SAMAN í SOE Kitchen 101

SAMAN í SOE Kitchen 101

SAMAN í SOE Kitchen 101

Í Marshallhúsinu úti á Granda hefur stórt teymi frá vinnustofu listamannsins Ólafs Elíassonar hreiðrað um sig undanfarna mánuði. Ólafur, systir hans og kokkurinn Victoría Elíasdóttir ásamt föruneyti tóku yfir jarðhæð hússins, sem venjulega hýsir veitingastaðinn Marshall Restaurant + Bar í eigu Leifs Kolbeinssonar. Þann 11. ágúst síðastliðinn opnuðu þau tímabundið rými sem bar heitið SOE Kitchen 101. Fram til 28. október var þar boðið upp á fjölbreyttan mat úr íslenskum lífrænum hráefnum og breiða gjörningamiðaða viðburðadagskrá unna í samvinnu við Mengi, Listaháskóla Íslands, Kling & Bang, i8 og fleiri lista- og menningarfrumkvöðla og stofnanir. Ég settist niður með Victoríu, sem þróaði réttina á matseðli, og Christinu Werner, viðburðastjóra verkefnisins. Við spjölluðum saman um undanfarnar vikur.

 

Á pappír var verkefnið helgað matargerðarlist en þótt máltíðin hafi ávallt verið í brennidepli beindi SOE Kitchen 101 þó aðallega, í huga undirritaðs blaðamanns artzine, sjónum okkar að matmálstímanum og öllum þeim athöfnum, samræðum og upplifunum sem sú afmarkaða stund hefur upp á að bjóða. Það er nefnilega ekki bara hungrið sem við seðjum þegar við njótum góðrar máltíðar, sérstaklega þegar við deilum þessum augnablikum með öðrum.

 

Svona tengjumst við hvert öðru innan vinnustofunnar… af hverju ekki að deila þeirri reynslu?Sagði Victoría en í vinnustofu Ólafs borðar starfsfólkið alltaf saman. Það má því segja að SOE Kitchen 101 hafi leitast við að skapa tengsl milli vinnustofunnar í Berlín og vinnustofunnar hér í Marshallhúsinu. Þó var að ýmsu að huga þegar eldhúsi á vinnustað var umturnað í veitingastað í öðru landi: Við þurftum til dæmis að finna leiðir til að fá gestina okkar til að sitja við sama langborðið eða deila réttum sín á milli.Það er nefnilega oft þannig að við kunnum ekki alveg að umgangast fólk í nálægð. Við búum við það mikið öryggi að við þurfum ekkert endilega að þekkja nágranna okkar en hér spilaði viðburðadagskráin stórt hlutverk. Þegar eitthvað á sér stað fyrir framan hóp fólks skapast sameiginlegt augnablik, þó fólk sitji ekki saman. Gjörningarnir og verkefnin komu úr ýmsum áttum og snertu á nánast öllum listformum en samkvæmt Christinu var það meðvituð ákvörðun: Í staðinn fyrir að takmarka okkur við eitt afmarkað listform vildum við reyna að halda viðburðunum eins fjölbreyttum og hægt yrði svo þeir myndu henta breiðum hópi fólks. Við reyndum líka gagngert að losa aðeins um fjötrana hjá gestum okkar. Til dæmis með hljóðverkinu hans Valdimars Jóhannssonar.

 

Rave for your senses. Fischer workshop. Ljósmynd: Lilja Birgisdóttir

 


Rave for your senses. Fischer workshop með Lilju Birgisdóttur. Ljósmynd: Timothée Lambrecq

 

Verk Valdimars heitir A Mouth for Dinner og samanstendur af þeim hljóðum sem við framleiðum þegar við borðum en skömmumst okkur þó fyrir í krafti mannasiða og kurteisisreglna í samfélaginu. Smjatt og kjams, smellir í góm, gaul í görnum og ánægjustunur ómuðu yfir matargestum kvöldsins 19. september síðastliðinn áður en matur var borinn fram. Að sögn Victoríu var teymið í SOE Kitchen 101 dálítið spennt fyrir viðbrögðum gestanna. Flestir tóku þessu samt afskaplega vel,“ sagði hún og hélt áfram: „Andrúmsloftið á staðnum þetta kvöldið var mjög afslappað og við munum spila verkið í vinnustofunni í Berlín yfir hádegismatnum.

 

Það er ekki sama upplifun að hlusta á verk Valdimars ein heima í stofu eða heyra það yfir kvöldmat með öðrum. Smám saman fer athyglin að beinast að hvernig fólkið í kring borðar og hvaða hljóð þú sjálf gefur frá þér út í umhverfið. Aðspurð nánar um val á viðburðum svaraði Christina: Við reyndum að vera með einhvers konar sambræðing af list, skynjun og þekkingu. Eftir að við komum til landsins kynntumst við svo hæfileikaríku og kláru fólki og lærðum svo mikið sjálf að það var algjör synd að deila því ekki með öðrum. Lilja Birgisdóttir úr Fischer var til dæmis með tilraunakenndan tónlistargjörning um lykt, liti og bragðskynið. Með gjörningnum sýndi hún gestum hvað skynfærin spila stórt hlutverk í upplifun okkar á umheiminum.“

 

Gjörningur Lilju ber titilinn A rave for your senses og fór fram í Fischer. Bæði verk Valdimars og Lilju eru nokkurs konar inngrip í hversdaginn og hvernig við lifum og hrærumst í honum. Þau benda á skynfærin og hvernig líkami okkar flestra virkar, fyrirbærum sem við tökum oft sem sjálfsögðum hlut. Gjörningur Katrinu Jane Perry Routine Ritual, sem átti sér stað miðvikudaginn 24. október, tókst einnig á við venjubundinn hversdaginn. Með handskornum verkfærum úr marmararestum sem annars hefðu farið til spillis bauð hún gestum að endurhugsa venjur okkar við matarborðið. Borðshaldið breyttist allt í einu í hátíðlega athöfn.

 

Þannig rannsakaði SOE Kitchen 101 veitingastaðinn sem félagslegt rými til fulls. Að sögn Victoríu var matargestum ekki skylt að taka þátt í viðburðunum: Við vorum aðallega að reyna að opna huga fólks. Ekki prédika eða þvinga gesti í ákveðnar aðstæður. Það var líka allt í lagi að koma bara til þess að borða, eða bara til þess að vera viðstödd viðburðina.Einnig er mismunandi hversu mikillar þáttöku hver viðburður krafðist af hálfu áhorfenda. Christina benti til dæmis á að „gestir hlustuðu öðruvísi þegar það var ljóðagjörningur í rýminu en þegar Mengi kom inn með raftónlistarfólk.Í gegnum allt tímabilið sem verkefnið á sér stað, stóð Mengi fyrir tónlistargjörningum á fimmtudagskvöldum sem einnig voru teknir upp. Á síðasta kvöldinu, 25. október, komu allir tónlistarmennirnir saman. Það má segja að í þeirri upptöku hafi allir fyrri tónleikarnir mæst.

 


Katrina Jane Perry. Routine Ritual. Ljósmynd: Katrina Jane Perry

 


Ljósmynd: Bryndís Snæbjörnsdóttir & Mark Wilson. Mariner’s Oubliette. Filmstill

 

Tónleikar með Robert Lippok. Ljósmynd: Christina Werner 

 

Í raun voru fjölmargir snertifletir fólgnir í SOE Kitchen 101. Tengingin milli vinnustofa Ólafs hefur þegar verið nefnd en í þessu fjölþætta verkefni leyndust einnig ákveðin tengsli við starfssemina í húsinu. Þann 24. október stóðu Sara Riel listamaður og tónlistarkonan Ólöf Arnalds fyrir gjörningi undir yfirskriftinni Graphic Score en í Kling & Bang stendur nú yfir einkasýning Söru, Sjálfvirk/Automatic. Þar leiddu tónarnir Söru í sjálfvirka teikningu og úr varð sjónræn túlkun á lögum Ólafar. Einnig var tengingin við íslenskt umhverfi alltumlykjandi. Victoría nefndi að hráefnið í réttina hafi verið alíslenskur fiskur og grænmeti, sem var nokkuð stór áskorun í ljósi þess að sumarið kom í raun aldrei til landsins. Verkefnið þróaðist áfram á mjög lífrænan hátt. Í raun reyndum við að halda því eins opnu og hægt var í upphafi. Það var vegna þess að við vildum koma hingað til landsins, vera í rýminu, upplifa umhverfið og kynnast senunni hér. Komast að því hvaða element væri í raun mögulegt að vinna með.“ Listaverk Ólafs Elíassonar héngu hér og þar í veitingastaðnum og þegar stigið var inn á vinnustofuna á annarri hæð blasti,  efniviðurinn við gestum og gangandi, og gerir reyndar enn í dag. Verkin eru unnin úr íslenskum rekavið og öðrum fundnum hlutum hér við strendur landsins og eru í raun áttavitar, tæki til að vísa okkur í réttar áttir. Christina benti á að líkt og áttavitarnir teygði verkefnið sig út fyrir veggi hússins. Hér má nefna heimildarmynd Huldu Rósar Guðnadóttur Keep Frozen, sem sýnd var 23. október. Myndin einblínir á hafnir Reykjavíkur og þá vinnumenn sem vinna þar. Líkamleg erfiðisvinna og rútínuverk eru í brennidepli en einnig er bent á vandamál eins og ódýrt vinnuafl og umbreytingu hafnarsvæðanna yfir í íbúðar- eða verslunarhverfi. Þar á meðal svæðið úti á Granda sem umlykur Marshallhúsið.

 

Það eru svo ótalmörg atriði við SOE Kitchen 101 sem hægt er að draga fram í ljósið og endalaust hægt að telja upp viðburði sem kölluðust á eða sköpuðu tengingar á þvers og kruss. Öll endurspegluðu þeir á einhvern hátt hugmyndafræði eldhússins í vinnustofu Ólafs í Berlín: Umhverfismeðvitund. Á vinnustofunni er ávallt framreiddur grænmetismatur úr lífrænum hráefnum ræktuðum í nágrenninu en viðburðadagskráin nálgaðist umhverfið þó á örlítið annan hátt. Sem dæmi má nefna vídjóverkið Mariner’s Oubliette eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson sem fjallar um þarfir manna og dýra og muninn þar á. Það eru til dæmis upptökur undir vatni af hvali á sundi. Myndin fer svo nálægt hvalnum að húðin virðist stundum vera landslagsmynd,“ sagði Christina og heldur áfram: Hljóðin sem  hvalurinn gefur frá sér umlykja líkamann. Þegar ég sá myndina leið mér nánast eins og ég væri að horfa inn í annan heim.

 

Nú er SOE Kitchen 101 liðið undir lok í Marshallhúsinu og Leifur Kolbeinsson er aftur tekinn við keflinu á veitingastaðnum. Aðspurðar um framhald verkefnisins svarar Christina: Þessi kafli af SOE Kitchen var eins og sýning. Hann átti sér ákveðið tímabil.“ Og Victoría bætir við: Verkefnið mun aldrei verða endurtekið í nákvæmlega sama formi. Það er í stöðugri þróun.

 

Sunna Ástþórsdóttir

 


 

Á heimasíðu Ólafs Elíassonar má kynna sér verkefnið í heild sinni: Vefsíða

 

Aðalmyndir með grein: Ljóða & hljóð gjörningar með Rike Scheffler & Angela Rawlings. Ljósmynd: Christina Werner
Rave for your senses í Fischer með Lilju Birgisdóttur. Ljósmynd: Lilja Birgisdóttir

 

Eygló Harðardóttir’s Another Space

Eygló Harðardóttir’s Another Space

Eygló Harðardóttir’s Another Space

Eyglo Hardardottir is one of those artists who for some years now has been associated with the title of being an artist’s artist. It is therefore fitting that Eyglo Hardardottir’s solo exhibition, Another Space (Annað rými), takes place in The Living Art Museum. Having a system of membership by fellow artists that guarantees independence from the pressures of public institutions or private patronage, its board has mandate to host works that embody avant-garde values at each moment in time.

While there is no style nor program of content that qualifies work as being the labour of an artist’s artist — as both would denote a trend rather than an aesthetic, Another Space is defined by a poetic sense of materiality. Even to the extent that the work gives the impression of a tactile sensibility common to a younger generation. This being an aesthetic built on excavating beauty from within mundane materials. And is an approach steeped in structural irony that may have come about in response to expectation for work to have social content or for its formal basis to be over-conceptualized.

The works of Eyglo Hardardottir (1964), however, carry an internal tension that are not easily read in terms of biographical information. What they convey is an elaborate microcosm of nuances within texture and form, the success of which relies on a quiet sense of ambition and what seems like long intervals of meditative concentration. The outcome of which transmits an intelligent sense of sincerity. The kind that is in fact the antithesis of irony.


Four 2015


Six hypnotherapy drawings, screenprint 2018

Six hypnotherapy drawings, screenprint 2018


Exhibition overview


Floor Sculpture 2018. Photo: Eygló Harðardóttir


Floor Sculpture, detail

As a medium of creation, Eyglo Hardardottir has chosen to concentrate on the materiality of paper. While still fulfilling its traditional role in being the two-dimensional support for colour and form, paper is drawn into a conversation that extends into space to take the form of sculpture. In evoking a vocabulary of structural possibilities, the artist applies what seems like an exhaustive list of commercially available paper. Ranging from handmade paper from Japan and China, to cardboard or simply copy paper, each had been chosen for its capacity to produce a dialogue between their grain and structural consistency.

An example of such a structure lies in “Four” (2015), a small-scale structure made of cardboard, wood and paper. That material is forced into an architectural construct with the help of small wooden support beams. Those sheets form two vertical layers that protrudes from a column at the entrance of the exhibition space.

“Floor Sculpture” (2018) is another work that explores the ability of paper to form structure. A floor piece made from sheets of paper and glass, they are held in place by being attached along a central axis in a structure which allows each sheet to stand upright. The visual effect is of a large book standing on its spine so that each page may be “read” by circling around the construct. The content of which lies in variations of materiality from which each “page” is made; ranging from the rough stability of cardboard, the more delicate grain of loose sheets hanging from wooden frames, to handmade glass that enters in dialogue with the textures of paper.

Other pieces within the exhibition are unified by an underlying theme. It is based on a series of hypnotic sessions the artist had undergone first in 2007 and then between January and April 2018, each of which had been centred on a specific body part. Namely the throat, heart, stomach, brain, tailbone and face. That there is a concept that unites key pieces within the exhibition does on first impression contradict the sensation of materiality Another Space conveys. One may even suspect the inclusion of a concept to be a weakness; a capitulation towards underlying expectations of contemporary aesthetics. However, it is the very materiality of its record that remains at the forefront of each presentation.

The result of the hypnotic sessions is presented as text within a booklet on view within the exhibition. It contains transcripts written under the heading of specific organs. Yet descriptions have no concrete markers by which the body may be understood. Free of preconceived knowledge about biology or chemistry, the text follows a dream logic full of psychoanalytic insights about the relationship between memory and the internal workings of the human body. Asserting through visual metaphor how the imagination implants knots and barrels of cement at strategic points within it, and how by consequence, it is the imagination that is capable of releasing the body from that same weight.

Those words reappear within the formal composition of “Six Hypnotherapy Sessions, text” (2018), where they are printed on simple copy paper and cut into oval forms or trimmed along its margins. As if to reinforce the sense of fragmentation the text conveys, some prints are left intact while others appear in duplicate form and are pasted onto the other so as to overlap. Others have sections cut out from their middle and placed on opposite sides of diagonal mounts that resemble the slant of an open book.

The hypnotic sessions were also recorded in drawing. “Six hypnotherapy drawings, originals” (2018) consists of four rows of cardboard that stands upright in a zig-zag formation. Its sides display drawings of geometric shapes and compositions in which blocks of pigment alternate with folds of paper that coincide with incisions to cardboard. Rather than displaying drawings as the factual proof of a concept carried out, they are placed on the floor to be seen at obtuse angles and obscured by the very construct they are displayed upon. As a composition, it reflects the process of archiving internal sensations form within the subconscious. They tend to be perceived indirectly, caught in fleeting glimpses.

Those drawings reappear in the form of silkscreen prints, “Six hypnotherapy drawings, screenprint” (2018). They are printed on large sheets of handmade paper that are attached to each other with bookbinder glue to form six lengths of material that hang from vertical beams that extend from a wall. Some of those prints are large enough to occupy a single sheet of paper while others are scattered along its surface or repeat multiple times within narrower sections. Those forms range from simple cubes, delicate sketches of vertical and horizontal lines, to more intricate nebulas of open squares, each of which is restricted to its own colour scheme of either red, yellow, grey or shades of blues.

One may attempt to connect the content of a hypnotic session with specific prints. There are diamond shapes made by what appear to be densely drawn lines that resemble descriptions of the face and how it takes on the appearance of a mask. While round nebulas made of small open squares seem like the floorplan of a prehistoric city that is similar to how the throat had been described. But the validity of those interpretations remains an open question. While texts have titles to inform the reader which organ had been its inspiration, the drawings do not.

Although a continuity clearly exists between the number of hypnotic sessions and forms that exist within the same number of compositions, there remains an ambivalence as to which form is the referent to what organ. This sense of ambivalence is what aligns the concept of the hypnotic sessions with a larger working model specific to the artist. In which case drawings do not present schematic diagrams that represent mental projections by which the mind seeks to understand the inner workings of the human body. Such a style of presenting information would essentially form a hierarchically relationship in which the body is subordinate to the mind. What they instead present is a network of texture, colour, and form, that describes sensorial information through a logic of physicality.


Six hypnotherapy drawings, originals 2018


Six Hypnotherapy Sessions, text on paper 2018


Glass Sculpture, 2018


Left: Drawings, six Hypnotherapy Sessions 2018. Right: Drawings, six Hypnotherapy Sessions, detail

“Drawings, six Hypnotherapy Sessions” (2018) is another variation by which the results of hypnotic sessions are made into tangible form. It consists of large sheets of handmade paper attached along their edges to form a single surface suspended within the negative space of wall and support beam. Every other sheet has shapes made of bubble wrap attached to paper, all but one of which is crowded with marks that seems like writing but could just as well be traces left by the body in the act of recreating the memory of an experience. Whether that record is in the form of written language is unclear and most likely irrelevant.

What the resulting compositions propose is a symbiotic relationship between form and the human body. Both of which are interpenetrated by thought when communicating an interiority of the self to the world. What transpires is the sensation of being confronted with forms so delicate as to seem fragile. An effect that mirrors the choice of paper as a medium for sculptural installation. It being made to stand upright, seemingly by the force of the artist’s conviction that each material should be allowed to communicate in its native tongue.

This confrontation with form leads the audience to understand how a thing perceived as weak may non-the-less derive strength from an integrity to its own material condition. Which in turn produces a sense of depth that explains the designation of having been made by an artist’s artist. A term which inspires awe in a small group of professionals but does not necessary transpire into attention from a general public. However, too much heroic reverence may be given to the designation. As a guest had remarked at the opening, perhaps the art of an artist’s artist can more accurately be described as having been made by an artist, point. How to describe that which is done by anyone else is up for debate.

Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar


Artist Website: eyglohardardottir.net

Photo credit
Exhibition Photos: Vigfús Birgisson except for photo nr. 5
Featured image: Helga Óskarsdóttir

Last day of Exhibition: 28th October 2018

Afbygging dýrðarljómans

Afbygging dýrðarljómans

Afbygging dýrðarljómans

Myndlistarkonan Erla Haraldsdóttir er búsett í Berlín en sýnir reglulega á hinum ýmsum stöðum á landinu. Um þessar mundir sýnir hún tuttugu óhlutbundin málverk í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi og ber sýningin titilinn „Memory of Colour“. Það kemur á óvart að Erla sé að sýna óhlutbundin verk. Hún er þekktust fyrir mikið útpæld fígúratív málverk en einnig hefur hún verið með verkefni sem snúast meira um að gera listræna ferlið sýnilegt.

Skemmst er að minnast sýningarinnar „Tree / Difficulty of Freedom / Freedom of Difficulty“ sem sett var upp haustið 2013 í Nýlistasafninu. Sýningin var hópsýning sem efnt var til sem hluti af rannsóknarferli Erlu, „Tree of Life“, sem fjallaði um kerfi sem þróuð eru til að ramma inn hið listræna ferli. Fyrir sýninguna voru listnemar og listamenn paraðir saman og látnir senda leiðbeiningar hvor til annars í gegnum tölvupóst. Listaverkin sem komu út úr þessu samstarfi voru svo sýnd í Nýlistasafninu. Sýningunni fylgdi bókaútgáfa sem sýndi aðferðirnar og ferilinn á bak við verkin og varpaði nýju ljósi á verk og aðferðir forsprakkans sjálfs, Erlu. Núna fimm árum síðar hefur Erla ákveðið að gera þetta aftur en með öðrum hætti. Í Gallerí Gróttu gefur að líta óvenjulega smá verk miðað við þau fígúratívu verk hennar sem flestir þekkja. Þau eru abstrakt og skiptast í seríurnar „Spill“, „Án titils“ og „Hönd“ og svo eru tvö stök verk sem heita „Að innan“ og „Að utan“ sem eins og nöfnin gefa til kynna eru tengd. Í tilefni af sýningunni var Erla tekin tali.

Erla, í sýningarskránni skrifa listfræðingurinn Craniv A. Boyd að kalla megi verkin „B-hliðar“. Geturðu útskýrt það nánar?

Já, ég vinn verkin á sama tíma og ég er að vinna þessi stóru fígúratívu málverk og „B-hliðarnar“ vísa til þess að ég hafði ekki beint hugsað mér að sýna verkin almenningi. Þetta er úrgangurinn úr þessum fígúratívu málverkum – það sem kemur út úr ferlinu. Kannski litur sem ég er að blanda mjög lengi, og það er eins og ég þurfi á þessum fígúratívu málverkum að halda til að geta gert þessi abstrakt málverk. Þannig eru þau B-hliðar. Þetta er í rauninni úrgangur. „Spills“ er úrgangur á sænsku. Ég held líka á ensku. Þetta er soldið það sem er eftir. Verkin sem koma út úr því að á meðan ég er að mála þá fær maður helling af hugmyndum. Ein hugmynd getur verið að nú langar mig að nota þennan lit og rosalega þykkan pensil og sjá hvað skeður. Það er einhvern veginn svoleiðis. Líka þegar ég er að mála þessi fígúratívu málverk þá er ég með ákveðnar myndir í huganum þegar ég byrja að mála og svo er maður í díalóg við málverkið.

“Spill“ og “Án titils“ seríurnar á veggnum í Gallerí Gróttu á Setljarnarnesi.

“Hönd“ serían í Gallerí Gróttu, Seltjarnarnesi.

“Að utan“ til hægri og “Að innan“ til vinstri. Gallerí Grótta, Seltjarnarnes.

Í þessu dæmi þá er verkefnið einhvern veginn að setja lit, málningu á striga án þess að vera með einhverja mynd í huga. Kannski er þetta eins og tilraunir í að prufa að mála eitthvað sem þarf ekki að verða neitt. Ég nota kannski liti sem ég er ekki sérstaklega hrifin af, sem stinga í augun á mér, til að sjá hvernig það kemur út. Til þess að hafa gert það. Ég hef verið að vinna eitthvað smávegis á hverjum degi með þessi málverk – sérstaklega kannski á morgnana áður en ég byrja á stóra málverkinu. Í vinnustofunni er ég með stórt hlutbundið málverk á veggnum og þessi eru soldið til hliðar, á gólfinu, á borðinu. Þau geta snúið einhvern veginn í allar áttir, það er ekkert upp og niður.

Hvaða þýðingu hafa þessi verk fyrir þig?

Þetta tengist frelsi. Þegar ég er svo lengi að mála þessi hlutbundnu, þá kemur eitthvað svona yfir mig þar sem ég verð að gera öðruvísi. Þar sem ég verð að fara út úr þessum hlutbundna ramma. Fá að fara út og gera eitthvað sem er ekki hlutbundið, ekki eitthvað sem ég er búin að ákveða áður. Þýðingin er frelsi og ferli semsagt; að fá að gera eitthvað sem er allt öðruvísi. Fá að prufa einhverja hugmynd sem ég er með og það má bara koma út einhvern veginn. Þarf ekki að koma út á einhvern sérstakan hátt. Efnið ræður því hvernig það kemur út.

Craniv talar einnig um það í textanum að þessi afhjúpun sem felst í sýningu þessara verka sem áður voru einungis fyrir þig, opni á hættuna á að listræna ferlið missi dýrðarljóma sinn. Þessi dýrðarljómi hefur verið mikilvægur til að gefa myndlist dulúð og vægi en undanfarna áratugi hafa margir listamenn unnið á móti þessu. Geturðu sagt okkur frá því?

Óhlutbundnu málverkin vísa einnig í módernisma og þessa ofurtrú á myndlist sem opinn glugga inn í þetta guðdómlega. Sko það er þetta mannlega séní. Einhvers konar skilaboð að ofan sem segja að karlmaður að mála módernískt sé snillingur í beintengingu við einhvers konar snilligáfu. Þess vegna eru módernistarnir svona upphafnir. Það er til dæmis það sem maður les um Mark Rothko. Það er ekki beint verið að tala um ferli. Margir af þessum módernistum, Pollock til dæmis, þessir amerísku eftirstríðsáralistamenn, de Kooning, Barnett Newman, það er verið að halda þessu við. Þessari „karlmaðurinn sem snillingur“ hugmynd. Snillingur sem er í einhvers konar algeru blissi í vinnustofunni að gera stórkostleg málverk. Listræn gáfa er að mínu áliti hinsvegar frekar eins og suðupottur en ekki gjöf frá einhverjum allsráðandi guði. Feðraveldið er með rætur sínar kyrfilega bundnar við eingyðistrúarbrögð þar sem eins konar snillingakölt einkennir skrif í vestrænni myndlistarsögu. Takk fyrir að spyrja um þetta – það er akkúrat þetta sem ég er að takast á við. Á næstu sýningu kem ég til með að sýna bæði hlutbundin og abstrakt málverk saman og þá sést þetta vel, tengingin og ferlið. Ég hef gert þetta einu sinni áður og sýndi í Galleri Konstepidemin í Gautaborg árið 2016. Það var svo sýnt aftur í Dómkirkjunni í Lundi.

Að lokum, Erla, langar mig að spyrja þig út í eitt sem þú hefur oft minnst á við mig en það er að þú lítir á málverkið sem gagnrýninn miðil, á svipaðan hátt og myndbönd, gjörningar og aðrir svokallaðir nýmiðlar. Hvað áttu við með því?

Af því að það er algerlega einstaklingsbundið. Þetta er bara tungumál einstaklingsins. Það getur enginn gert eins málverk. Þetta er algerlega þín tjáning. Þannig verður það pólitískt. Þú gefur þér leyfi til að tjá þig algerlega á þinn hátt. Þótt það skipti ekki máli hvort það sé hlutbundið eða abstrakt þá kemur það algerlega úr þér sem manneskju. Öll myndlist er þannig en svo fékk málverkið þennan stimpil á sig á níunda og tíunda áratugnum að það væri dautt og svo komu allar þessar nýju deildir. Það er soldið mín kynslóð. Þegar ég var í námi var þessi umræða allsráðandi. Málverkið var dautt og ef maður málaði var maður „kommersíal“. Þá væri maður ekki að spyrja neinna spurninga um hvað væri myndlist. En ég spyr: af hverju getur málverkið ekki verið með þegar á að vera krítískur? Saga myndbandslistarinnar er núna orðin löng. Stafrænar ljósmyndir hafa líka orðið langa sögu. Verk með mikla handavinnu að baki geta líka verið pólitísk rétt eins og hugmyndalist. Málverk geta líka verið byggð á konsepti. Þetta er soldið marglaga spurning. Hægt að ræða þetta endalaust en ég held að svarið sé einfaldlega að maður gefur manneskjunni leyfi á að tjá sig. Það er pólitískt í dag.

Hulda Rós Guðnadóttir


Sýningunni lýkur 28. október 2018.

Ljósmyndir af verkum: Með leyfi listamanns.
Aðalmynd: Helga Óskarsdóttir

Vefsíða Erlu: erlaharaldsdottir.com

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest