Höfundur: Ástríður Magnúsdóttir

Listinni færðar þakkir á sýningu Ragnars Kjartanssonar í Hafnarhúsi

Nýverið opnaði Ragnar Kjartansson sína fyrstu safnsýningu hér á landi í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. Á sýningunni er að finna ýmis verk úr ólíkum áttum. Ragnar segir sýninguna ekki vera yfirlitssýningu heldur fremur hugleiðingu hans um listina í ýmsum verkum frá árinu 2004. Á síðustu árum hefur Ragnar náð að festa sig í sessi sem eftirsóttur og viðurkenndur gjörningalistamaður á alþjóðasenunni og verk hans hafa verið sýnd víða um heim. Á sýningunni sem ber titilinn Guð, hvað mér líður illa er að finna gjörningaverk, myndbandsinnsetningar, ljósmyndir, höggmyndir, málverk og teikningar. Stóri salurinn á fyrstu...

Read More

Hrukkur, árfarvegir og áferð -Helga Arnalds sýnir í SÍM salnum

Nýlega opnaði einkasýning Helgu Arnalds LÍFSMYNSTUR í SÍM salnum í Hafnarstræti. Á sýningunni er að finna akrílmálverk, blekteikningar, ljósmyndir og monoþrykk sem öll eiga rætur sínar í mynstri náttúrunnar og mannslíkamans. Myndirnar eru sumar abstrakt en aðrar hlutbundnar. Þær eru sterkar og tala til áhorfandans. Nærvera og sterkt augnaráð móðurömmu Helgu eru greinilegt á sýningunni. Helga nær að fanga dýptina sem býr í andliti hennar. Til þess notar Helga akrílliti og sterkan þykkan pappír. Meðferð litanna og gróf áferð pappírsins minnir um margt á grófgerða náttúruna eða andlitið þegar það er farið að eldast. Náttúran hefur löngum fangað listamenn...

Read More

Ástríðufull postulínsverk og óþægilegar staðreyndir

Hildigunnur Birgisdóttir opnaði nýverið sýninguna a) b) c) d) e) & f) í sýningarsal i8. Sýningin er fyrsta einkasýning hennar í galleríinu en hún gékk nýverið til liðs við þá listamenn sem i8 sýnir. Á sýningunni má sjá risastórt persónulegt verk, Óþægilegar staðreyndir, sem nær yfir stóran hluta rýmisins. Þetta er veggfóður sem býr yfir tveimur vandræðanlegum leyndamálum Hildigunnar en þau eru dulkóðuð í gömlu stafrófi frá árinu 1894. Að auki eru á sýningunni smágerð ástríðufull postúlínsverk, pappírsverk, litlir bronsskúlptúrar ásamt vídeóverki sem skoðar tilgang eða tilgangsleysi stöðugrar upplýsingasöfnunar mannkynsins. artzine skrapp í i8 rétt fyrir opnun og spurði...

Read More

Sálnasafnið – súrrealísk óvissuferð

Gjörningaklúbburinn framdi á dögunum afar sérstakan og marglaga gjörning á gjörningalistahátíðinni Everybody´s Spectacular. Reykjavík Dance Festival og Lókal stóðu að hátíðinni og stóð hún yfir frá 24.-28. ágúst. Gjörningaklúbburinn samanstendur af Eirúnu Sigurðardóttur, Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur. Gjörningaklúbburinn var stofnaður árið 1996 og kom fyrst fyrir sjónir almennings með eftirminnilegum gjörningi í sjónvarpssal þegar þær tóku að sér að kynna gjörningakvöld með gjörning sem nefndur var Kossagjörningur þar sem þær kysstu hver aðra á skjá allra landsmanna. Að þessu sinni situr Sigrún hjá en hún er í starfsleyfi frá Gjörningaklúbbnum vegna annarra verkefna, en Jóní og Eirún hafa fengið til liðs við sig...

Read More

Magnaður gjörningur Katrínar Ingu Hjördísardóttur

Mengi á mánudagskvöldi. Tilefnið eru gjörningar. Listakonan Katrín Inga Hjördísardóttir er síðust á svið til að fremja gjörninginn HÖFNUN – Ofar mannlegum hvötum í samstarfi við Futuregrapher. Hljómflutningsgræjum hefur verið komið fyrir á eikarskenk aftast í hvítu sýningarrýminu. Fyrir miðju gólfsins stendur lítið trampólín og búið er að raða tólf eggjum á blátt efnið í miðju þess. Tveir hljóðnemar standa sitthvoru megin við trampólínið og tveir stórir svartir hátalarar standa í sínu hvoru horninu fyrir aftan. Katrín Inga gengur í salinn með lítinn rafmagnsgítar, gulan að lit. Hún er klædd í bláan hlýrabol og svartar blúndunærbuxur og fyrir andliti...

Read More
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest