Advertisement

Höfundur: Júlía Marínósdóttir

Von í Hafnarborg

Nú rétt eftir kosningar og í upphafi umleitanir flokka um nýja ríkisstjórn stendur yfir sýningin Von í Hafnarborg þar sem þingmenn eru sett í fyrirrúm. Í upphafi árs 2015 hóf Birgir Snæbjörn Birgisson vinnu við verkið sem hefur vakið talsverða athygli og tekið sinn tíma í framkvæmd. Myndirnar á sýningunni sýna þingmannatalið á árinu 2015. Svo fölar eru myndirnar að það er ekki augljóst við fyrstu sýn hvaða þingmaður er hvað. Látlaust yfirbragð myndanna renna saman í eina heild. Hún rímar við hugsjón um þing sem starfar í friði og samheldni. Jafnframt vísa þær til þess að þingið mótar...

Read More

Purpuralitað samtal fortíðar og nútíðar

Um þessar mundir stendur yfir sýningin 1:1 í Harbinger eftir Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur. Blaðamaður artzine fór og hitti Önnu Júlíu og fræddist um sýninguna og hugmyndirnar á bak við verkin. Í stílhreinni og látlausri uppbyggingu sýningarinnar er hulin samfélagsleg ræða sem er gerð skil með efnisnotkun. Þar leikur purpuraliturinn veigamikið hlutverk í sögulegu, vistrænu og listfræðilegu samhengi. „Glansmyndir“ af fallegum ferðamannastöðum um Miðjarðarhafið eru kallaðar fram með bleki og ætingu. Gifs sem var vinsælt efni til notkunar frá Miðjarðarhafinu er síðan hellt ofan í. Það dregur fram sérstakt útlit sem gefur glansmyndum á forsíðum ferðatímarita frá Vesturlöndum táknrænan undirtóninn í sýningunni....

Read More

Egill fer á Feneyjartvíæringinn fyrir Íslands hönd 2017

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar hefur tilkynnt um val dómnefndar á þeim listamanni sem fer fyrir hönd Íslands á Feneyjartvíæringinn 2017 og er það Egill Sæbjörnsson. Fagráð Kynningarmiðstöðvar sá um valið en í henni sitja að þessu sinni Björg Stefánsdóttir, Hlynur Hallsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttr, Aðalheiður Guðmundsdóttir og Libia Castro. Þrjú teymi listamanna og sýningarstjóra voru valin í forvali 29 umsækjenda til að vinna tillögur sínar fyrir Feneyjartvíæringin nánar og voru þar ásamt Agli, Gjörningaklúbburinn (Eirún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir) með sýningarstjórunum Nadim Samman og Anja Henckel og Margrét Blöndal með sýningarstjóranum Alfredo Cramerotti. Sýningarstjórinn sem Egill vinnur með er Stephanie Böttcher. Egill Sæbjörnsson er fæddur árið 1973...

Read More

Gjörningaklúbburinn í 20 ár

Í apríl síðastliðunum átti Gjörningaklúbburinn 20 ára starfsafmæli og á þeim tíma hefur verið í nógu að snúast.  Þær Eirún, Jóní og Sigrún hafa ögrað í gegnum tíðina með ýmsum efnistökum. Ég settist niður með þeim í spjall um það sem hefur verið í forgrunni í starfseminni en um þessar mundir eru þær í forvali fyrir Feneyjartvíæringinn og eru að vinna að tveimur sýningum fyrir haustið. Annars vegar er það Psychography unnið fyrir sviðslistarhátíðina LÓKAL og Ástin sigrar allt sem er einkasýning við Listasafnið Árósum í Danmörku, AroS. Þar verður röð einkasýninga skandinavískra listamanna og verður Gjörningaklúbburinn meðal þeirra....

Read More
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest