Höfundur: Sólveig Eir Stewart

Díana að eilífu: Prinsessa, goðsögn, fórnarlamb

Nýverið opnaði sýning í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá dauða Díönu prinsessu af Wales og er titill sýningarinnar, Díana, að eilífu eða Diana, Forever. Sýningin er haldin annarsvegar í Gallerí Port að Laugavegi 23b og hinsvegar í Ekkisens sem er staðsett að Bergstaðastræti 25b. Blaðamaður artzine hitti sýningarstjórana og listamennina Auði Lóu Guðnadóttur og Starkað Sigurðarson og spurði þau um um sýninguna. Starkaður Sigurðarson, Andrea Arnarsdóttir og Auður Lóa Guðnadóttir Fjórtán listamenn á öllum aldri taka þátt í sýningunni og varpa, með fjölbreyttum listaverkum, ljósi á samband sitt við viðfangsefnið. Hugmyndin kviknaði þegar Auður Lóa var að leita...

Read More

A – DASH: Eitthvað-sem-tengir-hluti-saman

Eva Ísleifsdóttir listamaður er búsett í Aþenu á Grikklandi. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og með MA gráðu frá Edinburgh College of Art árið 2012. Árið 2016, eftir vinnustofudvöl í Aþenu, opnaði Eva ásamt fjórum samþenkjandi listamönnum listamannarekið rými og vinnustofur sem bera nafnið A – DASH. Eva tók brosandi á móti blaðamanni artzine á kaffihúsi Kjarvalsstaða og svaraði nokkrum spurningum um starfsemina þar.   Hvað getur þú sagt mér um A – DASH? A – DASH samanstendur af sýningarrými og listamannavinnustofum í hverfi sem heitir Exarchia, einnig kallað anarkistahverfið og er í Aþenu....

Read More

Að spinna úr þráðum óreiðunnar

Blaðamaður artzine kíkti við á myndlistarsýninguna Ég sagði það áður en þú gast sagt það sem stendur yfir í Gallerí Gróttu um þessar mundir. Það er myndlistarhópurinn I.Y.F.A.C eða International Young Female Artist Club sem sýnir, en hópurinn samanstendur af myndlistarkonunum Höllu Birgisdóttur, Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur, Ragnheiði Maísól Sturludóttur, Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur og Steinunni Lilju Emilsdóttur. Blaðamaður settist niður með þeim á Bóksafni Seltjarnarness og ræddi við þær um sýninguna og samstarfið. Hópurinn varð til um það leyti sem Sigrún Hlín og Ragnheiður Maísól voru nýútskrifaðar með BA gráður í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Að þeirra sögn vantaði þær...

Read More
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest