The Fabric Created the Form: On Artistic Potentials Of Covering

The Fabric Created the Form: On Artistic Potentials Of Covering

The Fabric Created the Form: On Artistic Potentials Of Covering

Plastic animals

In september last year I saw a work at the Miró foundation in Barcelona that sparked my thinking about the act of covering, and its artistic potential. An installation by Gerard Ortín titled Reserva includes some fake, plastic animals that are manufactured as hunting dollies. The worn-out surfaces of these foamy creatures suggests a lived experience. They are placed in forests so that hunters can practice their skills on them, long before they approach real wildlife with real animals. Within the installation, the plastic animals are presented on a big screen, in their appointed role. Placed, standing still in a wild-life situation, they blend with the environment, immersed with their surroundings. Endured, still frames are presented to the viewer, giving her the time to actually find the subject hidden within the frame. Boars, bisons, mules, deers and other creatures imitate a natural setting, where the animals are frozen in place.

Each time an animal is found, the video cuts to the next frame, where the process of spotting may begin again, separating the subject from the background. Next to the screen, the foamy animals are exposed as what they are, piled together (physically) as plastic objects full of holes and wear from their days of being hunted over and over again. The dimly lit space blurs the boundaries of each body so they actively camouflage each other. Their collective shape remains a large, blurry, foggy, body of legs coming out here and there. These moments of revealing make it possible to identify animal from animal and manifest my initial interest in looking at the inherent duality of covering and revealing. In this way, going from representations on a screen and being superimposed in a space, the act of covering could be the participation in a collective body. A collective body which fluctuates in a dynamic consisting in constantly hiding something, and as a consequence, revealing something of it at the same time.

A blind tent, a camouflaged shelter made for photographers hiding in the woods (Stock photo)

Artists are hunters in the many ways that they collect materials. Seen through the lens of mere commodities, these animals become figures in a constant limbo. That is to say, they continue to play dead even though they are to imitate the living. Immobile in the space they are presented in, the animals reflect the way humans have hunted for many, many years. Humans hunt with stillness as their weapon. Stealthy, sleek, and above all, hidden from the one who is being hunted. In the woods, camouflage patterns are worn by hunters to disguise them as their surroundings. Imitating the animals that have the color palette of the forests that engulf them. The environment covers, the animals are the covered, and humans have appropriated this fashion to their advantage.

Concealing coloration and the invention of camouflage

The modern understanding of camouflage can be traced back to the artist Abbott Thayer and his research in to the colors of the natural world.

“In natural camouflage, a wide range of animals benefit from an inverse coloration scheme. That is to say, their bellies are white or lightly colored while the color of their fur turns progressively darker as we scan towards the top of their body. 1

Especially when still, animals can remain mostly undetected to the naked eye. Thayer did paintings and studies of natural inversions of color, proving that opaque, three dimensional objects can be flattened out and effaced in to their surroundings by light hitting their surface. Animals, naturally, become living optical illusions this way and other solid things too if shaded correctly. The contrast usually highlighted by the outlines of opaque objects breaks by nature’s ability to erase it. The things in the foreground start merging with the background.

“Animals are colored by Nature as in A, the sky lights them as in B, and the two effects cancel each other, as in C. The result is that their gradation of light-and-shade, by which opaque solid objects manifest themselves to the eye, is effaced at every point, and the spectator seems to see right through the space really occupied by an opaque animal.” Illustration of the inverse coloration scheme from Abbott Thayer’s lushly illustrated “Concealing-Coloration in the Animal Kingdom” (original released in 1909).

Thayer elaborates further on the two ways in which nature erases contrasts. One way is by blending. The natural coloration of birds, mammals, insects and reptiles mimics the creatures environment. The second way is by a disruption. Strong, elaborate patterns of color break outlines and flatten colors. So as to trick the mind by using a repetitive motif. This we are also familiar with in design, when we see a patterned surface and anticipate that its sameness will stay unchanged. In our anticipation we miss what might be lurking underneath the surface 2. Going back to Reserva, another film by Ortin shows a still shot of trees and bushes. It’s a bright day. The video-frame is perfectly still, almost like a photograph if it weren’t for a faint wind blowing through the branches. The visitor has time to absorb the scenery, as the wind synchronizes with the breath of the viewer, and the image evokes an uncanny presence. This is the presence of a figure that sits in the tree, right at the center of the frame. A spastic movement happens, a change in posture on top of the tree-branch. And from the moment we spot the figure, our gaze will not leave it. Let’s say that before we noticed, there was a pattern that covered the entire image-frame – a pattern of forest landscape. Like a design, the strong patterns of color flatten contrasts and break up outlines, so that the figure disappeared in to it or seemed to be something other than what it is. When the figure moves, a visual break occurs. We find something we can identify. The cover is blown by a sudden movement. To cover a person is to camouflage her. That person is not only hidden to the eye, but also, embodies the environment. Just like the bird blending in to branches of a tree.

Blending in

Harry Potter wearing his Cloak of Invisibility. A magical fabric produced to render anyone who wears it or whatever it covers invisible to the outside world. Screenshot taken from Harry Potter and the Sorcerer’s Stone.

In our day to day experiences, we often think to blend in, to act natural, to be as if not there. Covering is a way of becoming invisible, so in order to become visible, the question becomes; how do we break these flattening patterns? A body can be represented identical to a surrounding surface, but having a totally different essence. Let’s imagine ourselves as a fabric with such an intense and complex pattern that its appearances fluctuate as we move around. The fabric is capable of producing all kinds of gestures, creatures and figures. Our fabric is a make-shifter with countless possibilities and mirrors the way we are seen and see ourselves in the multitude of roles that the part-time worker (artist) has. Similarly to seeing an abstract silhouette in the dark. Each time you see it, it appears as something else compared to the night before. A fabric like that creates form and meaning as it moves and is watched. The forms in themselves formulating meaning after meaning after meaning. The inexhaustibility of the fabric’s surface as something not so different from the creativeness of shadow imagery or camouflage in itself. An inexhaustibility brought about by this game of hiding and revealing. I ́m talking about a flexible fabric that unfolds and generates meaning in a performative manner. In this way, and going from blending in, to cover can mean to become the other. The goal here is to obliterate fixated identities, which already shift around so much in our day to day experiences. With this fabric, we gain the aesthetic agency to shift and convert in to a multitude of objects by means of pattern, posture and movement.

LOIE FULLER: Research by Ola Maciejewska a performance report

The limits between the active agency of a performer and the agency of such a fabric are investigated in Ola Maciejewska’s project LOIE FULLER: Research. In a performance I was fortunate enough to witness in December 2017, Ola constantly re-defined a Dancing Dress using her performing body to give it new forms and representations. Two dresses, one black, the other a yellow-white one. Each one appears as a cloud of never-ending possibilities for representations. In describing the practice behind it, she writes that “It’s a physical practice stimulating the movement of matter receiving form, a movement that emerges as a result of the relationship between the human body and the object […] it focuses on facilitating forms that make that relationship visible. 3” What becomes visible only exists for a brief time, as a real-time metamorphosis is allowed to happen. The distinctions between performer and matter, form and movement start to erase. Ola’s practice is inspired by Loie Fuller, author of the Serpentine Dance, a choreographic piece which played with lightning effects and movement to create its spectacle. Fuller discovered that there was movement outside the body, this extension manifested itself in the Dancing Dress. To obliterate its true form even further, Ola makes use of the design to investigate its possible implications today. The motivation of the work is to shed light on to this in- betweenness, being between the body and the fabric and to overcome simple binary codes implemented in our way of perceiving. The distinctions between background/foreground, body/fabric, human/non-human casually blend with each other to create a more holistic relationship. The artist, being immersed in this piece of clothing, joins a new type of body which rejects conventional recognitions as something one. The real body here, is in something that the performer shares with the fabric, something that plunges in to our preconceived notions of a/b relationships and disrupts it. The pattern of binary thought breaks when we realize that a performer and an object have a more complex relationship. They might become the same, at least temporarily. Together they take on many shapes as the performance escalates and unfolds. The historic object (the dancing dress originally designed by Fuller) is recreated (more than a century later) and used as the generator of new meanings. This generates a longing to dwell in the in- between states of the mysterious relationship we can have with matter. Covering, in the way I perceive Ola’s work, not only refers to becoming other or enhancing an artist’s material relationship, but also has an agency in the way it pays a tribute to an existing art work. The Dancing Dress is not merely a small footnote in the work, but it is to continue the work. Appropriation is way to pay homage to, and seeing the possibilities that a work has today. A double rupture can happen when we trace the bigger history of a work like this. Ola presents a rupture for the now and the echos of a rupture that was created more than a century ago (when Fuller started performing with her Dancing Dress). The intention is to break the understanding of what it means to see things, and to experience them as constantly shifting in their identities and appearances. Of seeing them as they appear and disappear, making visible and blurring boundaries between objects and humans, assigning agencies to both of them.

Promotional image of Loïe Fuller: Research by Ola Maciejewska Photo credit: Martin Argyroglo.

My way

In music, a cover is a new performance of a previously released song by someone other than the original artist (Wikipedia definition). This means an artist appropriating an already existing song and delivering it with her own interpretation. This has to be done with utmost care and has layers of intentions; homages, tributes, alternative versions… What I see in the cover is a temporal rip in time, a way to seize something that exists and wrap it in the fabric of another type of music. But this fabric has some tear in it. Unlike the dancing fabric that helped describe the make-shifting dances and representational silhouettes caused by constant movements and patterns, this fabric is tubular. Tubular in the way we can see in to it, and through it. When artists weave this fabric of covering, there must be something they leave behind that references the original. Original here means the previous cover, or the song as performed by the previous artist. A cover is nothing without its revealing supplement. Revealing something about the past, or something about passions, interpretations. Any interpretation comes with layers of temporalities, voices, meanings, intentions, relevancies… Improvisation is possibly the only gate-way out of this binary between covering and revealing. Something of a freer sort, something that spins its own fabric, in real-time, in the making, in the moment.

Screenshot from a YouTube karaoke version of My Way by Frank Sinatra.

Let’s look at what happens when a song is covered. Listening is learning through sound. Learning in the way you get to know someone, of repeatedly listening and gaining an understanding that way. I like to believe that an obsession with a song is behind every cover. And that obsession turns in to an active sharing made possible with the making of a cover. A song increases its territorial domain with each sharing, made possible by all the performing bodies. The performers make choices on the way as to how much of the original is left in there. Karaoke can be a way of covering. When somebody is on the stage performing Frank Sinatra’s My way, the performer embodies an image of Sinatra for that brief time. And in that time, the territory of a song increases, even if it disappears again when another song is performed. This temporal embodiment and voicing involves a reference to the real thing inside a staged event. Their distinctions lose their relevance. T h e My way contamination reaches new territories as it is brought out of the music industry and enters the karaoke bar via a performing body. To sing karaoke is to temporarily bring a spirit in to the space and increase a songs territory by means of simply sharing a passion.

One last example of covering I can give is one from myself. When I was younger, I used to enjoy pretending to be other people. People I looked up to, rock stars, actors… I’d try to get similar clothes, haircuts, attitudes from images or knowledge that I had of these people beforehand and just go for it. Stand in front of a mirror, imitating, going out, imitating. Not as to think that I was literally them, not up to the point where I was introducing myself as them, but more as a curiosity who I could become. To see how I’d feel experiencing myself as him/her. I would remain me, but I realized I could switch between identities. The image of the teenager holding a hairdryer in front of a mirror comes to mind. An embodiment that actively performs a duality but includes only one audience. The self splits in two, the image is in the mirror, the self becomes the one who gazes there and adores what he sees. This way, the adorer is the adored. A one-person show, one-person audience. Being immersed in the other, temporarily, is an act of covering. And there is a subliminal level of fandom. Whatever the circumstance (be it singing in front of a mirror with a hairdryer, singing Frank Sinatra in a karaoke bar), it offers a meeting of two realities. Becoming the other and seeing oneself as the other, simultaneously. The uncanniness brought about with seeing yourself and experiencing yourself seeing as an other brings about a radical self-referentiality in perceiving 4. In this sense, covering is felt in its utmost immediacy.

Being tucked away in a private space where this embodiment, in all its intimacy is possible. I ́m talking about covering as a breaker of boundaries between self and other. About it giving a multi-perspectival agency to the self, in a practical, artistic way. Try it out, an example would be re-interpreting Robert DeNiro’s famous performance from Taxi Driver… “You talkin’ to me?”

Bergur Thomas Anderson


Featured image: Gerard Ortín, installation view. Photo credit © Fundació Joan Miró, Barcelona.
Foto: Pere Pratdesaba.

  1. http://www.mascontext.com/issues/22-surveillance-summer-14/abbott-h-thayers-vanishing-ducks-surveillance-art-and-camouflage/
  2.  https://www.smithsonianmag.com/arts-culture/a-painter-of-angels-became-the-father-of-camouflage-67218866/
  3. https://olamaciejewska.carbonmade.com/projects/5685373 
  4. Brian Massumi, The thinking-feeling of what happens: A semblance of a conversation page 6

Rómantísk afstaða og myndlist samtímans

Rómantísk afstaða og myndlist samtímans

Rómantísk afstaða og myndlist samtímans

Á dögunum rakst ég fyrir tilviljun á viðtal sem Morgunblaðið tók við mig fyrir rúmum 20 árum (birt 16. apríl 1994). Ég var þá með stóra einkasýningu í sölum Hafnarborgar í heimabæ mínum Hafnarfirði. Ég ræðst þarna með látum á þá róttæku theoríu sem framar öllu öðru einkenndi veraldarsýn myndlistarmanna á 20. öldinni og gekk m.a.undir nafninu Tilraunin (The Experiment), en hún lagðist til atlögu við miðstöð myndlistarinnar og snerist  með vitsmunalegum rökum gegn hefðbundinni skynrænni eftirtekt og fagurfræði.

Hugmyndin var öðru fremur sú að myndlistin ætti að yfirgefa listasöfnin og verða hluti af hinu daglega lífi. Í viðtalinu tek ég skýrt fram að ég sé LISTmálari og að gáfur, þekking sem og snjallar hugmyndir hafi ekkert með myndlist að gera, ekki frekar en heimspeki og lestur bóka. Hefðin er það sem gildir og listin er fyrst og fremst galdur (!).

Það má vera að margir hafi hrist höfuðið og átt erfitt með að skilja að ég skyldi láta slíkar fullyrðingar frá mér fara og fundist að með þessu móti væri ég að setja spurningarmerki við vandaðar hugmyndir og verk margra kollega minna á Íslandi sem og fjölda alþjóðlegra myndlistarmanna samtíðarinnar. Sú var aldrei raunin og við nánari skoðun er það reyndar þannig, að þessi „framkoma“ er alls ekki svo óvenjuleg og ætla mætti í fyrstu. Því ef betur er að gáð er hér í grundvallaratriðum um  að ræða hegðunaraðferð sem á rætur sínar að rekja til hugsunarháttar hiðs svokallaða „rómantíska tímabils“ og er í hnotskurn sú sama og róttækir listamenn notuðu á upphafsárum Tilraunarinnar.

Maður vinnur með tabúið. Segir allt sem má ekki segja, í þeim tilgangi að koma (í fyrstu óskýrum) nýjum viðhorfum og hugsanagangi í loftið. Ýkir svo um munar með öfgafullum yfirlýsingum. Flokkar allt í svart og hvítt. Snýr ölllu á hvolf. Það sem virkilega fyrir mér vakti, var að vekja athygli á því að sitthvað er varðar hugarfarið og theoríuna í myndlistinni væri að breytast. Að ef skoðað er listaverk, sé t.d. orðið nauðsynlegt að leggja aftur meiri áherslu á hina sjónrænu eftirtekt, í stað þess að einblína svo til eingöngu á það vitsmunalega. Það var vissulega aldrei ætlun mín að afneita tilvistarrétti Tilraunarinnar, sem væri fjarstæðukennt, en einmitt margt sem einkennir þessa áberandi tvíhyggjulegu myndlistarkenningu er dæmigert fyrir hegðunarmunstur og hugsunarhátt Nútímalistarinnar (Modern Art). Tilefni þessa uppistands míns var og er fyrst og fremst sú staðreynd, að bilið milli manns og náttúru er alltaf að stækka, sem veldur því að skilin milli hugar og náttúrulegs líkama okkar verða með hverjum deginum skarpari. Við upplifum þetta á mismunandi hátt. T.d. með því að hugsa um líkamann líkt og um væri að ræða vél, sem hægt er að gera við og skipta um varahluti, ef eitthvað bilar. Afleiðingarnar eru þær, að sú  náttúra, sem við í rauninni erum, þ.e.a.s. líkaminn, er orðin sjálfsvitund okkar allt að því framandi. Svipað er að segja um ytri náttúruna, umhverfi okkar. Mengun í lofti sem vatni, loftslagsbreytingarnar og röskun á jafnvægi vistkerfa munu hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir allt líf hér á jörðinni. Þar sem yfirgnæfandi Dúalismi og hlutræn veruleikasýn Klassísku náttúruvísindanna, bera framar öðru ábyrgð á þessu brigðula ástandi, liggur í augum uppi að nauðsynlegt er orðið að manneskjan leggji sig í auknum mæli fram um að lifa í samlyndi við náttúruna.

  Um aldamótin 1800 eru það  rómantísk viðhorf, sem vildu stuðla að meiri sameiningu milli manns og náttúru. Og studdu þá skoðun að raunhæft væri að skoða fyrirbrigði veraldarinnar sem heild og að minna máli skipti, það sem Klassísku náttúruvísindin gerðu, að vera stöðugt að velta vöngum yfir einingunum er halda þeim saman. Auk þess ætti að meðtaka veruleikann skynrænt (subjective) og milliliðalaust frá náttúrunni sjálfri, í stað þess að við séum  hlutrænt (objective) að fastsetja hvað náttúran í eðli sínu er og hvernig beri að umgangast hana. Það er því ekki óvitlaust að ætla að við gætum nú í dag haft mögulegan ávinning af því að sjá hlutina frá hinu ljóðræna sjónarhorni Rómantíkarinnar. Og ekki bara það, því annað engu að síður áhugavert er, að þrátt fyrir umhverfisvæn og algild náttúrutengsl, eru það ekki síst mótsagnir, óstöðuleiki, írónía, uppreisnarandi, að ógleymdri óstöðvandi þrá um að eitthvað verði  að breytast, sem allra best endurspegla ímynd rómantískrar afstöðu.

Þar af leiðandi er mikilvægt að minnast þess að án þessa hugarástands, sem allsherjandi var í upphafi 19. aldar; og þá reyndar sama hvort var í myndlistinni, bókmenntunum, náttúruvísindunum eða tónlistinni, hefðum við, þegar fram liðu stundir, aldrei fengið að upplifa listastefnur og listamenn á borð við Dada, Marcel Duchamp, Súrrealismann, Actionlistina, Joseph Beuys, Popplistina og Jeff Koons, svo eitthvað sé nefnt.  Frjáls listsköpun, sjálfstjórn (autonomy), persónuleg tjáning og það að hunsa allar fastar reglur er varða sköpun myndverka, sem og sú móderníska tilhneiging að hafa þörf fyrir að ræða um innihald listaverka, er rómantískur hugsunarháttur.

Hlutverk Rómantíkarinnar er og var alltaf það sama. Að stokka spilin og gefa upp á nýtt.

Á upphafsárum síðustu aldar, þegar franski avantgardelistamaðurinn Marcel Duchamp lét þau afdrifamiklu orð falla „it has to change“ , þá átti hann aðallega við það að myndlistin ætti að vera meira það sem við hugsum og minna það sem við sjáum. Hann vildi að myndlistin hefði meira með hugvitið að gera en skynfærin. Þarna töldu margir að væri komið að upphafi  þess sem þýski heimspekingurinn Hegel spáði að myndi gerast og kallaði „endalok myndlistarinnar“. Í rauninni var þó fremur um að ræða tilraun, er sóttist við að lyfta hinu eiginlega formi og innihaldi myndlistarhugtaksins upp á „hærra“ plan, þar sem hugurinn og orðin ráða ríkjum. Einskonar orðbundin, hlutræn útvíkkun á hugtakinu átti með þessu móti að eiga sér stað. Þetta var náttúrulega stórkostleg hugmynd, þó svo hún væri samtímis alvarleg  árás á miðstöð myndlistarinnar. En það var náttúrulega það sem Duchamp vildi.

Tilraunin hefur haft gífurleg áhrif á framþróunina og valdið straumhvörfum hvað skilning okkar á myndlist varðar. Þrátt fyrir örvæntingu og ótta margra um að þessi aðgerð myndi virkilega ráða myndlistina af dögum, er þegar upp er staðið ekkert nema gott um hana að segja. Í dag er hægt að nálgast myndlist á svo marga og mismunandi vegu. Hún þarf ekki endilega að vera myndræn heild; hún getur líka verið ringulreið,ferli eða konsept. Og hún er ekki eingöngu málverk, teikning, ljósmynd eða höggmynd, heldur getur að sama skapi verið lífsform eða kreatívur leikur, þar sem  áhorfendur verða þátttakendur í sköpun verksins. Hún getur verið innsetning, vídeó, sameining hljóðs, forms, rýmis og tíma eða bara hversdagsleg, málefnaleg, vísindaleg, kappræður, sjálfsskoðun, rannsókn, líffræðilegt breytingarferli, heimspekilegur prósatexti, sjálfbirgingsleg írónía, action, workshop, performance, happening, lækningarmeðferð og margt, margt fleira.

Nú á átjánda ári tuttugustuogfyrstu aldarinnar hefur Tilraunin staðið yfir í ein hundrað ár. Á þessum tíma hefur hún náð að brjóta svo til allar fagurfræðireglur klassíska myndlistarhugtaksins sem og aðrar óæskilegar skynrænar hindranir er stóðu í vegi fyrir henni.  Og undir nafninu „Art in Public Space“ er myndlistin allavega að hluta til komin út fyrir veggi safnanna; auk þess sem hún tengist núna meira en áður gerðist daglegu lífi fólks. Þannig á litið er það skoðun margra að búið sé að sefa brimið og slétta öldurnar; að Tilraunin sé orðin að „hefð“ og þar með búin að ljúka sínu hlutverki. Reynist þetta vera rétt, stöndum við núna á tímamótum. Það þýðir þó enganvegin að Tilraunin sem slík haldi ekki áfram að vera til. Sjálfsafneitunin sem og allar þær frjóu hugmyndir, viðhorf, skoðanir og aðferðir sem þessi nýstárlega theoría hefur getið af sér, munu lifa óhindraðar áfram í meðvitund listamannanna; hafa áhrif á hugsanir þeirra og  verkin sem þeir skapa. Þ.a.l. er ekkert sem týnist eða glatast. Auk þess snýst þetta ekki um það, hvað sé rétt og hvað sé rangt. Á ákveðnum stað og tíma er það sem gerist og verður að veruleika, bundið sérstakri nauðsyn. Þannig séð má segja að þær breytingar er eiga sér stað hverju sinni, liggji í loftinu, gerist að sjálfu sér.

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með í myndlistinni að nú er það allra svalasta í bransanum að listamenn fari í föt framkvæmdarstjórans, stofni fyrirtæki og láti allt upp í hundrað manns vinna fyrir sig. Og eins og góðu fyrirtæki sæmir, taka þeir að sér verkefni fyrir ákveðna aðila og eru þ.a.l. byrjaðir að vinna eftir pöntun. Flestir þessara listamanna eru sannir og góðir fulltrúar Nútímalistarinnar, en það breytir því ekki að þessi framkoma gagnvart miðlinum er umhugsunarverð, þar eð hún minnir  á efnahagsleg viðhorf og vinnubrögð þeirra tíma er voru og hétu áður en nútímalistin kom til sögunar, en áhrif kúnnans á þau listaverk sem þarna verða til, eru stöðugt að aukast. Einmitt þetta atriði og sú hætta að farið verði í auknum mæli að vinna listaverk, líkt og siður var á tímum Klassizismanns, í ákveðnum stíl og eftir föstum reglum, gæti með tímanum ógnað hinu dýrmæta sjálfstæði samtímalistamannsins.

Aðaleinkenni Nútímalistarinnar er frelsið, frelsi listamannsins að ákveða sjálfur hvað hann gerir, án tillits til markaðslögmála; og  sjálfstjáningin, sem krefst þess að listamaðurinn vinni, leiki, og/eða flytji verkið sjálfur. Auðvitað er ekkert út á það að setja að menn láti hinn verklega þátt hugverka sinna í hendur annara. Nútímalistin er og var alltaf sambland af hugmyndum og aðferðum Klassizismanns og Rómantíkarinnar. „White Cube“ og hið hreina form Konstrúktívismanns og Mínimalismanns eru t.d. dæmigerð fyrir klassizistíska erfð; sem og raunsær málunarstíll Súrealismanns. Hér er eingöngu verið að minna á mikilvægi sjálfstjórnarinnar og sjálfstjáningarinnar, sem eru svo einkennandi fyrir Nútímalistina og mega þ.a.l. ekki týnast; ekki frekar en viljinn til að ögra og gera tilraunir. Án tilvistar þessara þátta er óhugsandi að Avantgarde-hreyfingin hefði orðið að veruleika. Og án hennar hefði Nútímalistin ekki getað brotist út í fullum blóma. Meðvituð um þetta ættum við í það minnsta að vera á varðbergi gagnvart allri upphafningu og dásömun antímódernískra viðhorfa og vinnubragða.

Það er engin tilviljun að á óvissutímum líkum þeim er áttu sér stað í upphafi iðnvæðingarinnar og þeirra sem digitalvæðing samtímans hefur leist úr læðingi, aukist áhrif rómantískrar hegðunar og hugsunar til muna.  Ástæðan er fyrst og fremst sú að rómantíska díalektíkin getur virkað sem miðill eða diplómat milli andstæðnanna og vinnur stöðugt að því að sameina eða leysa upp mótsagnirnar. Rómantíkin er nefnilega enginn stíll, hún er afstaða, sem kemur m.a. fram í því að hún er ávalt opin fyrir báðum hliðum málsins. Þessvegna er Rómantíkin full af mótsögnum og getur verið, ef því er að skipta, allt í einu, heimspekileg, djúphugsandi, málefnaleg, hefðbundin og um leið óskynsöm, yfirborðsleg, ljóðræn og framfarasinnuð. Fyrir  myndlistina var og er þessi óvenjulega afstaða mjög þýðingarmikil, en óhætt er að segja að hún hafi á sínum tíma skipt sköpum hvað tilurð Nútímalistarinnar varðar og gæti nú á okkar dögum ráðið úrslitum um framgang og þróun samtímalistarinnar.

Það hefur borið á því um nokkurt skeið að mikill þorri listamanna sækji hugmyndir sínar í fagurfræði er minnir á veröld neyslusamfélagsins. Ein ástæðan fyrir þessu er vissulega sú, að án mikillar fyrirhafnar gefur okkur hversdagsleikinn (Banality) og skrumið  (Kitsch) tækifæri til að uppplifa myndir, hluti, innrými og umhverfi á einfaldan og milliliðalausan hátt. Með því t.d. að breyta leikfangi í list eða öllu heldur að ákveða að eitthvert leikfang sé ekki bara hlutur heldur myndlist, öðlast það nýtt gildi. Við nálgumst fyrirbrigðið á annan hátt, stöldrum lengur við og horfum lengur á það. Þannig gefst okkur tækifæri á að læra á nýjan leik að upplifa myndlistina sjónrænt. Hversdagsleikinn og skrumið takast hér á við skynsemina og vinna sem mótvægi gegn andlegri menntun og þekkingu.

Listamennirnir daðra við glitrið og glansandi smekkleysuna og ögra þannig á írónískan hátt, líkt og Duchamp gerði forðum með „hentunum“, hugtaki myndlistarinnar. Munurinn er hinsvegar sá að í þetta sinn er það ekki það vitsmunalega sem málið snýst um, heldur það skynræna. Meðvitaður eða ómeðvitaður tilgangur þessarar aðgerðar er sú von að með þessu móti takist að koma einhverskonar  metaphysísku ferli í gang. Skrumið er ekkert annað, en það-sem-eftir-er af gleymdum og glötuðum afurðum myndrænnra sviðsetninga og þeirri skapandi vinnu sem þær kröfðust. Og viti menn, takist áhorfandanum að nálgast glansandi yfirborð listskrumsins á „réttan“ hátt, má finna fyrir einhverju er minnir á birtingarljóma íhugunar (contemplation). Um er að ræða líkamlega, sjónræna eftirtekt, ekki ólíka milliliðalausri upplifun barns á umhverfi sínu, hlutunum og leikföngunum í kring um það.

Leikfangið er í augum barnsins eitthvað sem hefur eigið sjálf. Sjónræn upplifun barnsins á leikfanginu kemur þannig frá hlutnum sjálfum, þar eð vissir eiginleikar leikfangsins birtast í vitund þess, áður en barnið er byrjað að hugsa um það. Þessi aðferð, þar sem tilfinningarleg, líkamleg eftirtekt er í fyrirrúmi, gefur okkur þannig möguleika á því að nálgast tilveruna á nýjan hátt. Við stöndum ekki lengur utan við veruleikann heldur erum hluti af honum.  Í Klassísku náttúruvísindunum söfnum við reynslu með því að skoða og athuga hlutinn úr fjarlægð. Við nálgumst hlutinn hlutrænt.

Veltum vöngum yfir honum án þess að láta hann hafa skynræn áhrif á okkur og ákveðum endanlega hlutrænt, hvaða eiginleikar hluturinn hefur. Þetta er kallað ytri reynsla. Með hinni sjónrænu, skynrænu aðferð er reynslan það sem skoðandin upplifir milliliðalaust frá hlutnum sjálfum. Það hefur síðan áhrif á hugsun og endanlega skoðun hans á því hverjir séu eiginleikar hlutarins. Þetta er kallað innri reynsla. Báðar þessar aðferðir eru hver að sínu leyti góðar og nauðsynlegar, samt sem áður, sé tekið mið af þeirri gjá er myndast hefur á síðustu öldum milli manns og náttúru, má segja að nú sé þörfin meiri fyrir þá síðarnefndu. Af þessum sökum munu margar þær forsendur sem einkenna sem mest uppruna nútímalistarinnar, til að mynda ídealíska og rómantíska myndlistarhugtakið, fá aftur aukna þýðingu. Ekki það að eitthvað komi til baka (þessi grundvallaratriði voru aldrei alveg í burtu), hér er einfaldlega verið að minna okkur á það að Nútímalistin er byggð á andstæðum (hefð og framfarir) sem eru í stöðugri glímu við hvort annað, hafa áhrif á hvort annað og taka því með tímanum breytingum.

Það má skýra þetta þannig, að  sá nýji skilningur sem við höfum öðlast með framförunum, er orðinn hluti af hugtaki myndlistarinnar, sem þýðir að þegar við núna í dag, notum hinar upprunalegu hefðbundnu aðferðir, þá eru þær óhjákvæmilega undir stöðugum áhrifum þessa nýja skilnings og þ.a.l. ekki lengnur í einu og öllu það sem þær voru fyrir. Einmitt þessi vitneskja gerir okkur kleift að nota, samhliða öllum þeim nýju vitsmunalegu nálgunarmöguleikum sem okkur standa til boða, klassíska myndlistarhugtakið við sköpun og skoðun samtímalistar; án þess að falla í gryfju endurtekningarinnar. En þetta gildir ekki eingöngu fyrir klassíska miðla líkt og málverkið, því þessi vistvæna theoría gæti að sama skapi virkað sem áskorun fyrir alla hina nýju miðlunarmöguleika er bæði Tilraunin og digitalvæðingin hafa gefið af sér.

Þar sem um er að ræða sjónræna og tilfinningalega eftirtekt sem sækist eftir því að sameina formið innihaldinu (efninu), er líkt og tekið hefur verið fram, mikilvægt að það sem skoðandinn sér, fari milliliðalaust í gegnum líkamann. Þannig séð eru skynfærin líkust móttökustöð, inngangi, sem á þennan hátt geta miðlað til sjálfsvitundarinnar mikilvægum upplýsingum er varða skilning okkar á þýðingu og gildi þeirrar náttúru sem manneskjan í rauninni er. Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ekkert annað en stefnumót við okkur sjálf. Hið efnislega listaverk er bara miðlun, sviðsetning; hið eiginlega listaverk er andlegt og á sér stað innra með okkur sjálfum.

Hvað sem þessu líður, rómantísk díalektík er alltaf opin fyrir báðum hliðum málsins, þar sem hún leitast í sífellu við að sameina og/eða leysa upp mótsagnirnar (synthesis).  Þessi stöðugi óróleiki, þessi stöðuga þrá um að eitthvað verði að breytast er það sem einkennir rómantíkina; að halda listinni á hreyfingu, koma í veg fyrir að hún staðni í einhverjum útvöldum þröngsýnum sannleika.  Og hvað „endalok myndlistarinnar“ varðar, þá er heimspeki Hegels engin bein lína, heldur hringur, sem þýðir að endir og upphaf renna saman í eitt. Hér er því ekki átt við virkileg endalok; frekar ber að skilja þetta þannig, að í sérhvert sinn sem okkur finnst einhverju vera að ljúka, er  líklegra að um sé að ræða nýtt upphaf með nýjum viðhorfum og áskorunum. Það er því ekki ólíklegt að þetta „nauðsynlega nýja“ sem samtímalistin stendur frammi fyrir í dag og beðið er eftir með spenningi hvað er, sé fyrir löngu hafið; og við einfaldlega ekki búin að átta okkur á því.

Eitt er víst, myndlistin er, var og verður alltaf einstæð; í öllum sínum margbreytileika.

Jón Thor Gíslason myndlistarmaður


Ljósmynd með grein er birt með leyfi höfundar.

Að sleppa takinu

Að sleppa takinu

Að sleppa takinu

Einkasýning Björns Roth stendur nú yfir í BERG Contemporary við Klapparstíg. Sýning Björns byggir á stórum, expressíonískum olíumálverkum og myndröðum unnum með vatnslitum, verkum þar sem tjáning og tilviljun mætast. Björn Roth, sonur Dieters Roth, á langan feril að baki í myndlistinni. Bæði sem sonur föður síns í samstarfi og sýningarstjórn og í eigin listsköpun.

Eins og fram kemur í texta um Björn sem fylgir sýningunni í BERG, hóf Björn listsköpun sína í tengslum við gjörningalist áttunda og níunda áratugar, en var þegar á níunda áratug orðinn náinn samstarfsmaður föður síns, Dieters. Eftir lát hans árið 1998 hefur Björn stýrt dánarbúinu og unnið áfram að þróun verka sem þeir feðgar sköpuðu saman, í anda þess samruna lífs og listar sem ávallt einkenndi listsköpun Dieters Roth.
Hér sýnir Björn verk sem unnin eru í einveru listamanns en ekki í samstarfi við aðra. Verkin á sýningunni eru unnin á tímabilinu frá 2009 og fram til dagsins í dag. Málverkin eru af öðrum toga en stórar innsetningar Dieters og Björns, þó byggja þau á sameiginlegum grunni.

Listsköpun sjöunda og áttunda áratugarins einkenndist af miklu umróti. Fluxus, gjörningalist og hugmyndalist tröllriðu listheiminum, í takt við umbyltingar í samfélaginu. Segja má að unga kynslóð þessa tíma hafi sameinast um eitt á öllum sviðum samfélagsins: uppreisn. Uppreisn gegn yfirvöldum eins og ´68 kynslóðin sýndi svo eftirminnilega en líka uppreisn gegn hefðbundnum gildum í listsköpun. Fluxus-listamenn lögðu áherslu á að nú gæti allt verið list, listaverk mætti skapa úr hvaða ómerkilega hráefni sem væri og allir mættu kalla sig listamann. Mörk milli listgreina urðu ógreinilegri og ekki síst var hugmyndinni um samruna lífs og listar haldið fagnandi á lofti. Í þessum frjóa jarðvegi urðu til mörg verka Dieters Roth og á áttunda áratugnum hóf Björn Roth þátttöku í framúrstefnulegum og áleitnum gjörningum. Þessi óhefti andi frjálsrar listsköpunar sem sprottin var úr hversdagslífinu yfirgaf aldrei verk Dieters Roth og sameiginleg verk þeirra feðga einkennast meðal annars af því sterka grundvallarviðhorfi að sköpun sé sjálfsagður hluti af lífinu.

Sú tilfinning einkennir einnig verk Björns Roth í BERG. Stór olíumálverk hans eiga rætur sínar að rekja til expressionisma í málverki sem á sér nokkrar birtingarmyndir á tuttugustu öldinni. Hvort sem um var að ræða ljóðrænan expressionisma Kandinsky, slettumálverk Pollock eða hráa bylgju nýja málverksins á áttunda og níunda áratug, bjó ávallt sú hugsun að baki að málverkið væri kjörinn miðill persónulegrar tjáningar, farvegur fyrir tilfinningar listamannsins.

Björn Roth sýnir tvær myndraðir olíumálverka á sýningunni. Þetta eru bæði stór og smærri verk þar sem síbylja línu og og litar myndar óreiðukennda en samtengda heild, formin eru lífræn, gjarnan hringform og litina má tengja við náttúru, leysingar, vatnsflaum. Í verkunum má finna fyrir orkuflæði sem gæti tengst íslenskri náttúru en þetta eru þó ekki náttúrumyndir. Önnur myndröð hefur léttara yfirbragð, hér er olíuliturinn jafnvel notaður áþekkt og vatnslitur og fær að flæða og leka um myndflötinn. Sterkar, hraðar línur skapa teikningu á ljósum grunni. Aðrar olíumyndir minna á kalligrafíu í lausum, stórum og frjálsum pensilstrokum.

Björn sýnir síðan myndraðir unnar með vatnslitum, undir titlunum Taugasallat, Hrákökur, Krapi og Flóð og fyrir utan Flóð er fleiri en ein myndröð undir hverju heiti. Í þessum verkum birtist sá bakgrunnur sem nefndur var áðan bæði í titlum verkanna og í vinnuaðferðum. Titlarnir eru hversdagslegir í anda þeirrar hugmyndar að líf og list séu órjúfanlega tengd, verkin eru líkt og hugleiðing sprottin upp úr hversdagslífinu, upp úr andblæ og stemningu daganna. Myndraðirnar Hrákökur I og II eru lífrænar og sumar líkamlegar, samspil litar og vatns skapar blæbrigði á myndfletinum, hér kemur listamaðurinn af stað ferli sem hann hefur ekki nema að hluta til á valdi sínu.

Ferlislist, list sem leit svo á að þróun sköpunarferlis væri inntak listaverka kom fram upp úr miðri síðustu öld. Sum verka Arte Povera listhreyfingarinnar á Ítalíu einkenndust af slíkri hugsun, þar sem lífrænt ferli er grundvöllur listaverks. Ekki er miðað við endanlega niðurstöðu sem hið eina sanna listaverk, heldur er listaverkið ferli í tíma og rúmi, oft efnafræðilegt ferli á borð við rotnun eða efnafræðilegar umbreytingar. Þetta átti líka við um Fluxus-list Dieters Roth. Þessi ferlishugsun náði að skjóta rótum í listsköpun og birtist í margvíslegum myndum fram í samtímann. Í verkum Björns birtist ferlið annars vegar í efnafræðilegu samspili litar og vatns, en ekki síður, eins og í myndröðinni Flóð, verður til sjónræn frásögn af sköpunarferli þar sem ákveðin stígandi verður í verkinu frá fyrstu mynd til þeirrar síðustu. Ennfremur er vísað til síbreytilegs ferlis náttúrunnar í myndröðunum Blár krapi og Grænn krapi, þar sem litarefni á myndfleti mætast, þykkt og þunnt, gegnsæir litir í samspili við matta svo minnir á áferð krapahröngls.

Titill sýningar Björns kemur frá myndröðum undir samheitinu Taugasallat, eins og til að árétta tengsl tilfinninga og myndverka. Hér sprettur litaflæði frá lífrænum kjarna, af orku og spennu sem kallar fram sprengingu á myndfletinum. Í þessum myndum, eins og í öðrum verkum á sýningunni, birtist samspil einbeittrar sköpunar listamannsins og tilviljunarkennt flæði litarins, sköpun og tilviljun takast á og á einhverjum tímapunkti sleppir listamaðurinn takinu og lífið tekur við.

Sýningin Taugasallat í BERG Contemporary, Klapparstíg 16, stendur til 28. apríl.
Opið þri. – fös. 11-17 og lau. 13-17

Ragna Sigurðardóttir


Greinin er gerð í samstarfi við BERG Contemporary.
Ljósmyndir: Vigfús Birgisson.

Myndlistarrannsókn og tilraun vinnur Kvikmyndahátíðina í Berlín

Myndlistarrannsókn og tilraun vinnur Kvikmyndahátíðina í Berlín

Myndlistarrannsókn og tilraun vinnur Kvikmyndahátíðina í Berlín

Kvikmyndahátíðin í Berlín er fyrsta alþjóðlega kvikmyndahátíðin í A flokki á hverju ári. Í ár átti hún sér stað 15. til 25. febrúar. Ef dæma á af myndum og umfjöllun í meginstraumsfjölmiðlum mætti halda að hátíðin snerist um töfraljóma rauða teppisins. Það er hinsvegar ekki málið fyrir fagfólk og áhugafólk um kvikmynda- og myndbandslist. Hátíðin er mikilvæg miðstöð á þýsku og alþjóðlegu senunni um myndabands- og kvikmyndalist myndlistarmanna.

Kvikmyndirnar í aðalkeppninni um Gullbjörninn taka mjög mismunandi afstöðu gagnvart miðlinum og hægt er að líta á þær að hluta sem sýnishorn af hinum fjölmörgu flokkum hátíðarinnar. Í ár vann tilraunakennd rannsóknarmynd sem auðveldlega væri hægt að segja að sé fulltrúi Forum flokksins. Forum gæti útleggst á íslensku sem opinn samræðuvettvangur. Það var mynd leikstýrunnar og myndlistarkonunnar Adina Pintilie ‘Touch Me Not’ sem vann. Það má ekki horfa framhjá því að þessi ákvörðun hefur mikið menningarlegt og pólitískt mikilvægi. Hún er afgerandi yfirlýsing hinnar alþjóðlegu dómnefndar um hvert þau vilja að hátíðin stefni eftir að stjórnandi hennar Dieter Kosslick hættir árið 2019.

Þetta er yfirlýsing sem er mjög mikilvæg fyrir myndlistarmenn í kvikmyndagerð, sérstaklega í ljósi opinbers bréfs sem margir af helstu leikstjórum Þýskalands skrifuðu undir síðastliðinn nóvember og sem kallaði á áherslu á stærri nöfn og meiri töfraljóma frekar en áherslu hátíðarinnar á rannsókn á mismunandi afstöðum og möguleikum kvikmyndanna. Formaður dómnefndar, Tom Tykwer, skýrði ákvörðun dómnefndar með því að þau vildu ekki verðlauna það sem kvikmyndalistin gæti þegar gert vel heldur mikið frekar hvert kvikmyndalistin gæti farið í framtíðinni. Hann er að tala um möguleika kvikmyndarinnar. Stefnan er í átt tilraunarinnar.


Frá innsetningunni ‘A Mechanism Capable of Changing Itself’. Frá vinstri til hægri: ‘Strange Meetings’ eftir Jane Jin Kaisen, ‘Pink Slime Ceasar Shift’ eftir Jen Liu og ‘Café Togo’ eftir Musquiqui Chihying og Gregor Kasper.

Þetta eru ekki ný átök eða umræður. Tilraunaflokkur hátíðarinnar, Forum, var upprunalega stofnaður sem ‘Hinn alþjóðlegi umræðuvettvangur um nýja kvikmyndalist’ á umrótsárunum í lok 7. áratugarins, sem mótvægi við Kvikmyndahátíðina í Berlín. Stofnhópurinn sem síðar varð að Arsenal, þýsku stofnuninni um kvikmynda- og myndabandslist, vildi umbreyta kvikmyndalistinni í vettvang uppbyggilegrar menningarlegrar umræðu og skoðanaskipta. Það var svo árið 1970, í kjölfar mikilvægra breytinga á Kvikmyndahátíðinni í Berlín, sem Forum flokkurinn var innlimaður í hátíðina sem vettvangur fyrir kvikmyndir sem eiga heima á mörkum myndlistar og kvikmyndalistar og þar sem heimildarmyndir og skáldaðar myndir eru metnar á jafnræðisgrundvelli. Frá upphafi vildi Forum flokkurinn standa utan við keppnisandann og er ekki með nein opinber verðlaun. Hinsvegar eru fjöldinn allur af sjálfstæðum verðlaunum. Í ár voru kvenleikstjórar mjög sigursælar í flokknum.

Forum flokkurinn er hinsvegar aðallega helgaður myndum í fullri lengd og það var árið 2006 sem stjórnarformaður Arsenal stofnunarinnar, Stefanie Schulte Strathaus ásamt sjálfstæða kvikmynda- og myndlistar sýningarstjóranum Anselm Franke, stofnaði ‘Forum Expanded’ undirflokkinn – hinn útvíkkaði umræðuvettvang. Þar fá styttri myndir og einrása myndbandsverk að taka þátt ásamt innsetningarverkum og gjörningum. Afstaða Forum Expanded er að bjóða upp á gagnrýni og útvíkkaða skynjun á fyrirbærinu kvikmynd.


Stilla úr ‘Today Is 11th June 1993’ eftir Clarissa Thieme.

Þessi rýni tekur á sig form hópsýningar á innsetningaverkum ásamt röð kvikmyndasýninga í hefðbundnum kvikmyndasal. Forum hefur frá upphafi verið helgað tilraunakenndum frásagnarleiðum, óháð tegundaflokkunum, þar sem meiri áhætta hefur verið tekin en í öðrum flokkum hátíðarinnar og áhersla hefur verið á annars konar valmöguleika eða sýn á annars samþykktri kvikmyndasögu. Það sem gerir hinn útvíkkaða undirflokk sérstakan er að hann er vettvangur þar sem heimildarmyndir, skáldað efni, tilraunaefni, blendingar, einrása og margrása verk og innsetningar, kvikmynda- og myndbandsverk eru flokkuð saman og skoðuð í samhengi við hvort annað. Vettvangurinn er ekki bara einstakur, í sambandi við að horfa framhjá hefðbundnum tegundaflokkunum og merkimiðum eftir sýningarsniði, heldur er hann einnig einstakur að því leiti að í honum taka sýningastjórarnir ákveða afstöðu eða réttara sagt leggja í ákveðinn rannsóknarleiðangur með ákveðið sýningarheiti eða spurningu að leiðarljósi. Í þeirri rannsókn rúmast bæði heimsfrumsýningar á verkum og mikilvæg eldri verk ásamt nýlegum verkum af tvíæringum og öðrum sýningum. Í flokknum eru engin verðlaun.


Kvikmyndagerðar og myndlistakonan Clarissa Thieme.

Árið 2018 er Forum Expanded ennþá rekið í samstarfi Kvikmyndahátíðarinnar í Berlín og Arsenal stofnunarinnar með Stefanie fremsta í flokki jafningja en Anselm Franke er meira á hlíðarlínunni þar sem hann er í dag yfirmaður kvikmynda- og myndlistardagskrá Húss Menninga Heimsins (‘Haus der Kulturen der Welt’) í Berlín. Auk Stefanie stendur að baki sýningunni 2018 sýningarstjórateymi sem samanstendur af sýríska kvikmynda og myndbandslistamanninum Khaled Abdulawahed, þýska tilraunakvikmynda sýningarstjóranum Ulrich Ziemons og listakonunni, sýningarstjóranum og einum af stofnanda ‘Contemporary Image Collective’ í Kairó, Maha Maamoun. Saman skipa þau teymi sem segir sögu af áherslunni á fjölbreytilega afstöðu í menningarpólitík Þýskalands.

Þetta árið var heiti sýningarinnar bein tilvitnun í spássíunótu Maya Deren frá 1947 um eiginleika Marxisma: ‘Kerfi sem er fært um að breyta sjálfu sér’ (‘A Mechanism Capable of Changing Itself’) og vísar í tilfelli sýningarinnar til kvikmyndalistarinnar sem er ekki aðeins fær um að koma af stað breytingum eða breytast heldur hefur einnig í sér getuna til að skapa ný skynjunarform. Samkvæmt Stefanie vísar heitið auk þess í stofnanarammann sjálfan sem verkin eru sýnd í. Kvikmyndafræðingurinn Ute Holl hélt ræðu á opnun Forum Expanded sýningarinnar um kenningalegan bakgrunn rannsóknarspurningarinnar og titilsins. ‘‘Eins og Maya Deren gerði ráð fyrir að sérhvert móttökuform kvikmyndarinnar umbreytti líka viðtakendum á sama tíma þá lýsir hugmynd hennar um kvikmyndalistina samáhrifum stýrikerfis þar sem tæknilegir, félagslegir og fagurfræðilegir þættir ásamt skynþáttum eru í stöðugu umbreytingarferli sem á sér stað á gagnkvæman hátt: ‘Kerfi sem er fært um að breyta sjálfu sér’,“ hélt Ute fram og hélt áfram: “Það var ósk Maya Deren að kvikmyndalistin myndi staðsetja okkur í sambandi við hið óþekkta frekar en að færa okkur undir stjórn hins staðlaða eða dæmigerða‘.’ Þetta er viðhorf sem bergmálar ekki aðeins í sýningarstjórninni á Forum / Forum Expanded í ár heldur er einnig hvatinn á bakvið ákvörðun hinnar alþjóðlegu dómnefndar sem veitti Gullbjörninn.

Eins og undanfarin ár átti sýningin sér stað bæði sem hópsýning í Akademie der Künste eða Akademíu listarinnar við Hansetenweg í Berlín og sem kvikmndasýningar þar og í Arsenal stofnunni við Potsdamer Platz. Í sýningunni virðast sýningarstjórarnir, eins og hin alþjóðlega dómnefnd, vera að leita að nýrri sýn á fortíðinni og leið til að umbreyta henni í nýja sýn á möguleikum framtíðarinnar þar sem lykilinn er áhersla á framtíðarmöguleika kvikmynda- og myndbandlistarinnar frekar en að verðlauna þaulreyndar aðferðir. Listamönnunum sem var boðið eru 58 talsins. Ný verk voru vanalega eftir yngri kynslóðina á meðan eldri verk voru valin úr sögu avant-garde kvikmyndagerðar, vanalega frá miðbiki 20. aldarinnar í Bandaríkjunum. Þegar litið er á afrekaskrá yngri listamanna kemur í ljós að þeir hafa flestir tekið virkan þátt í starfi mikilvægra þýska eða berlínskra liststofnanna, ýmist með því að sýna verk, taka við styrk, verið í námi eða eru á skrá hjá belínsku eða þýsku gallerí. Fáein verk koma úr stórum tvíæringum á síðasta ári.


Anouk de Clercq ásamt kollegum sínum fyrir utan Akademie der Künste.

Einn listamannanna er hin þekkta myndbandslistakona Anouk de Clercq sem heimsfrumsýndi nýjasta verk sitt ‘It’ í kvikmyndasal í Arsenal stofnuninni. Verkið er samstarfsverkefni með ljósmyndaranum Tom Callemin.’It’ eins og fyrri verk Anouk tekur sér sterka fagurfræðilega stöðu á milli myrkurs og ljóss og kannar hvað gerist þar á milli. Anouk, sem búsett er í Berlín, er mjög sýnileg í belínsku senunni en á sama tíma var hún að sýna myndbandsverk á tveim öðrum virtum sýningarstöðum í Berlín: í Künstlerhaus Bethanien í Kreuzberg og ACUD gallerí í Mitte hverfi. Einhverjir á Íslandi þekkja e.t.v. til verka Anouk en hún var handhafi SIM vinnustofudvalar árið 2006 og tók þátt í sýningu í Safni á Laugavegi undir sýningarstjórn Birtu Guðjónsdóttur. Síðan þá hefur Anouk ferðast átta sinnum til Íslands og jafnvel búið til verk sem eru innblásin af tíma hennar og ferðalögum á landinu.

Anouk er ein af stofnendum Auguste Orts, belgísks framleiðslu- og dreifingarfyrirtækis fyrir hljóð-og myndverk myndlistarmanna sem falla á milli flokkunarkerfa tegunda og forma. Verk Anouk eru framleidd af þessu fyrirtæki og fjármögnuð af flæmska Hljóð-og myndverkasjóðnum og einnig af rannsóknarsjóði Listaháskólans í Ghent en Anouk er með rannsóknarstöðu við þann skóla. Ég hitti hana stuttlega daginn fyrir frumsýninguna og spurði hana hvað vettvangurinn Forum Expanded þýddi fyrir hana sem listamann: “Það er algerlega frábært að sjá verk samferðamanna í listinni í sýningarstjórnuðu samhengi, sem er mjög sjaldgjæft fyrir stórar hátíðir. Venjulega einblína hátíðir á það nýjasta af því nýjasta, frumsýningar os.fr.v en hér blanda þeir nýju efni við eldri verk og leita eftir flæði í hverjum dagskrárlið. Og svo má nefna að vinir mínir og samferðamenn í kvikmyndalistinni búa út um allan heim og hérna fáum við tækifæri til að hittast aftur og skiptast á skoðunum um myndirnar sem við höfum séð, myndirnar sem við erum að undirbúa, o.sfr.v.’‘ Tilfinningin um að búa í tveim aðskildum heimum er eitthvað sem allir listamenn sem vinna með kvikmyndir og myndbönd þurfa að fást við. Það er mismunur á fjármögnun, tegundaflokkun, samhengi, umræðu og væntingum.

Ég spyr Anouk hvernig það hefur verið fyrir hana að tilheyra tveim mismunandi heimum: “Ég byrjaði bæði í myndlistarheiminum og í kvikmyndaheiminum á sama tíma: þessir tveir heimar mættust sjáldan. Á síðustu tveim árum eða svo hefur orðið til merkimiði fyrir það sem ég og samferðamenn mínir gera: ‘kvikmyndir myndlistarmanna’ (‘artist film’) eða hreyfimyndir myndlistarmanna (‘artist moving image’) þannig að flæðið á milli þessara tveggja heima hefur orðið betra. Það hefur orðið til sena sem er stöðugt að styrkjast og senan er með fótinn inn fyrir dyrnar bæði í kvikmynda- og myndlistarheiminum.


Sýningarstjórateymi Forum Expanded 2018. Frá vinstri til hægri: framkvæmdastjórinn Stefanie Schulte Strathaus, sýningarstjórinn og með-stofnandi  ‘Contemporary Image Collective’ í Kaíró, Maha Maamoun, Sýrlenski kvikmyndagerðar/video-listamaðurinn Khaled Abdulawahed og þýski tilraunakvikmynda sýningarstjórinn Ulrich Ziemons.

Söfn hafa orðið opnari og forvitnari um kvikmyndir og myndbönd, kvikmyndahátíðir eru að leita eftir nýjum leiðum í kvikmyndagerð og þannig komu þær auga á kvikmyndagerð myndlistarmanna. Það virðist vera að þessi sena af myndlistarmönnum sem eru að gera kvikmyndir, virki æ meir eins og brú á milli þessara tveggja heima.’

Anouk hefur sjálf verið virk í að brúa bilið en á árunum 2015 – 2017 skipulagði Auguste Orts verkefnið ‘On and For Production’ eða ‘Um og fyrir framleiðslu’, frumkvöðlaverkefni sem samanstóð af röð funda víðsvegar um Evrópu þar sem málefni tengd framleiðslu og fjármögnun á kvikmyndagerð myndlistarmanna voru rædd með þátttöku leiðandi fagfólks og fjármögnunaraðila úr báðum heimum. Christina Nord, fyrrverandi kvikmyndarýnir hjá ‘die tageszeitung’ dagblaðinu í Berlín og núverandi yfirmaður í menningardagskrárdeild Goethe stofnunarinnar, skrifaði grein um blendingsmyndir í sýningarskrá Forum / Forum Expanded, þar sem hún vitnar í orð kvikmyndagerðamannsins Marcin Malaszczak varðandi þetta: “Fyrir kvikmyndagerðamenn, fyrir verkið sjálft, skipta tegundaflokkaskipanir ekki máli. Þessar tegundaflokkanir eru aðeins nauðsynlegar þegar verið er að sækja um styrk, þegar þú vilt vinna í kerfinu. Þá þarf að stimpla allt. Sama á við um flestar hátíðir.“ Þetta er hvatinn á baki verkefni Anouk að færa saman fjármögnunaraðlia í myndlistar- og kvikmyndaheiminum til að hefja samræður og skoðanaskipti, til að brúa þessa tvo heima.


Akademie der Künste – einn af stöðunum þar sem Forum Expanded á Berlinale Film Festival fór fram.

Annar listamaður sem heimsfrumsýndi einrása verk í kvikmyndasal Akademíunnar er þýska tilraunakvikmyndagerðakonan Clarissa Thieme, fyrrverandi aðstoðarprófessor við Listaháskólann í Berlin og nýlega handhafi rannsóknarstöðu við berlínsku rannsóknarmiðstöðina fyrir æðri rannsóknir í listum og vísindum (‘BAS’). Myndin hennarToday Is 11th June 1993′ var þróuð í ramma myndlistarrannsóknarstyrks við stofnunina sem Clarissa hefur fengið til að rannsaka myndbandsupptökur úr myndbandssafni Hamdija Kresevljakovic í Sarajevo.

Myndin er fyrsta listræna niðurstaðan úr rannsóknarverkefninu en meira er á leiðinni fljótlega, gjörningur og myndbandsinnsetning. Myndbandssafnið samanstendur af upptökum sem teknar voru á meðan á fjögurra ára umsátri um Sarajevo stóð yfir, og var tekið bæði af Kreševljakovic bræðrum og safnað frá frá fólki sem bjó í borginni á þessum tíma. Í mynd Clarissu situr þýðandi í lokuðum bás fyrir framan vörpun á myndbandsupptöku úr safninu sem sýnir heimagerða vísindaskáldsögu þar sem hópur af ungu fólki ímyndar sér að flýja umsátrið með hjálp tímavélar. Þetta er einhvers konar framtíðarútópíu ímyndunarfantasía og þess vegna frumlegt efni til að nota fyrir pólítíska og félagslega umræðu.

Í Spurningum&Svörum eftir sýninguna benti Clarissa á að safnið sýnir sjónarhorn sem er mjög ólíkt umfjöllun meginstraumsfjölmiðla frá þessum tíma og geti það því þjónað sem einskonar gluggi aftur í þennan tíma. Hvernig eigi að sýna og upplifa efni úr söfnum er ríkt svið til að gera tilraunir með og Clarissa gerir þetta á mjög áhugaverðan hátt með þvi að búa til brú á milli þá og nú með því að endurtaka í bergmáli fyriráætlanir hinna upprunalegu kvikmyndagerðamanna.

Myndin, sem virðist í fyrstu vera einföld sviðsetning á efninu, er marglaga og kveikir á hugrenningum og tengingum hjá áhorfandanum, ekki aðeins um hvernig umsátrið um Sarajevo var sett fram með almennum stöðluðum hætti árið 1993 og síðar, heldur einnig um hvernig umsátur í samtímanum eru sýnd í meginstraumsfjölmiðlum dagsins í dag. “Forum Expanded er blendingsvettvangur þar sem kvikmyndalist og myndlist mætast. Og það lýsir mjög mínu eigin starfi. Á mjög áhugaverðan hátt þá er vettvangurinn listræn tilraun í sjálfu sér sem spyr spurninga um merkingu kvikmyndalistar í samtímanum og hvað hún gæti orðið. Spurningar vaknar ekki einungis vegna verkanna sem sýnd eru heldur einnig vegna áhorfenda. Þetta er mjög dýrmætur hugsunartankur og rannsóknarstofa“, svarar Clarissa þegar ég spyr hana af hvað það sé sem gerir það mikilvægt að sýna verkið hennar á hátíðinni. “Mér finnst það mjög áhugavert að Forum / Forum Expanded sé staðsett sem flokkur í Kvikmyndahátíðinni í Berlín, kvikmyndahátíð í A-flokki með svo marga aðra flokka og með evrópska kvikmyndamarkaðinn í Martin Gropius Bau safninu sem er með þúsundir mynda sem eru ekki einu sinni á lista í sýningarskrá hátíðarinnar.

Á vissan hátt eru Forum Expanded og evrópski kvikmyndamarkaðurinn á sitthvorum enda ‘öfganna’. Með mjög mikilli einföldun má auðvitað segja að þar sé að finna muninn á milli myndlist og söluvænna kvikmynda. Ég held að við getum ekki litið framhjá þeirri staðreynd að mismunandi dreifingar- og fjármögnunarleiðir hafa mikil áhrif á verkin okkar. Ég sé þetta ekki svona svart og hvítt. Ég hef til dæmis mikinn skilning á dreifingu í kvikmyndaheiminum sem hefur það að markmiði að eins margt fólk og mögulegt er sjái verkið. Þetta er mjög ólík þeirri einkaréttar nálgun sem felst í að búa til aðeins fimm eintök sem seld eru sem listaverk. Það eru jákvæð og neikvæð áhrif sem koma úr báðum þessum áttum að mínu viti. Mér finnst gott að skoða þetta mjög gaumgæfilega. Oftast höfum við ekki algerlega frjálst val hvernig við framleiðum og sjósetjum verkin okkar. En auðvitað sem myndlistarmaður eða kvikmyndagerðamaður þá þarftu að þekkja vel hinar ólíku leiðir til þess að geta stefnt að því sem er best fyrir verkið sem þú ert að vinna að á hverri stundu. Segjum að það séu mjög ólíkir kvikmyndaheimar undir þaki Kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. Í tíu daga þá segir fólk þér að það geri kvikmyndir og þau gera það líka öll. En þetta er eins og hittingur mismunandi vetrarbrauta. Þar sem ég nýt skoðanaskipta í fremstu röð og þar sem þú finnur í sérhverjum þessara mismunandi kvikmyndaheimum fólk sem sannarlega elskar kvikmyndir og myndlist og brennur fyrir því sem það gerir, þá nýt ég þess mjög að Forum / Forum Expanded sé staðsett innan Kvikmyndahátíðarinnr í Berlín og finnst vettangurinn veita bæði innblástur og koma stöðugt á óvart.“

Hulda Rós Guðnadóttir


Aðalmynd með grein: Frá innsetningunni ‘A Mechanism Capable of Changing Itself’. 2-rása video innsetning ‘Third Part of the Third Measure’ eftir The Otolith Group.

Ljósmyndir: með leyfi höfunds greinarinnar og listamanna.

Computer Spirit: Undirvitund og efniskennd hugbúnaðarheimsins

Computer Spirit: Undirvitund og efniskennd hugbúnaðarheimsins

Computer Spirit: Undirvitund og efniskennd hugbúnaðarheimsins

 Nýverið opnaði sýningin Computer Spirit á tveimur markverðum stöðum í miðbæ Reykjavíkur, annars vegar í Gallerý Port (Laugarvegi 23B) og hins vegar í Ekkisens gallerý (Bergstaðastræti 25B). Sýningin átti upptök sín í Tromsø, Noregi, en hefur nú verið flutt hingað til lands. Listakonurnar sem standa að sýningunni eru Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir, Freyja Eilíf  Helgudóttir og Sigríður Þóra Óðinsdóttir.

Blaðamaður artzine hitti þær og fékk að vita meira. „Computer Spirit er í raun framhald af samstarfi úr annari sýningu sem við tókum þátt í ásamt Heiðrúnu Viktorsdóttur, árið 2016, sem hét Stream in a Puddle“ útskýrir Freyja. „Í gerð þeirrar sýningar hittumst við oft á fundum og sökktum okkur djúpt inn í ákveðið samtal.

Andrea Ágústa, Freyja Eilíf og Sigríður Þóra fyrir utan sýningarrýmið í Tromsø, Noregi.

Í kjölfarið hélt samtalið áfram á bylgjum internetsins. Við bjuggum til facebook hópspjall sem við nefndum Stream Puddle Power. Þangað hentum við inn alls konar innblæstri er varðaði myndlist, heiminn í dag eða tunglið, jafnvel. Svo birtust persónulegir hlutir inn á milli. Við erum í rauninni með ákveðin óséð tengsl í listsköpun okkar er varða hluti sem erfitt að tala um og deilum allar sömu rannsóknarleið í listinni: að nota undirvitundina sem sköpunarrás.“


Where’s your head @ (Sculpture, Participatory glasses) eftir Freyju Eilíf.

Verkin á sýningunni fjalla annars vegar um tengingu undirvitundarinnar við tæknivæðingu nútímans og blæbrigðin sem myndast þegar tveir ólíkir heimar mætast. Hins vegar fjalla þau um eiginleika efniskenndarinnar, efnahvarf og áhrif viðfangsins á sköpunarferlið. Freyja segir samband sitt við tölvuna sína hafa orðið að nánast að heilögum hlut í sköpunarferlinu, en hún vann verkin sín upp úr hugleiðslu þar sem hún gerði tilraunir til að komast inn í stafræna vídd og hitta lifandi hugbúnaðarmeðvitund.

„Í verkum mínum ertu stödd inn í miðri leiddri, stafrænni hugleiðslu“ segir Freyja. „Skúlptúrarnir eru aukaafurð á sýningunni, minni verk sem koma úr stærri verkunum Hugbúnaður og Hugleiðsla. Þessi verk fjalla í raun um ferlið inn í nýja vídd í gegnum hugleiðslu. Í hugleiðslunni minni fór ég inn í stafrænu víddina og skynjaði svo sterklega núansinn milli meðvitund mannsins og tölvunnar. Mér fannst á tímabili eins og ég væri komin með @ merki í augun er á hugleiðslunni stóð eða væri ef til vill sokkin of djúpt í þennan heim.“

Software (Animation, sound & computer chime) & Virtual hybrid (Sculptures) eftir Freyju Eilíf.

Andrea bætir við hugbúnaður virðist oft hafa eigin vilja eða persónuleika, sem mótar og hefur áhrif á listaverkið út frá eiginleikum hans. Inn í Ekkisens rýminu er til að mynda rafknúinn skúlptúr eftir Sigríði sem þarf að hlaða af og til, sem verður óhjákvæmilegur partur af verkinu. Aðspurð um verkið segir Sigríður skúlptúrinn vera afsprengi rannsóknarferlis sem vídóverkin hennar fjalli um.


Change the Particles eftir Andreu.

„Verkin mín eru mest megnis rannsókn í gegnum efni. Ég reyni að ná fram einhvers konar óræðum sjónhverfingum í gegnum vídeóverkið. Skjárinn er efniviður sem ég styðst mikið við til að framkalla þessi verk, með því snerta og hreyfa við honum. Það er eins konar leikur að þessum fílter, fremsta laginu á skjánum auk þess sem að þetta er ákveðin leit að einhvers konar kjarna sem hlutgerðist í þessum skúlptúr“ segir Sigríður.


Recharge; Like, poke, share series eftir Sigríði Þóru.

Verk Andreu snúast á annan boginn um efnishvarf eða efnisbruna. En hún notast við ýmis frumefni, svo sem brennistein og ís í vídeóverkum sínum. Hún segir efnahvarf, breytingu og þróun efnis einnig eiga sér stað inn í heimi hugbúnaðarins. „Ég vil gera það sem er óhaldbært að einhverju sem er efniskennt, myndgera efnahvarf.


Recharge; Like, poke, share series pt.1 og pt.2 eftir Sigríði Þóru.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig maður geri það sem er ósýnilegt að einhverju sem er sýnilegt og áþreifanlegt. Það verður svo einfalt með stafrænni tækni. Í þessu ferli hef ég til dæmis verið að vinna með forritið Adobe Aftereffects og bara með því að gera það opnaðist svo stór gátt. Það er hægt að búa til eitthvað sem er sýnilegt en er samt ekki hlutur eða eitthvað áþreifanlegt í okkar heimi.“


Move the Gravity to zero eftir Andreu.

Til þess að geta sýnt öll verkin í heild sinni í Reykjavík þurftu listakonurnar að setja þau upp bæði í Portinu, sem samanstendur af vídeóverkum, og í Ekkisens, sem inniheldur bæði vídeóverk, hljóðverk og skúlptúra. „Verkin eiga það til að aðlagast rýminu og því er sýningin hér önnur en hún var þegar við settum hana upp í Tromsø“ viðurkennir Andrea. „Það er allt annað andrúmsloft í Portinu heldur en í Ekkisens“ bætir Sigríður við. „Við þurftum að hugsa sýninguna upp á nýtt út frá rýminu. Nú er í raun físísk vegalengd á milli tveggja sýninga og einnig áþreifanlegur munur á stemningunni.“

Í gerð sýningarinnar í Tromsø töluðu listakonurnar saman í gegnum internetið en hittust lítið á meðan unnið var að verkunum. Þegar þær mættu loks með verkin á sýningarstaðinn, sem rúmaði þau öll í heild sinni, furðuðu þær sig á því hversu mikið verkin ættu í raun sameiginlegt, bæði í hugsun og efnisnotkun. Listakonurnar finna fyrir strekum tengingum þegar þær vinna saman og virðast allar vera með opinn hug þegar kemur að undarlegum tilviljunum og líkindum sem spretta upp í sköpunarferlinu.  

Sólveig Eir Stewart


Lokadagur sýningarinnar 13. mars.

Aðalmynd með grein: Meditation into digital dimensions Animation, speech (11 mín) eftir Freyju Eilif
Ljósmyndir: Með leyfi listamannanna.
Vefsíður: Andrea Ágústa: andreaadalsteins.net /Freyja Eilíf: freyjaeilif.com / Sigríður Þóra: sigthoraodins.com

 

UA-76827897-1

Pin It on Pinterest