Advertisement

Höfundur: Ástríður Magnúsdóttir

Að gefa í skyn en segja ekki allt

Katrín Elvarsdóttir ljósmyndari og myndlistarmaður er fædd árið 1964 á Ísafirði. Katrín lauk BA gráðu í frönsku við Háskóla Íslands 1988. Hún stundaði nám í ljósmyndun við Brevard Community Collage á árunum 1988-1990 og lauk BFA prófi frá Art Institute í Boston árið 1993. Katrín hefur haldið margar einkasýningar hérlendis og erlendis og er ein af stofnendum FÍSL, félags íslenskra samtímaljósmyndara. Nýverið hlaut Katrín EIKON Award (45+) verðlaunin. Verðlaunin voru veitt í Vínarborg og verndari verðlaunanna er goðsögnin og femínistinn Valie Export. Blaðamaður artzine kíkti í heimsókn til Katrínar og spurði hana út í myndlistina, EIKON verðlaunin og stöðu...

Read More

BENDING í BERG Contemporary

Birta og bjartir litir taka á móti áhorfendum þegar gengið er inn í rými BERG Contemporary um þessar mundir og inn á sýningu þeirra Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur. Þær Ingunn Fjóla og Þórdís hafa unnið lengi saman sem tvíeykið Hugsteypan en núna tíu árum eftir að samstarfið hófst sýna þær í sama rými, á sama tíma en þó ekki sem Hugsteypan. Á sýningunni sem ber titilinn BENDING sýna þær ný verk sem þær hafa unnið hver í sínu lagi, en segja samt að samtalið sé aldrei langt undan og að þær hafi að mörgu leyti alið hvora...

Read More

Fullkomlega Óheiðarleg í SÍM salnum

Sýningin Fullkomlega Óheiðarleg opnaði í SÍM salnum, sal Sambands íslenskra myndlistarmanna í Hafnarstræti, miðvikudaginn 11. október síðastliðinn. Fullkomlega Óheiðarleg er samsýning tíu myndlistamanna sem útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands árið 2008. Flest hafa þau sótt framhaldsnám í myndlist erlendis og sýna nú í fyrsta skipti saman, tæpum tíu árum síðar. Titill sýningarinnar varð til í samtali hópsins og hver má draga sína ályktun af honum. Fullkomlega Óheiðarleg eða Ófullkomlega Heiðarleg, allt eftir samhengi. Titillinn er í raun sjálfstætt verk sem túlka má á margan hátt. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Etienne de France, Eva Ísleifs, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir,...

Read More

Listinni færðar þakkir á sýningu Ragnars Kjartanssonar í Hafnarhúsi

Nýverið opnaði Ragnar Kjartansson sína fyrstu safnsýningu hér á landi í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. Á sýningunni er að finna ýmis verk úr ólíkum áttum. Ragnar segir sýninguna ekki vera yfirlitssýningu heldur fremur hugleiðingu hans um listina í ýmsum verkum frá árinu 2004. Á síðustu árum hefur Ragnar náð að festa sig í sessi sem eftirsóttur og viðurkenndur gjörningalistamaður á alþjóðasenunni og verk hans hafa verið sýnd víða um heim. Á sýningunni sem ber titilinn Guð, hvað mér líður illa er að finna gjörningaverk, myndbandsinnsetningar, ljósmyndir, höggmyndir, málverk og teikningar. Stóri salurinn á fyrstu...

Read More

Hrukkur, árfarvegir og áferð -Helga Arnalds sýnir í SÍM salnum

Nýlega opnaði einkasýning Helgu Arnalds LÍFSMYNSTUR í SÍM salnum í Hafnarstræti. Á sýningunni er að finna akrílmálverk, blekteikningar, ljósmyndir og monoþrykk sem öll eiga rætur sínar í mynstri náttúrunnar og mannslíkamans. Myndirnar eru sumar abstrakt en aðrar hlutbundnar. Þær eru sterkar og tala til áhorfandans. Nærvera og sterkt augnaráð móðurömmu Helgu eru greinilegt á sýningunni. Helga nær að fanga dýptina sem býr í andliti hennar. Til þess notar Helga akrílliti og sterkan þykkan pappír. Meðferð litanna og gróf áferð pappírsins minnir um margt á grófgerða náttúruna eða andlitið þegar það er farið að eldast. Náttúran hefur löngum fangað listamenn...

Read More
  • 1
  • 2
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest