Advertisement

Höfundur: Ragna Sigurðardóttir

Að sleppa takinu

Einkasýning Björns Roth stendur nú yfir í BERG Contemporary við Klapparstíg. Sýning Björns byggir á stórum, expressíonískum olíumálverkum og myndröðum unnum með vatnslitum, verkum þar sem tjáning og tilviljun mætast. Björn Roth, sonur Dieters Roth, á langan feril að baki í myndlistinni. Bæði sem sonur föður síns í samstarfi og sýningarstjórn og í eigin listsköpun. Eins og fram kemur í texta um Björn sem fylgir sýningunni í BERG, hóf Björn listsköpun sína í tengslum við gjörningalist áttunda og níunda áratugar, en var þegar á níunda áratug orðinn náinn samstarfsmaður föður síns, Dieters. Eftir lát hans árið 1998 hefur Björn stýrt...

Read More

Slegið á litaskalann í BERG Contemporary

Það er eitthvað við skammdegið. Bleik, síðbúin sólarupprás, rökkurblámi, gullið síðdegissólarlag og síðan tekur við djúpt vetrarmyrkrið lýst upp af marglitum ljósum. Stemning skapast í borginni og kyrrð í náttúrunni. Samsýningin #CURRENTMOOD sem stendur yfir í galleríinu BERG Contemporary við Klapparstíg fangar þessa hauststemningu, þar sem skærir litir stíga fram úr rökkrinu og virka sterkt á áhorfandann. Þau sem sýna eru Haraldur Jónsson, John Zurier, Kees Visser, Páll Haukur Björnsson og Þorgerður Þórhallsdóttir. Listamennirnir eru af ólíkum kynslóðum en ákveðið abstrakt leiðarstef er í verkum þeirra. Á sýningunni er slegið á strengi sem skapa samhljóm, en að auki vísa...

Read More

Án áhorfandans er listaverkið ekki til

Nú sýnir Listasafn Íslands þekkta myndbandsinnsetningu, Hafið eftir franska listamanninn Ange Leccia. Verkið hefur verið sett upp á risastórum skjá í öðrum enda sýningarsalarins, eins og kvikmynd á tjaldi. Þetta er vel við hæfi því Ange Leccia hefur frá upphafi ferils síns sótt áhrif til kvikmynda, en listamaðurinn kom sjálfur hingað til lands og tók þátt í uppsetningu sýningarinnar. Myndbands/kvikmyndaverkið Hafið er upprunalega frá árinu 1991. Ange Leccia hefur sýnt verkið mörgum sinnum og á mismunandi hátt en framsetning þess tekur iðulega mið af aðstæðum. Verkið er tvískipt, annars vegar sýnir það hvítar öldur brotna í síbylju á svartri...

Read More

Þegar margir punktar sameinast í röð verður til lína

Nú stendur yfir í vestursal Kjarvalsstaða einkasýning Önnu Líndal myndlistarkonu. Anna á farsælan feril að baki í myndlistinni, en hún vakti fyrst athygli upp úr 1990 með áleitnum verkum sem fjölluðu um hugmyndir samfélagsins um stöðu konunnar. Eins og Anna segir sjálf í viðtalinu mætti segja að verk hennar hafi í fyrstu fjallað um heimilið, síðan hafi hún fært sig út í samfélagið og í dag er öll jörðin undir. Blaðamaður artzine hitti Önnu á Kjarvalsstöðum og spjallaði við hana um feril hennar og nýju verkin á sýningunni, sem ber nafnið Leiðangur. Geturðu sagt mér frá tilurð og uppsetningu...

Read More
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest