Advertisement

Höfundur: artzine

Tittlingaskítur í Hverfisgalleríi

Myndheimur Guðmundar Thoroddsen er sérstakur og nokkuð sláandi. Á klippimyndum hans má sjá skrítna karlmenn sem virðast ráfa um í einhvers konar tómi, sumir í jakkafötum og aðrir á nærbuxunum, en öllum virðist þeim mikið niðri fyrir; þeir eru einbeittir og uppteknir af einhverju sem við vitum ekki alveg hvað er. Guðmundur segir sjálfur að þetta séu bara „karlfífl að gera eitthvað sem þeir halda að sé merkilegt en er bara helvítis vitleysa og rúnk“. Þótt verk þessi séu gamansöm er ómögulegt annað en að sjá í þeim vissa samfélagsgagnrýni – ádeilu á hið karllæga samfélag sem upphefur störf...

Read More

Innljós í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala

Sigurður Guðjónsson opnar sýninguna Inniljós í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði en hún er sú fyrsta í röð sýninga sem Listasafn ASÍ skipuleggur og eru hluti af menntunar- og kynningarátaki safnsins til næstu ára. Listráð safnsins valdi Sigurð Guðjónsson til samvinnu um innkaup og sýningahald úr hópi listamanna sem svaraði kalli s.l. vor og sendi inn tillögur til safnsins. Halldór Björn Runólfsson skrifaði um þetta glæsilega verkefni og fékk artzine góðfúslegt leyfi til að birta textann. Nánari upplýsingar um opnunartíma má finna neðst í greininni. INNLJÓS Vídeó er ekki gamalt fyrirbæri ef einungis er litið til tækninnar...

Read More

Hrafnkell Sigurðsson – Móttaka 1 / Induction 1

Staður / Place: CenterHotel Þingholt, Þingholtsstræti 3-5, 101 Reykjavík English below: Verkið „Móttaka 1“ / „Induction 1“ eftir Hrafnkell Sigurðsson var frumsýnt á 7. Happy Hour opnun artzine vefrits um samtímalist en jafnframt fögnum við því að nú er eitt ár frá því vefritið var sent út á alnetið í fyrsta sinn. Hrafnkell Sigurðsson fæddist í Reykjavík og lærði í MHÍ áður en hann hélt til Hollands í framhaldsnám. Hrafnkell lauk MFA frá Goldsmiths College í London 2002. Hann hefur búið og starfað í Reykjavík frá 2004. Frá 1990 hefur ljósmyndin verið helsti miðill Hrafnkells en einnig hefur hann...

Read More

Arnar Ómarsson – Eilífur núningur / Eternal friction

Vorið ferðast 53 cm á sekúndu (endurtekning), á meðan tunglið fjarlægist jörðina aðeins 3,8 cm á ári. (samfella). Mexíkóborg liggur örlítið hærra en hæðsti tindur Íslands (tilfærsla), á meðan staðbundin afbrigði í þyngdarafli jarðar veldur all að 100m mismun í hæð hafanna (aðdráttarafl). Allir hlutir þrá tengsl, að vera í samhengi. Allir hlutir þrá samveru, líkt og grjót sem kastast gegnum loftið sameinast jörðinni á endanum. Á sama hátt má segja að jörðin fjarlægist og sameinist svo grjótinu. Vertu kyrr og gefðu hlutunum tækifæri á að finna þig. Öðlastu mismun hlutanna og láttu þá ryðjast gegnum skynfærin og flæða...

Read More

Kvik [ Mynd ] List

Kvikmynd myndlistarmannsins Huldu Rósar Guðnadóttur verður sýnd í Ríkissjónvarpinu kl 22:20 miðvikudagskvöldið 1. febrúar. Myndin var áður sýnd í Bíó Paradís síðastliðið vor og vakti athygli listfræðinemans Guðna Rósmundssonar og kvikmyndafræðinemans Katrínar Vinther Reynisdóttur og úr varð að þau tóku viðtal við Huldu í haust fyrir námskeið sem þau voru að taka við Háskóla Íslands. Með góðfúslegu leyfi höfunda fengum við að birta viðtalið í heild sinni. Getur þú nefnt nokkra áhrifavalda á verk þín gegnum árin úr kvikmynda og myndlistarheiminum? Löngu áður en ég fór í myndistarnám þá stúderaði ég mannfræði við Háskóla Íslands. Þar fór ég á...

Read More
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest