Höfundur: artzine

Katrín I. Hjördísadóttir Jónsdóttir – Afskurður fjarlægra tilfinninga / Scraps of distant emotions

The footage used is raw, unadultered content where the apparent simplicity crystalizes linearly to become the cornerstone of the artwork. The subjective experience, sensation, and perceptual phenomenon that is approached through this motion picture takes the viewer to the realm of dreams. Inspiration comes from the moments our subconscious highlights from life experiences. The purpose of the subconscious is twofold, it keeps us safe from anguish and trauma and it chooses from our memories the ones that can transmit a strong emotion. Love, guilt, fear, anger and happiness are powerful feelings beyond our understanding and are concealed teachers that...

Read More

Staðsetningar í Gerðarsafni

Á níunda áratugnum tókst allstórum hópi ungra listamanna á Íslandi að koma öllum á óvart með því að snúa sér að málverki en þá höfðu margir um nokkurt skeið spáð því að tími þessa ævagamla listforms væri liðinn og framtíðin myndi í staðinn einkennast af hugmyndalist, gjörningum, vídeólist og öðrum nýjum miðlum. Samskonar umskipti voru reyndar uppi í öðrum löndum, bæði austan hafs og vestan, en íslensku listamennirnir eltu ekki þá strauma í blindni heldur tókust af alvöru á við þá málverkahefð sem orðið hafði til á Íslandi. Þar voru landslagsmálverk fyrirferðarmikil þrátt fyrir að abstraksjón, popplist og fleiri...

Read More

Tittlingaskítur í Hverfisgalleríi

Myndheimur Guðmundar Thoroddsen er sérstakur og nokkuð sláandi. Á klippimyndum hans má sjá skrítna karlmenn sem virðast ráfa um í einhvers konar tómi, sumir í jakkafötum og aðrir á nærbuxunum, en öllum virðist þeim mikið niðri fyrir; þeir eru einbeittir og uppteknir af einhverju sem við vitum ekki alveg hvað er. Guðmundur segir sjálfur að þetta séu bara „karlfífl að gera eitthvað sem þeir halda að sé merkilegt en er bara helvítis vitleysa og rúnk“. Þótt verk þessi séu gamansöm er ómögulegt annað en að sjá í þeim vissa samfélagsgagnrýni – ádeilu á hið karllæga samfélag sem upphefur störf...

Read More

Innljós í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala

Sigurður Guðjónsson opnar sýninguna Inniljós í kapellu og líkhúsi St. Jósefsspítala í Hafnarfirði en hún er sú fyrsta í röð sýninga sem Listasafn ASÍ skipuleggur og eru hluti af menntunar- og kynningarátaki safnsins til næstu ára. Listráð safnsins valdi Sigurð Guðjónsson til samvinnu um innkaup og sýningahald úr hópi listamanna sem svaraði kalli s.l. vor og sendi inn tillögur til safnsins. Halldór Björn Runólfsson skrifaði um þetta glæsilega verkefni og fékk artzine góðfúslegt leyfi til að birta textann. Nánari upplýsingar um opnunartíma má finna neðst í greininni. INNLJÓS Vídeó er ekki gamalt fyrirbæri ef einungis er litið til tækninnar...

Read More

Hrafnkell Sigurðsson – Móttaka 1 / Induction 1

Staður / Place: CenterHotel Þingholt, Þingholtsstræti 3-5, 101 Reykjavík English below: Verkið „Móttaka 1“ / „Induction 1“ eftir Hrafnkell Sigurðsson var frumsýnt á 7. Happy Hour opnun artzine vefrits um samtímalist en jafnframt fögnum við því að nú er eitt ár frá því vefritið var sent út á alnetið í fyrsta sinn. Hrafnkell Sigurðsson fæddist í Reykjavík og lærði í MHÍ áður en hann hélt til Hollands í framhaldsnám. Hrafnkell lauk MFA frá Goldsmiths College í London 2002. Hann hefur búið og starfað í Reykjavík frá 2004. Frá 1990 hefur ljósmyndin verið helsti miðill Hrafnkells en einnig hefur hann...

Read More
UA-76827897-1

Pin It on Pinterest