Alvarleikinn þarf ekkert að vera göfugri en leikgleðin

Nýlega opnaði Hrafnhildur Arnardóttir einnig þekkt sem Shoplifter sýningu í Listasafni Íslands. Sýningin heitir Taugafold VII / Nervescape VII og sýningastjóri er Birta Guðjónsdóttir. Þetta er sjöunda innsetningin í Nervescape sýningaröðinni sem Hrafnhildur hefur undanfarið unnið fyrir listasöfn og stofnanir. Hún hefur þróað með sér afar persónulegan stíl en hún fléttar og þræðir saman marglitar einingar af gervihári og býr til veggverk, formræna skúlptúra og innsetningar. Einnig hefur hún gert búninga og nýlega hannaði hún fatalínu fyrir verslunina &Other stories. Artzine spjallaði við Hrafnhildi um lífið og listina og yfirstandandi sýningu á Listasafni Íslands, en hún stendur til 22....

Read More