Advertisement

Höfundur: Ástríður Magnúsdóttir

BENDING í BERG Contemporary

Birta og bjartir litir taka á móti áhorfendum þegar gengið er inn í rými BERG Contemporary um þessar mundir og inn á sýningu þeirra Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur. Þær Ingunn Fjóla og Þórdís hafa unnið lengi saman sem tvíeykið Hugsteypan en núna tíu árum eftir að samstarfið hófst sýna þær í sama rými, á sama tíma en þó ekki sem Hugsteypan. Á sýningunni sem ber titilinn BENDING sýna þær ný verk sem þær hafa unnið hver í sínu lagi, en segja samt að samtalið sé aldrei langt undan og að þær hafi að mörgu leyti alið hvora...

Read More

Fullkomlega Óheiðarleg í SÍM salnum

Sýningin Fullkomlega Óheiðarleg opnaði í SÍM salnum, sal Sambands íslenskra myndlistarmanna í Hafnarstræti, miðvikudaginn 11. október síðastliðinn. Fullkomlega Óheiðarleg er samsýning tíu myndlistamanna sem útskrifuðust frá Listaháskóla Íslands árið 2008. Flest hafa þau sótt framhaldsnám í myndlist erlendis og sýna nú í fyrsta skipti saman, tæpum tíu árum síðar. Titill sýningarinnar varð til í samtali hópsins og hver má draga sína ályktun af honum. Fullkomlega Óheiðarleg eða Ófullkomlega Heiðarleg, allt eftir samhengi. Titillinn er í raun sjálfstætt verk sem túlka má á margan hátt. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Etienne de France, Eva Ísleifs, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir,...

Read More

Listinni færðar þakkir á sýningu Ragnars Kjartanssonar í Hafnarhúsi

Nýverið opnaði Ragnar Kjartansson sína fyrstu safnsýningu hér á landi í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson. Á sýningunni er að finna ýmis verk úr ólíkum áttum. Ragnar segir sýninguna ekki vera yfirlitssýningu heldur fremur hugleiðingu hans um listina í ýmsum verkum frá árinu 2004. Á síðustu árum hefur Ragnar náð að festa sig í sessi sem eftirsóttur og viðurkenndur gjörningalistamaður á alþjóðasenunni og verk hans hafa verið sýnd víða um heim. Á sýningunni sem ber titilinn Guð, hvað mér líður illa er að finna gjörningaverk, myndbandsinnsetningar, ljósmyndir, höggmyndir, málverk og teikningar. Stóri salurinn á fyrstu...

Read More

Hrukkur, árfarvegir og áferð -Helga Arnalds sýnir í SÍM salnum

Nýlega opnaði einkasýning Helgu Arnalds LÍFSMYNSTUR í SÍM salnum í Hafnarstræti. Á sýningunni er að finna akrílmálverk, blekteikningar, ljósmyndir og monoþrykk sem öll eiga rætur sínar í mynstri náttúrunnar og mannslíkamans. Myndirnar eru sumar abstrakt en aðrar hlutbundnar. Þær eru sterkar og tala til áhorfandans. Nærvera og sterkt augnaráð móðurömmu Helgu eru greinilegt á sýningunni. Helga nær að fanga dýptina sem býr í andliti hennar. Til þess notar Helga akrílliti og sterkan þykkan pappír. Meðferð litanna og gróf áferð pappírsins minnir um margt á grófgerða náttúruna eða andlitið þegar það er farið að eldast. Náttúran hefur löngum fangað listamenn...

Read More

Ástríðufull postulínsverk og óþægilegar staðreyndir

Hildigunnur Birgisdóttir opnaði nýverið sýninguna a) b) c) d) e) & f) í sýningarsal i8. Sýningin er fyrsta einkasýning hennar í galleríinu en hún gékk nýverið til liðs við þá listamenn sem i8 sýnir. Á sýningunni má sjá risastórt persónulegt verk, Óþægilegar staðreyndir, sem nær yfir stóran hluta rýmisins. Þetta er veggfóður sem býr yfir tveimur vandræðanlegum leyndamálum Hildigunnar en þau eru dulkóðuð í gömlu stafrófi frá árinu 1894. Að auki eru á sýningunni smágerð ástríðufull postúlínsverk, pappírsverk, litlir bronsskúlptúrar ásamt vídeóverki sem skoðar tilgang eða tilgangsleysi stöðugrar upplýsingasöfnunar mannkynsins. artzine skrapp í i8 rétt fyrir opnun og spurði...

Read More
  • 1
  • 2
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest