera landslagsmynd,“ sagði Christina og heldur áfram: Hljóðin sem  hvalurinn gefur frá sér umlykja líkamann. Þegar ég sá myndina leið mér nánast eins og ég væri að horfa inn í annan heim.

 

Nú er SOE Kitchen 101 liðið undir lok í Marshallhúsinu og Leifur Kolbeinsson er aftur tekinn við keflinu á veitingastaðnum. Aðspurðar um framhald verkefnisins svarar Christina: Þessi kafli af SOE Kitchen var eins og sýning. Hann átti sér ákveðið tímabil.“ Og Victoría bætir við: Verkefnið mun aldrei verða endurtekið í nákvæmlega sama formi. Það er í stöðugri þróun.

 

Sunna Ástþórsdóttir

 


 

Á heimasíðu Ólafs Elíassonar má kynna sér verkefnið í heild sinni: Vefsíða

 

Aðalmyndir með grein: Ljóða & hljóð gjörningar með Rike Scheffler & Angela Rawlings. Ljósmynd: Christina Werner
Rave for your senses í Fischer með Lilju Birgisdóttur. Ljósmynd: Lilja Birgisdóttir

 

Segulkraftur litanna – Sýning Kees Visser í BERG Contemporary

Segulkraftur litanna – Sýning Kees Visser í BERG Contemporary

Segulkraftur litanna – Sýning Kees Visser í BERG Contemporary

Litaverk hollenska listamannsins Kees Visser blasa við inn um glugga BERG Contemporary. Ferkantaðir fletir í mismunandi stærðum og litum, hengdir upp á kerfisbundinn hátt á hvíta veggi gallerísins. Í öllum sínum einfaldleika kalla verkin út og vekja forvitnina. Það er nefnilega ekki allt sem sýnist, eitthvað sem ekki stemmir en augun þarfnast tíma til að greina hvað það er. Verkin, sem í fyrstu virðast fyrirsjáanleg, leyna á sér. Hornin eru ekki alveg níutíu gráður og fletirnir eru hvorki einlitir né flatir. Það er fyrst þegar við erum komin inn fyrir dyrnar í nálægð við verkin sem byrjum að taka eftir hvað leynist undir yfirborðinu.

Það er nefnilega oft þannig að til þess að eitthvað komi okkur á óvart, þurfum við fyrst að vera sannfærð um að eitthvað sé á ákveðna vegu. Þetta kristallast í verkum Kees, sem óhætt er að kalla einstaklega nákvæman listamann. Eiginlega er honum best lýst sem kerfisfræðingi. Hann hellir sér yfir viðfangsefnið í fleiri, fleiri ár. Skoðar það í krók og kima og úr verða umfangsmiklar verkseríur unnar af vísindalegri nákvæmni. Þekkt eru meðal annars fléttuverkin hans og rimlaverkin, en í BERG Contemporary má sjá afrakstur rannsókna hans á litrófinu og geómetrískum formum undir yfirskriftinni Í djúpi litanna: Ný verk eftir Kees Visser.

 

Kannanir sem hann sökkti sér í við byrjun níunda áratugs síðustu aldar. Hvar sem Kees drýpur niður fæti er kerfisbundin nálgun hans augljós: Allt frá aðferðunum sem hann beitir til að skapa verkin og uppröðun þeirra í rýminu, til miðlunar verkanna á prenti og á alheimsnetinu. Allt á sinn rétta stað og það er einmitt í þeirri vissu sem hið ófyrirsjáanlega læðist inn. Undirrituð dirfist nefnilega að halda því fram að þetta nánast áráttukennda skipulag, sem er svo yfirþyrmandi, sé ekki aðeins leið listamannsins til að halda utan um ævistarfið heldur snilldarlega úthugsuð leið til að koma áhorfendum á óvart. Þegar allt er fyrirfram útreiknanlegt eru hin minnstu fráhvörf mun meira áberandi. Þar með sá örskekktir ferhyrningarnir efa í huga áhorfenda og biðla til þeirra um að staldra við. Skoða nánar og demba sér inn i verkin. Þetta smávægilega en óvænta brot á lögmálum rúmfræðinnar vekur forvitni áhorfenda og geómetrísku formin, sem við þekkjum öll eins og lófann okkar og eyðum sjaldnast tíma í, hverfast á rönguna. Við förum að taka eftir áferð yfirborðsins, hvernig ljósið fellur á það og brýtur upp litina. Tilraun þeirra til að ná út fyrir útlínurnar og skapa þannig látlausa hreyfingu í verkunum. Öll hugsun beinist að skynjuninni. Hvernig sjónin okkar virkar og hvaða áhrif litir hafa á okkur.

Í tungumálinu okkar notum við liti sem verkfæri til að lýsa hlutunum í kringum okkur. Litir eru lýsingarorð sem lýsa eiginleikum einhvers annars fyrirbæris en þeirra sjálfra. Himininn er blár og bollinn sem ég drekk svart morgunkaffið úr er rauður. Eftir þessa fullyrðingu er ég samt engu nær um hvaða fyrirbæri blái, svarti eða rauði liturinn eru eða hvernig við upplifum nákvæmlega þessa liti. En í þeim verkum Kees sem nú eru til sýnis í BERG Contemporary eru litirnir í sviðsljósinu sem skynræn fyrirbæri utan tungumálsins. Hann bregður litunum bókstaflega undir sjóngler. Á sýningunni er að finna yfirlitstexta Jón Proppé , prentuðum á A4 blöð sem hægt er að grípa með sér þegar gengið er inn í rýmið, annars eru engin verkskilti eða annar texti sjáanlegur. Bara litafletirnir sem um leið og byrjað er að gefa þeim gaum byrja að dansa fyrir augunum.

Verkin á sýningunni eru nefnilega allt annað en einlit. Á fletinum mætast ýmsir tónar sem úr fjarlægð virðast einróma, en þegar við færum okkur nær opnast heill heimur af slagföstum litahrynjanda. Enda eiga litir miklu meira skylt með tónlistinni en tungumálinu.

Sýningin Í djúpi litanna spannar að mestu nýleg verk frá síðustu tíu árum, unnin á pappír með aðferð sem er einkennanndi fyrir listamanninn: Síendurteknum málningarstrokum sem mynda með tímanum kornótta kristalsáferð. Aðeins tvö verk sýningarinnar skilja sig þar úr. Fyrsta verkið er Rimlaverk frá 1988 (Sjá aðalmynd með grein), með glanslakkaðan ramma utan um rimla í mjúkum og hlýjum grá- og rauðtónum. Þetta verk er nokkurs konar kveikja sýningarinnar – Útgangspunktur pappírsverkanna. Með rimlaverkunum leysti hann kreppu málverksins, sem á þeim tíma þótti fyrirsjáanlegur og staðnaður miðill. Afskornir kantar og truflun á fjarvíddinni. Rofnir og þrívíðir fletir sem teygja sig út fyrir og á bak við kantana. Hitt verkið sem sker sig örlítið úr er að finna á efri hæð gallerísins. Það er verkið SÚM Colour-Ring frá 1992 sem samanstendur af hundrað sextíu og sex sléttmáluðum trefjaplötum, þá hengdum upp á reglubundinn hátt á dreif um salinn. Í dag hefur plötunum verið raðað saman í tvo stærri fleti, sem styrkir þá upplifun að verkin sem eru til sýnis í BERG Contemporary séu eins konar uppskera vinnu sem hófst fyrir löngu síðan.

Kees, sem er sjálflærður, kom fyrst til Íslands árið 1976 eftir að hafa séð sýningu á verkum Kristjáns og Sigurðar Guðmundssona í heimabæ sínum Haarlem í Hollandi. Sama ár hélt hann sína fyrstu sýningu í SÚM-salnum og síðan hefur hann haft annan fótinn á Íslandi og tekið virkan þátt í listsenunni hér. Meðal annars tók hann þátt í stofnun Nýlistasafnsins árið 1978. Í djúpi litanna er fyrsta einkasýning hans í BERG Contemporary. Þrátt fyrir orðleysið eru verkin á sýningunni alls ekki hljóðlát. Þau draga okkur að sér og hvísla til okkar leyndarmálum um litina. 

Sunna Ástþórsdóttir


Sýningin stendur yfir til 6. október.

Ljósmyndir: Vigfús Birgisson
Birtar með leyfi BERG Contemporary og listamannsins.

Frekari upplýsingar: BERG Contemporary

To Step into the perspective of the exhibition maker

To Step into the perspective of the exhibition maker

To Step into the perspective of the exhibition maker

In 2001, when Danish curator Aukje Lepoutre Ravn began studying art history at Aarhus University, the notion of the independent curator wasn’t yet on the radar in Denmark. In fact, there were no curatorial programs available, a condition familiar to students of art and art theory based in Iceland. This fall, both Aukje’s home university and The University of Iceland coincidentally will be launching brand new MA programmes in curating, thereby finally responding to a growing local need for higher education in the field. I first reached out to Aukje before news of both programmes had reached my ears, because I was curious to find out how an art historian, such as herself, found her way into today’s vivid role of the independent curator.

After completing her studies in 2008 Aukje has curated various contemporary art exhibition, discursive programmes and festival formats both inside and outside of Denmark. Before pursuing the flexibility of a freelancer, she has held the position of head curator at Röda Sten Kunsthall in Gothenburg, been one of two artistic directors of the GIBCA Göteborg International Biannual and served as the artistic director at Cph Art Week. When I got a hold of her she was in the midst of the process of organizing danish artist Kirstine Roepstorff’s current exhibition at Kunsthal Charlottenborg in Copenhagen. In her own words, Aukje has throughout her career experienced a shift from not having any terminology about curating at the start of her education to about five to seven years ago where the term “just exploded in our faces”. Since our first conversation, me and Aukje have once more continued our talk, about her first steps into the world of curating, her methods, views on the phenomenon as well as reflections on the need for an academic platform for curation.

Aukje: I am a classically trained art historian – but one that is interested in contemporary art. Because of that I’ve found my way into whatever role I think or feel that a curator is today. My whole process has really been self-taught in that sense.

Sunna: Could you tell me a bit more about that process?

Aukje: During my education I spent a lot of time in New York, taking courses and doing internships. Back home I was taught to be a mediator of the artist and the artist’s idea but in New York I observed that there was a completely different rhetoric, terminology and awareness evolving around exhibition making than in Denmark. I learned that there was actually something called an independent curator, where you are not necessarily just serving an institution that oblige you to do certain things. I saw that within this independent curatorial position there would be ground for choices and ideas to develop that could come directly from oneself. Today I see the role of the curator much more as someone that’s both the artist liaison as well as presenting own agendas.

Sunna: So is that how you perceive your own curatorial role?

Aukje: Yes. Whatever curatorial idea I have – it’s always informed by the work of the artist. On various levels. Wherever I go, I look for ideas to put into my curatorial practice by visiting institutions, seeing different places and making sure I get to meet local artists. I try to orient myself as much as possible towards topics which are currently circulating – not only amongst artists but other disciplines as well.

Sunna: Yes I’ve noticed that you work with many artists who can be described as cross disciplinary. They not only work with different mediums but their work could also be categorized within the frameworks of others disciplines, such as design, architecture or something completely different. For instance Pinar Yoldas, whose work places itself on the borders of art, architecture, science and technology. Could you elaborate a bit on your decision to work with these artists?

Aukje: This is something I find very interesting. Today, most artists don’t really care that much about disciplines. The artists who are currently educating themselves don’t usually identify with the character of the painter, the sculptor or the photographer. They don’t yield to identify as multimedia artists either. Actually they kind of fluently transgress these formats and descriptions that us art historians and institutions have come to apply upon them. For our convenience. Artists are naturally crossing and dissolving that others might see as boundaries. We have to start being less focused on this notion of disciplines within the art schools and the terminology that we are using. We are beginning to see more and more cross-disciplinarian practicians that are not just subjects of the aesthetic fields, but the wider scientific ones. Working with biologists, other kinds of scientists, with economists. You know, other fields that are basically important and defining for whatever contemporary society we are in.

Sunna: Does that relate to the themes of your curatorial projects which often revolve around political matters, such as decolonisation and the anthropocene?

Aukje: Well, as a curator I never just decide: “Ok Next project, I wanna work with gender equality. Start!” The process is not like that. For me it’s about trying to dissect the sum of what topics are currently circulating. There are so many discourses going on today, simultaneously! One of the most challenging things of curating, I think, is to fixate your focus. Not let yourself be too distracted by everything else going on, but staying with one core question and really explore it. That’s one of the reasons why I made this curatorial program at Röda Sten Konsthall in Gothenburg addressing the impact of the anthropocene. That was something that came about because I sensed through a lot of previous conversations I’d had with artists over the years that this was what they were becoming more and more interested in: Human relationship to nature, to technology and how those two phenomenon sort of intertwine and contrast.

Sunna: Well, it seems to me that your approach to exhibition making reaches beyond the academic tradition of art history.

Aukje: I’m not really thinking a lot about it like that. I’m not trying to go beyond or step aside as such. I just do what I think makes sense and try to trust my intuition. But if you take for instance the exhibition format, what is that? Is it just a tradition of display of art works throughout art history? Yes, but is also so much more. Art history has shown many, many times that this idea of a standardized exhibition format is impossible. Everything is relational. The place, the space, how the artwork resonates within these elements. My starting point is always the artists idea of their work and thinking about how to present that the best way possible – with whatever means you have. Another thing is anchoring your practice within the contemporary society. I recently came home from a two-day workshop on the exhibition as a ritual in connection with the ARCO Art Fair in Madrid. In the secularized society here in the northern countries, there is hardly any religion that binds us together. And we take pride in distancing ourselves from belief. The effects of non-belief in society is causing a lot of segregation. The notion of ritual is something that you connect to some ancient practise. Today we have the community versus the individual. For flock animals such as ourselves I don’t really think that individualism is a natural phenomenon. So I’m thinking a lot about how we can be making new rituals bringing us together, bringing us closer to nature, within the secular society.

Sunna: So as a self-taught curator, what do you think is the biggest asset to gain from these new MA curatorial programmes, for students interested in working in this field?

Aukje: It is great, that students interested i this field, are now able to study the history of curating and exhibition making from the perspective of the exhibition maker rather than from the viewer. And really get into depth of the theoretical and critical thinking foundations that have shaped how we understand curatorial practice today. I have sometimes missed having this foundation in my own practice. But at the same time I do think that curating is just as much about making practical and aesthetical decisions on site, with the artists and together finding the best ways to communicate the work. From the curatorial perspective, and my own experience, I love when curating becomes this very fluent and organic process, where you never really know for sure what the end result will be.

Sunna: Last question, as an inspiration for upcoming curators. What’s your vision for the role of the future curator?

Aukje: I would love for the curator to gain a stronger political position within our society. As instigators, opinion makers and critical voices. Today, the field of contemporary art in Denmark does not have a strong priority within cultural politics in general. It is looked upon as “dressing”. I find that extremely discouraging and a missed opportunity. When working with contemporary art – a field where you find so many inspirational and creative ideas being shaped and formed – you want it to be recogniced as something valuable within society – something that a larger audience can learn from and be inspired by.

Sunna Ástþórsdóttir


Photo credit: Image to the left, courtesy of Aukje Lepoutre Ravn. Image to the right is a detail of  Kirstine Roepstorff’s work. Courtesy of

Aukje’s website: www.aukjelepoutreravn.com

Skynrænn þverskurður Tuma Magnússonar

Skynrænn þverskurður Tuma Magnússonar

Skynrænn þverskurður Tuma Magnússonar

Listamannarekna sýningarrýmið Pirpa er staðsett við Grønttorvet, eða Grænmetistorgið, í úthverfi Kaupmannahafnar í Danmörku. Þar má um þessar mundir sjá og heyra innsetningu listamannsins Tuma Magnússonar sem ber heitið „Arbejdsvidenskab“ eða „Vinnuvísindi“. Hún sækir efniðvið í umhverfi Pirpa sem undanfarið hefur tekið miklum breytingum. Fyrir tveimur árum yfirgáfu síðustu heildsalarnir Grænmetistorgið sem áður var lífleg miðstöð grænmetis-, ávaxta- og blómasölu. Það stóð til að umbreyta torginu í íbúðarkjarna. Það átti að rífa þær byggingar sem áður hýstu heildsölurnar til að skapa rúm fyrir framtíðina. Niðurrifið hefur reynst tímafrekt og enn í dag eru steypubyggingar á svæðinu að umbreytast í duft á meðan ný íbúðarhúsnæði rísa. Sýningarrýmið Pirpa, ásamt örfáum smáverslunum, litlum framleiðslufyrirtækjum og listamönnum hefur hreiðrað um sig tímabundið í rótinu. Í yfirgefnum byggingum sem enn fá að standa.

Sýningar Pirpa hverfast ávallt að einhverju leyti um sögu svæðisins, arkítektúr þess eða þá umbreytingu sem nú á sér stað þar. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar innsetning Tuma um vinnuna. Í þessu staðbundna verki, sem samastendur af ómandi hlutum ásamt upptökum af hljóði og myndum, tekur Tumi sneiðmynd af hinum mismunandi vinnuferlum sem mótað hafa svæðið síðastliðna mánuði.

Mávar taka á móti gestum sýningarinnar með gargandi söng. Úr fjarska má heyra jarðýtu berjast við að ryðja á undan sér einhverjum massa. Hér eru þó engir mávar á ferð og þrátt fyrir vinnuvélar í nágrenninu er engin jarðýta í sjónlínu. Hljóðið kemur frá gömlu hringborði og vinnukolli úr plasti sem blasa við sjónum fyrir utan Pirpa. Smám saman dýpkar rómur mávanna. Það hægist á og jarðýtan virðist eiga erfiðara um vik að komast áfram. Hljóðsporið teygist til, hraðinn breytist og tíðnin fylgir með. Ef tekin eru nokkur skref áfram, framhjá kollinum og borðinu og inn fyrir dyr sýningarrýmisins, stækkar hljóðheimurinn. Hann umlykur líkamann úr hverju horni.

Heyra má óm af nokkrum mismunandi atburðarásum, sem virðast gerast á sama tíma: Byggingarframkvæmdum, kústi sem dreginn er eftir gangstétt og gleri sem slæst saman. Þessi mismunandi hljóð hljóma í takt en virðast þó ekki alveg í samræmi við þann veruleika sem blasir við á leið til sýningarinnar í gegnum hverfið. Hljóðin spilast á mismunandi hraða og eins og rómur mávanna breytist tónfallið einnig. Meðfram veggjunum hvíla sex skjáir ofan á hátölurum sem sýna uppruna hljóðsins. Ung stúlka sópar gangstétt fyrir utan nytjamarkað, vinnuvélar brjóta sér leið í gegnum steypu og tveir menn tappa epladrykk á flöskur og innsigla þær. Myndirnar hreyfast í takt við hljóðið, hraðar og hraðar. Þegar hámarkshraða hefur verið náðhægist á að nýju.

Þegar eyru okkar nema tilbúin hljóð, það er að segja hljóð sem búið er að taka upp og eiga við, göngum við oftast út frá því að um tónlist sé að ræða. Allir hlutir gefa frá sér hljóð sem við heyrum stöðugt úr umhverfi okkar. Í skynjuninni nemum við umhverfishljóð sem afleiðingu hins sjónræna heims og þegar augljóslega er búið að fikta í rauntíma hljóðsins, eins og Tumi hefur gert hér, eigum við erfitt með að tengja það við raunveruleikann. Við erum vanari því aðhorfa á hreyfimyndir á auknum hraða eða í hægsýningu. Augað á ekkert erfitt með að greina hvaða hlutir eða lifandi verur eru á myndum, þótt átt hafi verið við hraðann. Því upplifum við myndir yfirleitt á einhvern hátt sem framsetningu á raunveruleikanum. Í innsetningunni „Vinnuvísindi“ nýtir Tumi sér samræmingu mynda og hljóðs á athyglisverðan hátt.

Taktur hljóðsporsins er skipulagður og melódískur. Þrátt fyrir það virðist verkið fjarlægjast heim tónlistarinnar þegar hljóð og mynd mætast. Myndirnar hjálpa okkur nefnilega að greina hljóðið sem breytu úr umhverfinu. Hér virðist, frekar en tónlist, vera á ferðinni leikandi tilraun, framkvæmda í sérstökum tilgangi: Til að sýna fram á að það tekur mislangan tíma að vinna mismunandi verk. Í sömu andrá beinist athygli gesta sýningarinnar að þeirra eigin tilfinningu fyrir stað og stund.

Þeir vinnuferlar sem fyrir augu og eyru bera eru uppistaða samfélagsins við Grænmetistorgið. Allt frá vinnu mávanna við að afla sér lífsviðurværis til byggingaframkvæmdanna. Smám saman kemur í ljós að það er alltaf ein af atburðarásunum í rauntíma og hinar fylgja hraða hennar. Þegar mennirnir tappa epladrykk á flöskur garga mávarnir í takt. Þótt þeir hljómi heldur þreklausir. Steypan mölvast og rykið safnast í bunka á nákvæmlega sama hraða. Hálfri mínútu síðar eiga sér stað skipti. Nú gengur auðveldlega að brjóta steypuna en stúlkan með sópinn virðist fara óeðlilega mikið fram úr sér.

Svona gengur verkið fyrir sig. Eitt verkefni er unnið á rauntíma og hin fylgja með. Hring eftir hring. Þar með fá þau sem njóta verksins vinnuvísindi svæðisins beint í æð – það er að segja, hvernig unnið er úr aðstæðum á vettvangi. Hvernig eru hin mismunandi verkefni leyst af hendi, á hversu skilvirkan eða hagnýtan hátt?

Þó „Vinnuvísindi“ minni að mörgu leyti á prófun á tilgátu, talar innsetningin meira til skynjunar okkar en rökhyggjunnar. Ástæða þess er samspil heyrnar og sjónar. Eins og áður sagði þjóna myndirnar mikilvægu hlutverki sem tenging hljóðsins við raunveruleikann. Það er auðveldara fyrir okkur að sjá hvaða atburðarrás birtist okkur í rauntíma hverju sinni. Hins vegar virkar sjónin þannig að við sjáum aðeins það sem er beint fyrir framan okkur.

Þrátt fyrir smæð sýningarrýmisins er ómögulegt að sjá öll smáatriði verksins á sama andartaki. Þeir skjáir sem blasa við gestum eru ekki stórir. Ef staðið er fyrir miðju eins þeirra er ómögulegt að sjá hvað fram fer á hinum skjánum í rýminu, án þess að snúa sér. Heyrnin virkar hinsvegar þannig að eyrun nema hljóð úr umhverfinu úr öllum áttum. Jafnvel þótt við snúum baki við hljóðgjafanum. Það er vel greinanlegt hvaða hljóðspor tilheyrir þeirri mynd sem ber fyrir augu, en hljóðið frá hinum skjánum heyrist einnig. Þannig tengjast atburðarásirnar saman. Í gegnum skynjunina skapast vissa um það að epladrykkurinn sé framleiddur í nágrenni við stúlkuna með sópinn. Jafnvel þó það hljómi eins og að hún vinni heldur löturlega.

„Vinnuvísindi“, sem við fyrstu kynni virðist vera leikur að veruleikanum, tilviljanakenndur samsláttur af mismunandi umhverfishljóðum, breytist með tímanum í skynrænan þverskurð af þeim vanagangi og mynstrum sem einkenna hin mismunandi vinnubrögð sem Tumi tekur fyrir. Um leið birtist landslag Grænmetistorgsins, sem svæði í millibilsástandi. Það þarf þó ekki annað en að loka augunum til að hverfa á mið taktfastrar og tilraunakenndrar tónlistar. Hljóða sem óvissa ríkir um hvort séu í raun hluti af okkar heimi. Þar með rekur hugann inn í áður óþekkt svæði þar sem amstur hversdagsins annaðhvort stendur í stað eða flýgur áfram. Sýningin er opin til 23. júní.

Sunna Ástþórsdóttir


Ljósmyndir: Tumi Magnússon.

Frekari upplýsingar um listamanninn:
www.tumimagnusson.com

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest